Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 23.09.1897, Blaðsíða 7

Dagskrá - 23.09.1897, Blaðsíða 7
275 að ráðast á tvær varnarlausar kotlur. Það var ta'að um þetta fram og aptur og loks urðu allir sammála um það, að þótt Fiskimærin hefði unnið eitthvað ósæmilegt, þá hefði það ekki verið Gunnlaugu að kenna, og þess vegna hefði hún verið beitt ranglæti. Menn söknuðu hennar mjög í bænum; áflog og óeirðir urðu dagiega á götunum sökum óhóflegrar víndrykkju, því svo mátti að orði kveða að lögregluþjónn bæjarins væri horfinn. Oreglan óx dag frá degi og ekki varð mönnum óhætt að ganga um göturnar fyrir róstum og gauragangi drukkinna djöfla í mannslíki. Menn söknuðu þess að sjá ekki Gunnlaugu standa í dyrunum og einkum söknuðu sjómennirnir hennar. Hvergi áttu menn eins mildu rjettlæti að mæta og hjá Gunnlaugu sögðu menn, hún breytti við alla eptir því, sem þeir verðskulduðu; þeir sem reyndust ærlegir dreng- ir, þurftu aldrei að biðja hana tvisvar um hjálp ef þeim lá á. Hvorki hásetarnir nje skipstjórarnir, hvorki menn nje konur, höfðu kunnað að meta Gunnlaugu fyr en en hún var farin. Nokkkru síðar sagði einhver frá því, að hann hefði sjeð Gunnlaugu standa í dyrunum heima hjá sjer, hún væri j komin aptur og tekin til starfa eins og áður. Þessi gleðisaga flaug um allan bæinn á fáum mínútum og aldrei þóttust menn hafa orðið fegnari nokkru en end- urkomu Gunnlaugar. Allir urðu að fara til þess að sjá hvort búið væri að setja rúður í gluggana, hvort gjört befði verið við dyrnar, hvort þeir sæji reyk standa upp úr reykháfnum, og það var alveg satt, og þeir sáu Gunnlaugu sjálfa. Hún sat við arinhelluna og leit ekki upp frá starfi sínu; hún vann af mesta kappi því hún hafði komið aptur til þess að vinna sjer inn það sem hún hafði eytt og fyrst af öllu hundrað dalina er Pedro lánaði henni. Það var lengi að menn þorðu ekki að fara inn til Gunnlaugar, eða rjettara sagt gátu ekki fengið sig til þess vegna samviskubits, því »veit hundur hvað jetið hefur« segir gamalt máltæki; en smámsaman breiddi tíminn yfir það gleymskublæju og menn tóku að heim- sækja hana eins og áður. Það var fyrst kvennfólkið, og nokkrir sjómenn eitt sunnudagskveld, en á mánu- daginn var hús hennar orðið troðfullt af sjómönnum eins og verið hafði áður. Tilfinningar þær er hreyfðu sjer í hugum þeirra sem heimsóttu Gunnlaugu voru margs konar; þeir fyrirurðu sig fyrir fyrri breytni sína og þeir fögnuðu því að þafa fengið Gunnlaugu heim aptuf. Allt var í reglu hjá henni eins og áður hafði ver- ið. Hún.var lítið breytt að öðru en því að hún hafði töluvert hærst og hún var ekki eins fasmikil í fram- göngu. Þegar sjómennirnir gjörðust ölvaðir fór stilling- in út um þúfur hjá þeim og þeir eggjuðu Knút gamla formattn sem allt af hafði verið ívinfengi við Gunnlaugu til þes að drekka skál hennar, en hann hafði ekki kjark til þess fyr en hann hafði bætt á sig nokkrum glösum. Þegar Gunnlaug kom svo til þcss að safna saman tóm- um glösum og flöskum, stóð Knútur upp og mælti. »Það var gott að þú komst ap.tur til bæjarinsU. Þetta þótti þeim öllum vel mælt og sögðu í einu hljóði: »Já það var ágættU og þeir sem voru fram í dyrum og eldhúsinu og úti á hlaðinu tóku allir undir og Knútur rjetti að henni glas og hrópaði húrra og allir tóku undir með drynjandi röddu svo ekki var öðru líkara en að þakið mundi fara afkofanum. F.inn af sjómönn- unum hóf máls á því að hin argasta svívirða hefði ver- ið höfð í frammi, þegar Gunnlaug og dóttir hennar voru flæmdar á brott; hann bölvaði öllum þeim er tekið höfðu nokkurn þátt i því og allir tóku undir og bölvuðu þeim líka hver í kapp við annan. Loksins þögnuðu allir, því þeir væntu þess að Gunnlaug sjálf mundi segja eitthvað. Hún þakkaði þeim fyrir um leið og hún safnaði saman flöskunum. »En ámeðan jeg þegi yfir því sem gjört var á hluta minn« mælti hún, »þá skuluð þið gjöra það líka«. Að því mæltu fór hún út með fullt fangið af flöskum og kom inn aptur að sækja það sem eptir var. Upp frá þessum degi stóð Gunnlaug á fastari fótum í þorpinu en nokkru sinni áður. (Frh). IVIIsprentað f þessu tö 1 ub 1. fremstu bls. a. dálki 6. línu a. o., yrðu eþtirleiðis, á að vera: yrðu ekki eptirleiðis. Vetrarfralkkar og Jakkar, fast hjá Birni Kristjánssyni. Buchwaldstauin ágætu, fást hjá Birni Kristjánssyni. Flókaskór allslags og ieðurskór, fást hjá Birni Kristjánssyni. _Smjör og kæfa, fæst hjá Birni Krlstjánssyni. Sá besti viður og jþalísaummr, fæst hjá Birni Kristjánssyni. I»ýsk:t fjallasalt, rúgmjel, ómengað, fæst hjá Birni Kristiánssyni. Aukafundur verður haldinn í HLÍW í kvöld (föstudaginn 4. sept) kl. 8 e. m. Áríðandi að ailir mætil ÓSKASPJÖLD, fást í Tjarnargötu i,

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.