Lögberg-Heimskringla - 06.10.1960, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 06.10.1960, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. OKTÓBER 1960 5 Demantsbrúðkaup Mr. og Mrs. Th. Anderson Fréttir frá íslandi Sunnudaginn 4. september áttu sæmdarhjónin Mr. og Mrs. Thordur Anderson, 1040 Sherburn Street, Winnipeg sextíu ára brúðkaupsafmæli. Lau eru bæði fædd á Islandi, en fluttust ung að aldri til Kanada með foreldrum sín- um. Mr. Anderson, sonur Árna Jónssonar, er ættaður úr Snæfellsnessýslu, en Mrs. An- derson (Steinunn Frederick- son), dóttir Sigmundar Fre- derickson, er ættuð úr Húna- vatnssýslu. Þau voru gefin saman af séra Bjarna Thorar- inssyni í Selkirk og áttu þar heima í 43 ár, og var Mr. An- derson formaður í 25 ár hjá Northern Fish Company í Selkirk. Mr. og Mrs. Anderson tóku uiikinn þátt í íslenzkum fé- lagsmálum í Selkirk, sérstak- lega safnaðarmálum; var Mr. Anderson f o r s e t i lúterska safnaðarins í 30 ár, en Mrs. Anderson var ein af stofnend- um trúboðsnefndar safnaðar- ins og virkur meðlimur í kvenfélaginu. Þegar þau flutt- ust til Winnipeg 1944, var þeim haldið samsæti og afhent skrautritað heiðursskjal í við- urkenningarskyni fyrir störf þeirra. Þau hjónin eiga þrjú mynd- arleg og vel géfin börn. Þau eru: Vera. sem er gift I. C. Ingimundson, rafmagnsverk- fræðingi hjá Ontario Hydro í Toronto; Pearl, gift Árna B. Björnsson, aðalforstjóra fyrir byggingafélagið North Ameri- can Builders í Winnipeg; Nor- ton, kvæntur hérlendri konu, er blaðamaður hjá Financial Post í Toronto og skrifar einnig greinar fyrir önnur bloð; Willard, flugmaður, lét bf sitt í síðustu heimsstyrjöld. Barnabörnin eru átta, öll vel gefin og menntuð. Barna- barnabörnin eru tólf. 1 tilefni demantsafmgelisins efndu börn og barnabörn þeirra hjóna í Winnipeg íil kvöldverðar á Royal Alex- andra hotel, og bárust þeim beiðurs hjónunum f jöldi heillaskeyta frá skyldfólki, Vinum og málsmetandi mönn- Um, meðal þeirra voru skeyti frá Elízabetu II drottningu; John Diefenbaker, forsætis- ráðherra Kanada, Premier Roblin, Erick Willis fylkis- stjóra, Stephen Juba bæjar- stjóra o. fl. Mr. og Mrs. Anderson flugu síðan austur til Toronto í heimsókn til barna sinna og skylduliðs í Ontario. Dvöldu þau hjá þeim í þrjár vikur og var þar einnig haldið upp á brúðkaupsafmæli þeirra. — Þau komu heim á miðviku- daginn í fyrri viku og þar hitti fréttaritari blaðsins þau að máli á hinu fallega og vin- gjarnlega heimili þeirra á Sherburn Street. Eru þau bæði ung í anda og skemmti- leg í viðræðum. Lögberg-Heimskringla flyt- ur þeim innilegar hamingju- óskir í tilefni af demantsbrúð- kaupi þeirra. Frábært afrek íslenzkrar stúlku Högna Sigurðardóttir, dótt- ir Sigurðar Friðrikssonar og Elísabetar Hallgrímsdóttur í Vestmannaeyjum, sem lagt hefir stund á byggingarlist við Ecole Nationale Superieure des Beaux Arts (þ. e. listahá- skóla Frakka) lauk nýlega prófi þaðan með slíkum ágæt- um, að henni voru veitt tvenn verðlaun. í fyrsta lagi fékk hún Prix Guade (þ. e. Guade-verðlaun- in) fyrir að ná hæstu aðal- einkunn af þeim þrjú hundr- uð nemendum, sem gengu undir lokapróf- á þessu ári, og í öðru lagi hlaut hún heiðurs- pening frá félagi franskra arkitekta fyrir beztu próf- teikninguna, en Högna teikn- aði íbúðarhús ásamt blóma- garði, gróðurhúsum og upp- eldisstöð fyrir áhugamann, sem hún ímyndar sér að bú- settur væri austur í Hvera- gerði. Mynd af teikningunni birt- ist svo í mánaðarriti Arki- tektafélagsins franska með eftirfarandi u m m æ 1 u m : „Teikning þessi ber vott um mikla hugkvæmni, fellur vel inn í landslagið og er mjög sérkennileg og margbreyti- leg.“ Högna er væntanleg til landsins einhverntíma í næsta mánuði. Vísir, 2. ágúst Á leið sinni á yfirstandandi Allsherjarþing S.Þ. átti Mac- millan forsætisráðherra Breta skamma viðdvöl á íslandi til viðræðna við forsætisráð- herra, herra Ólaf Thors. í við- tali við Morgunblaðið fórust Macmillan meðal annars svo orð: „Mér þótti mjög vænt um að geta komið hér við á leið minni til New York og hitta forsætisráðherra Islands, Ólaf Thors. Ég er mjög þakklátur honum' fyrir framúrskarandi gestrisni. Við áttum sapian einkar gagnlegar viðræður um samskiptí okkar og vanda- mál. íslendingar eru gamlir vinir Breta og nú bandamenn, og ég vona, að þær viðræður, sem við höfum átt í dag, stuðli að því að ráða fram úr helztu vandamálum í sambúð landa okkar. Við erum vinir, og við viljum vera vinir framvegis, og ég hygg, að það, sem við höfum getað sagt hvor öðrum í dag, muni stuðla að því, að sú langa vinátta haldist." — (Morgunbl. 27. sept.) ☆ Aflatregðan hjá togurunum hefir verið með fádæmum að undanförnu og sagði togara- maður í viðtali við Morgun- blaðið í gær, að þvílík deyfð væri óþekkt hér. Eru horfurn- ar því mjög alvarlegar, og eru dæmi þess, að togari hafi kom- ið með 45 tonn eftir liðlega viku veiðiför. — (Morgunbl. 27. sept.) ☆ Akurnesingar urðu íslands- meistarar í knattspyrnu árið 1960. — (Morgunbl. 27. sept.) ☆ Siglufirði, 26. sept. — „Hér er haustveður í þess orðs fyllstu merkingu, snjókoma til fjalla, en hér í bænum slydduhríð.“ — (Mbl. 27. sept.) Þrír prestar sækja um prestsembætti á Akureyri, þeir séra Sigurður Haukur Guðjónsson prestur að Hálsi í Fnjóskadal, séra Birgir Snæ- björnsson, prestur að Laufási og séra Bjartmar Kristjánsson, prestur að Mælifelli í Skaga- firði. — (Mbl. 22. sept.) ☆ Það má þykja heldur frétt- næmt, > að gróðrarstöðin í Fossvogi við Reykjavík fram- leiðir nú um 300,000 trjá- plöntur á ári.—(Mbl. 22. sept.) ☆ Dr. Kristinn Guðmundsson, sendiherra Islands í Lundún- um, er nú á förum þaðan, en ákveðið hefir verið, að hann taki við embætti sendiherra íslands í Moskvu. Ákveðið hefir verið, að Hendrik Sv. Björnsson taki við sendiherra- embættinu í Lundúnum. — (Morgunbl. 24. sept.) ☆ Það slys varð í Reykjavík 21. sept., að ungverskur námuverkfræðingur féll út um glugga á húsi einu í Reykjavík og beið bana. Dósent í íslenzku við tvo brezka háskóla Hvergi utan íslands mun ís- lenzkukennsla vera jafn um- fangsmikil og við Universtty College í Lundúnum. Þar hef- ir síðastl. 10 ár verið sérstakur docent í íslenzku við Skandi- navíudeild skólans. Er það Peter Foot, er unnið hefir að rannsóknum og ritstörfum á sviði fornbókmennta. Peter Foot docent hefir ver- ið hér á landi um nokkurt skeið. Kom hann hingað til að viða að sér efni í ritgerð, sem hann kallar „Um dýrkun Jóns helga“. Jón var fyrsti bisk- upinn á Hólum og hefir Foot viðað að sér miklu efni um biskupinn. En þetta verður ekki fyrsta verk hans, því eft- h' hann liggja þegar mikil rit- störf. Má þar til nefna ritgerð um Hvamms-Sturlu; ritgerð um Karla-Magnúsarsögu. Þá hefir hann skýrt hið íslenzka orð „sólarsteinn“ og eftir hann liggur ýmislegt annað merki- legt á sviði fornbókmennta. Foot kveðst vonast til, að ritgerð sín um Jón helga geti fallið inn í Biskupasögu- Frh. bls. 7. Franskl snið á stutt- buxum fyrir menn og drengi Falla vel að líkamanum, svöl, notaleg. Fínlega prjónuð úr mjúkri baðm- ull ... flatir saumar ... Mitt- isband úr teygju og tvöföld klauf. Jerseys af sama tagi. 17-w-o NEW CAMPBELL SOUP PLANT OPENED OCTOBER 4TH FOOD PLAKT IN THE PRAIRIE—Exterior view of Campbell’s first food processing plant in Western Canada which was opened formally as part of the Company’s 30th anniversary. Employing 170 people, the multi-million dollar plant at Portage la Prairie, Manitoba, will spend several million dollars each year, much of it for farm produce. Campbell also an- nounced the completion of a second new plant in Canada (Listowel, Ontario) and revealed that all of its profits over the 30-year period have been reinvested so that the Company could grow with Canada.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.