Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 28.04.1897, Blaðsíða 6

Dagskrá - 28.04.1897, Blaðsíða 6
298 nauðsynlega að yrðast út af, hinni fyrstu rökstuddu skoðun er komið hefur fram um ljóðagerð síra V. B., en eins og búast varð við, hefur hann alls ekki vitnað í eina einustu hending eptir manninn eða gjört tilraun til þess að sýna fram á, hvernig skáldskapur hans mæl- ist og virðist, ef hann er gagnskoðaður. Menn vilja ekki láta sjer nægja það eitt að M. J. segi: »Mín« (nfl. mín, Matthíasar prests Jochumssonar) skoðun á öllum kveðskap(!) síra V. B. er eindregin sú, að hann sje á sinn hátt, eitt af hinum andríkustu skáld- um(!) o. s. frv., o. s. frv.«. — Menn vilja vita á hverju hann byggir þessa skoðun, um kveðskapinn og skáldið. — Það er ekki nóg, þó hann lofi biflíuna að makleg- leikum. Hún er ekki verk síra Valdemars. Það skín út úr öllu, að síra M. J. þykir vænt um að eitt hreinskilið orð hefur heyrst um þessi ljóð innan um allar hinar væmnu, órjettlættu lofgerðarklausur, en hann er sjálfur ekki nógu hreinskilinn til þess, að segja það sem hann hugsar um ljóðin, og vindur það af sjer með því, að fara að lofa manninn og það sem ort er út af — hitt það sem ort er, hefur ekki verið skýrt eða skoðað í »álitinu«. Menn hafa fengið hjer ærið nóg áður af andalaus- um sleggjudómum allskyns ritfinna, um skáld og skálda- verk, t. a. m. svo hljóðandi: »Þetta þykir mjer eitt hið besta(!) sem ort hefur verið á vora tungu«, »þessi ljóð eru sannarlega ágæt í sinni röð(!)«, »þetta skáld má teljast eitt hið ágætasta sem Island hefur átt« o. s. frv., o. s. frv., — án þi-ss að sýnt sje fram á, með einu orði, í hverju allt þetta ágæti sje fólgið. — Við þetta dómasafn hefur nú síra M. J. bætt enn einum, í stað þess annaðhvort að segja eitthvað betra eða segja ekki neitt. Síra M. J. staðhæfir það, sömuleiðis út í bláinn, að Dagskrá hafi dregið dul á hin betri ljóð síra V. B., en einungis vísað í þau lakari. — Þetta er nú blátt á- fram ósatt, því þar voru bæði nefndir sálmar af betra tagi, cptir þennan höf. og meira að segja, tekið upp sýnishorn af því besta er hann hefur kveðið. — En auk þessa sýnist síra M.J. vera flæktur í þann leiðinlega mis- skilning, að ritdómur geti ekki verið rjettlátur án þess, að tekið sje upp tiltölulega jafnmikið bæði af því besta og lakasta í því riti sem um er dæmt, og gegnir hreinni furðu að nokkuð menntað skáld skuli láta slíkt heyrast til sín. Það getur verið jafnrjettlátt að sýna gallana eina eins og kostina eina. — Það er allt undirþvíkom- ið hvað maður ætlar sjer að sýna. Hafi einhver bók verið oflofuð, er öll ástæða til þess, að benda á þá stórgalla hennar sem ekki eiga að finnast í betri háttar ritum, og hafi eitthvert skáldverk orðið fyrir lasti um skör fram, er rjettlátt að nefna og sýna þar framúrskarandi tilþrif, sem ekki finnast nema hjá góðum skáldum. Af kvæðum þeim er sra M.J. nefnir »betri« meðal Biblíuljóðanna, án þess að vísa í nokkurt erindi eða reyna að sýna fram á hve »góð« þau sje, má t. d. taka við- kvæðið í »Sólskífunni«: »Afram heldur skugginn á skítunni«, sem er bæði óskáldlegt og smekklítið. Það er endur- tekið 16 sinnum í kvæðinu. Eða í »Fórninni áKarmel«: »Þá var hörmungatíð, þá var hungur og neyð, þá var hallæri þjóðinni hjá, uns til miskunnar guð hrærðist miskunnarfús og á mönnunum aumur hann sá«. Hjer er í 2 fyrstu hendingum eytt þremur h-um í eitt og hið sama, og sömuleiðis 3 m-um í hinum 2 síðustu hendingum, — og er þetta erindi þó eitt af hinum betri. Sr. M. J. hefur gleymt að nefna »Fólkstalið«, þar sem Jehóva er látinn yrkja svo til konungsins um plágur þær er hann, kóngurinn, eigi í vændum: 1. »Hallærishríðin«. ----standa það yfir í árin skal þrjú, eptir það plága skal hjá líða sú. 2. »Ovinaþjóðin«. — — muntu svo hrakinn í mánuði þrjá, muntu svo dasaður (!) sleppa þar frá. 3. »Drepsóttardör«. ----Standa sú drepsótt í daga skal þrjá drottins uns hönd gjörir miskunn þar á. Þetta þykir Matthíasi klerki svo mikil rímsnilld, »að fáir eða engir mundu taka því fram« — líklega þó einungis »Matthíasar uns hönd gjörir umbót þar á«. Alit síra M. J. mmnir í heild sinni nokkuð á þetta sama »hósianna«, er hann átelur klerka og aðrafyrirað hafa hrópað um of fyrir kveðskap síra V. B. En vor »snjalli faðir« á þó þökk skilið fyrir að hafa leyft manni að lesa milli línanna, sumt af því sem hann í raun og veru álítur um þennan höfund. Um búnaðarskóla, bústörf og fyrirmyndarbú, Eptir Sig. Þórólfsson. I. Jeg er einn af þeim mönnum, sem viðurkenna, að búnaðarskólar vorir hafi vonum fratnar miklu góðu til leiðar komið, þennan stutta tíma sem þeir þegar hafa staðið. En eigi að síður er jeg ekki ánægður með þá. Búnaðarkennsla vor verður að breytast eigi búnaðinum verulega að fara fram.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.