Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 28.04.1897, Blaðsíða 4

Dagskrá - 28.04.1897, Blaðsíða 4
2g6 Álit um Biflíuijóð síra V. B. Eptir Matth. Jochumsson. Þegar jeg las dóm »Dagskrár« um Biflíuljóð síra V. B., mætti mjer ekki annað en það, sem jeg hafði búist við -— þó mjer þyki sá dómur ósanngjarn. Hann er eðlilegt viðhvarfeða apturkast ekki einungis eptir reyk- elsið, sem þeirsem fremstirstóðu á Zíonsborgarmúrumóðara brenndu fyrir ljóðum þessum til þóknanlegs ilms fyrir sína vini, heldur og eptir það gum, sem hin velvísa dómnefnd Bókmenntafjelagsdeildarinnar jós yfir þau áð- ur en þau voru prentuð. Jeg hef hingað til kynokað mjer við að birta mína skoðun á bókinni; hvorki þóttist jeg vera færari um það en allir aðrir, og svo sakir gam- als vinfengis okkar höfundarins. En úr því nú sýnist fremur sókn en vörn um þessi ljóð, skal jeg þó leyfa mjer að taka til máls um þau—svo hreinskilnislega, sem jeg get. Frá því síra V. B. var unglingur vakti hann mjer sem mörgum öðrum bæði von og gleði; vjer áttum þá fáa jafn efnilega menn að útliti, gáfum og framkomu allri, og fyrsti vísir hans málsnilldar og kveðskapargáfu, sem jeg sá, lofaði mjer stórmiklu. Reyndar sá jeg smám- saman fram á, að vængir hans mundu trauðlega ná þeim þroska, sem vonirnar vöktu í fyrstu, þar sem hann varð ungur að hneppast upp í Hreppa sem lderkur, og þar á ofan missti svo sorglega heilsu sína langa stund á hans allra besta þroskaskeiði. Það þarf minna til að stýfa vora arnarvængi en þettaþrennt: þröngsýn og forn theologia, búskaparbasl á andlegri eyðimörku og ban- vænt heilsuleysi. Og samt vinna menn afreksverk. En þá eru það líka menn, afbragðsmenn sinnar þjóða, og einn þeirra er og verður síra Valdemar Briem — hvað sem þeir segja miklu mennirnir, sem dæma okkur — á eptir. Kannske þeir hafi ekki gengið í okkar spor; kannske þeir eigi það eptir? Hvað um það: dæmi þeir og dæmi! Einbeittir dómar eru lífsskilyrði allrar menn- ingar. Sannleikurinn, listin og lífið gjöra ekki að gamni sínu. Fyrsta skilyrðið í hverju þróunarspori er það, að kasta heirna-alningsham yfirdrepskaparins. ECn í þeim ham sofa ailflestir af oss enn. Hinir nýju ritstjórar finna þetta vel, og það er þeirra köllun, peirra trú og krist- indómur, og vel sje þeini, drengjunum fyrir það — ein- ungis að þeir kunni dálítið hóf sitt, og varist vítin, sjer- staklega þeirra, sem þeir vilja siða. Engum fer fana- tisminn miður en þeim, sem sett hafa vísindi í stað trú- ar, og rannsókn og frelsi í stað helgivalds og erfða- kenninga. En einmitt þetta ámæli, að gæta ekki hófs og sanngirni, iendir á ritstjóra »Dagskrár« fyrir áminnst- an dóm hans; skal jeg þó vægt fara í sakirnar í þetta sinn, og sleppa tilvitnunum hans — í sumar er hnýtt með ástæðu. En fyrst vil jeg taka fram, að í svo vold- ugu ljóðasmíði er það lítil furða þótt »Hómer dotti við og við«. En — því tilfærir ritstjórinn ekkert af hinu betra — ekkert af hinu besta? Þegar jeg las Ijóðin, merkti jeg yfir 40 kvæði sem mjer þóttu vel kveðin, og sum þeirra snilldarvel. Að finna að rímsnildd höf. eru hin mestu ranglæti, því fáir eða engir taka honum þar fram —- nema Þorsteinn Erlingsson einn. En rímið er nú bráðum orðið almennings eign á voru landi, svo að úr þessu getur hver hreppur og veiðistaða útsent sinn Símon-Dalaskáld, enda jafn ve! »vandlætara«, sem »með- almann« í rímaralistinni eða kannske -—• hver veit? — »þjóðskáld«. Það fer að verða vandi að þekkja hjáoss skáldskap frá rími, svo er formlistin, hin tekniska kunn- átta, orðin almenn. Það mun þá helst vera efnið og hin innri sál, einkum hjartaslagið, sem á að greina á milli og gjöra vegsmuninn. En sleppum þessu. Mín skoðun á öllum kveðskap síra V. B. er eindregin sú, að hann sje, á sinn hátt, eitt af hinum and- ríkustu skáldum, sem nú yrkja, og afkastamestur þeirra að vöxtunum til. En takmarkanir hefur hann —- tak- markanir, sem meir koma fram í Biflíljóðunum en í hans ódauðlegu sálmum og andríku tækifæriskveðlingum. Og hvað nú þessi miklu ljóð, sem heild snertir, þá er fyrst athugavert það sjálfstraust skáldsins —- að jeg segi ekki oftraust — að taka slíkt verkefni fyrir, enda má strax minna á játningu höf. í formála ljóðanna, hve trauður hann var að láta prenta þau sem heild eða úrvalslaust. Skoði maður ljóðin (eins og höf. helst mun óska að menn gjöri) sem parafrase, eða biflíusögur framsettar í ljóðum, þá skal þess getið, að jeg þekki engar bók- menntir, hvorki á Norðurlöndum, á Þýskalandi eða Eng- landi, t. a. m., sem eiga þvílík ljóð — svo umfangsmik- il og í bóklistastýl. Aptur eiga allar menntaðar kristn- efni G.-Test., og sömuleiðis ótal andrík og hjartnæm Ijóð út af textum (mótívum) biflíunnar. svo sem t. d. Pálmablöð Karls Geroks. En út af biflíunni allri eða aðalefni hennar, hefur enginn ort, það jeg veit, nema síra V. B. Hjer í lá aðalhættan. Biflían er fjall, sem eng- inn segir við: Tak þig upp og fleyg þjer í hafið! Sjálf tríiin ræður ekki við það fjall. Biflían er eik — nei, hún er frumskógur, sem engin öxi vinnur, hún er gull, sem engin gylling fegrar — síst vort kalda og steingjörða kenninga-flúr, þótt oss þyki fagurt. Biflían er sú hæð [og sú vídd, sem enginn eldvagn kemst yfir; hún er það hrjósturfiæmi, sem enginn plóg- ur sljettir; hún er veröld, lögbundin (Kosmus) að vísu, en ekki fullsköpuð enn — eins og jörðin. Sköpunar- vikan er löng og hvíldardagur Jehóva — virðist ókom- inn enn. Biflían er stórsmíði hins háfleygasta þjóðflokks, sem heimur vor þekkir, bókmenntir fjölbreytinna alda

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.