Lögberg-Heimskringla - 29.09.1960, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 29.09.1960, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 29. SEPTEMBER 1960 3 BJÖRN ÞORSTEINSSON: Að Brattahlíð í Litladal Grænlandsförin 5.-7. ágúst 1960 Á laugardagsmorgun var sólskin, logn og hiti við Eiríks- fjörð. Leiðangursmenn voru árla á fótum, og nú var okkur fátt að vanbúnaði. Við bryggju beið bátur albúinn að ferja okkur yfir fjörðinn til Bratta- hlíðar. Þótt þetta væri um 60 tonna bátur, þá leyfðist hon- um ekki að flytja nema 20 roenn í einu; ' siglingalögin grænlenzku eru svo ströng, að þar má enginn stíga um borð í fleytu, nema þar sé fullkom- inn útbúnaður til þess að bjarga honum, ef farkosturinn kynni að sökkva. Um nónbil hækkaði enn hagu*r okkar; þá var okkur afhent 170 tonna skip til afnota, en því miður mátti það ekki flytja nema 35 farþega. Lítið ísrek hafði verið hér á innfirðinum, en við sáum jafnan borgarísbelti utar; það liggur út af Koroq- firði, en í botn hans fellúr uiikill skriðjökull. Með aðfalli upp úr hádegi komu jakar siglandi inn undir hið forna höfuðból. Eiríksfjörður, Túnúgdliar- fik, er ofboð langur eins og flestir aðrir firðir á Græn- landi. Brattahlíð, Qagssiars- suk, stendur innarlega við hann austanverðan, þar sem skaginn milli Túnúgdliarfik °g ísafjarðar eða Sermilik, er iáglendastur. Sunnar á skag- anum rísa Sólarfjöll með grænum hlíðum og marglitum kollum, fyrir handan skagar gneipur bergjötun, Nunarsar- naq fram í fjörðinn, en Búr- fell, Igdlerfiksalik, rís að baki nær tvö þúsund metra hátt. Það er mjög ólíkt Búrfellun- um okkar heima á íslandi, niinnir mig fremur á Botnsúl- ur. E. t. v. hafa búr Grænlend- mga verið svona skrítin í lag- inu, tindarnir eru hvelfdir; það er eina líkingin. Daníel Eruun höfuðsmaður, sem mörgum Islendingum er kunn- ur af ferðabókum sínum og rannsóknum hér á landi, kleif Búrfell 1894 og fann á tindi þess rústir tveggja kofa. f’arna hafa staðið varðskýli að fornu; þaðan hafa Grænlend- ingar mænt oftast vonsvikn- um augum eftir skípaferðum, fylgzt með hafísnum fyrir sfröndinni og e. t. v. hugað að ferðum Skrælingja. Einhvern tíma hefir reykur stigið til lofts af Búrfellstindi og boðað veizluföng og mannfagnað um Brattahlíð, Garða og Sólar- fjöll. Að lokum hefir knörr- fnn af Noregi birzt í hafís- hrönglinu út af Koroqfirði. Jökla jörð og Eiríksfjörð Öldin gjörvöll kenndi. Ferðin rík í Falgeirsvík frá ég að skipinu lendi. Svo var drótt, er drýgði þrótt, dösuð á flæðar elgi, er þá nær til einskis fær öldin flest nema Helgi. Forni hét, sá fögnuð lét fyrðum bjóða snjöllum; bóndi ríkur, burgeis líkr býr að Sólarfjöllum. Svo segir f Skáld-Helga rímum um komu skips að Grænlandi. Við beinum ekki stafni til Falgeirsvíkur, enda mun nafnið ekki finnast á sjókortinu. Við sjáum lágt eiði suður af Búrfelli, handan þess liggja Garðar, forna biskups- setrið, sem nú nefnist Igaliko. Fyrsti Ameríkaninn Það er allmikil lífsreynsla fyrir Islendinga að litast um á þessum sögufrægu slóðum og verða þess áskynja, að hér lifir ekki eitt einasta íslenzkt örnefni; þau eru gleymd og þjóðin, sem gaf þau, er horfin af sviði sögunnar. Fyrir nær- fellt 1000 árum hefir skip þrætt hér milli borgarísjak- anna utar á firðinum. Skip- stjóri er Eiríkur rauði. Fyrir víga sakir flúði hann ásamt föður sínum af Jaðri í Noregi, nam land á Hornströndum á Islandi og bjó að Dröngum. Eigi varð hann mosavaxinn þar norður frá, en flutti byggð sína að Eiríksstöðum í Hauka- dal í Dalasýslu. Þar drap hann mann til hefnda fyrir þræla sína, flæmdist úr Haukadal og nam Brokey og Öxney á Breiðafirði. Þar léði hann Þor- gesti á Breiðabólsstað á Skóg arströnd setstokka, en fellir tvo syni hans, er hann heimti þessa merkisgripi aftur. Eftir það var honum ekki sætt á ís landi og fór að leita lands þess, er menn höfðu séð vest- ur í hafi. Honum hefir litizt hér miðlungi vel á landskosti, því að hann örvænti, að menn yrðu til þess að byggja land ið, ef þeir væru ekki ginntir til þess með skrumauglýsing- um. Hrafna-Flóki varð svo reið- ui landinu, sem hann ætlaði eitt sinn að nema, að hann gaf því kaldranalegt nafn í hefndarskyni. Landskostir Is lands urðu hdns vegar brátt svo víðfrægir, að fólk flykkt ist þangað út svo að til land- auðnar horfði í Noregi; svo mikið seiðmagn átti aldrei græna landið hans Eiríks rauða. Hann fer til íslands gumar á ameríska vísu af landinu, sem hann hafði fund- ið, bíður ósigur í viðureign sinni við óvini sína, en kemst aftur utan, og nú héldu 25 skip af Vesturlandi í slóð hans, Þetta var árið 985 að tali Ára fróða. Fjórtán þessara skipa sigldu alla leið, áhafnir þeirra urðu landnemar í Grænlandi ellefu sneru aftur eða fórust eigi hefir öllum, sem Eiríkur tældi til utanfarar, litist giftu- samlega á land hans, þótt fag urt bæri þar nafn. Eigi er vit- frá íslandi til Grænlands. Um 15 árum síðar hugðist Eiríkur leita þess lands, er Leifur sonur hans, fann í vesturátt. Hann sigldi með gleði mikilli við tuttugasta mann úr Eiríks- firði, en þá velkti lengi í hafi, höfðu sýn af íslandi og fugla af írlandi og náðu á haust- dögum aftur til Brattahlíðar, væstir og þrekaðir. Hér var Dessi ævintýramaður dæmd- ur til þess að eyða ævinni ajórlaus, því að ekkert óx kornið til maltgerðar. — Voru 3á drykkjur litlar á Græn- landi — segir í Fóstbræðra- sögu. Á þúsund ára afmæli land- náms hans í Grænlandi verð- ur honum sennilega reistur minnisvarði í Brattahlíð, en áletrun verður á máli þjóðar Deirrar, er hann nefndi Skræl- ingja, nema við íslendingar Djörgum honum frá þeim ósigri. Fjörðurinn hér inn frá er um 4 kílómetrar á breidd, og síðasti hópurinn nær yfir til Brattahlíðar laust eftir há- degi. Staðurinn ber ekki nafn með rentu, því að hér sjáum við einna minnst brattlendi Grænlandi. Lágar hlíðar, dá- litlir vellir iðgrænir, greyptir raúðum sandsteinbeltum og ljósu graníti, hefjast frá grýttri strönd, en nokkrir borgarísjakar rorra skammt undan landi, speglast í slétt- um haffleti ofboð sakleysis legir, kurteisir fulltrúar heimsskautaíssins bjóða okk- ur velkomin í ríki sitt. Lækur fellur niður hlíðina eftir dal- verpi. Á grænlenzku heitir staðurinn Qagssiarsúk, en það er mér sagt að merki litli dal- ur. Það er réttnefni, en fyrsta ivíta landnema Ameríku nægði ekki að búa í Litla- Dal. í Brattahlíð undan Sól- arfjöllum á Grænlandi kaus hann sér bústað. Máttur aug- lýsinganna er mikill — það vissi Eiríkur rauði, fyrsti Ameríkaninn. Allar brostnar vonir og harðindi eru víðs- fjarri þennan sólskinsmorgun. Þannig hefir verið umhorfs á Grænlandi, þegar Sigurður Breiðfjörð orti þetta erindi Númarímna: Dýrin víða vaknað fá, varpa híði nætur, grænar hlíðar glói á, grösin skríða á fætur. 1 I 1 Báturinn leggst undan dá litlum klettum, sem ganga fram í fjöruna, og' við erum ferjuð á smákænu upp naustin. Endur fyrir löngu lögðu hér úr höfn æinhverjir djörfustu sæfarar allra alda og hugðust nema land á Furðuströndum Vesturálfu. Þá hefir verið mannmargt í fjörunni undan Brattahlíð, er vinir og vanda menn kvöddust. Okkur bíður dálítill hópur Grænlendinga. dökkir á brún og brá, en ljós- fextir hestar. Þeir hafa ekk að um aðra Iandnámsleiðangra ert breytzt í þúsund ár. At Business and Professional Cards ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA 1 VESTURHEIMI Forsetl: I»lt. KICHARD BECK 801 Lincoln Drive, Grand Forks, North D&kota. Slyrkíö (élagið með þvl að gerast meðllmll. Aragjald $2.00 — Tímarit (élagsins írítt. Sendlst til íjármálaritara: MK. GDÐMANN LEVT, 186 Lindsay Street. Winnipeg 9. Manitoba. SELKIRK METAL PRODUCTS Reykhfi.íar, ðruggasta eldsvörn, og ávalt hreinir. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- við, heldur hita (rá að rjúka út með reyknum.—Skrifið, simið U1 KELLV SVEINSSON 625 WaU St. Winnlpe* Just North of Portage Ave. SPruce 4-103» — SPruce 4-1034 Minnist BETEL í erfðaskróm yðar A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur likkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður s& beztt 8tofnað 1894 SPruce 4-7414 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Dlstrlbutora of FRESH AND FROZEN FISH 16 Martha St. WHitahall 1-0021 PARKER. TALLIN, KRIST- JANSSON, PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITOB8 Ben C. Parker. Q.C.. (1910-1951) B. Stuart Parker. Cllve K. Tallln. Q.C., A. F. Kristjansson, Hugh B. Parker, W. Steward Martin 5th fl. Canadian Bank of Commerce Building, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. WHitehaU 2-3561 P. T. Guttormsson BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC 474 Groin Exchonge Bldg. 147 Lombord Stroot Office WHitehall 2-482» Residence GL 3-1820 SPruce 4-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Reroof Aphalt Shingles. Roof repalre, lnstall vents, alumlnum wlndows, doors. J. Ingimundson. SPruce 4-7865 032 Slincoe St. Wlnnipeg 3, Man. CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managlng Director Wholesale Distrlbutors of Freah and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offlce: Res.: SPruce 4-7451 SPruce 2-3*17 FRÁ VINI Thorvaldson, Eggertson, Saunders & Mauro Barritten and Solicitor* 209 BANK OF NOVA RCOTIA Bld* Portage and Garry St. WHltehall 2-8201 EGGERTSON & EGGERTSON Barristers and Sollcltors GUNNAR O. EGGERTSON, B.A., LL.B. ERLINGUR K. EGGERTSON, B.A., LL.B. 500 Power Building, Portoge ot Vaughan, Wlnnlpeg 1. PHONE WH 2-3149. S. A. Thorarinson Barrister and BoUcilor 2nd Floor Crown Trust Bldg. 804 MAIN ST. Office WHitehall 2-7061 Residence HU 9-6488 The Business Clinic Anna Larusson Office at 207 Atlantic Ave. Phone JU 2-S548 Bookkeeping — Income Tai Insurance Halldór Sigurðsson & SON LTD. Controctor & Builder e Offico ond WorehouMl 1410 ERIN ST. Ph. SP 2-6860 Res. Ph. SP 2-1272 Off. SP 2-9509 - SP 2-9500 Res. SP 4-6753 Opposite Maternity Hospitol Nell's Flower Shop 700 Nolre Dame Wedding Bouquets - Cut Flowert Funeral Designs - Corsogea Bedding Plants S. L. Stefansson — JU. 6-722» Mrs. Albert J. Johnson ICELANDIC SPOKEN Dr. ROBERT BLACK Sérfrœðlngur i augna, eyrna, nef og h&Issjúkdömum. 401 MEDICAL ARTS BlrDG. Graharn and Kennedy St. Office WHitehall 2-8861 Reiidence: HU 9-3794 hygli allra beinist brátt að ein- um manni, sem stóð álengd- ar í fjörunni. Hann var hár og þrekinn, glórautt skegg tók honum á bringu, og jarp- ir lokkar féllu á herðar nið- ur. Menn þrifu ljósmyndatæki sín í ofboði, og innan stundai var hann umkringdur óvígum her, sem hrópaði „Eiríkui rauði“ og otaði að honum dá góðu sýnishorni af ljósmynda tækni veraldar síðustu tuttugi Frh. bls. 7 Investors Syndlcale of Canada, Limited H. Brock Smith Manager, Winnipeg Region 280 Broadway Ave. WH 3-0361 W. R. MARTIN. B.A., LL.B. Barrister and Solicitor GENERAL PRACTICE 1 327 Edwards Ave. THE PAS MAdison 3-3551 i

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.