Lögberg-Heimskringla - 06.10.1960, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 06.10.1960, Blaðsíða 1
Högberg - ^eimstmngla Slofnað 14. jan., 1888 Stofnuð 9. sept.. 1886 74. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 6. OKTÓBER 1960 NÚMER 38 Söngför Karlakórs Reykjavíkur til Islendingabyggða í Manitoba í'ERÐAÁÆTLUN Karlakórs Reykjavíkur um meginland Norður-Ameríku hefir þegar verið birt hér í blaðinu. Af þessari ferðaáætlun má það Ijóst vera, að söngmenn vorir hafa stranga útivist þessu sinni, því að lítill tími gefst þeim til að hvíla lúin bein nema þá helzt á ferðum sínum milli þeirra staða, þar sem söngskemmtanir hafa þegar verið auglýstar. Það er íslendingum í Mani- toba mikið gleðiefni að skipu- leggjendur téðrar söngfarar sáu sér fært að efna til þriggja söngskemmtana hér í miðjum íslendingabyggðum, þ. e. a. s. í Winnipeg og í Árborg. Karla- kór Reykjavíkur hefir einu sinni áður komið á þessar slóðir, og kynnti sig þá með slíkum hætti, að marga mun nú fýsa að hlýða á söng hans öðru sinni. Er þess að vænta, að íslendingar láti sitt ekki eftir liggja að sækja söng- skemmtanirnar, því að vissu- lega verður hér á boðstólum eitt af því bezta, sem íslenzk sönglist getur í té látið. Kórmenn hafa þegar gert víðreist í þremur heimsálfum, og má segja, að dómar og við- tökur hafi alls staðar á einn veg verið, en menn hafa hvar- vettna keppzt við að lofa þennan söng, sem á upphaf sitt norður við íshaf, en vinn- ur þó hljómgrunn suður við Miðjarðarhaf og miklu víðar á breiddargráðum suðursins. Þjóðræknisfélagi Islendinga í Vesturheimi er það ánægja að geta efnt til boðs hér í Winnipeg fyrir K a r 1 a k ó r Reykjavíkur, og vill félagið með þessu heiðra kórinn og sýna honum virðingarvott. Félagið hefir ákveðið að bjóða til þátttöku í þessu hófi öllum þeim Islendingum, sem hug hafa á, en víst er, að margir munu til þátttökunnar fúsir, og viljum vér hér með skora á fólk að láta ekkert aftra sér í þessum efnum. í þessu sam- bandi viljum vér vísa til aug- lýsingar, sem nú birtist í blað- inu og biðja menn að kynna sér þessa auglýsingu nákvæm- lega. Það er ósk vor og von, að framkvæmd áðurgreinds hófs megi takast sem bezt og ná tilætluðum árangri, en til að slíkur árangur megi nást, er nauðsynlegt, að sem flestir leggi hönd á plóginn. Lögberg- Heimskringla mun halda þessu máli vakandi í næstu vikublöðum sínum. F. h. móttökunefndar, Haraldur Bessason Kjörinn ævifélagi Slysavarnarfélags Stjórn Slysavarnarfélags Is- lands hefir kjörið Dr. Richard Beck ævifélaga þess félags í þakkar skyni fyrir áhuga hans á málum þess og sér- staklega fyrir störf hans í þágu félagsins á ferðum hans á Austurlandi nú í sumar, en um það fór dagblaðið „Tím- inn“ þessum orðum í frétta- grein „Beck og björgunar- sjóður“ (4. sept.): „Á vegum Björgunarskútu- ráðs Austurlands flutti hann fyrirlestra á samkomum til agóða fyrir Björgunarskútu- sjóðinn víðs vegar á Aust- fjörðum. Voru samkomur þessar yfirleitt vel sóttar, ekki sízt þegar þess er gætt, hve mikið annríki var hjá fólki og tími stuttur til undir- búnings. Var ræðumanni alls staðar vel fagnað, en jafnframt því sem hann lagði áherzlu á nauðsyn björgunarskútu fyr- ir AustuHand og hvatti til stuðnings við það velferðar- rnál, flutti hann kveðjur frá V.-íslendingum, lýsti braut- íslands ryðjendabaráttu þeirra og af- rekum á mörgum sviðum og sagði frá þjóðræknislegri við- leitni og félagslegri starfsemi þeirra." Bæta má því við, að Dr. Beck var á yngri árum sínum sjómaður og formaður á Aust- fjörðum frá vori til hausts um margra ára ^keið. Fulltrúar íslands á þing S.Þ. Fulltrúar Islands á Alls- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna, sem fara héðan að heim- an, héldu vestur um haf með Snorra Sturlusyni kl. eitt í nótt. Eru það þeir Sigurður Bjarnason, Stefán Pétursson og Þórarinn Þórarinsson. Var gert ráð fyrir að þeir yrðu kðmnir til New York kl. 7 í morgun og gætu verið við setningu reglulegs þings sam- takanna, sem á að fara fram kl. 10 árdegis í dag (staðar- tími). Mbl., 20. sept. i Heiðurssamsæti Kvöldið 24. júní s. 1. verður lengi minnisstætt starfsfólki A. S. Bardal útfararstofunnar í Winnipeg. En það kvöld var samsæti haldið til heiðurs frá- farandi forseta fyrirtækisins, herra Páli Bardal, í tilefni af langri þjónustu hans í þágu félagsins, bæði á myndunar- tímabili þess og sem stjórn- anda þess á síðari árum. Fyrirtæki þetta var stofnað árið 1894 og fékk strax orð á sig fyrir lipurð og hugsunar- semi við fólk á viðkvæmum alvörustundum. Þessi orðstír fór enn vaxandi eftir að Páll tók við forstjórn. En hann var gerður aðstoðar-forstjóri árið 1917, forstjóri árið 1929, og forseti og framkvæmdastjóri árið 1952, og hélt hann því embætti fram á vor 1960, er hann lét af störfum. Auk starfsemi sinnar í þágu útfararstofunnar, hefir Páll tekið drjúgan þátt í félagslífi Winnipegborgar, Manitoba- fylkis, og í almennum sam- tökum útfararstjóra 1 Kanada. Hann var um langt árabil söngstjóri Fyrstu lútersku kirkju, og meðlimur Karla- Paul Bardal kórs Winnipegborgar. Á ár- dögum útvarpsins mátti oft heyra volduga og hreimfagra baritón-rödd hans frá CKY stöðinni í Winnipeg. Hann var bæjarráðsmaður í Winnipeg um tíu ára bil og sem settur borgarstjóri var hann fulltrúi Winnipegborgar við heimsókn Bretakonungs árið 1939. Hann var einnig umdæmisþingmað- ur í Winnipeg um átta ára bil og þjónaði kjördæmi sínu með prýði og sóma. Hann heldur 25 ára meðlimsskír- teini í Kiwanis-klúbbnum, og ei það óvenjulegur heiður. Hann hefir verið forseti Út- farrastjórafélagsins í Mani- toba, og enn fremur var hann einn af stofnendum og fyrsti formaður Kanada Sambands Útfararstjóra. Trúmennska, drengskapur og mjög virðu- leg framkoma hafa markað allan starfsferil hans, áunnið og vinsældir og traust góðra manna. I veizlulok flutti Njáll O. Bardal, frændi heiðursgests- ins tilhlýðilegt ávarp og af- henti Páli vandaða hreyfi- myndavél og sýningarvél á- samt tjaldi, filmum og öðru tilheyrandi, óskaði heiðurs- gesti langra lífdaga og þess, að hann fengi næði til að gefa sig nú að hjástundavinnunni með gleði og góðum árangri. Að síðustu þakkaði Mr. Bar- dal fyrir auðsýndan heiður, gjafirnar og alla góðvild og hollustu, sem hann hefði not- ið hjá starfsfólki fyrirtækis- ins um margra ára bil. Kunn- ingjar og vinir víðs vegar árna Mr. Bardal allra heilla. (Lauslega þýtt úr CANA- DIAN FUNERAL SERVICE, september 1960.)

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.