Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 23.09.1897, Blaðsíða 4

Dagskrá - 23.09.1897, Blaðsíða 4
2?2 Síldarhlaup hefur verið allmikið hjer inni á Flóanum og alla leið inn á Víkur þessa dagana. — En því miður vantar Reykvíkinga og Nesjamenn útbúnað til þess að geta hagnýtt sjer slík höpp til nokkurra drátta. Er það þó sannarlega undarlegt að höfuðstaður landsins skuli ekki vera kominn enn eins langt í þessum mikilsvarðandi veiðiskap eins og smáverslunarbæir úti um land. Hjer hefur og verið nóg fiski að stunda í sumar, en í stað þess að leita atvinnu sinnar heima hjá sjer, hefur allur fjöldi fólks þyrpst hjeðan austur á Firði og beðið stórt tjón af. Því fjölgar ekki síldarnetum hjer í Reykjavík og því er ekki einn einasti nótalás til í bankabænum sjálf- um, þar sem þó fyllist hver vogur og vík af þessum silfurhreistraða dýrmæta fiski, ár eptir ár, svo mörgum milljónum króna nemurf Menn hjeldu að síldin væri ekki til hjer meðan engin reyndi að veiða hana. — En í Hafnarfirði átti hún að vera til, af því að þar þekktust síldarnet. — Nú bíða menn víst eptir því að Otto Wathne komi hingað suður, til þess að «uppgötva« síldarveiðina hier í Flóanum, eins og hann hefur uppgötvað fiskimið og síldartorfur við Austurland. Það er og sagt, að Wathne bíði nú einungis eptir því að fá gott fiskiár — og ætli sjer þá að flytja sig hingað til Reykjavíkur. — Væri óskandl að það skeði sem fyrst, því þesskonar menn vantar hjer svo að segja algjörlega — og Austfirðingar hafa nú lært svo mikið af Wathne, að þeir meiga fremur vera án hans heldur en Reykvíkingar. Kýmileikir. Ef menn vilja horfa á kýmileik, þá er ekkert ann- að, en að koma á uppboð hjerna í Reykjavík; þangað safnast fólk af ölium fiokkum og flestir þurfa að kaupa eitthvað. Það er nú reyndar ekkert hlægilegt við það, þótt allur stjetta- og atvinnurígur hverfi, og allir geti staðið þar saman eins og bræður og systur, en þegar farið er að bjóða í muni þá, sem seljast eiga, þá byrj- ar leikurinn; þá er það dauður maður, sem ekki getur hlegið. Ef seldir eru stólar, sem kostað hafa 3 kr. fyr- j ir 10 árum, þá er sjálfsagt að bjóða í þá 4 á uppboð- j inu og helst ef einhver »heldri« maður hefur setið á j þeim. Sængur sem kostað hafa 30 kr. nýjar, þykja fara mcð gjafverði á uppboðinu ef þær ná ekki 40 kr. og allt eptir þessu. Alltaf þegar eitthvert númer hefur j vcrið slegið, þá hvíslar náunginn í eyrað á þeim er i næstur stendur: »Þetta var ljóta verðið! sá er vitlaus! ; andskoti er hann grænn! hann hefur ekki mikið við pen- ingana að gjöra! það situr á honum!« Þetta heyrist alltaf, nema ef til vill hafi sá cr númerið hlaut verið á frakka eða dönskum búningi. Svo er farið að skoða hlutinn hjá kaupandanum og þá kemur annað hljóð í strokkinn, þegar talað er við hann eða svo hann heyr- ir: »Ansvíti hefurðu fengið gott verð þarna lagsmað- ur!« segja þá ótal raddir, »hann veit hvað hann kaupir karlinn, hann getur selt þetta fyrir langtum meira og stór- grættáþví«. Þegar uppboðinu er lokið og menn koma heim til sín, þá er það alltaf viðkvæðið að þetta sje eitthvert versta uppboð, sem þeir hafi verið á, »það voru einungis þessi fáu númer, sem jeg bauð í«, segir hver um sig, »sem ekki fóru með óguðlegu verði; en það var nú líka ekkert verð á þeim; þeir sögðu mjer, að jeg mundi geta selt þau fyrir helmingi meira! auð- vitað hef jeg ekkert að gjöra við þau annað en að græða á þeim. En verðið á þessu uppboði yfir höf- uð, það var makalaust« — Allir eru harðánægðir yfir því, hvernig þeir sjálfir hafa verslað þótt þeir hafi keypt krónuvirði fyrir 2—3 kr. og allir halda að það hafi ver- ið einu númerin, sem gott verð var á, er þeir sjálfir keyptu. Það er gott að vera ánægður, en það getur farið of langt eins og flest annað, og hlægilegt er þetta eða því um líkt. SÍ£r. Júl. Jóhannesson. Tii huggunar öllum þeim vinum mínum, sem hryggir kunna að vera af því að jeg hafi haldið fram fjaratæðu þar sem jeg taldi það citt skilyrðið fyrir að kalkbrennsla gæti þrif- j ist hjer á landi, að brenna kalkið við námurnar en flytja j það ekki óbrennt, skal jeg með ánægju geta þess að j hr. Baid verkfræðingur (hinn yngri) hefur látið í ljósi þá j skoðun að adalskylyrðið fyrir þrifum kalkbrennslunnar | væri það að brenna það við námuna, sjálfa og þar af- j leiðandi hefur það verið eitthvert stærsta glappaskotið í að flytja það hingað óbrennt. Þetta liggur reyndar svo í augum uppi að hver heilvita maður og jafnvel hálf- viti hefði átt að sjá það undir eins en menn trúa því ef til vill betur þegar verkfróður maður hefur sagt það og einkum pa.r sem hann er útlendingur. Sig. Júl. Jóhannesson. Fiskimærin, Eptir Björnstjerne Björnson. (Framh.). Hún sagði ekki fleira og Petra svaraði engu. Pedro kcm ekki aptur, Ijósið logaði, tólgin rann úr kertinu

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.