Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 28.04.1960, Qupperneq 5

Lögberg-Heimskringla - 28.04.1960, Qupperneq 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 28. APRÍL 1960 5 Tilraun, en tilraunirnar end- uðu oftast í hlátrum, eftir- hermum og skopi, og þegar einhver gárunginn endur- skírði félagið og nefndi það Hörmung, þá lognaðist það út af. Á sumum samkomum voru sérstakar aðferðir notaðar til að „trekkja út peninga", tom- bólur og spennidrættir, en mér eru sérstaklega minnis- stæðir kökuskurðir og hin svokölluðu box socials. Fagurlega skreytt ávaxta- kaka — Fruit cake — var sett á borð á miðjan ræðupallinn og við borðið sat gift kona annars vegar, en hinum megin ógift stúlka. Svo komu fram tveir beztu ræðumenn, sem völ var á og lofuðu með fögr- um orðum hvort um sig, gifta lífið og ógifta lífið og svo full- trúa hvorrar hliðar; síðan fóru þeir til allra samkomugesta og söfnuðu peningum í hatta sína hvor fyrir sína hlið; pen- ingarnir voru taldir til að vita, hvor hliðin hefði unnið í það skipti, og að því loknu héldu þeir enn ræður til þess að eggja menn á að gefa betur. Alls fóru þeir þrjár söfnunar- ferðir um salinn og ef þeir voru góðir ræðumenn og kon- urnar vinsælar, hljóp talsverð- ur spenningur í þennan leik. Ég man eftir, að stundum kom inn hátt upp í hundrað doll- ara, þótt ekki væri mikið um reiðupeninga í byggðinni í þá daga, en öllu var því fé varið góðum félagsmálum til stuðn- ings. Enn meira þótti okkur gam- an að boxa-sölunni. Ungar stúlkur byggðarinnar voru beðnar að búa til smákassa, sem þær síðan fylltu með alls konar sælgæti, síðan voru þessir kassar settir á uppboð á samkomunni. Þær gerðu þessa kassa í alls konar mynd- um, tígul-, stjörnu-, hjarta-, skips-, hús- og hálftungls- myndum og skreyttu þá með silki, litpappír, tinsel og öllu því, sem þeim datt í hug, og margir þeirra voru mjög fal- legir. Þegar uppboðinu var lokið, átti svo hver stúlka að dansa fyrsta dansinn með þeim pilti, sem hreppti kass- ann hennar og drekka með honum kaffi og borða sælgæt- ið úr kassanum. Þangað til átti það að vera leyndarmál hvaða stúlkur ættu kassana, en þeir piltar, sem voru að draga sig eftir vissum stúlkum, komust oftast að því hvernig kassar þeirra litu út og ef hina pilt- ana grunaði það, höfðu þeir gaman af að bjóða á móti þeim og man ég eftir að einum var loks sleginn kassinn fyrir $18, og þótti það mikið í þá daga. En mest þótti okkur þó var- ið í leikritin, bæði að sjá þau, svo þegar við fórum að taka þátt í þeim sjálf. Æfingar voru einar af okkar beztu skemmti- stundum, þótt oft væri rifist um, hvernig ætti að fara með hlutverkin. Sumir voru mjög svo góðir leikendur. Við áttum svo sem okkar stjörnur eins og þeir í Hollywood. Ég hygg tilhugalíf sumra hafi byrjað á þessum æfingum, sérstak- lega þeirra, er léku ástarrullur saman. Þá breyttist leikurinn stundum í alvöru. Aftur á móti voru aðrir ómögulegir leikendur. Ég man eftir einum, sem ekki gat lært rullu sína utan að með nokkru móti; á síðustu æfingunni tókum við eftir því, að hann var búinn að festa miða með stóru letri innan á tjaldið, en það var aldrei dregið alla leið upp, og svo hafði hann lagt sams kon- ar miða hingað og þangað á borð og bekki á leiksviðinu. Þetta voru minnisblöð. Við ætluðum að rífa þetta burt, en hann sagði, að ef við gerð- um það, þá gengi hann úr leik. Og þarna voru þau, þegar sýningin hófst, en þau sáust ekki úr salnum, en áhorfendur undruðust yfir því, að þessi leikandi var annað slagið að góna upp í loftið eða tók á rás þvert yfir sviðið að ástæðulausu eins og hann væri að leita að einhverju. Ég man líka eftir karli ein- um, sem kunni rullu sína all- vel á æfingum, en á leik- kvöldinu var eins og hann vissi hvorki í þennan heim né annan; hvíslarinn var farinn að minna á hann á svo hátt, að það heyrðist um allan salinn, en ekkert dugði; karlinn sagði seinast bara eitthvað sem honum datt í hug og skauzt svo út eins fljótt og hann gat, en til allrar lukku hafði hann eitt af minnstu hlutverkunum. En hvíslarinn sá var nú reið- ur! „Hann var bara ómögu- legur!“ hrópaði hann á eftir. „Fyrst mundi hann ekkert og þegar ég minnti hann á, þá heyrði hann ekki og þegar hann heyrði, þá skildi hann ekkert!" Annar? þjáðust flestir leik- enda meira og minna af „stage fright“, þegar sýningin átti að byrja. Eftir að allir voru komnir í gervi sín og þau voru nú mörg allskringi- leg, var beðið í örvæntingu bak við tjöldin. Mikið var kíkt í gegnum smágöt á tjaldinu, til að sjá hvernig að- sóknin væri. Já, þarna voru raðir af gáskafullum krökk- um á fremstu bekkjunum og fólkið að þyrpast inn; og þarna var eitthvað af utan- byggðarfólki að koma. Já, það ætlaði að verða húsfyllir! Svo hófst sýningin, og mik- ið var fagnað, þegar leikend- ur fundu að þeir náðu óskiptri athygli áheyrenda, þegar graf- þögn var í salnum eða þegar klappað var og hlegið, en svo hlógu áhorfendur alveg eins mikið, þegar eitthvað' fór af- laga, eins og þegar kviknaði í tjaldinu frá lampa fremst á leiksviðinu. Til allrar lukku var fljótlega hægt að slökkva eldinn, en meðan á því um- stangi stóð, var einn leikand- inn fastur í gapastokki á miðju leiksviði í allra aug- sýn. Engum datt í hug að losa hann úr gapastokknum. Hann bara gleymdist meðan á ósköpunum stóð; allt sem hann gat var að renna angist- araugum til blossans. Ekki man ég hvað leikritið hét, en ég held að það hafi verið Jeppi á fjalli. Að aðalskemmtiskránni lok- inni var bekkjunum rutt til hliðar í salnum. Fiðluleikar- inn og sá, sem „korðaði" á orgelið stemmdu saman hljóð- færi sín og oft var líka leikið á harmoníku. Svo var stiginn dans alla nóttina, stundum fram á bjartan morgun. Þetta urðu okkur eftir- minnilegar skemmtanir, og sams konar skemmtanir og þessar í Mikley munu hafa farið fram í öllum byggðum Nýja íslands. Ég hefi nú aðeins minnzt á fáein kannske ómerkileg at- riði, sem ég gruflaði upp og hripaði niður í flýti. Ég þyk- ist vita, að hér í kvöld séu margir staddir, sem hafa miklu betra minni en ég og gætu því sagt frá mörgu skemmtilegu og fróðlegu frá þessu tímabili í sögu okkar Islendinga hér vestra. Ein aðalástæðan fyrir því að ,ég valdi þetta ræðuefni er sú, að vinkona mín, Miss Anna Lárusson, sem lengi hef- ir starftrækt Business Clinic hér í borg, átti nýlega við mig langt tal. Hún sagðist hafa hitt margt fólk, sem hún hefði ósegjanlega mikla ánægju af að ræða við, vegna þess hve það ætti ríka minningarsjóði frá æskuárunum — kynni að segja frá svo mörgu fróðlegu og skemmtilegu, sem við hefði borið í þeirra byggðum. Hún sagðist harma það, ef þær minningar væru ekki festar á blað, áður en sú kynslóð Vestur-íslendinga, sem nú er uppi, félli frá, því eftir þeirra dag yrði það um sein- an. Að vísu ættum við hina ógætu sögu Vestur-íslendinga í fimm bindum, sem einstak- ir menn hefðu safnað til og ritað, en efnið væri samt langt frá því að vera tæmt. Fólkið sjálft ætti að skrifa og halda til haga frásögnum um ýmsa atburði, sem það hefði verið sjónarvottar að eða heyrt um og svo um hið dag- lega líf, eins og það var lifað á umræddu tímabili. Þannig yrði sagan sögð frá mörgum hliðum og yrði víðfeðmari og sannari. Hún sagðist vera reiðubúin að stuðla að því að slíkum frásögnum yrði safn- að saman. Ég sjálf mun jafnan harma, að ég hripaði ekki niður þær mörgu sögur, sem amma mín sagði mér um frumbýlings- árin; hún og afi minn fluttust vestur um haf með stóra hópnum 1876 og settust að á Reynistað í Mikley. En nú eru þær mörgu, fróðlegu og skemmtilegu sögur fallnar í gleymsku. Ég vil því að lokum hvetja ykkur, sem hér eruð stödd, til að rifja upp gamlar minn- ingar frá æsku- og uppvaxtar- árum og vera ekki löt við að skrifa þær niður. Ég spurði önnu „á hvaða máli ættu þessar frásagnir að vera skrif- aðar?“ „Á hreinni vestur-ís- lenzku,“ svaraði hún. „Það ætti ekki að vera mikill vandi. Ef þær verða prentaðar, má alltaf fá einhvern til að færa þær í stílinn, ef þess gerist þörf. Aðalatriðið er, að þess- ir minningarsjóðir glatist ekki.“ Ég óska ykkur gleðilegs sumars. Tage Erlander (f. 1900), sænskur stjórnmála- maður og forsætisráðherra. Tage Erlander ferðaðist eitt sinn með svefnvagni til Norð- ur-Svíþjóðar, en þar átti hann að flytja ræðu á stjórnmála- fundi daginn eftir. Hann var í efra rúminu í klefanum, en í rúminu beint fyrir neðan lá maður og reykti ákaft pípu sína, svo að dimmt var af reyk í klefanum. Erlander bað samferðamann sinn að hætta reykingunum, en það var til einskis. Vesalings for- sætisráðherrann var að lokum að kafna í reyk, og hann kallaði því á járnbrautarþjón- inn og sagði: — Þetta er forsætisráðherr- ann. Viljið þér gjöra svo vel að segja herranum hérna fyr- ir neðan, að hann reyki svo mikið, að ég geti ekki sofið. Þá tók maðurinn í neðra rúminu pípuna úr munninum og sagði: — Þetta er Jönsson húsa- meistari frá Emmaboda. Vilj- ið þér gjöra svo vel að segja herranum ofan við mig, að hann hafi stjórnað landinu þannig, að ég hafi ekki getað sofið í mörg ár! Go by TRAIN and SAVE! May 12,13,14 — return limit 25 days ------BARGAIN FARES------- From WINNIPEG IN COACHES *IN TOURIST SLEEPERS to Return You Return You Fare Save Fare Save TORONTO $42.90 $25.95 $48.75 $20.10 OTTAWA 50.15 27.80 56.95 21.00 MONTREAL 54.70 30.25 62.15 22.00 'Upon payment of Tourist Berth fares. Watch for Bargain Fares effeclive June 9. 10, 11 Similar low fares to certain otherdestinations in Ontarioand Quebec. Consult your Canadian Pacific asent for details. Usual baggage checking privileges. GaMjOuStíuOJ^^OJÚ^C WORLD’S MOST COMPLETE TRANSPORTATIOH SYSTEM ENDAST ÖLLUM VINNUSOKKUM BETUR Þér getið fengið hvaða stærð og þykkl, sem vera vill, og óþrjót- andi úrval af PEN- MANS vinnusokkum. Það stendur á sama hvað þér veljið, þér fáið ávalll beztu vör- una á sanngjarnasta og bezta verði. EINNIG NÆRFÖT OG YTRI SKJÓLFÖT Frægt firma síðan 1868 WS-10-4

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.