Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 28.04.1897, Blaðsíða 3

Dagskrá - 28.04.1897, Blaðsíða 3
*95 3. ítölsk kirlíja eða bænahús, málað af P. Kornbeck 1880. Gefin 1886 af Birni Bjarnarson. 4. Skógarstígur; málað hefur fröken Ravn-Hansen 1885. Gefið af málaranum 1886. 5. Skógur um haust, fölnaður, Akvarel eptir Thorvald Niss. Gjöf frá B. Bjarnarson 1886. 6. Málverk eptir prófessor J. Sonne frá stríðinu milli Dana og Þjóðverja 1864, máluð 1884 og gefin 1885 af málaranum. 7. Norrænir víkingar verpa haug yfir fallinn val og efna til blóts eptir sigur. Myndina hafa málað pró- fessorarnir Malmström og Gude í Dússeldorf, og er þetta hin fyrsta mynd málaranna (Pröve), en eptir henni máluð afarstór mynd, sem til er á safninu í Stokkhólmi. Þetta málverk hefur próf. H. Fr. Gude gefið sjálfur safninu- hjer 1886. 8. Dansmey eptir Emil Rosenstrand. Gefin af málar- anum 1886. 9. Birkibeinar á flótta með Hákon konung, eptir norsk- an málara, Knut Bergslien (f. 1827). Myndin er máluð 1880, en gefin af Fr. Giertsen, skólastjóra í Kristjaníu 1886. 10. Kristofershús á Skaga (Jótlandsskaga), eptir danskan málara, P. S. Kröyer (f. í Stavanger 1851). Þessi mynd er talin eitt af snilldarverkum málarans, og hefur hann gefið hana sjálfur 1886. 12. Eyjafjörður, eptir Kristján V. Blache (f. 1838). Mynd- in er máluð 1882 eptir annari lítilli, sem safnið á líka og þykir þessi stærri mynd ekki jafn nákvæm og sú minni, sem máluð er árið áður. (Það ár sem málarinn ferðaðist hér fyrir norðan land). Myndin er tekin frá Oddeyrartanganum og sjest þar Akur- eyrarkaupstaður og fram til dalanna langt. A höfn- inni eru herskip tvö, danskt og franskt, póstskipið »Díana« og »Njáll« hákarlaskip. Málverk þetta hefur málarinn gefið sjálfur 1885. 13. Geitá við Kalmanstungu með Balljökul, Eiríksjökul og Geitlandsjökul í framsýni, eptir próf. T. Kloss, máluð 1871. Þessa mynd hefur konungur vor, Chr. IX., gefið 1885. 14. Birkiskógur frá Sjálandi, eptir próf. Janus A. B. la Cour (f. 1837), gefinn af málaranum 1885. Það er hið fyrsta málverk er safninu var gefið. 15. Veiðimaður í Tyrol eptir próf. C. Schleissner. Málað 1874. Gjöf frá Chr. konungi IX. 1885. 16. Tidsvildeskógurinn við Isafjörð á Sjálandi, málaður af Wildenradt 1884. Gjöf frá málaranum 1886. 17. Mynd af skógarspildu fyrir utan Helsingjaeyri með kastalanum Krónborg, Akvarel eptir G. Emil Libert. Gjöf frá B. Bjarnarson 1886. 18. Sundmaður, eptir Lundé. Gjöf frá ekkju málarans 1886. Húsbygging á Þingvöllum. Nefnd sú, er hefur stofnast til þess að koma upp húsbygging á Þingvöllum, hefur óskað birtingar á eptir- farandi brjefi. Vjer undirskrifaðir, sem höfum gengið í fjelags- skap um að koma upp húsbyggingu á Þingvelli, er bæði gæti verið fyrir samkomur innlendra manna og til af- nota fyrir erlenda ferðamenn, sem eins og kunnugt er sækja fjölmargir á hverju ári til Þingvalla og Geysis, leyfum oss hjer með að bjóða almenningi á Islandi að taka þátt í þessu fyrirtæki með því að kaupa, einn eða fleiri saman, tuttugu og fimm króna hluti í hinni fyrirhuguðu húsbyggingu. Áætlað er að húsið muni kosta allt að 5000 kr. eða um 200 hluti alls, og er gjört ráð fyrir, að það geti verið fullgjört áður en ferðamanna er að vænta næsta sumar. Það er ákveðið, að hlutir þeir sem koma inn, skuli geymast 1' sparisjóði Reykjavíkur, en eigi verður byrjað á byggingunni fyr en sjeð verður að nóg fje muni fást; að öðrum kosti verður peningunum skilað aptur til eigendanna. Komist byggingin upp eins og að framan er sagt, skulu hlutaeigendur njóta tiltölulega ágóða af húsinu, þeim er verður framyfir viðhalds- og umsjónarkostnað, eptir árlegri skilagrein. í hússtjórnarnefnd skal kjósa 3 menn, þannig, að formaður Þjóðvinafjelagsins nefnir einn, sýslumaðurinn í Árnessýslu annan og ferðamannafjelagið í Reykjavík hinn þriðja. Nefndin skal kosinn til 2 ára í senn, í fyrsta sinn jafnskjótt og húsið er fullgjört. Allt það, sem að framkvæmdum byggingarinnar lýt- ur, önnumst vjer undirskrifaðir. Hlutaupphæðir skulu sendar til gjaldkera fjelagsins, Sigfúsar bóksala Eymundssonar í Rvík, með glöggri skýrslu um nöfn og heimili hlutaðeiganda, og sendir hann þeim þá hlutabrjef með fyrsta pósti, eða afhendir þau þeim, sem borga utanpósts. Til þess að hægt sje, að byggja húsið næstkom- andi sumar, verða fjelagshlutir að vera borgaðir innan loka þessa árs. Vjer treystum því, að góðir menn veiti þessu máli greiðar undirtektir, bæði vegna landsmanna sjálfra og vegna þess, að slík bygging mundi, einkum ef henni fylgdi skemmtibátur til veiða og siglinga á Þingvalla- vatni, stuðla mjög að þvi, að auka heimsóknir erlendra ferðamanna til íslands, sem hingað tií hafa ekki getað, vegna skýlisleysis, haft neina dvöl á hinum forna, víð- træga þingstað Islendinga. Reykjavík, 24. april 1897. B. - Sveinsson. Tr. Gunnarsson, Sigfiús Eynmndsson, formaður. gjaldkeri. Helgi Helgasort. Sigurður Kristjánsson. D. Thomsen. ITannes Þorsteinson.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.