Aftanskinið - 01.02.1906, Blaðsíða 3
I. 2, bl.
AFTANSKINIÐ.
11
1
lega. fllvara með það, «ð fara ekki lengra og
slepti þvf tökum á áf,nsui'y irinni, og mér
tii stórrar gleði faim és* þá, að ég sveif upp
á við aftar. — — —
Skönnnn seinna vaknaði ég kófsveitfinr
og mcð megnasta hausverk. Þá, var klúkkan
orðin eitt um daginn.
Ég hét þvi í svefninum, að dansa ekki
framar, og þ*ð heit befi ég dyggilega haldið
og mnn aö likindum u'.P1'11 framvegis.
ElNAR ÞAMBARSKELFIR.
Orniur á Eyri.
Það var nú karl í krapinu, hann Ormur
gamli á Eyri. Hann var kominn nær áttræðu
og var rétt eins og þegar hann var um
tvítugt. Tvígiftur hafði Imnn verið, envarnú
búinn að vera ekkjuœaður í tíu ár, og aldrei á
þeim tíma verið við kvenmann kendur.
Ormur hafði verið hreppsstjóri í fjörutíu
ár, oddviti í átján, sýslunemdarmaður í þrjá-
tíu ár 'o. s. frv., og öll sín störf hafði haun
leyst mæta vel af hendi. Það var því engin
furða, þó hann væri virður vel af samsveit-
ungum sínum, og margur efnabóndinn víldi
gjarna sjá einkadóttur sína sitja á brúðar-
bekknum við hlið Orms, sem þriðju konu
hans. Og meyjarnar sveiuðu heldur ekki
þó hann liti á þær, því auk als annars var
hann heldur sólegur maður, þrátt fyrir sín
áttatíu ár.
En hann Ormur, hann var nú ekki alveg
á því, að fara að giftast neinni af þessum
heimasxtum; hann hafði helzt í huga, að
lifa sem piparsveinn það sem eftir væri
æfinnar.
En á honum sannaðist hið fornkveðna
að fár veit hverju fagna skal; freistingin var
nær en hann ugði. Hann varð sem sé her-
tekinn af ungri og fjörugri Evu dóttur —
-átján ára gamalli stúlku.
Anna hét hún, blessuð blómarósin; fríð
og fönguleg og mesti fjör-fiskur. Það mátti
nú segja, að hún væi'i fjörug — hún Anna,
— hún sem hló að öllum sköpuðum hiutum
— og jafnvel að honum Ormi — Ormí gamla
á Eyrí. — En hann kærði síg kollóttan, þ6
hún hlæi að honum. Hann hló lika og svo
var allt gott.
Hann Ormur gamli var nú ekki mikið
að hugsa um, þó að hann væri sextíu og
tveimur árum eldri; o-nei, nei. Hann var
einu sinni orðinn skotinn í stelpunni, og svo
vildi hann fá hana, sagði hann, hvað sem
það kostaði.
Og hann fór bara í betii buxurnar sínar,
- ja þa hefðuð þið átt að sjá hann Orm
— og beiddi stúlkunnar.
„Anna min!" sagði hann, „viitu eiga
mig?"
0, ekki alveg!
Ilún bara hoppaði, og hló að hreppstjór-
anum, oddvitanum o. s. frv. og sagði:
„Það er gat á sokknum yðar." Og svo
hló hún eins og vitlaus, stelpan.
Ep Ormur glotti baia og sagði:
„Viltu eiga mig?"
„Nei, nei! Svei!"
Og hún skelli-hló.
J?á var nú sjón að sjá hann Orm; því
megið þið trúa. — Hann bölvaði í sand og
ösku og fór. En hún dansaði og hló.
Og svo hætti hann alveg að hugsa um
stelpuna, en það skuluð þið vita, að ráðs-
konan fékk að stoppa í sokkana hans fram-
vegis.
Þetta æfintýri lét Ormur sér að kenningu
verða og hætti að hugsa um kvonmál; enda
eru líkindi til, að hann hafi ekki viljað eiga
það á hættu, að fá fleiri hryggbrotin.
Hann Ormur, — Ormur gamli áEyri —
það var nú karl í krapinu.
ElNAK ÞAMBARSKELFIR.