Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 23.09.1897, Blaðsíða 6

Dagskrá - 23.09.1897, Blaðsíða 6
274 veiki og fór því hið bráðasta upp á þilfar aptur. Þar fann hún ylrnandi lykt — það var »sætuþykkni«. Það var langt síðan hún hafði bragðað nokkurn mat og hún var orðin.svöng; hún mundi ekkert eptir því, eða rjettara sagt fann ekkert til þess fyr en hún fann lykt- ina, og í sama bili kom maðurinn, sem hafði hjálpað þeim upp í skipið með sætuþykkni og kökur er hann rjetti henni. »Það er frá henni móður yðar« sagði hann. Á meðan hún drakk og borðaði, sagði hann henni frá því, að kista með öllum bestu fötunum hennar, væri komin út á skipið; móðir hennar hafði sent hana og enn fremur mat og fleira er hún þarfnaðist. Nú stóð móðir hennar uppmáluð fyrir hugskotssjónum hennar, og hún var langtum fegurri og mildilegri, en hún átti að sjer. Petra gleymdi aldrei þessari mynd af móður sinni, og hún óskaði þess af heilum hug að sjer mætti auðnast að endurgjalda henni alla þá umhyggju og ást- úð, er hún hefði veitt sjer, og bæta henni allt, sem hún hafði gjört á móti henni. »0, jeg þakka þjer, fyr- ir allt, elsku mamma mín!« hugsaði hún. Pedro Ohlsen var kyr úti á skipinu ; hann sat hjá Petru þegar hún sat og gekk með henni þegar hún ráf- aði eptir þilfarinu. Hann var ýmist á undan henni eða eptir eða við hlið henni. Petra sá ekkert af andlitinu á honum nema nefið og augun og þó óglöggt; en það var auðsætt af útliti hans, að hann dauðlangaði til þess að stynja upp einhverju, sem hann þorði ekki að nefna. Stundum dró hann þungt andann, stundum sett- ist hann niður allt í einu, og stóð upp aptur að vörmu spori. Þau voru þannig lengi að hvorugt mælti eitt einasta orð. Loksins tók Pedro leðurveski upp úr vasa sínum, opnaði það, tók úr því samanvafinn brjefastranga og mælti: »Þarna eru þessir hundrað dalir — og dá- lítið meira«. Hún rjetti honum höndina og þakkaði honum fyrir, og þá sá hún að hann horfði á hana tár- votum augum. — Pedro misti nefnilega með henni hið síðasta ljós æfi sinnar; hann langaði til að segja henni nokkuð sem hefði þann árangur, að hún hugsaði hlý- lega til sín þegar hann væri dáinn; en hann mátti það ekki og þótt hann hefði haft leyfi til þess, þá hefði hann aldrei kornið sjer að því, því hún hjálpaði honum ekkert. Petra var yfirkomin af þreytu og þó mundi hún glöggt eptir því að það var einmitt Pedro sem hafði kornið henni til þess, að brjóta fyrst boð móður ur sinnar. Henni leiddist að \era með honum, og það því meira, sem hann var lengur. Þetta fann Pedro; hann sá það að sjer mundi vera best að fara, stóð því upp og sagði í hálfum hlióðum: »Vertu sæl!« og tók vetlinginn af hægri hönd sjer. Pedra rjetti honum hönd- ina og mælti: »Þakka þjer fyrir •—• og skilaðu kveðju frá mjer!« Hann dró svo þungt andann eins og hann ætlaði að kafna, sleppti hendinni á Petru og fór nið- j ur stigann aptur á bak með mestu hægð. Hún gekk j út að skjólborðinu, Pedro leit upp, hneigði lítið eitt j höfuðið og kvaddi hana aptur; því næst settist hann á i þóftuna og reri á brott hægt og þreytulega. Hún stóð úti við skjólborðið og horfði á eptir honum, þangað til hann var orðinn að biksvörtum díl í náttmyrkrinu. Þá fór hún undir þiljur. Hún gat varla staðið fyrir þreytu og þótt hún yrði veik jafnskjótt sem hún kom niður, þá sofnaði hún samt, áður en hún hafði lesið allar bæn- ir sínar. Móðir Petru sat í lendingunni; hún hafði fylgt þeim á eptir alla leið til sjávar og sest þar þegar þau | lögðu frá landi; það var á sama stað, sem Pedro Ohlsen j hafði forðum róið frá landi með Gunnlaugu þegar hún var barn; það var langt síðan, en það ryfjaðist nú j glöggt upp fyrir henni, þegar hann reri frá landi með j dóttur hennar. Jafnskjótt sem hún sá, að hann kom einn aptur, stóð hún upp og gekk á brott, því þá vissi j hún að dóttir hennar var kominn út á skip. Hún fór ekki heim aptur, heldur hjelt hún lengra áfram; komst á veginn sem liggur yfir fjallið og hjelt eptir honum. Húsið hennar var autt og tómt í heilan ' mánuð og hún ætlaði ekki að fara heim, fyrr en hún j fengi brjef frá dóttur sinni. Ofsóknunum og ólátunum ! hjelt áfram; allir mannfjendur og smásálir hafa ánægju af því, að ganga í fjelag til þess að ofsækja hinn hrausta ! og harðfenga, en þó sjaldan lengur, en á meðan hann veitir mótstöðu; þegar þeir sjá að hann gefur upp vörn- ina og lætur fara með sig eins og vera vill, fyrirverða þeir sig og hætta ; þá er sá fyrirlitinn, er getur fengið það af sjer, að kasta steini að hinum uppgefna. — Menn höfðu vonast eptir að heyra Gunnlaugu kalla saman alla sjómenn úr þorpinu til þess að heyja hina grimmustu orustu á götunni. Þegar sú von brást, ætl- uðu menn alveg að ganga af vitinu hið þriðja kvöldið. Þeir vildu brjótast inn í bæinn, þeir vildu kasta út þess- um tveimur kvenndjöflum, er þeir svo kölluðu og reka þær með höggum og hrindingum út úr þorpinu. Glugg- arnir höfðu verið brotnir kveldið áður, og tveir níðing- ar skriðu inn um þá, en fjöldinn fyrir utan laust upp gleðiópi; svo opnuðu þeir dyrnar og allir tróðust inn, sem komust. Þeir leituðu í öllum kymum og krókum bæði uppi og niðri ; þeir brutu upp hurðirnar á her- bergjunum og allt, sem hefti ferðir þeirra. Loksins fóru þeir niður í kjallarann, en Gunnlaug og Petra fund- ust hvergi. Þegar búið var að leita af sjer allan grun, varð dauðaþögn allt í einu; þeir sem inni höfðu verið, földu sig að baki þeirra sem úti voru; þeir fyrirurðu sig. Að lítilli stundu liðinni var hvert mannsbarn horfið. Nú i laust upp ótal röddum í bænum er sögðu, að þetta | væri Ijótt og svívirðilegt athæfi; það væri ódreugilegt

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.