Lögberg-Heimskringla - 06.10.1960, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. OKTÓBER 1960
SÉRA BENJAMÍN KRISTJANSSON:
Söngvar sakleysisins og
Ijóð lífsreynslunnar
Tveir Ijóðaflokkar efíir
William Blake. Þóroddur
Guðmundsson þýddi og
annaðist útgáfuna. Útgef-
andi ísafoldarprentsmiðja
h-f. Reykjavík, 1959.
„Fáum hafa örlagadísirnar
sýnt meiri rausn við úthlut-
un náðargjafa sinna en skáld-
inu og listamanninum William
Blake. Hann fékk í vöggugjöf
einhverjar þær fjölbreyttustu
afburðagáfur, sem um getur,
náði frábærum árangri í
hverri listgrein, sem hann
lagði stund á, var dýrlegt
Ijóðskáld, meistari óbundins
máls, álíka snjall listmálari,
teiknari og eirstungumaður,
gerði fagrar tréskurðarmynd-
ir, hafði góða söngrödd og
samdi lög við ljóð sín, ef hon-
um bauð svo við að horfa.
Loks var hann skyggni gædd-
ur, sá inn í heima, sem flest-
um voru duldir, átti sér Heim-
dallarhlust, nam rödd guðs í
blænum og engla af himni,
fann til með öllu, sem þjáð-
ist. Hann bar í brjósti hjarta
dýrlings, hafði vit á við
kirkjufeður, spádómsanda
sem postuli."
Þannig kemst Þóroddur
Guðmundsson að orði í efnis-
mikilli og ágætri ritgerð um
höfund þessara Ijóðaflokka,
og væri bókin metfé, þó ekki
væri annað en þessi ritgerð
um höfund, sem flestum er
ókunnugur á þessu landi. En
þegar henni fylgir vönduð og
snilldarlega gerð þýðing á
tveimur frægustu Ijóðaflokk-
um þessa skálds, sem Englend-
ingar telja nú með sínum dýr-
ustu ljóðrænu perlum, má
telja útkomu bókarinnar með
helztu bókmenntaviðburðum
síðastliðins árs.
Þau ljóð má telja á fingrum
sér, sem áður hefir verið snú-
ið á íslenzku eftir William
Blake, og er það reyndar ekki
að undra, þótt menn hafi
kunnað lítil skil á honum hér,
því að hundrað ár liðu, áður
en Bretar fóru að gefa honum
svo sem nokkurn gaum. En
síðan hefir frægð hans farið
hraðvaxandi, svo að aldrei
hefir verið meira um hann
skrifað en nú í dag.
Ástæðurnar til þess, hversu
seint hann var kunnur og við-
urkenndur, voru margar, en
ein hin mesta sú, hve ólíkur
hann var öðrum skáldum ekki
sízt á sviði dulskynjana. Þeg-
ar hann var fjögurra ára, sá
hann guð almáttugan líta inn
um gluggann til sín, og eftir
það sá hann álfa og engla
sitja eins og fugla á kvisti,
hvert sem augað horfði, en
undir greinum trjánna sátu
alvarlegir spámenn úr Gamla
testamentinu í áköfum sam-
ræðum. Líka gat það komið
fyrir, er hann gekk á sjávar-
ströndu, að hann mætti þá
Móse eða Dante, og eitt sinn
mætti hann sjálfum fjandan-
um í stiganum heima hjá sér.
Oftar voru það þó verur æðra
kyns, sem hann hafði sam-
neyti við, stundum herskarar
himneSkra sveita, sem lofuðu
guð og sögðú: „Heilagur, heil-
agur, heilagur er drottinn
allsherjar, og jörðin er full af
hans dýrð!“ Þessar eilífðar-
verur voru svo handgengnar
skynjunum hans, að þær sátu
iðulega fyrir hjá honum, og
hann teiknaði þær eða málaði
af hjartans list, meðan hann
átti samræður við þær.
Auðvitað héldu menn, að
hann væri brjálaður, og það
því heldur sem skoðanir hans
og siðalögmál fóru enga al-
mannavegi. Hpnum gat jafn-
vel komið til hugar, að enska
kirkjan- tilbæði engan nema
höfðingja þessa heims, Satan.
Því að hver, sem boðar trú
hefndarinnar, er á bandi óvin-
arins, en ekki hans, sem
kenndi að trúa á fryirgefn-
ingu syndanna. Þær syndir,
sem grimmd mannanna og
smásálarskapur dæmdi harð-
ast, taldi hann smámuni hjá
öðrum verri, svo sem harðúð
hugarfarsins, kúgun og yfir-
gang sem einn maður hefði í
frammi við annan. „Ég þekki
engan kristindóm og engan
fagnaðrboðskap annan en
frelsið," segir hann, og það er
hans innilegasta skoðun, að
allt líf sé heilagt og ekkert sé
syndsamlegt við eðlilegar til-
hneigingar manna. Bæling
þeirra skapi miklu fremur ó-
hamingju. í Paradís frelsisins
er ástin hið eina áríðandi boð-
orð, og vissulega mundi Blake
aldrei hafa fallizt á þann mis-
mun á Eros og Agape, sem
sænskir biskupar fundu upp
seinna, og þóttust gera mikla
uppgötvun í guðfræði. Allt er
lítið á jörðu nema grimmdin
og heimskan.. Og það sem
mestu máli skiptir af öllu:
kærleikurinn er kúldaður og
einokaður, yfir honum vakað
af öfundsjúkum og grimmum
hræfuglum hræsninnar og
smásálarskapsins, unz hann
verður feiminn og uppburð-
arlaus, eins og hann skamm-
ist sín fyrir sjálfan sig.
Því fór auðvitað víðs fjarri,
að Blake væri nokkur siðleys-
ingi, þó að skoðanir hans
stingju í stúf við hefð og tízku
samtímans. Hann var iðju-
samur maður, sístarfandi að
list sinni, og lifði í sjöunda
himni hennar: „Engillinn, sem
kom að vöggu minni, mælti:
„Litla vera, sköpuð til yndis
og fagnaðar: Stattu upp og
elskaðu, þó að enginn leggi
þér lið á jörðu.“ Og í annað
sinn mælti hann fyrir munn
Albionsdætra:
„Rísið upp og lyftið yðar
ljómandi vængjum,
syngið um æskugleði yðar,
rísið og bergið fagnaðarfull,
því að'allt, sem lifir, er
heilagt."
Enn mælti hann: „Ef vér
gerðum hreint fyrir dyrum
vitundar vorrar, mundum vér
skynja alla hluti eins og þeir
raunverulega eru: eilífir." Og
bæn hans var þessi: „Ó frels-
ari, hell þú yfir mig anda hóg-
værðar þinnar og mildi.
Eyddu sjálfselsku minni, og
vert þú fyrir mér allt í öllu.
Stýr hendi minni.“
Það var endurfæðing sáln-
anna og umsköpun hins jarð-
neska lífs, sem vakti fyrir
Blake. Og þó að honum gæti
vitanlega skeikað eins og
öðrum dauðlegum mönnum,
var hann hjartahreinni og
hógværari flestum samtíma-
mönnum sínum, svo fjölhæf-
ur listamaður, að undrum
sætir, og jafnframt gæddur
skyggni spámannsins.
Þessi ljóð, sem Þóroddur
Guðmundsson hefir íslenzkað,
orti Blake um þrítugsaldur-
inn, og eru þau af mörgum
talin einna snilldarlegust af
ljóðum hans, enda oftast til
þeirra vitnað. Þessi ljóð eru
á margan hátt sérstæð. Þau
virðast vera einföld að gerð
og yfir þeim hvílir yndisleik-
ur, sem minnir á sönglist.
í Söngvum sakleysisins er
túlkuð á bjartsýnan hátt sak-
leysi og gleði barnsins. Lífið
er yndislegt, hvort heldur það
er líf manna eða málleys-
ingja. Englar standa vörð yf-
ir vöggu hvítvoðungsins, og
í hjörtum mannanna ríkir:
mildi, friður, miskunn, ást.
Lambið er hér tákn þessa
BEZTU AR
ÆVI ÞINNAR
> ?
Allir vilja safna fé til að geta nótið góðra og hamingjusamra
daga.
TIL AÐ AÐSTOÐA KANADAMENN VIÐ AÐ SPARA bjóða
stjómravöld Kanada íbúum þessa lands tækifæri til að safna
í sparisjóð með úgáfu Kanada sparnaðar veðbréfa.
RÚMLEGA TVÆR MILLJÓNIR KANADAMANNA hafa safnað
fé á þennan örugga og þægilega hátt.
HINAR MIKLU VINSÆLDIR Kanada Sparnaðar Veðbréfa stafa
af óvenjulegum kostum þeirra:
• Það er auðvelt að kaupa þau, fyrir borgun út í hönd eða
með mánaðar afborgunum eða með reglubundnum launa-
frádrætti (Payroll Savings Plan).
/
• Þau eru fáanleg í upphæðum frá $50 upp í $5,000.
• Allir geta eignazt þau (jafnvel börn) upp að $10,000 virði
af hinum nýju útgáfum.
• Þau gefa af sér vexti með árlegum arðmiðum eða með
ávísunum, ef veðbréfin eru fyllilega skrásett.
• Má skipta þeim fyrir peninga hvenær sem er og í öllum
bönkum, fyrir fullvírði og vexti.
• Þau eru í raun og veru eins og dollarar með áföstum arð-
miðum. Ritið nafn yðar á bak verðbréfsins og dragið út
peninga yðar.
• Þau eru fyllilega ábyrgzt af Kanadastjórninni. Það er gott
að eiga varasjóð, sem ávallt er til reiðu í þessu landi
tækifæranna — og það er enginn öruggari og einfaldari
vegur að spara en með Kanada Sparnaðar Veðbréfum.
Þessa árs veðbréf eru nú til sölu.
KAUPIÐ HIN NÝJU
Kanada Sparnaðar
Veðbréf
Nú ÞEGAR
FYRIR PENINGA ÚT í HÖND. MEÐ AFBORGUNUM, A
HVAÐA BANKA SEM ER, HJA FÉSYSLUMÖNNUM, ÁBYRGÐ-
AR- OG LANAFÉLoGUM. EÐA GEGN LAUNAFRADRÆTTI
HJÁ VINNUVEITANDA.