Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 28.04.1897, Blaðsíða 1

Dagskrá - 28.04.1897, Blaðsíða 1
Verð árg. (minnst T04 arkir) 3 kr., borgist fyrir janúarlok; erlendis 5 kr., borgist fyrirfram. Uppsögn skrifleg bundin við 1. júlí komi til útgefanda fyrir októberlok. I, 74-75. Reykjavík, miðvikudaginn 28. april. 1897. Ófriðurinn milli Grikkja og Tyrkja. Þegar síðast frjettist var ófriður millum þessara tveggja þjóða byrjaður, í fullri alvöru, um endilöng landa- mærin milli ríkjanna. Menn eru ekki á eitt sáttir um, hverir hafi byrjað ófriðinn, Grikkir eða Tyrkir. í Miklagarði er því haldið fram, að grískt herlið hafi ráðist inn á lönd Tyrkja að fyrra bragði, ásamt ýmsu sjálfboðaliði og uppreistarflokkum, er hafa safn- ast fjölmargir við landamærin í Þessalíu, innan um her- stöðvar Grikkja þar. — En í Aþenu er hitt fullyrt, að Tyrkir hafi orðið fyrri til að fara yfir mörkin. En hvort sem nokkurtlið úr hinum reglulega her Grikkja hefur tekið þátt í fyrstu óspektum uppreistarmanna eða ekki, er það víst að hinn eiginlegi, reglulegi ófriður var hafinn af hálfu Tyrkja, áður en þeir sögðu Grikkjum stríð á hendur. Ráðaneytisforseti Grikkja, M. Delyannis, kunngjörði á auriafundi er þingið var kallað saman til 18. þ. m., að Tyrkir hefðu nú lýst yfir ófriðnum. Frá því fyrir miðjan þennan mánuð hafa verið sí- j felldar smáorustur, nálægt landmærunum. Þann 16. má þó fyrst telja að liði beggja hafi lent saman fyrir alvöru. Þá rjeðust Tyrkir á nokkrar fremstu stöðvar Grikkja, en þar veitti Grikkjum betur og urðu Tyrkir frá að hverfa. Á sömu leið fór daginn eptir. — Þá var barist á mörg- um stöðum í einu eptir endilöngum iandamærum, en með litlum liðsafla af báðum, og báru Grikkir víðast hærra hlut. Þennan dag varð ein helsta orustan við Karya í Makedoníu, rjett fyrir norðan landamerkin. Höfðu Grikkir ráðist þar inn á Tyrkjalönd kvöldið áður, en um morg- uninn snemma voru fjórar sveitir sendar á móti þeim og æðsti herforingi Tyrkja þar suður, Edhem Pasha, til- kynnti foringjunum um leið, að meginherinn mundi á næsta degi koma til skjalanna. Vopnaviðskiptin við Karya stóðu yfir frá því kl. 10 um morguninn og alla aðfaranótt Páskadagsins, og stöðv- uðust Grikkir þar í rásinni. Eptir því sem á leið óx Tyrkjum liðsafli að norðan og urðu Grikkii loks að láta síga undan. Þar heitir Milounaskarð, er aðalorustan, sem frjettst hefur af, var háð á fyrsta í páskum. Þar voru alls um 20,000 manna af báðum, og lauk þeirri orustu svo að Tyrkir höfðu betur. Var sá sigur mjög þýðingarmikill, því eptir hann má svo heita sem Tyrkjum sje opin leiðin til Larissa, þar sem Konstantín, krónprinsinn gríski, sat með meginherinn, þá er síðast frjettist. Orustan í Milouna stóð yfir fullan sólarhring, og fjell mikið fleira af Grikkjum —- hve margt er ekki ná- kvæmlega hermt frá. Svo er sagt, að Grikkir hafi haldið tveimur stöðvum í Milounaskarðinu tii mánudags, en þá urðu þeir einnig að láta þær lausar og leita undan. En að kvöldi mánu- dags tóku þeir nokkrar hæðir nálægt bænum Tyrnavo, sem er rjett á landamærunum, og þegar síðast frjettist snerist viðureignin um þennan bæ og hæðirnar þar í kring. Grikkir brenndu tyrkneskan bæ Damasi, um tvær mílur vestur af Tyrnavo á annan í páskum, og hjeldu þar velli þegar síðast frjettist. Við Nezeros, austur undir Salonikaflóanum, báru Grikkir einnig hærra hlut, og eyðilögðu þar tvær fall- skotastöðvar fyrir Tyrkjum. En hverja þýðing þessar vinningar Grikkja geti haft, er ekki unnt að segja sök- um þess að hinar allra síðustu fregnir eru mjög óljósar, og ber ekki saman. Að öllum likindum verður þessþó ekki langt að bíða að Tyrkir geti þröngvað kosti Grikkja ef aðrir skerast ekki í leikinn, enda hafa þeir að eins um 60,000 hermanna alls, en Tyrkir geta, hvenær sem vera skal, sent um 400,000 í leiðangur. — Á Krít er allt í sama þófinu. Smábardagar eru þar stöðugir milli kristinna manna og Tyrkja, en flota- deildir stórveldanna halda eynni í herkvíum og haga sjer eins og þau væru í bandalögum við Tyrki, skjóta á borgir eyjarskeggja, o. s. frv. Það er almenn tilgáta að Rússar muni undir niðri vera mjög bendlaðir við þennan ófrið; halda margir að þeir muni fyrst vilja láta Tyrki þreyta sig og tæma fjárhirslur sínar á viðureigninni við Grikki, til þess að því ljettara sie að yfirbuga þá á eptir, og að þeir ætli sjer heiðurinn af því að lokum, að hafa verndað smá- þjóðina grísku, gegn hinum grimma og óvinsæla Hund- Tyrkja, sem getur haft mikil áhrif á arfahlut þeirra við skiptin á búinu. — Annars er það samhuga álit, flestra blaða ytra, að þessi ófriður muni innan skamms draga til enn meiri tíðinda í Evrópu.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.