Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 23.09.1897, Blaðsíða 2

Dagskrá - 23.09.1897, Blaðsíða 2
268 greiðslan óþörf — þess vegna sje ekkert annað gjört í ríkisráðinu heldur en að rœða málefnin. En hjer skjátlast höf. í tvennu. Fyrst og fremst er konungurinn, eptir allri politiskri venju og eptir meginhugsun grundvallarlaganna, einmitt háður meiri hluta-tillögum ríkisráðsins, enda þótt hon- um sje í sjálfsvald sett að skipta um ráðaneyti. — Það er sjaldgæft að ráðgjafaskipti verði fyrir þá sök að konungur og ráðaneyti sje ekki samdóma, því yfirleitt er vilji ráðaneytisins sama sem vilji konungs og á svo að vera í þingbundinni stjórn. — En auk þess getur það haft jafnmikla þýðingu að ráðgjafar láti uppi atkvæði sitt í ríkisráðinu, þótt konungur vildi fara á móti áliti meiri hlutans þar — því grundvallarlögin geta í þó að minnsta kosti gjört ráð fyrir því, að það hafi | áhrif á vilja konungs, hvað afi atkvæða í ráðinu segir i um hvert málefni sem þar er borið upp. —- Vjer álítum að vjer höfum nú sannað að hr. C. J. hefur á röngu að standa um þetta þrætuatriði, með þvi í að sýna fram á, að hin einasta röksemd hans er alveg I þýðingarlaus og með því að koma fram með ofangreind- ar beinar gagnsannanir sem ekki verða hraktar. — j Kemur það ekki þessu máli við á hvern hátt siður er að ráðgjafar láti uppi atkvæði sitt í ríkisráðinu, enda gat hr. C. J. auðvitað ekki gefið sig neitt að þeirri j spurningu úr því að hann áleit að málin væri einungis j rædd þar. — En ekki virðist það ólíklegt að höf. hafi kunnað að villast á því, að atkvæðagreiðsla i ríkisráðinu fer ekki fram á sama hátt eins og t. d. á hreppsnefnd- arfundum eða öða öðrum borgaralegum samkomum, heldur leggja ráðgjafarnir það til, er þeim virðist hverj- um fyrir sig, eins og ofanskráðar tilvitnanir til prof. Matzens benda á. Það er ekki laust við að hr. C. J. sje nokkuð um of drýgindalegur þar sem hann segir »að það virðist liggja í augum uppi hvað villt hafi skoðun íslendinga í þessu efni. Það sje ráðgjafaráðið". Þegar tekið er til- lit þess, að maðurinn stendur þarna einn síns liðs, með rammöfuga, ástæðulausa skoðun um starfsemi hins æðsta stjórnarráðs, þverbeint á móti ákvæðumlaganna, kenningum háskólans og sjálfum meðlimum ríkisráðsins, þá virðist eins og höf. hefði að skaðlausu getað látið nokkuð minna yfir þessari miklu uppgötvun sinni um ráðgjafa- ráðið. En til þess að sýna mönnum fram á hve afar- grunnt höf. fer í þessu máli, má geta þess, að Islands- ráðgjafi sitnr einnig í ráðgjafaráðinu og er þar háður atkvæðagreiðslu embættisbræðra sinna. Ráðgjafaráðið kcmur því að eins saman að konungur sje forfallaður frá ! því að mæta á ríkisráðsfundi og kemur þannig að nokkru leyti í staðinn fyrir hið venjulega stjórnarráð. En ein- mitt það, að atkvæði . eru greidd í ráðgjafaráðinu og áiyktun gjörð eptir atkvæðafjölda því í forföllum kon ungs er meðal annars öflug sönnun fyrir þvf hvern til- gang ríkisráðsfundir hafa án undanfarandi ráðgjafafundar. — En í báðum þessum tilfellum eru sjermál íslendinga lögð undir atkvæði danska ráðaneytisins í heild sinni. Munurinn er einungis sá, að konungar hlýðir á 1 nunnleg atkvæði ráðgjafanna í ríkisráðinu, en sjer þau skrifleg í gjörðabók ráðgjafaráðsins. Meirihlutaályktun ráðgjafa- ráðsins er borin fyrir konung af ráðaneytisforsetanum, en konungur heyrir sjálfur með hverju meiri hlutinn er í ríkisráðinu. Þetta er allur munurinn. • En fyrir rjettar- stöðu Islands og spurninguna um hinn svokallaða „ríkis- ráðshnút" gildir alveg einu hvort sjermálin eru borin upp og ályktað um þau í nærveru konungs (ríkisráðið) eða í fjarveru hans (ráðgjafaráðið). Bæði þessi ráð eru gagnvart íslandi eitt og hið sama danska stjórnarráð. Það yrði of langt mál að eltast við allar þær ó- skiljanlegu, þveröfugu fjarstæður, sem hr. C. J. Ieiðir út af misskilningi sínum um þýðing ríkisráðsins í lög- gjafar- og mikilsvarðandi stjórnarmálum. Þær falla af sjálfu sjer í augum skynsamra lesara, þegar grundvöllur- inn undir þeim er fallinn. — En vjer skulum þó nefna eina meginvillu sem hr. C. J. ber fram í ofannemdri grein sinni um „Ríkisráðsflækjurnar". Hann segir hvað eptir annað skýrt og skilmerki- lega að „afstaða Islandsráðgjafa gagnvart ríkisráðinu sje allt önnur en annara ráðgjafa þar“. Þessi rangskilningur hans, sem er jafnvel enn þá ófyrirgefanlegri heldur en atkvæðagreiðsluvillan —, á rót sína að rekja að sama hugmyndavíxlinu sem kom fram hjá einstöku þingmanni í sumar, sem sje: að af því að stjórnarskráin heimilar íslandi löggjöf og stjórn út af fyrir sig í sjermálunum, hafi Islandsráðgjafi einnig sjerstöðu að lögum i ríkisráðinu gagnvart hinum öðrum ráðgjöfum. En þetta er hraparlegasti misskilningur. Af því að stjórnarskráin heimilar íslandi sjerstjórn, er það lagabrot ef ráðgjafi landsins ber sjermálin upp í ríkisráðinu, en ef hann ber þau þar- samt upp, þá er hann bundinn öllum sömu reglum um meðferð mála í ríkisráðinu eins og hinir aðrir ráðgjafar. Þetta ætti hver heilvita maður að geta skilið. Því ef aðrar regl- ur væru látnar gilda um hann, heldur en hina aðra ráðgjafa, þá væri bæði grundvallarrjettur danska ríkis- ins og stjórnarskrá Islendinga brotin, stjórnarskráin með því að binda málin við útlent stjórnarráð og grundvall- arrjettur Dana með því að raska starfsreglum ríkisráðs- ins. — Lagabrotið gegn Islendingum liggur í því einu að ráðgjafinn og konungur eru ekki sjerstök stjórn út af fyrir sig í sjermálunum, en ekki í því að Danir hafi ekki breytt starfsreglum ríkisráðsins Islands vegna. — Og þó segir herra Corpus: • — Því að sjermál vor eru á allt annan hátt aðskilin frá

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.