Dagskrá - 23.09.1897, Blaðsíða 5
273
niður á borðið og klukkan gekk hægt og seint. Þef- |
urinn í húsinu ætlaði að kæfa Petru, en móðir hcnnar j
sagði alltaf öðru hvoru: »Jeg h.ef þekkt þcnnan mann j
áður“. Petru heyrðist eins og klukkan tæki smám sam- '
an að taka orðin upp eptir móður hennar og segja: »Jeg.
hef-þekkt-þenn-an-mann-áð-ur«. —
Petra var í nokkurs konar leiðslu, þar sem hún stóð
við dyrnar, henni fannst sem hún væri á ferð til sjávar,
hún fór út á skip og þar var sama óloptið; þar var
einnig klukka sem gekk jafnt og hægt og sagði í sí-
fellu. »Jeg-hef-þekkt-þenn-an-mann-áður«. Petra var orð-
in sjóveik þarna á gólfinu.
Þegar Pedro kom inn aptur, hafði hann sett prjóna-
húfu á höfuð sjer og farið í úlpu með háum kraga, er
hann braut upp fyrir eyru. Hann setti vetlinga á hend-
ur sjer og mælti: »Nú er jeg til!«. Það var eins og
hann ætlaði út í grimmasta vetrarkulda. »En við meg-
útn ekki gleyma húfunni« sagði Petra og sneri sjer við;
hann leit fyrst á Petru og síðan á Gunnlaugu, hún tók
bláa húfu, er hjekk á stólbrík og Ijet hana á Petru, en
á meðan á því stóð ætlaði Petra alveg að kafna í ó-
þef. Hún bað því að lofa sjer út til þess að anda að
sjer hreinu lopti. Móðir hennar leit framan í hana, sá
að henni var íllt og leiddi hana sem fljótast út í garð-
inn. Þar dró Petra að sjer hreint og svalt haustloptið j
í löngum teygum. Þegar hún hafði náð sjer nokkurn
veginn, spurði hún. »Hvert á jeg að fara?« »Til
Bergen" svaraði móðir hennar og hjálpaði henni til þess
að hneppa að sjer úlpunni. »Það er stór bær, og þar
þekkir þig enginn«. Þegar þær voru ferðbúnar, stað-
næmdist Gunnlaug við hliðið og mælti: »Þú hefur með
þjer ioo dali ef svo kynni að fara að þú yrðir í vand-
ræðum, það er betra en ekkert; hann lánar þjer
þá maðurinn þarna«, — »gef — gef« sagði Pedro í
hálfum hljóðum og gekk fram hjá þeim út á götuna —
»hann lánar þjer þá« sagði Gunnlaug, eins og hún
hefði ekki heyrt hvað Pedro sagði. »Jeg skal borga honum
þá aptur«. Því næst tók hún klút af hálsinum á sjer,
ljet hann um hálsinn á Petru og sagði: »Skrifaðu svo
undir eins þegar eitthvað rætist úr fyrir þjer, en ekki
fyrri».
» Mamma!«
»Og svo fer hann með þig út á skipið sem liggur
hjer fyrir utan«.
»0, guð minn góður! mammaU
»Jæja, þá ertu ferðbúin, barnið mitt, jeg fylgi þjer
nú ekki lengra«.
» Mamma! mamma!«
»Guð veri nú með þjer, vertu sæll«
sMammal fyrirgefðu mjer mamma mín!«
»Láttu þjer nú ekki verða kalt á sjónumL
Hún hafði ýtt henni hægt út fyrir hliðið og lok- |
aði nú á eptir henni. Petra stóð fyrir utan og horfði
á hliðið harðlæst; bcnni f.mnst hún vera svo einmana
°g yfirgefin scm nokkur maður gat verið. Margs kon-
ar tilfinningar börðust í huga htnnar; ýmist ásakaði
samviskan hana fyrir allar yfirsjónirnar og sagði henni
að hún hefði verðskuldað þetta og langt um verra; ým-
ist rann upp fyrir henni Ijósbjarmi, þegar hún hugsaði
um það að ekkert hefði hún gjört íllt af ásettu ráði,
eða mannvonsku, heldur einungis af barnaskap og hugs-
unarleysi, sjer hlyti því að fyrirgefast það að nokkru
leyti, og guð sem þekkti sakleysi hennar og væri náð-
ugur og miskunsamur faðir, hlyti að fyrirgefa sjcr og
láta kjör sín batna þótt síðar yrði.
Hún fylgdi Pedro eptir götunni í niðamyrkri fram-
hjá mörgum húsum, þar sem allir sváfu í ró og næði,
°g enginn vissi af nokkrum áhyggjum eða erfiðleikum.
ó, hversu þeir voru miklu sælh en hún! Pedro slams-
aðist áfram í stóru stígvjelunum, seint og þung-
lamalega. Þau komu fram í trjágöngin, er öll voru
stráð visnu laufi; greinarnar á trjánum teygðu sig fram
yfir veginn langar og kolsvartar í næturmyrkrinu; þær
voru eins og voðarlegar risahendur, sem glenntu út fing-
urna, eins og þær ætluðu að grípa þá, sem um veginn
gengu. Þau stauluðust niður að sjónum, þar lá bátur
bundinn við stcin, Pedro tók að ausa hann; að því búnu
ýtti hann á fiot, ljet Petru stíga upp í bátinn og reri
fram með ströndinni. Landið var biksvart tilsýndar og
rann þar allt saman fyrir auganu í náttmyrkrinu svo
að ekki var hægt að greina nokkra hluti hvcrn frá öðr-
um. Smám saman hvarf allt sjónum hennar, er hún
hafði haft fyrir augum frá því hún var ómálga barn.
Það var eins og þykkvir náttmyrkursveggir hefðu inni-
lukt allt, sem hún þekkti; það var eins og allt feldi sig
og drægi sig í hlje við burtför hennar, og vildi ekki
hlusta á hina síðustu saknaðarsveðju, er hún grátandi
varp á allt, sem hún þekkti, allt sem hún elskaði; það
var eins og allir skapaðir hlutir hcfðu svarist í fjelag
til þess að gjöra henni burtförina frá æskustöðvunum
sem allra — allra j ungbærasta, og enginn maður hefur
nokkru sinni lifað daprari nótt, en Petra gjörði nú.
Skipið lá fyrir atkerum á höfninni og beið morg-
j ungoiunnar; einn maður var á verði og gekk fram og
aptur eptir þilfarinu.
Jafnskjótt og bátinn bar að skipshliðinni, ljet hann
j stigann síga niður, hjálpaði þeim að komast upp og
j vakti skipstjórann; hann kom samstundis upp á þilfar.
j Hún þekkti þá og þeir hana. Henni var sagt hvar hún
ætti að sofa, og hvað hún skyldi gjöra þegar hana vant-
aði eitthvað eða hún yrði veik. Orð þessi voru töluð
blátt áfram án nokkurrar meðaumkvunar eða hluttekning-
ar. —
Þegar hún kom uiður, fann hún jafnskjótt ti! sjó-