Lögberg-Heimskringla - 12.05.1960, Síða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. MAl 1960
7
íslendingar í Suður-Kaliforníu
Sunnudaginn hinn 1. maí,
kl. 3 eftir hádegi komu sam-
an yfir hundrað manns í Pol-
ish Auditorium á Crenshaw
Blvd. í Los Angeles. Hal Link-
er, forseti félagsins, setti sam-
komuna með sinni alkunnu
röggsemi, sungnir voru þjóð-
söngvar Islands og Bandaríkj-
anna undir stjórn Gunnars
Matthíassonar, undirspil ann-
aðist Janet Runólfsson; einn-
ig/söng og spilaði Emily Sig-
urdsson. Síðan fór fram kosn-
ing á nýrri stjórn fyrir kom-
andi ár. Sumi Swanson fyr-
ir forseta, Ólafur Backman
til vara, fjárhirðir Guðmund-
ur Thorsteinsson, ritari Helga
Þórðardóttir, Stoner Jóhann-
es Newton „trusty“. Félagið
hefri aldrei verið eins vel
stætt efnalega, sem spáir góðu
um framtíðina. Allir eru mjög
áfram um að halda hópinn hér
í margmenninu, enda þótt það
sé mörgum erfiðleikum háð.
Konur undir stjórn Höllu
Linker báru fram góðar veit-
ingar í hinum rúmgóðu og
þægilegu húsakynnum Pól-
verjanna, þar á meðal marga
íslenzka rétti. Hinir mörgu,
sem þar voru í fyrsta skipti,
létu ánægju sína í ljósi yfir
því að vera með. Meðal þeirra
voru hjónin Skúli Ágústsson
Lárussonar og Sigríður Tóm-
asdóttir Jónssonar frá Reykja
vík; hingað fluttu þau frá
Kanada síðastl. sumar ásamt
þremur börnum sínum; frá
Akureyri Bragi Freymóðsson
verkfræðingur, Sigríður kona
hans, móðir hans Steinunn
Jónsdóttir og systir hans Ár-
dís Freymóðsdóttir — þær
tvær síðast nefndu í heinv
sókn; Guðlaug Guðmunds
dóttir frá Reykjavík í heim
sókn til ættingja sinna í Kan-
ada og hér; Sigríður Þorvalds-
dóttir fegurðardrotting ís
lands 1959; Guðrún Halldórs
son, hún er systurdóttir Elín
ar Pearson í Pasadena; Bjarni
Jónsson, Jóhann Ólafsson og
Guðmundur Jónsson verk-
fræðingur — bróðir Einars
Jónssonar, sem einnig er
verkfræðingur og búsettur
hér; Max Atlason með konu
sinni — Max er fæddur að
Hemlu í Landeyjum, en flutt-
!st á fyrsta aldursári til Amer-
íku með foreldrum sínum
þessi hjón hafa dvalið í þessu
umhverfi í 35 ár, en aldrei
Verið með Islendingum fyrr
þá er hér Benný ólafsdóttir
Sem gengur hér á háskóla á
Verðlaunum, sem hún fékk
fyrir ritgerð sína á íslandi,
^er hún heim í næsta mánuði
Hinn 27. marz voru gefin
saman í hjónaband Örn
Harðarson og Systa Stefáns
í Las Yegas, Nev. Heimili
þeirra verður í Los Angeles
eru þau frá Reykjavík.
Hinn 18. jan. s. 1. andaðist
1 Los Angeles Fanny Alice
Wilson. Hún var ættuð frá
Selkirk, Manitoba, dóttir Guð
mundar Finnson og Ingibjarg
ar ófeigsdóttur. í Los Angeles
átti hún heima í 37 ár, af fimm
DÖrnum hennar er aðeins einn
sonur á lífi, Felix Wilson, bú-
settur hér. Fanny var mjög
glæsileg kona, hávaxin og
dökk yfirlitum. Hún tók þátt
í íslenzkum félagsskap með-
an heilsa hennar leyfði.
í vikunni sem leið var hér
á ferð hinn þjóðkunni maður
Sigurður Þórarinsson jarð-
fræðingur frá Reykjavík.
Flutti hann fyrirlestur og
sýndi myndir í U.C.L.A. í
Westwood. Snerist hvort-
tveggja eingöngu um jarð-
fræði og hitasvæði og umbrot
ofan jarðar sem neðan allt frá
landnámstíð, einkum þó hið
síðasta gos Heklu. Sigurður
dvaldi 15 ár í Svíþjóð, fyrst
sem námsmaður, síðar sem
kennari. Hann er kvæntur
sænskri konu. Sigurður er
ættaður frá Vopnafirði, lipur-
menni og fróður vel, þar að
auki er hann einn af helztu
kímniskáldum íslands og hef-
ir ort margt af því, sem æska
íslands utan lands sem innan
syngur hátt og í hljóði á gleði-
stundum sínum. Eftir sam-
komuna áttu 10 íslendingar,
menn og konur, skemmtilega
stund með honum á Beverly
Hilton hótelinu . 1 Beverly
Hills. Kom þar skýrt í ljós
að íslendingar í austri og
vestri eiga enn þá margt sam-
eiginlegt. Daginn eftir hélt
Sigurður hér norður með
ströndinni, alla leið til Kan-
ada. Síðar var ferðinni heitið
til Hawaii-eyjanna og þaðan
heim.
Skúli G. Bjarnason
hún byrjaði að skrifa ósjálf-
rátt. Allan aldur sinn hafði
hún alið í Miðvesturríkjum
Bandaríkjanna og aldrei kom-
ið til útlanda. Hún hafði eng-
an áhuga fyrir „andatrú“, og
þess vegna kom henni þetta á
óvart, ekki sízt vegna þess að
hún ritaði svo margt sem hún
hafði ekki hugmynd um. Hitt
var þó merkilegra, að allt sem
hún ritaði var rétt. Fræði-
menn undruðust þekkingu
hennar og dáðust að því hvað
hún væri kunnug Englands-
sögu á dögum Elizabetar
drottningar, og að hún ritaði
algjörlega lýtalaust það mál,
sem þá var talað þar. Þeir
sögðu, að það væri engum
fært nema hálærðum manni.
Og svo var það ólærð banda-
Framliðin kona skrifar þrjár bækur
Rétt fyrir heimsstyrjöldina
fyrri átti heima f St. Louis í
Missouri í Bandaríkjunum
maður sá, er John H. Curran
hét. Hann var kvæntur og
voru þau hjón bæði af lágum
stigum og voru talin til hinn-
ar svokölluðu millistéttar.
Nú var það einn dag um
vorið, að þau voru í sam-
kvæmi, og fengu vinir frú
Curran hana þá til þess að
reyna að skrifa ósjálfrátt. Það
tókst svo, að hún skrifaði eitt-
hvað, en það var nauða
ómerkilegt og ekkert á því að
græða. Leið nú og beið fram
til 8. júlí. Þá fannst henni
endilega að hún yrði að reyna
að skrifa ósjálfrátt. Qg nú nú
stóð ekki á því. Hún skrifaði
hiklaust langt mál, og að lok-
um kom undirskrift: Pa'tience
Worth. Eftir það skrifaði frú
Curran mikið, og alltaf var
sama undirskriftin.
Enginn vissi hver þessi
Patience Worth gæti verið, en
það var auðséð á öllu að hún
var bæði gáfaðri og fróðari
heldur en frú Curran. Hún
gaf sjálf þær upplýsingar um
sig, að hún hafi átt heima á
bóndabæ í Dorset í Englandi
fyrir 300 árum; síðan hefði
hún farið til Ameríku, en ver-
ið drepin þar af Indíánum.
Annað vita menn ekki um
rísk alþýðukona, sem þetta
hafði ritað.
Þegar það vitnaðist, að hún
hafði skrifað bækurnar ósjálf-
rátt, fóru menn að leita eftir,
hver þessi Patience Worth
hefði verið. En um það hafa
engar upplýsingar fengizt. Og
þótt lýsingar hennar á sveita-
lífi á Englandi á 17. öld séu
háréttar, þá er það ekki næg
sönnun fyrir því, að hún hafi
verið til. Ekki heldur hitt, að
málið er eins og það var talað
á 17. öld.
Margar bækur og ritgerðir
hafa verið skrifaðar um Pa-
tience Worth. Sú bezta mun
vera eftir dr. Walther Frank-
lin Prince „The Case of Pa-
tience Worth“.
Lesb. Mbl.
ANDRÉ MAUROIS:
Gofrt skap
á Englandi á miðöldum. Amer-
ískur málfræðingur athugaði
þessa bók vandlega, og hann
komst að þeirri niðurstöðu,
að í henni væri ekkert orð,
sem komizt hefði inn í málið
seinna en á 17. öld, og 90%
af þeim væri engil-saxneska.
Það var einkennilegt, að
Patience Worth ritaði ekki
hverja sögu sérstaklega, held-
ur hafði hún þær allar undir
í einu, skrifaði til skiptis smá-
kafla í þær, en aldrei dataðist
henni að muna hvar hún hafði
horfið frá áður, svo að full-
komið samhengi varð í sög-
unum.
Það vakti furðu hve mikil
þekking á mismunandi menn-
ingarstigi á mörgum öldum
kom fram í sögum þessum.
Frú Curran var lítt bókhneigð,
og hún hafði ekki fengið neina
þekkingu á sögu. Hún hélt
t. d. að Hinrik VIII. hefði ver-
ið hálshöggvinn, og hún vissi
nauða lítið um það hvernig
þjóðhættir voru í Gyðinga-
landi á dögum Krists. En bók-
in „The Sorry Tale“ sýnir, að
höfundur hennar hefir haft
góða þekkingu á því, vitað
hvernig menn klæddust þá,
hvernig viðskiptum var hag-
að, hvers konar vopn voru þá
notuð, samskipti Rómverja og
„Mér líður vel, en ekki af
því að mér hlýnar. Mér hlýn-
ar, af því að mér líður vel,“
sagði Spinoza. Mjög viturlega
sagt. Það er óumdeilanlegt, að
gott skap hefir mikil áhrif á
heilsufar manna, og hugarfar-
ið ræðu miklu um líkamlega
líðan.
Gyðinga, þekkir landslagið,
hana. En það var auðséð á húsaskipan í Jerúsalem og
öllu sem hún lét frú Curran
skrifa, að hún hafði rithöf-
undarhæfileika og vissi ótal
margt, sem frú Curran gat alls
ekki vitað. Og þarna ritaði frú
Curran með miklum hraða
kvæði, málshætti, bænir, sam-
töl og skáldsögur, þar sem úir
og grúir af orðum, sem frú
Curran knanaðist ekki við.
Skáldsögurnar hafa verið
gefnar út. Sú fyrsta heitir
„The Sorry Tale“ og gerist á
Kristsdögum, önnur heitir
„Hope Trueblood" og gerist
á 19. öld, eða löngu eftir að
Patience Worth dó, og hin
þriðja heitir „Telka“ og gerist
ótal margt annað. Ritdóm-
endur hrósuðu og bókinni fyr-
ir þetta. M. a. sagði „The
Bookman“ að bókin væri
ágætlega samin og gæfi fram-
úrskarandi lýsingu á ástand-
inu í Rómaveldi á þeim árum.
Enskir ritdómendur áttuðu
sig ekki á því, að bókin „Hope
Trueblood“ var rituð ósjálf-
rátt vestur í Ameríku, og
„The Athenium" h r ó s a ð i
henni á hvert reipi, bæði fyr-
ir framsetningu og efni.
Frú Curran hafði ekki geng
ið í neinn skóla nema barna-
skóla. Hún var 31 árs þegar
Bernhard Shaw var vanur
að segja, að sýklar væru ekki
orsök sjúkdóma, þeir væru
sjúkdómseinkenni. Það er
mjög mikið satt í þessari mót-
sögn. Þegar farsóttir geisa,
eru sýklar alls staðar. Samt
eru þeir margir, sem ekki
sýkjast. Hvers vegna?
Að því að sumir höfðu mót-
stöðuafl til að standast sjúk-
dóminn, en aðrir höfðu það
ekki. Að sjálfsögðu er mót-
stöðuaflið h á ð heilsufari
mannsins í heild. Lifnaðar-
hættir skipta miklu máli.
Maður, sem hefir gott fæði og
góð klæði, stendur betur að
vígi.
En andlegur styrkur manna
skiptir einnig mjög miklu
máli. I borgum nútímans hafa
margir karlar og konur mikla
ástæðu til að óttast um eðli-
lega starfsemi líffæra sinna.
Þau verða fyrir ótal áföllum,
sem reyna mjög á þol þeirra.
Við komumst svo að orði:
„Hann þrælar sér út; hann
gengur of nærri sér.“ Orða-
lagið eitt er viðvörun. Það er
ekki umhverfið, sem þrælar
manni út. Maðurinn gerir það
sjálfur. Sýklafræðingar hafa
sannað, að frumurnar í líkama
okkar eru hæfari til að verj-
ast sýkingu, ef eitlarnir starfa
eðlilega. Starfsemi þeirra er
mjög háð því, hvernig okkur
líður andlega.
Gott skap er oft bezta með-
alið. Þegar farsótt geisar, er
maður, sem er í andlegu jafn-
vægi, að sjálfsögðu ekki ó
næmur fyrir veikinni, en
verður síður móttækilegur
fyrir hana. Sumir segja, að
neyzla áfengis geti verið
nokkur vörn. Það getur verið
rétt, af því að hæfilega lítið
magn af áfengum drykk eyk-
ur á vellíðan manna.
Við erum ekki aðeins skyld-
ugir til að vera í góðu skapi
vegna annarra, okkur ber
einnig skylda til þess vegna
okkar sjálfra. Sífellt þung-
lyndi er eins konar sjálfs-
morð. Það vinnur ekki eins
fljótt á manni og skammbyssa
eða eitur; en það getur engu
síður verið banvænt. Oft hefi
ég horft á kaupsýslumenn eða
stjórnmálamenn, sem ekki
lifðu það af að sjá framtíðar-
áform sín hrynja til grunna,
og konur sem ekki gátu horfzt
í augu við vonbrigði í ástum.
Úr hverju dó þetta fólk?
Það dó, af því að hvaða sjúk-
dómur sem var gat fellt það
að velli, þar sem þunglyndið
veikti mótstöðuaflið. Læknar
vita, að upphaflegar orsakir
krabbameins geta verið á-
hyggjur og kvíði. Banamein
þeirra sjúklinga var, að and-
inn brást holdinu. Það væru
ýkjur að segja að menn deyi
aðeins, ef þeir sætta sig við
dauðann, en það er rétt, að
lífslöngun lengir lífið. Þess
vegna ætla ég á þessum napra
morgni að gera mitt bezta til
að láta mér líða vel, svo að
mér hlýni.
Mbl., 2. apríl
—v- Ef báturinn sekkur nú,
sagði konan hrædd, — hverj-
um ætlarðu þá að bjarga fyrst,
barninu eða mér?
— Mér, svaraði maðurinn
samstundis.
Maður nokkur stóð og glápti
á veiðimann nokkurn, sem dró
hvern fiskinn af öðrum, en
henti þeim jafnóðum í vatnið
aftur. Loksins beit smátittur
á hjá honum og dró maðurinn
hann alvarlega í land og lét í
veiðipokann.
— Hvernig stendur á, að þú
hendir hinum stóru, en hirðir
þá litlu? spurði maðurinn
undrandi.
— Steikarapannan mín er
svo lítil!