Lögberg-Heimskringla - 29.09.1960, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 29.09.1960, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 29. SEPTEMBER 1960 5 Irene og Gísli Bergvinsson á íslandi To Anna and Halli on your fiftieth wedding anniversary September 13th, 1960 The weight of years is ever light Where trust in God is ample. A happy soul is young and bright Tho silver white the temple. From fifty years of wedded life The cheeks begin to pale. The partners in the long long strife Are not as strong and hale. But Love the Goddess free and good Has stood the test of time. She smiles unseen through every mood And makes your lives sublime. To you, your sons all big and strong Have been the greatest goad To make a home which is along The straight and narrow road. Oh happy couple here tonight, Your blessings have been many. May your future be as happy and bright And your sorrows not be any. Bill O. Fréttir fró Gimli 23. september 1960 „Þið byggið mikið og bygg- ið traust,“ sagði Gísli Berg- vinsson, fasteignasali frá Van- couver í viðtali við Alþýðu- blaðið í gær. — „Ég er mjög hrifinn af byggingarháttum ykkar, og miklar hafa fram- farirnar orðið síðan ég kom síðast.“ Gísli hefir dvalizt á Islandi um hálfsmánaðar tíma ásamt konu sinni, Irene, sem er af skozkum ættum,en hann hef- ir ekki komið hingað ‘í 25 ár. Hann er fæddur í Glæsibæ í Skagafirði, en fluttist ásamt foreldrum sínum til Vestur- heims árið 1900 barn á fyrsta ári. Fyrst kom hann til íslands 1929 og dvaldist þá hér þar til eftir alþingishátíðina 1930, fór þá vestur, en kom aftur 1932. í það skiptið var hann hér á landi í 2Ví ár og rak verzlunina Drangey á Grettis- götu 1 ásamt frændum sínum tveimur. Síðan hefir hann átt heima í Vesturheimi og eins og margir fleiri flútzt til Kyrrahafsstrandarinnar, þar sem veðrátta er hagstæð og mild árið um kring. í „rokvél" Þau hjón tóku þátt í hóp- ferð frá Vancouver til Evrópu. Þau fóru tuttugu saman ásamt t v e i m u r leiðsögumönnum, flugu í þotu frá Vancouver til Danmerkur og voru ærið fljót á leiðinni. „Ég kallaði slíkar flugvélar „rokvélar“, segir Gísli, vissi ekki hvað þær voru kallaðar hér. Frá Danmörku var svo farið til Frakklands, ítalíu, Austur- ríkis, til Oberamergau í Þýzkalandi að sjá helgileikinn þar, Sviss, niður Rínardal, stundum yfir Rín, yfir horn af Hollandi, þvera Belgíu og aftur til Frakklands. Þá var hópferðinni lokið, en þau Gísli og kona hans héldu til Bret- landseyja og heimsóttu meðal annars venzlafólk frúarinnar í Belfast. Alh eins og forðum „Ég bjóst við miklum fram- förum hér,“ segir Gísli enn fremur, „hafði mikið um þær heyrt og lesið, en einhvern veginn er það samt svo, að þegar maður kemur, heldur maður, að allt hljóti að vera eins og það var forðum.“ Þau hjón hafa ferðazt mik- ið um Suðurland, og hlotið einstaklega bjart og fagurt veður. Þau gista hjá frænku sinni Reginu Rist og manni hennar, Guðmundi Jóhanns- syni að Álfheimum 52, og róma mjög gestrisni þeirra, sem og allar viðtökur annarra úr hinu mannmarga frænda- liði Gísla. Gott félagslíf — Hvernig tekst íslending- um að halda hópinn í Van- couver? „Þeir hafa talsverðan fé- lagsskap, einkum í sambandi við íslenzku lútersku kirkj- una. Það er guðsþjónusta á ís- lenzku á hverjum sunnudegi, annað hvort í kirkjunni eða elliheimilinu Höfn. Annars vita engir fyrir víst, hve margir íslendingar eða menn af íslenzkum ættum eru í borginni og nágrenni hennar. Og margir eru góðir íslend- ingar í anda, þótt nú sé svo komið, að þeir geti ekki talað Ég er nýkominn austur um haf eftir ferðalag mitt um byggðir Islendinga í Mani- toba og Norður-Dakota. Vil ég nú biðja blaðið að flytja einlægar kveðjur mínar og þakkir öllum hinum fjöl- mörgu, sem greiddu götu mína á einn eða annan hátt. Sem kunnugt er, var ferð þesi gerð á vegum Þjóðrækn- isfélagsins til að kynna ís- lenzka myndlist. Forstjóri Helgafells, hr. Ragnar Jóns- son, hafði góðfúslega léð 34 eftirprentanir íslenzkra mál- verka eftir ýmsa höfunda til sýninga vestra. Auk þess gaf hann íslenzku deildinni við Manitobaháskólann eitt ein- tak allra myndanna og verður sú gjöf væntanlega afhent síðar í haust. Ég sýndi mynd- ir þessar að Gimli, Hecla, Gjeysi, Lundar, Darwin, Lang- ruth, Glenboro, Helkirk, Mountain, Brown og Winni- peg, og í undirbúningi var ferð séra Jóns Bjarman og konu hans til sýninga vestur við haf. Sýningar mínar sóttu rúmlega sex hundruð manns, og tel ég það mjög gott, þar sem sumarið er um margt óheppilegur tími, sökum fjar- veru fólks í sumarleyfum og anna í sveitum. Auk eftir- prentananna sýndi ég stækk- aðar ljósmyndir frá ýmsum stöðum, sem hr. Gunnar Rún- ar ljósmyndari hafði tekið, og enn fremur hafði ég meðferð- is kvikmyndir frá Skógrækt ríkisins og Ungmennafélagi íslands og virtust þær falla fólki vel í geð. Óhætt er að segja, að listkynning þessi vakti athygli hvarvetna, en á hinn bóginn verða dómar manna auðvitað misjafnir um einstök verk. Greinilegt var þó, að verk Kjarvals, Ásgríms og Jóns Stefánssonar voru vinsælust. Ragnar Jónsson forstjóri hafði látið prenta einkar ivel gerðar sýningar- skrár, sem veittu upplýsingar um verkin og höfunda þeirra, og kom þetta að mjög góðum notum. I' Það er von mín, að þessi fyrsta listkynning íslenzkra málverka meðal Vestur-ís- lendinga megi teljast góður liður í þjóðræknisstarfinu og hafi orðið fólki til ánægju, og höfðu ýmsir orð á því við mig, að ánægjulegt væri, hversu framlag íslendinga væri merkilega mikið á þessu sviði íslenzku. En Gísli talar íslenzku, — eins og hann hafi aldrei farið af landinu, þótt hann væri bara þriggja mánaða, þegar hann fluttist vestur. íslands- dvöl þeirra hjóna er nú senn á enda. Þau fara vestur í kvöld, en þau segja, að það geti verið, að þau komi aftur eftir nokkur ár. — S.H. Alþýðubl., 10. ágúst menningar. Flyt ég nú að lokum þakkir mínar. Fyrst og fremst hr. Ragnari Jónssyni forstjóra, sem ég tel hafa sýnt einstakan velvilja, áhuga og framtakssemi, með því að ljá máli þessu svo mikið lið sem raun varð á, Þjóðræknisfélagi íslendinga í Vesturheimi flyt ég og þakkir. Fyrst og fremst forseta þess, Dr. Richard Beck, sem herTieima á íslandi veitti rkálinu allan stuðning sinn, m. a. með því að rita formála sýningarskrárinnar og geta ferðarinnar í blaðinu. Þá flyt ég öðrum stjórnarmeðlimum þess beztu þakkir fyrir stuðn- ing við málið og fyrirgreiðslu alla. Eigi síður sendi ég hin- um einstöku deildum þess al- úðarþakkir, því að þeirra hlut- ur var mjög góður, ekki sízt þar sem fyrirvari og undir- búningstími var víða mjög riaumur, en góðvilji og gest- risni leysti þar ætíð úr. Vildi ég feginn nefna nöfn í þessu sambandi, en slík upptalning mundi þó verða um of löng í blaðagrein. Get þe$s þó með þakklæti, að próf. Haraldur Bessason veitti mér mikla að- stoð við undirbúning ferðar- innar. Þakka vil ég einnig ís- lenzku prestunum vestra og konum þeirra, sem í hvívetna gerðu mér allt þau gátu til aðstoðar. Umboðsmönnum Helgafells í Kanada, bræðr- unum Gunnari og Erlingi Eggertson flyt ég beztu þakk- ir fyrir ágæta aðstoð og vin- semd. En að lokum flyt ég öllum hinum fjölmörgu, sem sóttú sýningarnar og á ann- an hátt lögðu málum þessum lið, einlægar þakkir mínar og kveðjur. Persónulega var för þessi mér mjög ánægjuleg. Það var gleðilegt að endurnýja fyrri kynni og stofna til nýrra. Tel ég mig nú í hópi þeirra mörgu, sem farið hafa ýmist vestur eða austur um haf og sagt geta, að slíkar heirrisóknir séu eins og að fara „heiman og heim“. Mikill sannleikur er í því orðtaki falinn. Ég flutti ávörp eða ræður í flestum kirkjum byggðanna, sem ég heimsótti og það gladdi mig, hversu starf og gengi safnað- anna er greinilega gott. Fyrir allt þetta, vináttu, aðstoð og framúrskarandi gestrisni flyt ég nú þakkir mínar og sendi öllum kærar kveðjur og ein- lægar óskir. Bragi Friðriksson Miðvikudaginri 14. þ. m. kom eldra kvenfélagið frá Fyrstu lútersku kirkjunni í Winnipeg í heimsókn til Betel, og með þeim var prestur safn- aðarins, séra V. J. Eylands og friú Lilja. Eftir rausnarlegar veitingar frá félagskonum, fór fram skemmtun. Mrs. Vald- heiður Thorlaksson, forseti kvenfélagsins, ávarpaði heim- ilið og stjórnaði skemmtun. Séra V. J. Eylands flutti afar fróðlega ræðu um ferðalög sín til Evrópu- og Asíulanda í sumar. Próf. S. K. Hall stjórnaði almennum alþýðu- söng og var við hljóðfærið. Miss S. Hjartarson, forstöðu- kona flutti þakkarávarp fyrir heimsóknina og hina frábæri- lega góðu ræðu séra Eylands. ☆ Þann 20. þ. m. var afmælis- veizla á Betel fyrir þá, sem áttó afmæli í ágúst og sept. Miss Margaret »Sveinsson stjórnaði skemmtun. Fyrst var sálmasöngur með Mrs. Helgi Steyens við orgelið. Próf. S. K. Hall stjórnaði al- þýðusöngnum og lék á píanó milli annarra skemmtiþátta. Mrs. Sigríður Goodman flutti bæn og þakkir til Guðs og þakkaði öllum, sem höfðu ver- ið henni góðir í hennar lang- varandi og erfiðum veikind- um, er nú eru að batna. Systir hennar, Mrs. Steinunn Val- gardsson las kvæði og fór með vísu, sem hún orti nýlega. Mr. F. O. Lyngdal flutti ávarp til afmælisbarna. Mr. Jónas Jónasson flutti ræðu um endurminningar frá dvöl hans á Englandi 1916, þegar fyrri heimsstyrjöldin stóð yfir. Mr. Jónasson gaf greinargóða lýs- ingu af sögustöðum og ýmsu í Lundúnaborg og víða þar, sem hann ferðaðist um á Eng- landi. Eftirfarandi áttu afmæli í ágúst: Sigtryggur J óhannes- son, Guðrún Brandson, Jó- hannes Johnson, Margrét Thorbergson, Matthildur Sveinsson, Ingunn Johnson, Inga Peterson; í september: Matthildur Borgfjörð, Sæunn Bjarnason, Henríetta Johnson, Sigurður Guðmundson, Olgeir Jóhannesson, Jónína ,Guð- mundson, Gunnlaugur Ling- holt, Sveinn A. Sveinsson, Jórunn Mýrmann. Yngsta 70 ára, elzta 93 ára. ☆ Bob Holm, sonur Mr. og Mrs. Adolf L. Holm að Gimli> Mfcn. fór mánudagsmorgun- inn 19. þ. m. flugleiðis til Fredericton, New Brunswick. Bob ætlar að stunda þar nám í tvö ár við háskólann. Hann á einnig að verða þulur við útvarpsstöðina CFNB. — Mr. Leslie Charles, sem er mjög þekktur stjórnandi og fram- leiðandi fyrir leikhús, útvarp og sjónvarp, hpfir verið í Hollywood og New York í fleiri ár. Eftir að Mr. Charles var búinn að fá rödd Bob Holm á vír og einnig tala við hann í síma frá Fredericton til Winnipeg, þá bauðst hann til að styrkja Bob til tveggja ára náms við háskólann í Frede- ricton og kenna honum líka sjálfur leiklist. Bob á að koma fram í nýjum leik, sem Mr. Charles hefir samið og heitir „Midnight Alley“, hann verð- ur sýndur í leiksamkeppninni „Dominion Drama Festival“ í Fredericton og Montreal síð- ar í vetur eða vor. Hinir mörgu vinir Mr. og Mrs. Adolf L. Holm á Gimli óska þeim til hamingju með yngsta son þeirra á glæsilegri listabraut. Frh. ble. 8. Kveðjur og þakkir

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.