Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 28.04.1897, Blaðsíða 7

Dagskrá - 28.04.1897, Blaðsíða 7
29g Mín skoðun er því sú, að sú breyting sem nauðsyn- leg sje á búnaðarkennslunni sje: Að fjórðungaskólarnir sjeu lagðir niður, eða breytt í vinnuskóla, en hæfilega stórum búnaðarskóla með efna- rannsóknarstofnun sje á fót komið á opinberan kostnað. Að stofnuð sjeu mörg fyrirmyndarbú víðsvegar um land sem kenni alls konar bústörf. Þetta mundi verða heppilegra en verja fje enn á ný til endurbóta fjórðungaskólunum. Engin þjóð í heimi á jafnmarga búnaðarskóla eptir fólksfjölda og vjer Islendingar, og þó stendur engin siðuð þjóð á eins lágu og aumu stigi, i verklegri menntun er að búnaði lýtur og vjer, nje á jafnerfitt með að hagnýta sjer búvísindi. Er þetta mjög svo athugavert þegar ræða er um breytingar á búnaðarkennslu eða búnaðarumbótum vorum. Fyrir þessa 70000 landsbúa, eða hvað það er nú, ætla jeg að 1 skóli væri nægjanlegur, sem útskrifaði ár- lega að meðaltali um 8 búfræðinga, 6 með viðlíka búfræð- ismenntun og fæst nú á fjórðungaskólunum, og 2 með líkri menntun og kandídatar hafa sem útskrifast af land- búnaðarháskólanum í Ási í Noregi. Væri búnaðarskól- inn vel útbúinn, líkt og betri búnaðarskólar erlendis, mundi hann betur samsvara þörfum vorum og búnaðar- háttum en fjórðungaskólarnir, enda þótt þeir væru endur- bættir. Svona skóli, í alla staði vel út búinn, mundi kosta talsvert. En hann væri þjóðinni til sóma og gagns, og væri þeim peningum vel vanð sem gengi til slíkrar stofnunar. Árlegur kostnaður hlyti að verða minni en við alla fjórðungaskólana. En hvort sem það nú yrði ódýrara eða dýrara, þá ætti það ekki að standa í vegi, þegar um jafn þýðingarmikla stofnun er að ræða. En það verður að hafa það hugfast, að svona skóli kemur því að eins að verulegum notum, að fyrirmyndarbú eða vinnuskólar verði stofnaðir hæfilega margir, svo verkleg kunnátta, eins í þeim grófari og einfaldari bústörfum, sem kallað er, dreifist fljótt út um landið, því vísindaieg bún- aðarþekking er ekki einungis gagnslaus, heldur getur verið skaðleg, ef verkleg kunnátta er henni ekki samfara. Það er með öðrum orðum, að kunnátta og dugnaður í hinum algengu bústörfum verði hverjum búmanni eigin eign. Vísindaleg þekking í búnaði þrífst ekki annars. Það er ekki nóg þótt vjer höfum marga búfræðinga; reynslan sýnir að þeir eru ekki notaðir rjett; látnir þræla sem grjótpálar, ýmist einir eða með 1 og stundum 2 mönnum við jarðabætur. En það eru fleiri bústörf sem menn þurfa að læra og vera leiknir í að vinna eptir rjettum reglum en jarðabætur. Af þessu lciðir að fáum gefst kostur á að læra búnaðarvinnu. Enda er öðru nær en menn almennt þykist þurfa að læra algeng bústörf, jafn- vel ekki jarðabætur, því slíkt á ekki að vera neinn vandi. Geti menn stungið hnau" þá þykjast þeir fullfærir að gjöra vatnsveitmgar, og kunni þeir að rífa einhvern veg- inn grasrót ofan af þúfu og bylta henni um, þá þykjast þeir geta sljettað tún. En sú íásinna! Að vísu eru ein- stöku menn orðnir allgóðir í þessum verkum, sem ekki hafa sjerstaklega lært það, en þeir eru fáir, að minnsta kcsti, sem kunna að haga sjer eptir ýmsum staðlegum kringumstæðum við slíkar jarðabætur. II. Það eru þegar farnar að heyrast raddir úr ýmsum áttum, að æskilegt sje að landið eignist efnarannsóknar- stofnan, og það hljóta allir að viðurkenna sem annars hafa hugmynd urn þýðingu slíkra stofnana, og hvað verk- legar og vísindalegar framfarir þessa tíma eiga efnarann- sóknum að þakka. Eins og Torfi Bjarnason skólastjóri tekur fram í sinni stuttu og kjarngóðu grein í Isafold 24. þ. m., þurfum vjer að rannsaka margt, ekki einungis í búnaðarlegu til- liti, heldur fyrir vísindi þjóðarinnar í heild sinni. Ætti því efnarannsóknarstofnun einmitt að vera í sambandi við búnaðarskóla, enda þótt aðrir skólar og flestir atvinnu- vegir okkar mundu njóta af fróðleik þeim er slík stofnun veitti. Það sem oss ríður einna mest á að fá rannsakað er jarðvegurinn víðs vegar á landinu og þar næst áburð- urinn. Jarðvegs- og áburðarfræðin verða því aðalgreinar íslenskrar búfræði. Auðvitað verður að leggja grundvöllinn undir íslenska búfræði neðarlega. Jarðvegs- og áburðarfræðin eptir ís- lensku sniði verður ekki hinn rjetti grundvöllur, og því síður fóðurjurtafræði, sem sumir ætla. Grundvöllurinn liggur fremur í því verklega, að hirða skepnur o. s. frv., en það er mönnum einna mest ábótavant í, enda þykir nú mörgum minnkun í að vinna að slíkum bústörfum, og framkvæma þau opt þeir einir er eiga .annars ekki úrkosti, miður hæfir menn til slíkra verka. Hversu opt heyrir maður ekki sagt sem svo: »Hann er nógu góður til þess að drasla í fjósinu«, eða þá: »Hann (eða hún) er ekki fær um að hirða skepnur«, o. s. frv. Eins og það sje vandalítið verk að vera í fjósi eða hirða skepnur, eða það sje svo þýðingarlítið, að á sama standi hverjum viðvaning sje fengið það í hendur! Það ætti hverjum bóncla þó að vera ljóst að afurðir bús- ins eru að miklu leyti komnar undir skepnuhirðingunni, og að það er vandasamt verk, sem þarf að lærast, og þeir sem þau störf leysa vel af hendi eru optast þörfustu menn á heimilum. Mestallur amlóðaskapur sem er í búnaði vorum er sprottinn af kunnáttuleysi á hinum ein- faldari og lítilfjörlegri bústörfum. Það eru því þess háttar störf sem búfræðingar vorir fæstir kunna að ráði, af því ekki er unnt að kenna þau verulega á búnaðarskólunum. Þess konar störf ætti að vera hægra að kenna á fyrir- myndarbúum. Jarðyrkjumenn af þeim mundu líka fremur

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.