Dagskrá

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagskrá - 28.04.1897, Qupperneq 2

Dagskrá - 28.04.1897, Qupperneq 2
í Danmörku er búist við ráðgjafaskiptum, ef til vill, út af fjárveiting til hersins, er stjórnin fer fram á, en vinstri menn vilja ekki fallast á. — Annars fremur tíðindafátt frá öðrum löndum; allir hugsa nú mest um hernað Grikkja og Tyrkja. Gladstone hefur vakið mikla eptirtekt með því að senda út ritling nokkurn, þar sem hann »gagnrýnir« aðgerðir hinna æðstu Evrópustjórnara, og velur þeim þung orð fyrir afskiptin af málefnum Tyrkja. Þessi gamli maður hefur um langan tímatalað einn fyrir munn alls þorra manna á Englandi, og er það því afar þýðingarmikið tákn tímanna, er hann lýsir þvíyfir, að hann mundi »saurga pappírinn« ef hann segði rjett frá öllu um athæfi Norðurálfustjórnaranna nú á dögum. — Englendingar eru að ýmsu leyti öndvegisþjóð heims- ins, og þegar svo mikið djúp er orðið staðfest á milli rjettlætistilfinningar þjóðarinnar á einn veg og aðgerða ríkisstjórnarinnar á .annan, sem ráða má af orðum »öld- ungsins mikla«, er einkis fremur að vænta heldur enað skammt sje að bíða eptir stórvægilegum breytingum á því ástandi sem er. Verslunarmáí. ii. Svar til Benedikts Jónssonar á Auðnum. [Framh.]. Það er ekki nema sennilegt að þessir »skipulags- frömuðir« viti að jafnaðarmennskan stefnir fyrst og fremst að því að auka velmegun þjóðfjelagsins, og að allir sannir jafnaðarmenn eru því á móti því að nema burt einstaklingsráðin nema þar sem þeir geta fengið aðra jafngóða eða betri afltaug í staðinn með starfskipun fje- lagsvaldsins. Eða er það líklegt að fullorðnir, skynber- andi menn vilji bera það á borð fyrir þjóðina í opin- berum ritum, að það sje oss íslendingum til skaða að verslunarauður safnist í landinu, og því sje rjett að »taka sig saman« um að láta hann renna út og safnast á hendur erlejidra kaupmanna i Eða munu margir fást til þess að álíta, að það hefði orðið Islandi til mikils tjóns, þótt þeir Zöllner og Vídalín hefðu verið búsettir menn hjer á landi, goldið til allra stjetta og varið þannig peningum sínum á ann- an hátt í þarfir þessa fátæka þjoðfjelags? Það er meir en kominn tími til þess fyrir hr. B. J. og aðra einangraða heimspekinga, af hans flokki, að snúa við blaðinu og hæíta við að flytja landsmönnum slíkar kenningar er stríða á. móti allri mannlegri skyn- semi og reynslu alira siðaðra þjóða, um allan heim. — Það er ekki til neins fyrir þa að ætla sjer að gjöra hvítt að svörtu, fyrir augum þeirra manna, er þeir hafa bundið í þessum fjelagsskap — en andmæli þeirra eru af því tagi, að þau einmitt leiða hinar opinberu um- ræður um málið nær og nær þeirra eigin mistökum og vörumiðlarabraski, sem mundi að öllu athuguðu, vera vel vert þess, að það væri borið saman við hinar upphaf- legu fyrirætlanir bænda, þá er þeir stofnuðu til þess fje- lagskapar sem nú er kallaður umboðsmannaverslunin. Hr. B. J. er þannig að vefa eitthvað um »dulspeki talnanna«, er hann eins og aðrir, apturúrsignir fræði- menn af hinum aldraða jafnaðarmannaskóla hans, hefur ekki heyrt nefnda fyr en í Dagskrá. Kemur sú ritgerð nokkuð við umtalsefni hans hjer? Vjer getum ekkisjeð að svo sje, nema ef vera skyldi í sambandi við ýmsa reikningsfærslu hinna djúphugsuðu faktora Zöllners nyrðra. I sjálfu sjer væri ekkert að því að kalla »hina hærri reikn- ingslist« þeirra þessu nafni, því það minnir t. d. vel á þá »tölvísi« þeirra, sem venjulegir deildarstjórar fá ekki að sjá eða heyra á aðalfundum! Það er orðið hund-leiðinlegt að eltast við allar þess- ar löngu og orðskrúðugu klausur faktoranna um þetta mál, og mun þeim því verða svarað hjer stuttaralegar eptir þetta, skyldi á annað borð þurfa að svara þeim. — Ein af þeim ritgerðum sem ekki eru svaraverðar í þessu máli er ritgerð B. J. í síðasta tölubl. Fjallk. þar sem hann sífelldlega er að »ganga aptur«, með nafngreindar og nafnlausar lokleysur. I þessari síðustu talar hann mikið um »sjálfsábyrgðina«, sem sje svo veglegt fyrir hjerlenda menn að hafa á hendi í verslun- arefnum, gagnstætt því sem almennt álítst um annara þjóða menn, en í öðru orðinu kallar hann þessa ábyrgð »draug« sem gangi bæ frá bæ o. s. frv. Þankagangur hr. B. J. er farinn að gjörast nokkuð kynlegur, upp á síðkastið, og væri vel að hann hætti sjer ekki öllu lengra út í »dulspekina«. — Hann hefur þegar unnið svo mikið að hans mun jafnan verða getið meðal hinna helstu humbúgista á þessum síðustu, Vestu- tímum. Máiverkasafnið. Af því ætla má að margir, sem eiga ekki kost á að sjá þetta safn, mundu gjarna vilja vita nokkra grein á því, skal hjer telja hin helstu málverka safnsins með nokkrum athugasemdum: 1. Skip á siglingu undir Miðjarðarlínunni skammt vestur frá Afríku, eptir E. Hildebrandt, þýskan málara við listasafnið í Berlín (J- 1868). En málverk það sem hjer er hefur Waldemar Schultz málað eptir mál- verki Hildebrandts og gefið safninu 1886. 2. Dómkirkjan í Siena eptir Gotthard Werner, máluð 1874. Inni í kirkjunni sitja menn við spilaborð, en fyrir gafli sjást margar mýndir helgra manna. Mynd þessa hefur gefið konungsefni Dana 1885.

x

Dagskrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.