Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 28.04.1897, Blaðsíða 8

Dagskrá - 28.04.1897, Blaðsíða 8
3oo kggja. slík störf fyrir sig, og eiga hægra með að kenna | þau öðrum, en búfræðingar af búnaðarskólunum. Okkur j vantar ekki búfræðinga, en okkur vantar nógu marga og duglega jarðyrkjumenn, óbreytta vinnumenn eða efni í búmenn sem gætu sætt sig við hin þröngu kjör sem j flestir frumbýlingar á okkar fátæka landi verða að sætta sig við, ef vel á að fara á meðan þeir eru að komast í »álnirnar« sem kallað er, þeir sem annars kæmust það nokkurn tíma. III. Torfi skólastjóri í Olafsdal hefur skrifað um búnað- j arkennslu í Búnaðarriti 6. árg. Þessi ritgjörð er mjög ljós og skipulega samin, eins og allt sem höf. skrifar. Færir hann þar vel rökstuddar sannanir fyrir því, að einn strangvísindalegur búnaðar- skóli samsvari ekki eins þörfum vorum og 4 skólar, sem veitt gætu hina svokölluðu lægri búfræðismenntun, því búnaður vor sje á því stigi að hann útheimti ekki bú- j vísindalegri þekkingu fyrst um sinn, en fengist geti á fjórðungaskólunum, einkum sjeu þeir ofurlítið bættir. Verkleg menntun mundi verða ófullkoinnari á 1 skóla — landsskólanum — sem ætti að útskrifa árlega jafn- marga og fjórðungaskólarnir til samans. En af því að óhugsandi sje að fá svostóra jörð sem samsvaraði slíkum skóla eða hún gæti veitt meira en helming af þeirri verklegu æfingu sem fengist geti á fjórðungaskólunum, þá hlyti búfræðingar frá landsskólanum að hafa hálfu minni verklega kunnáttu, nema þeir væru helmingi lengri tíma og þá helmingi færri, sem árlega útskrifuðust það- an. En ekki mundi mega knappa af tölu þeirra manna, er nú árlega fengju búfræðislega þekkingu. Eptirspurn eptir slíkum mönnum færi allt af í vöxt. En þess ber að gæta að hjer liggur einungis til grundvallar hjá höf. sú uppástunga sem komið hefði um þær mundir. er hann reit greinina, bæði í ræðum og rit- j um frá einstöku mönnum að heppilegast mundi fyrir land- búnað vorn að sameina fjórðungaskólana í einn stóran I og vísindalegan skóla, sem hefði það mark og mið að útskrifa jafnmarga búfræðinga árlega og fjórðungaskól- arnir allir til samans gjörðu, og jafnframt að þeir hefðu ekki einungis jafnmikla verklega kunnáttu heldur miklu betri af þessum eina skóla; sömuleiðis átti skólinn að hafa líkt vísindalegt gildi og betri búnaðarskólar erlendis hafa. En þessum kröfum væri óhugsandi að landsskólinn gæti fullnægt án þess að standa í sambandi við lægri búnaðarskóla, eins og Torfi í Olafsdal hefur sýnt fram á í nefndri ritgerð. Enda munu nú flestir fallnir frá lands- skólahugmyndinni með líku fyrirkomulagi. (Mcira). Góður varningur NÝKOMIÐ með „Vesta“: úrkeðjur af mörgum teg. fyrir karla og kon- ur, skrautlegri en venja er til, með ágætu verði. Kapsel, gull-»double« fyrir karlmenn, o. m. fl. Enn fremur margt tilbeyrandi laxveiði, svo sem: girni (öngultaumar oghjólfæri), önglar, flugur og stengur, smáar og stórar. Vönduð og ódýr laxhjól af mismunandi stærð og verði. Með ,Laura‘ koma Saumavj elar af ýmiskonar gerð, svosem: »Singers« stálsaumavjelar o. fl. með afarlágu verði. T. d. afbragðsgóðar stálsaumavjelar fyrir 30 krónur. Singers endurtoættvi saumavjelar þekkja allar bestu saumakonur landsins. Einnig stórt úrval af allslconar úrum, þar á meðal úr með málm- og »Alabast«-skífu. Enn eru eptir nokkrar vegyja-klulikur, mjög fallegar. — Sívaxandi fjöldi viðskiptamanna, bæði í R.vík og víðsvegar um land, er hin besta sönnun fyrir því, að jeg sel: Góðan varning og býð góð kjör. Reykjavík, 27. apríl 1897. PJETUR HJALTESTED. ! Góð kjör! Hleyniplöntur til sölu á 20 aura hver, sem má senda óskemmdar út um landið, Gullregn (Laburnum), liljur, iristegundir, sverð- liljur (gladiolus), ancmone, alparósir (rhodo- dendron). Vallarstræti 4. Guðm. Guðmundsson læknir. 3, með eldhúsi, óskast til leigu strax.* Ábyrgðarmaður: Einar Benediktsson. Prentsmiðja Dagskrár.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.