Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 12.05.1960, Qupperneq 4

Lögberg-Heimskringla - 12.05.1960, Qupperneq 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. MAÍ 1960 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edilor: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldur Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Mr. Stefán Einarsson, Dr.. Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson, Prof. Thorvaldur Johnson, Mr. Jón K. Laxdal, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Pétursson. Grand Forks: Dr. Richard Beck Minneapolis: Mr. Valdimar Björnson Montreal: Prof. Áskell Löve Subscriplion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorlzed «a Second Class Mall, Post Offlce Department, Ottawa, Ráðstefna Samveldisþjóðanna Um þessar mundir sitja á ráðstefnu í London á Englandi forsætisrráðherrar eða aðrir fulltrúar frá hinum ellefu Sam- veldisþjóðum. Þetta þjóðsamband myndaðist úr Brezka heimsveldinu. Mun það jafnan þykja merkilegt stjórnarfars- afrek að þegar þessar þjóðir öðluðust sjálfstæði hver af ann- arri, að í stað þess að Brezka heimsveldið liðast í sundur, mynduðu tilheyrandi þjóðir samveldi sín á meðal, sem lúta í orði kveðnu konungi eða drottingu Bretlands; Elizabeth II er sameiningartákn þessara þjóða. Bretland sjálft er miðdepill eða kjarni þessara sambands- þjóða; Kanada, Ástralía og Nýja Sjáland hafa þróazt af ný- lendustigi á það stig að vera algerlega sjálfstæð ríki, en sterkar taugar tungu, sögu og menningarerfða tengja þau fast við Bretland. Öðruvísi er að gegna með margar hinar þjóðirnar. Bretar hernámu Suður-Afríku frá Búum, en gáfu þeim svo jafnrétti við brezka innflytjendur, en nú vilja Búar sjálfir ekki unna öðrum jafnréttinda þar í landi, það er að segja blökkumönnum, og hafa komið þannig fram við þá, að kúgunaraðferðir þeirra eru fordæmdar af öllum hinum siðmenntaða heimi. Indland, Pakistan, Ceylon og Malaga voru og brezkar nýlendur, en áttu þó menningarsögu, sem nær miklu lengra aftur í tímann en brezk menning. Þessar þjóðir hafa nú öðlazt sjáfstæði; þó mætti minnast þess að þær lærðu margt varðandi lög og stjórnsemi meðan þær lutu yfirráðum Breta, enda hafa þær óskað þess að vera áfram meðlimir Sam- veldisins og telja Elizabeth II drottningu sína, þó sum þeirra séu að nafninu til lýðveldi. Hin tvö lönd Samveldisins eru Ghana og Samband Ny- asalands og Rhodesiu. Eru það Afríkuþjóðir, nýskapaðar að segja tná. Fleiri nýlendur Breta munu smám saman bætast við í þetta þjóðasamfélag um leið og þær öðlast sjálfstæði sitt, það er að segja ef félagsskapurinn gliðnar ekki í sundur. Fleiri en fjórir fimmtu af fólkinu, sem myndar þjóðir Samveldisins, eru Asíu- og Afríkubúar, og má nærri geta, að fulltrúar þeirra eru heitir og reiðir út í þá meðferð, sem blökkumenn sæta í Suður-Afríku, enda hefir Suður-Afríka verið mikill vandræða gemlingur á ráðstefnunni, og fulltrúi þess ríkis, utanríkisráðherrann, Mr. Louw, hefir algerlega neitað því að stjórnarvöldin þar muni bæta ráð sitt. Var í byrjun ráðstefnunnar samþykkt að ávíta ekki Suður-Afríku opinberlega; hins vegar skyldu fulltrúar hinna ríkjanna tala við Suður-Afríku fulltrúann einslega. Ráðstefnan hefir mörg önnur mál til umræðu: verzlunar- viðskipti milíi þessara þjóða; fjárhagslega aðstoð fyrir hinar fátækari þjóðir; afstöðu Samveldisþjóðanna til ráðstefnu æðstu manna, sem kemur saman seinna í þessum mánuði, og svo framvegis. Fulltrúarnir gáfu sér líka tíma til að sitja hátíðahöldin í London, sem fram fóru í sambandi við brúðkaup Margrétar Rose prinsessu og Anthon^ Armstrong-Jones á föstudaginn. ☆ Tilmæli Okkur þykir það, vægast sagt, óviðunnanlegt, þegar and- láts fólks af íslenzkum stofni er ekki getið í íslenzku blaði fremur en það hefði aldrei verið til. Við reynum því eftir mætti að fylgjast með dánarfregnum í dagblöðum Winnipeg- borgar, og ef við sjáum þar íslenzkt nafn, þá þýðum við fregnina, þótt ófullkomin sé, og birtum hana í Lögbergi- Heimskringlu. En oft hefir komið fyrir af vangá, að við höfum ekki náð í allar slíkar fregnir úr blöðunum hér. íslendingar eru dreifðir víða um þessa álfu og fregnir um þá birtast því ekki í Winnipeg-blöðunum; þess vegna er engin leið fyrir Lögberg-Heimskringlu að birta dánar- fregnir þeirra, sem búsettir hafa verið í fjarlægum byggO- Helga Grímólfína Christopher Helga G. Chrisiopher Hún var fædd 27. nóv. 1927 í Selkirk, Man. og andaðist 27. júlí 1959 í Kelowna, B.C., þar sem hún var á sumarfrí- dögum sínum, ásamt manni sínum og ungri dóttur þeirra í hópi ættingja og ástvina. Það var í sólskini hásumars- ins að skyndilega dró ský fyr- ir sól gleðinnar og hamingj- unnar. Helga var dóttir þeirra hjónanna Theódórs og Sigríð- ar Thordarson, sem bjuggu í Selkirk og Winnipeg, en búa nú í Vancouver, B.C. Syst- kini Helgu heitinnar búa einn- ig í British Columbia. Þau eru: Fríða, Mrs. Ross Hender- son, N: Van.; Lára, hjúkrunar- kona, sem vinnur að líknar- málum fyrir stjórn British Columbia og býr á heimili foreldra sinna; Theodor er sjúkrahúslæknir í H a n e y , B.C., kvæntur Maxine Lor- raine, og Roy, sem býr með foreldrum sínum, en stundar nú tannlæknisnám í Winni- peg. Þessi systkini eru hvert öðru myndarlegra, vel gefin og vinsæl af öllu fólki. Mun- um við hjónin og börnin okk- ar véra ævinlega þakklát fyr- ir þá frábæru vinsemd og gestrisni, sem við höfum not- ið hjá þeim hjónunum Theó- dór og Sigríði og börnum þeirra. Helga heitin ólst upp hjá foreldrum sínum í Selkirk og í Winnipeg. í Winnipeg stundaði hún nám á verzlun- arskólanámskeiði og vann þar við verzlunar- og skrifstofu- störf. Eftir að fjölskyldan flutti til Vancouver, innritað- ist hún á hjúkrunarkvenna- skólann við Almenna sjúkra- húsið í Vancouver, og er hún hafði lokið námi þar, starfaði hún sem hjúkrunarkona við barnadeild sjúkrahússins. Arið 1956, þann 27. des. voru þau gefin saman í hjóna- band í íslenzku lútersku kirkj- unni í Vancouvér Helga og Robert Christopher. Stundar hann skrifstofustörf í Van- couver, og áttu þau fallegt og elskulegt heimili. Þeim fædd- ist yndisleg dóttir, sem var skírð Nancy Elín einn fagr- an sunnudag í júlí; var það í sama mánuðinum, er mamma hennar dó. Þá var einnig skírður ungur sonur Theodors læknis, bróður Helgu, og konu hans. Helga heitin var aðeins 31 árs, þegar hún dó. Minningar allra, er þekktu hana, tala fögru máli um það, hvað hún var góð og hjarta- hrein. Þess vegna þótti öllum vænt um hana, sem kynntust henni. Á heimili foreldra sinna var hún góð og elskuleg dóttir og systir. Nám sitt stundaði hún af trúmennsku og öll störf sín vann hún af frábærri skyldurækni og trú- mennsku. Hún var fríð og björt yfirlitum, háttprúð og aðlaðandi í allri framkomu. Hún flutti alltaf eitthvað bjart og fallegt með sér, hvar sem hún fór. Eitt sumar ferðaðist hún um mörg Evrópulönd, þar á meðal til Islands, til þess að heimsækja frændfólk sitt þar, og eignaðist þar marga vini, sem muna hana lengi. Útför hennar fór fram frá íslenzku lútersku kirkjunni. Kirkjan var full af fólki og tár saknaðar og trega blikuðu í margra augum. Blómin, sem voru meiri og fegurri en ég hefi séð við nokkra útför, báru vott um frábærar vinsældir Helgu heitinnar og þá' inni- legu samúð og hluttekningu, sem fjöldi fólks vildi sýna hennar hjartkæra eiginmanni, ungri dóttur þeirra, foreldr- um, systkinum og tengda- fólki, sem svo mikils höfðu misst. Frú Margret Sigmar David- son söng einsöng á íslenzku og ensku og frú Guðlaug Jó- hannesson lék á orgelið við útförina og undirritaður flutti kveðjumál. Það var vissulega mikill sorgaratburður, þegar Helga heitin dó. En sú huggun fylg- ir kristinni trú, að hér þótt lífið endi, rís það upp í Drott- ins dýrðarhendi. Sannarlega trúum við því, að ekki sé síð- ur bjart og fagurt, þar sem Helga heitin lifir nú en var alls staðar, þar sem hún var hér í heimi. Héðan fylgdu henni hjartans innilegar þakk- ir og sú bæn, að eilífur, góður Guð blessi hana ævinlega á hinu ósýnilega landi dýrðar- innar og vaki yfir ættingjum hennar og ástvimrm. E. S. Brynjólfsson Kappgangan 1888 16. júní 1888 efndi innlent félag til verðlaunakappgöngu í einum listigarði bæjarins, Victoria Park. Stóð hún í tvo daga og var hlaupið háð í 12 stundir á dag. Þrír íslending- ar tóku þátt í leik þessum, Jón Hördal, Magnús Markús- son skáld og Þórarinn Jóns- son. Báru íslendingarnir allir sigur úr býtum. Hlaut Jón fyrstu verðlaun, Þórarinn önnur og Magnús þriðju. Hafði Jón gengið ríflega 101 mílu, Þórarinn 97 og Magnús tæpar 86. 2. júlí er aftur efnt til ann- arrar kappgöngu. Þótti ekki fullreynt með hinni fyrri. Kepptu 12 menn. Voru þrír þeirra íslendingar; Jón og Þórarinn, er fyrr höfðu unn- ið verðlaun, en Einar Markús- son sá þriðji. Hinir voru af ýmsum þjóðum: Skotar Eng- lendingar, kynblendingar og einn Rauðskinni. Fyrstu verð- laun hlaut Jón Hördal sem hið fyrra sinn og þau þriðju Einar Markússon. Síðari daginn rigndi allmikið, svo skeið- völlurinn varð blautur. Gáf- ust þá innlendu hlaupagarp- arnir upp hver af öðrum. Um fátt mun íslendingum í gamla daga þótt vænna en sigur þennan, enda hafði hann allt aðra og dýpri þýðingu en hann mun koma íslendingum fyrir sjónir nú. Þetta er með því allra fyrsta, sem Islend- ingar reyna sig við innlenda menn, við annað en einhverja þrælavinnu og skítstörfin. Hér var um leik að ræða, íþrótt, þar sem þeir reyndust snjallari. Bretar eru miklir sportmenn og tíðka íþróttir undir berum himni manna mest. Kunnu þeif betur að meta líkamlegt atgervi, sem þeir sáu og skildu, en það andlega, sem þeim gekk illa að sjá og skildu því minna, þar sem það birtist oftast í ís- lenzku umbúðunum. Héldu nú íslendingar sig- urhátíð 1. ágúst í Framfara- félagshúsinu, sem nefnt var Göngumannagildi. F1 u 11 u fimm menn ræður, en tvö skáld ortu kvæði. Þar var Jóni Hördal afhentur heiðurspen- ingur úr silfri til minja, með uphleyptum myndum; öðru megin fálki og umhverfis orðin: Frá íslendingum í Winnipeg til J. J. Hördal, en hinu megin mynd af göngu- garpi og þessi orð: Þökk fyrir kappgönguna 2. júlí 1888. Mun þetta vera í fyrsta skipti, sem hrifni og þakklátssemi íslendinga kemst svo hátt í Vesturheimi, að þeir sæmi einn af sínum mönnum med- alíu fyrir frækilega frammi- stöðu. Fleiri kappgöngur voru þreyttar, og vann Jón Hördal að lokum þá sæmd að heita: Göngukappi Kanada. Vestmenn Þ. Þ. Þ. um og borgum, nema því aðeins að aðstandendur sendi þær til blaðsins. Við viljum nú mælast til við lesendur bjaðsins, að þeir sendi því slíkar fregnir, sérstaklega viljum við beina þeim tilmælum til íslenzkra presta, að þeir sendi blaðinu stutt- orða fregn, þegar þeir mæla yfir moldum íslendings. Blaðið þarfnast aðstoðar þeirra.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.