Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 28.04.1897, Blaðsíða 5

Dagskrá - 28.04.1897, Blaðsíða 5
297 frá 8. öld f. Krist (að því er nú er sannað) og niður fyrir daga Alexanders milda. I þeirri »bókanna bók« mætast allar öfgar og mótsagnir, hið guðlegasta og hið óguðlegasta, hið blíðasta og grimmasta, og hið hrein- asta er þar við hlið hins þráasta og trylltasta. Hin stór- fenglegustu skáld og ofureflismenn andans og siðavalds- ins heyja þar andleg »fólkvíg fyrst í heimi« svo her- gnýrinn heyrist meðan lönd eru byggð. Ljóðaljóð hinna stóru Hebrea brenna enn sem óslökkvandi eldur í hjört- um þjóðanna, hvort heldur eru Arabar, Gyðingar eða kristnir menn. Og fæstir af síðari tíma stórskáldum hafa dirfst að marka anda sínum völl á biflíunnar furðuströnd- um •— öðruvísi en jeg áðan sagði. Eptir siðabót Lúth- ers varð það tíska að snúa ýmsum G.-Test. ritum í ljóð, fyrst og fremst sálmum Davíðs (Psaltaranum), en lítt mátti þýðingin víkja frá orðunum. Hjer á iandi var orkt margt, t. d. Genesissálmarnir, Samúelsrímur, Tobí- asar díttó, út af Estersbók og m. fl. og Hallgr. Pjeturs- son kvað ekki fátt þess konar. En allt slíkt var í ein- feldnis og andaktarstýl, og er nú löngu hætt að kallast þjóðlegt. Af hærri skáldskap má nefna — auk mið- aldakvæðanna: Heliand hjá þjóðverjum, Caedmond hjá Engilsöxum og fl. — hin miklu episku stórkvæði: Milt- ons, Klopstocks og annara. En ekkert af þessu er sam- kynja Biflíuljóðum síra V. B. Hvað er þá um þau að segja? Hafa þau misheppnast eða ekki? eða að sumu leyti heppnast, en sumu ekki? Það síðara ætlajegverða ofan á. En best ætla jeg sje að láta reynsluna dæma. Mín meining er sú, að hversu vel sem hinum andríka höfundi hefur tekist á mörgum þessum ljóðuin — eink- um þar sem hann lætur söguna ráða, þræðir best (mest objectívt) biflíuna og hennar orðfæri, þá muni hinir eig- inlegu biflíuvinir og lesendur fremur kjósa að lesa frum- textann en ljóðin. Því víða þar sem höf. eða aðrir meist- arar og kennifeður vilja bæta hið gainla orð, með öllu þéss hrjóstri (sem kallað er), vilja skýra, fegra, sljetta, heimfæra, auka eða úr kippa — þar mistekst þeim opt- ar en hitt. Menn bæta ekki Amos, Hóseas, Jerimías, Esaías eða Davíð, enda hefur höf. líka sleppt þeim að mestu. Hvert var augnamið höíundarins, því hann get- ur þess ekki ? Þeir sem litlir bifhuvinir eru munu segja: »Höf. er allt of vitur maður til að yrkja út af G.-Test. sem trúarbók eða opinberun, og því eru ljóð þessi frem- ur veraldlegt listaverk en guðræknislegt — reyndar les- um við heldur bókina sjálfa; þetta er í raun rjettri hvorki biflíuorð nje veraldlegt orð«. Og ef þessi tilgáta er sönn, kemur það einkum af því, að í ljóðunum er svo mörgu og ólíku kasað saman, sem væri allt jafn- heilagt- eða vanheilagt. Líka er þessi hætta með ver- aldarmennina fólgin í fleiru: hvorki þeir, sumir, nje held- ur hinir einfaldari kunna vel við að lesa biflíunnar há- leitari kafla í viðhafnar ljóðaformi, skreytta allskonar orðmyndaprýði, svo og allskonar háttatilbreytni ogbrag- snilldarleik. Og í þessu tilliti eru ljóðin ekki lýta- eða fordildarlaus. Að vísu veit jeg að skáldið stenduráþeim tímamótum þar sem sumir skoða biflíuna sem guðsorð og ekkert annað, en sumir sem bókmenntarit og arf eptir Hebrea. Þótt höf. kannske optar skoði hana (eins og jeg) fremur sem — beggja blands, þá þykir mjer aptur ástæða hjer að minna á sjálfstraustið. Það fellir oss líka, meira og minna, alla—alla! Hefði síra V. B. lent þar, sem hann var fæddur til að lenda — hefði atvikin leyft: á kennarstóli einhvers háskóla, eða hefði hann lif- að óháður embætti uppi í sveit og getað notið sinnar vísindalegu samtíðar í fyllri mæli, þá hefðu bifluljóð hans líklega, að vísu færri orðið, en hin færri enn þá ágæt- ari. Og þó eru þessi ljóð stórvirki, sem lengi bera vitni um höfundarins andríki, afl og yfirburði. Jeg skal að endingu nefna fáein af hinum betri meðal Biflíuljóðanna: Sonarfórnin, Rebekka, Himnastig- inn, Synir Ísaí, Fall Sáls, Saknaðarljóð Davíðs, Sigur- söngur Davíðs, Kveðja Davíðs, Musterið, Musterisvígsl- an, Fórnin á Kamel, Sólskífan. Hið nýja musteri, Sýn- ir Esekíels, Líkneskjan, Tobías og Súsanna. Þó eru mörg eflaust betri eptir annara smekk. Og ómissandi eign er og verður þessi bók. Ofanritað álit síra Mattliías hefur Dagskrá viljað taka, fyrir þær sakir að höf. hefur skráð sitt velkunna nafn við greinina, en annars mundum vjer hafa látið það nægja sem þegar hefur verið sagt um Biflíuljóðin og kveðskap síra Valdemars þangað til einhver hefði tekið til máls um þetta efni á þann hátt sem hæfir, þá er greindir menn vilja kveða upp skáldadóma. En úr því að vjer á annað borð höfum tekið grein þessa, þykir rjett að benda á að hún segir alls ekki neitt til sönnunar því sem síra M. J. þó sýmst umfram allt vilja koma á framfæri, sem sje að ritdómur Dag- skrar hafi verið ósanngjarn. Dagskrá hafði alls ekki fengist neitt við uppeldi, lífskjör eða gáfnafar síra Valdemars, og hefur því síra M. J. unnið óþarft verk með því áð fjölyrða svo um andlega persónu þessa sálmahöfundar. Síra M. J. hættir yfirleitt við því, að koma með slíkar yfirlýs- ingar frá eigin brjósti um hvað sem er, án þess að sann- færa menn eða jafnvel án þess að reyna það; enda nrunu flestir vinir hans fremur óska að sjá hann leggja eigin yrki sín ur.dir dóm annara, heldur en að hann gjörist til þess, sjálfur að segja »álit« sitt um það eða annað. Til þess er síra Matthías ekki hæfur, og er hon- um sagt það hjer svo hreint og beint, til þess að eigi þurfi að endurtaka það við hann. En Matthíasi klerki hefur nú þótt sem þess þyrfti

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.