Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 23.09.1897, Blaðsíða 1

Dagskrá - 23.09.1897, Blaðsíða 1
(Cemur út hvern vírkan da.K. Verð ársfjr'rðungs (minnst 75 arkir) kr. 1,50. í R.vík mánaðarl. kr. 0,50. — ArsQórð. erlendis 2,50. V Verð árgangs .yrir cldri ka» p- endur innanlands. 4 krónur. II, 68-69. Reykjavík, fimmtudaginn 23. september. 1S97. ,Corpus juris‘ og ríkisráðið. i. Undir merkinu „Corpus juris1" hafa nú birtst tvær greinar í „ísafold" 18. og 22. þ. m. er eiga að fræða menn um það í hverju meðferð ríkisráðsins með löggjafar- og mikilsvarandi stjórnarmálefni sje fólgin o. s. frv. Greinar þessar eru kurteislega ritaðar og hógvær- lega, en svo fullar af misskilningi og rangfærslu um sjálft málefni það sem fyrir liggur að það má kallast stór furða að slíkt skuli vera birt í nokkru blaði. Vjer skulum leyfa oss að sýna lesendum vorum fram á villur þær sem finnast hjá hr. „Corpus juris", Og reyna að gjöra það svo ljóslega að hver rnaður geti skilið það. — Til þess að geta dæmt um, hvort höf. hefur rjett eða rangt að mæla, þurfa menn alls ekki að vera löglesnir, enda mun „Corpus juris" ekki vera lög- lærður maður. Fyrri grein hans kallast „Ríkisráðsflækjurnar". — Þar snýr hann sjer að því að sýna frarn á hvernig sje meðferð mála í ríkisráðinu. Hr. C. J. segir, að „flest ef ekki öll blöð landsins" hafi glæpst á misskilningi um þetta, og hyggur jafnvel að þessum misskilningi hafi aldrei verið „afdráttarlaust mótmælt" á þingi nje annarsstaðar. Misskilningur þessi segir höf. að sje fólginn í því fyrst og fremst, að menn ætli að niálin sjeu borin und- ir atkvœði ríkisráðsins! Vjer skulum taka þetta atriði eitt út af fyrir sig, til þess að engum flækjum verði blandað saman við það. Eru atkvæði greidd í ríkisráðinu, eða eru atkvæði ekki greidd þar? I. í brjefi landshöfðingja til stjórnarinnar 20. okt. 1895 leggur hann það til meðal annars: að sjermál ís- lands skuli ekki rædd í ríkisráðinu nje „borin par und- ir atkvœði“; A þessu sjest svo glögglega sem verða má að landshöfðingi álítur að atkvœði sjeu greídd um málin i ríkisráðinu. 1) Corpus juris kallast hið heimsfræga lagasafn Romverja- rjettarins, sem kennt er við Jústiníanus keisara — og mun mörg- um finnast að höf. Isafoldargreinanna hafi þar valið sjer mikilfenglegt nafn, ekki fróðari maður en hann virðist vera. 2. í erindi ráðaneytisins til konungs dags. 29. maí þ. á. segir meðal annars: „Það þarf varla að færa rök fyrir því, að ráðaneytið muni eigi geta ráðið til slíkrar breytingar á hinum gildandi ákvæð- uin er hefði það í för með sjer, að hin sjerstöku löggjafar- málefni Islands yrðu eptirleiðis lögd undir atkvœdi ríkisráðs- ins — —“. Af þessu sjest glögglega að ráðgjafinn sjálfur á- lítur að atkvœða-ályktanir sjeu gjörðar i rikisráðinu. Prófessor Matzen sá, er kennir ríkismálarjett við há- skólann í Kaupmannahöfn segir þar sem hann talar um meðferð mála í ríkisráðinu: Den danske Statsforfatn- ingsret II, bls. 105. „Gjörðabók ríkisráðsins á að innihalda skýrsur um hver mál hafi verið rædd þar og hverjar ályktanir1 hafi verið gjörð- ar um þau — —«. Bls. 106. Sönnunina (sem ráðgjafar kunna að þurfa að halda á í ábyrgðarmálum gegn þcim) geta þeir því að eins tryggt sjer að þeir láti bóka atkvcedi sín 1 gjörðabók ríkisráðsins — - Bls, 108. -„Það er hugsanlegt að konungur slíti ríkisráðsfundi og lýsi því yfir að hann ætli að yfirvega málefnið eptir að hann hefur heyrt atkvœdi rddgjafanna — — Bls. 109. „Hlutaðeigandi ráðgjafi verður að bera fratn tillögu sína og Ainir aðrir rdðgjafar að greiða atkvœði þar um án nokkurr- ar tilvísunar í gjörðabók ráðgjafaráðsins — —“. Vjer höfum hjer fengið vísindin á móti hr. Corpus juris. Enn fremur er sjálf stjórnin, sem þekkir gang málsins í ríkisráðinu, á móti lionum og loks standa grundvallarlögin sem hinn öflugasti vitnisburður gegn skoðunum hans, því lagaboðið um það að fjallað skuli um öll mikilsvarðandi mál í þessu ráði (§ 16), hlýtur eptir öllu fyrirkomulaginu á þingbundinni konungsstjórn og eptir eðli hlutarins einmit að miða bæði að tillög- um og ályktunum um þessi málefni. Og hvað er það nú sem hr. C. J. færir fram til sönnunar sínu álíti? — Það virðist ekki vera annað en | það eitt, að atkvæðagreiðsla um málin í ríkisráðinu sje ekki bindandi fyrir konung. Þess vegna sje atkvæða- 1) Leturbreytingar settar hjer til skýringar.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.