Lögberg-Heimskringla - 06.10.1960, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 06.10.1960, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. OKTÓBER 1960 0$, borg og byggð Ungfrú Lóa Erlendsdóttir, bókavörður við íslenzka bóka- safnið í Manitobaháskóla, fór flugleiðis til New York síðast- liðinn föstudag, þar sem hún mun dvelja í tvær vikur. Hún kemur þar til móts við systur sína, sem er þar stödd um þessar. mundir í boði Upp- lýsingaþjónustu Bandaríkja- stjórnar. ☆ Sunnudaginn 25. september var lagður hornsteinn St. Stephens kirkju í St. James, sem nú er í smíðum. Athöfnin fór fram eftir morgunmessu safnaðarins í KFUM húsinu í St. James að viðstöddum um 200 manns. Prestur safnaðar- ins, séra Eric H. Sigmar, stýrði athöfninni. Dr. Valdimar J. Eylands tók einnig þátt í þess- ari athöfn. Gert er ráð fyrir, að kirkjan verði fullsmíðuð og tekin í notkun í desember- byrjun næstkomandi. ☆ | Dr. og Mrs. P. H. T. Thor- lakson fóru flugleiðis til New Orleans á þriðjudaginn, en þangað var Dr. Thorlakson boðinn til að flytja fyrirlest- ur á ársþingi American Asso- ciation of Medical Clinics. Þau hjónin koma heim að viku liðinni. Hátíðleg guðsþjónusta var haldin í Selkirk s. 1. sunnu- dagskvöld kl. 7, þar sem séra Wallace Martin Bergman var formlega settur inn í embætti sem prestur lúterska safnað- arins í Selkirk af séra Eric H. Sigmar, forseta Kirkjufélags- ins. Aðrir prestar, sem tóku þátt í athöfninni, voru séra Donald Olson, prestur Argyle- pretstakalls og ritari Kirkju- félagsins, og séra Richard Magnússon frá Riverton. — Guðsþjónustan var vel sótt, og að henni lokinni voru kirkju- gestir boðnir til kaffidrykkju í samkomuhúsi safnaðarins. Forseti Kirkjufélagsins las upp bréf frá séra Sigurði Ól- afssyni, þar sem hann bað Guðs blessunar yfir starf safn- aðarins og hins nýja prests. Næstk. sunnudagskvöld, 9. október, verður nýi prestur- inn á Gimli, séra Lorne Nadi- ger, settur inn í embættið. Hann hóf prestsstörf á Gimli 1. september s. 1.; hann er vinsæll og góður prestur, og kemur hann frá Victoria, B.C., þar sem hann þjónaði lútersk- um söfnuði s. 1. fimm ár. Séra Nadiger er fæddur og uppal- inn í Regina, Sask. Hann er kvæntur og á tvö börn. Einnig hefir nýlega tekið til starfs nýr prestur í Minneota, séra Donald Johnson. Hann er ungur prestur og kemur frá Minneapolis. Mun hann verða settur inn í embættið síðar á þessu hausti. Með þessum nýju prestum er öllum prestaköllum Kirkju- félagsins þjónað af heima- presti, og er það í fyrsta skipti um margra ára bil. ☆ Virðulegt samsæti Sunnudaginn 2. október var haldið samsæti á Lundar í til- efni af 90 ára afmæli Skúla Sigfússonar. Um 200 manns komu saman í samkomuhúsi bæjarins eftir hádegið þann dag, til þess að heiðra þenn- an heiðursöldung. Samsætinu stýrði þingmaður kjördæmis- ins, Elman Guttormsom Eftir- farandi menn tóku til máls og fluttu árnaðaróskir: St. Garson, fyrrv. forsætisráð- herra Manitoba, Kári Byron, hreppstjóri á Lundar, O. Hall- son, kaupmaður frá Eriksdale, D. Campbell, fyrrv. forsætis- ráðherra Manitoba. Lesnar voru kveðjur frá eftirtöldum aðilum: Frú Ragnheiði O. Björnsson, Akureyri, Dr. R. Beck, forseta Þjóðræknisfé- lags íslendinga í Vesturheimi, Mary Hill Community Club, Birni og Maríu Halldórsson frá Akureyri, Ladies Aid Björk, Lundar, Mrs. Salome Halldórsson, Winnipeg, Lester B. Pearson. Að lokum reis Skúli á fætur og þakkaði öllum þeim vinum sínum fyrir þennan sólar- geisla, sem þeir hefðu veitt inn í líf sitt á þessum degi. Konur úr Lundarbyggðinni báru því næst fram ríkulegar veitingar, sem þeirra er vanc\i við slík tækifæri. Samsætið var hið ánægjulegasta. Skúli var glaður og hress eins og maður á bezta aldri. Öll börn Skúla voru þarna viðstödd nema frú María Halldórsson á Akureyri, einnig stór hópur barnabarna. Lögberg-Heimskringla ósk- ar þessum ágæta stuðnings- manni blaðsins og íslenzkra þjóðræknismála innilega til hamingju með afmælið og væntir þess að geta innan skamms birt grein um hinn merka starfsferil hans. Bráðu þörfina er bezt að meta. ------------------------- ----—------------ Subscription Blank NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. 303 Kennedy Sl., Winnipeg 2. I enclose $ for subscr.ption to the I Icelandic Weekly, Lögberg-Heimskringla. NAME ...................................... ADDRESS ................................... City Zone j MESSUBOÐ Fyrsta lúlerska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol. Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir ævinlega velkomnir. Orðsending vegna komu Karlakórs Reykjavíkur til Winnipeg Herra Gísli tíuðmundsson, fararstjóri Karlakórs Reykja- víkur, hefir ritað formanni móttökunefndar þeirrar, er stjórnarnefnd Þjóðræknisfé- lagsins skipaði í sambandi við væntanlega komu kórsins til Winnipeg, Gretti Johannson konsúl. í bréfi sínu æskir Gísli þess, að athugaðir verði möguleikar á því að koma söngmönnum fyrir á einka- heimilum íslendinga í Winni- peg, meðan kórinn dveljist þar í borg dagana 21.-23. okt. n. k. Væntanlega yrði um þrjár nætur að ræða. i Móttökunefnd telur sér skylt að athuga, hvort unnt sé að verða við þessari beiðni, og vill í því sambandi taka fram eftirfarandi: Ef einhver sá Winnipeg ís- lendingur, sem les þessar lín- ur, treystir sér til að bjóða einum eða tveimur söng- mönnum kórsins húsaskjól (nefndin fer fram á húsnæði, en ekki fæði), vildi sá hinn sami hringja sem allra fyrst í einhvern nefndarmanna. Nöfn, heimilisföng og síma- númer þeirra eru rituð undir þessa tilkynningu. Nafnalisti söngmanna hefir þegar birzt hér í blaðinu. Ef fólk æskir þess að velja úr hópnum ætt- ingja eða vihi, er ekki nema sjálfsagt að taka slíkt til greina. Hólmfríður Daníelson, 869 Garfield, sími SU 3-8528. Grettir L. Johannson, 76 Middlegate, sími SP 4-5270. Guðmann Levy, 185 Lind- say. Séra P. M. Pélursson, 681 Banning St., sími SU 3-4571. Haraldur Bessason, 11 B, 1430 Pembina, sími GL 2-7712. Betri er krókur en kelda. Dánarfregn Mrs. Jóhanna Kristjana Oddson, 62 ára, andaðist sunnudaginn 25. september að heimili sínu, 624 Victor St., Winnipeg. Hún var fædd í Reykjavík á íslandi, en ólst upp í Árborg. Hún lætur eft- ir sig einn son, Kenneth; móð- ur sína og þrjár systur: Clara, Emily og Svafa. Útförin var gerð frá aBrdals útfararstof- unni. Dr. Valdimar J. Eylands flutti kveðjumál. Hún var jarðsett í grafreitnum í Ár- borg. ^penhagen Heimsins bezta munntóbok Spurðu læknirinn eða lyfsalann GARLIC er þér hollur Linar slæraa flu- og kvefverki. I aldir hafa miljónir manna notað Garlic sera heilsubót í trú á kraft hans að lækna og styrkja. Garlic er rótvarnarlyf, er heldur blóðstraumnum hreinum. Mary ir hafa lofað hann fyrir að lina lið.i taugagigtar verki. Adams Garlic Pearles innihalda Salicylatnide þraut reynt meðal að lina þrautiy. Hin hreina olfa dreginn úr öllum lauknum nær ölluin gæðum hans. Adams Garli, Pearles er lyktar- og bragðlausar töfl- ur. Fáið pakka frá lyfsalanum í dag Það gleður þig að .hafa gert það. ROSE THEATRE SARGENT ot ARLINGTON CHANGE OF PROGRAM EVERY FOUR DAYS Foto-Nite Every .Tuesday and Wednesday SPECIAL CHILDREN'S MATINEE Every Saturday —AIR CONDITIONED— UMBOÐSMENN LÖGBERGS-HEIMSKRINGLU ÍSLANDI SINDRI SIGURJÓNSSON póstafgreiðslum. P.O. Box 757, Reykjavík ARNI BJARNARSON bókaútgefandi, Akureyri, Iceland Verð Lögbergs-Heimskringlu er kr. 240 á ári. Audiiorium Fri., Sai., Oci. 21-22, 8.30 p.m. Celebrity Concert Series Presenis From the Land of thc Midnight Sun THE ICELANDIC SINGERS "KARLAKOR REYKJAVIKUR" (Male Chorus of 36) Sigurdur Thordarson, Conductor Gudmundur Jonsson, Baritone “The Choir Has Stupendous Vocal and Dramatic Impact” Reserved Seats Now on Sale: 3.50, 2.95, 2.50, 2.20, 1.65, 1.10 at CELEBRITY BOX OFFICE, Mezz. Flr., Hudson's Boy Store, Ph: SP 5-2484 THE ICELANDIC SINGERS KARLAKÓR REYKJAVíKUR Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi hefir ákveðið að halda hádegisverð til heiðurs Karlakór Reykjavíkur laugardaginn 22. október n. k„ kl. 12.30 e. h. í veitingahúsinu Town N' Country, 317 Kennedy Street, Winnipeg. Aðgöngumiðar kosta $2.50 og eru til sölu hjá með- limum undirbúningsnefndarinnar: Mr. Guðmann Levy, 185 Lindsay, Mrs. H. F. Danielson, Prof. Haraldi Bessa- son, Rev. Philip M. Pétursson, og Mr. Grettir Leo Jo- hannson; einnig á skrifstofu Lögbergs-Heimskringlu. Þeir, sem vilja taka þátt í þessum hádegisverði, verða að vera búnir að kaupa aðgöngumiða fyrir 19- október, svo hægt verði að gefa veitingahúsinu nægi- legan fyrirvara til undirbúnings. FORSTÖÐUNEFNDIN

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.