Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 23.09.1897, Blaðsíða 3

Dagskrá - 23.09.1897, Blaðsíða 3
271 dönskum málum (a: í ríkisráðinu) heldur en t. d. mál þau sem innanríkisráðgjafinn fjallar um eru aðskilin frá málum | dómsmálaráðgjafans. — — Þessu neitar enginn, ekki heldur neinn danskur maður. — Nei enginn, ekki einu sinni neinn danskur maðurl Þetta fullyrðir ísafoldarhöfundurinn — sem líklega hef- ur aldrei á æfi sinni heyrt eða lesið neitt af því, sem danskir menn segja um þetta og hefur líklega aldrei skilið neitt af hinum óteljandi yfirlýsingum íslendinga innanþings og utan um að íslandsráðgjafi ætti ekki að sitja í ríkisráðinu vegna þess að hann yrði þá háður stjórnarráðinu í heild sinni, eins og hinir aðrir ráðgjaf- ar. Enginn maður segir það! Telur herra »Corpus juris« ráðgjafa íslands með mönnum, eða landshöfðingjann, eða professor Matzen eða alla þingmenn íslendinga í endurskoðunarflokknum ? Allir þessir menn hafa sagt, sumir margítrekað, og allir I með rjettu, að ráðgjafinn sje háður sömu grundvallarregl- um sem hinir aðrir ráðgjafar svo lengi sem hann situr í ríkisráði Dana. — Vjer skulum aðeins taka hjer upp ummæli hins núverandi ráðgjafa í ástæðum Konungs- boðskaparins 29 maí þ. á. Þvt er það, úr því æðsta stjórn íslenskra málefna í Kaupmannahöfn, sú er um er rætt í lögunum frá 1871 sam- kvæmt þeim greinum í lögunum frá 1874, er landshöfðingi til- færir, er faiin á hendi íslenskum ráðgjafa, þá er stada hans að sjálfsögðu að því leyti hin sama sem annara rdðgjafa ríkisins. — Island hefur eins fyrir því löggjöf og stjórn útaf fyrir sig, svo sem því ber í hinum sjerstaklegu málefnum landsins, þótt stjórnarstörf þau, setn ráðgjafanum í þessum efnum er trúað i fyrir, vcrði að framkvœmast eþtir sömu reglum og samrdði eins og stjórnarstörf hinna annara rálgjafa konungs. Menn taki hjer eptir orðinu »samráði« og menn taki einnig eptir því, að sá sem þetta segir er einmitt hinn sami, sem ber sjermál íslands upp í ríkisráðinu. Er ráðgjafinn maður? Er hann danskur maður? Eða skyldi honum vera eins kunnugt um það eins og herra »Corpore« hvernig gangur málanna er í ríkisráðinu? Það er á þessum og þvílíkum endileysum þvert of- an í sögulegan sannleika, ofan í heilbrigða skynsemi og á móti lögum og viðurkendum skilningi laga, að »Val- týskan« er grundvölluð. — En þakkir á herra Corpus skilið fyrir það, að hann segir svo afdráttarlaust, hverj- ar skoðanir hann hefur. Það gjörir mönnum ljettara að skilja, hve mjög þær ríða í bága við það, sem rjett er og það, sem á sjer stað. Svo hundruðum skiptir hafa kjósendur í Reykjavík skrifað undir yfirlýsing nokkra gegn Valtýskunni, er gengið hefur meðal þeirra hjer í bænum síðustu daga, svo hljóðandi: Vjef undirskrifaðir kjósendur í Reykjavík álítum ástæðu til þess, eptir því sem sjálfstjómarmál Islands stendur nú, að lýsa yfir megnri óánægju vorri gegn efni og meðferð frum- varps þess til stjórnarskrárbreytingar, er þingmaður Vest- mannaeyinga gjörðist flutningsmaður að á síðasta þingi, og treystum vjer því jafnframt, að kjósendur annarsstaðar áland- inu muni vera sömu skoðunar sem vjer um það, hve óvæn- legt væri að ganga að þeim hreytingum á stjórnarfari lands- ins, sem frumvarp þetta miðaði að, í stað þess, sem haldið hefur verið fram í stjórnarbótarkröfum þjóðarinnar að undan- förnu. Reykjavík, í september 1897. Það mun mjög mega marka, hver þjóðviljinn á ís- landi sje yfirleitt í þessu efni á því, hve samhuga kjós- endur hjer eru um að lýsa óánægju sinni gegn pólitik Valtýs — og þarf enginn að efa að þeir verði þó enn miklu fleiri hjer, er taka í sama streng. I einu orði má segja, að Valtýskan sje gersanilega sneydd því að eiga nokkra áhangendur í Reykjavík, svo örfáir eru þeir menn, er hallast að henni. Fyrir ut- an'þa hr. Jón Jensson, Þórhall Bjarnarson & Co. mun helst enginn teljandi með innlimunarpolitikinni ncma ísafold. Pukursginning kallar ritstjóri Isafoldar þessi samtök kjósenda hjer — líklega fyrir þá sök að cnginn hefur borið yfirlýsinguna undir hann til samþykkis eða uin- sagna. Einnig kallar hann þá menn »ginningarfífl« o. s. frv. cr skrifað hafi undir. — Er því rjett að geta þess, úr því ísafold veit það ekki, að það er jafnan álitin ósvinna þó mikill politiskur flokkadráttur sje milli manna að velja kjósendvm hnjóðsorð, þó í mótstöðuflokki sjcu, fyrir það hvernig þeir kjósa, eða fyrir fundarálykt- anir, yfirlýsingar eða þvíuml. sem þeir gjöra. Slíkt er geymt þingmannaefnum og þeim er gangast fyrir kosn- ingum. Enda mun mönnum nú einnig þykja tími kom- inn til að ísafold reyni fremur að hafa vit fyrir sjálfri sjer hcldur en að knjesetja svo marga skynsama og fullorðna menn. Þeir þykjast víst yfirleitt fullt svo færir um að skilja það sem þeir rita undir eins og ritstj. ísa- foldar, sem hefur helst ekki gjört annað markverðara í stjórnarskrármálinu í 16 ár, heldur en að segja á víxl já og nei um sama hlut. Skjal þetta mun hafa legið til sýnis og undirskripta hjá c. 30 kjósendum, og er það þannig tilhæfulaust að almenningur hafi ekki vitað um yfirlýsinguna. Eru slík kjósenda «cirkulære« mjög algeng og sjer- staklega þarfleg til þess að sýna vilja kjósenda. Hjer á landi ættu þesskonar undirskriptir beinlínis að koma í stað hinna erfiðu og torsóttu fundarhalda.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.