Lögberg-Heimskringla - 06.10.1960, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 06.10.1960, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. OKTÓBER 1960 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street,'Winnipeg 2, Man. Edltor: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldur Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Dr. Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson, Prof. Thor- valdur Johnson, Mr. Jón K. Laxdal, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Pétursson. Grand Forks: Dr. Richard Beck Minneapolis: Mr. Valdimar Bjömson Montreal: Prof. Áskell Löve Subscription $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorlzed »8 Second Class Mall, Post Offlce Department, Ottawa, Hinn víðfrægi Karlakór Reykjavíkur Fyrir fjórtán árum ferðaðist Karlakór Reykjavíkur um Bandaríkin og Kanada og söng þá í 55 borgum fyrir á annað hundrað þúsund áheyrendur og vakti hvarvetna afar mikla hrifningu. Listdómarar dagblaða þessara borga hlóðu á söng- stjórann, kórinn og einsöngvarana fádæma lofi, svo sem maklegt var að dómi allra þeirra, er á íslenzku söngvarana hlýddu. íslendingum hér í álfu hlýnaði um hjartarætur, þegar þeir fréttu um sigurför þessara landa sinna. Kórinn söng m. a. í Minneapolis, Grand Forks og tvö kvöld í Winnipeg, en það var eina borgin, þar sem þeir sungu í tvö kvöld, og gerðu þeir það vegna þess hve íslendingar eru fjölmennir hér um slóðir, enda sótti fjöldi manna úr nálægum byggð- um íslendinga samkomurnar auk þeirra, er í þessum borgum búa. Og þeir urðu ekki fyrir vonbrigðum. „í söng Karlakórs Reykjavíkur endurspegluðust fegurstu eðliskostirnir í ís- lenzkri þjóðarsál, næmleiki heitrar hrifningar og þróttur hins norræna anda.“ — E.P.J. Vestur-lslendingar urðu hrifnir og stoltir af þessum ættbræðrum sínum og sönglist þeirra. Vestur-íslendingar hafa jafnan verið og eru enn viðkvæmir fyrir öllu því, er ísland snertir; þeim svíður ef þeim finnst hallað á ísland, og þeir fagna að sama skapi hverju því, er eykur á veg ættlands þeirra. Þessir íslenzku söngvarar voru glæsilegir fulltrúar ættlandsins og báru hróður þess víða um þessa álfu. Þessu fögnuðu V.-íslendingar. Söngstjórinn, Sigurður Þórðarson, stofnaði Karlakór Reykjavíkur árið 1926 og ferðaðist með kórinn til skandi- navísku landanna 1935 og til Mið-Evrópu 1937. Síðan fór kórinn mikla söngferð um Miðjarðarhafslöndin 1953 og söng þá m. a. fyrir páfann, og árið 1956 fór hann á tónlistarhátíð- ina í Bergen og á 50 ára efmælishátíð Bel Canto karlakórs- ins í Kaupmannahöfn og fékk hann alls staðar í þessum utan- ferðum sínum hinar beztu viðtökur og ágæta dóma. Og nú er þessi víðfrægi og vinsæli Karlakór Reykja- víkur kominn í annað sinn til þessarar álfu. Hann kom til New York laugardaginn 1. október og hélt fyrstu söng- samkomu sína á mánudagskvöldið. Söngmennirnir eru 36 að tölu. Vitanlega eru þeir ekki allir þeir sömu og komu hingað 1946, en söngstjórinn er hinn mikilhæfi stofnandi kórsins, Sigurður Þórðarson tónskáld; einsöngvarinn er Guðmundur Jónsson óperusöngvari og undirleikari Fritz Weisshappel, og voru þeir allir með kórnum í fyrra skiptið; enn fremur eru með kórnum tveir aðrir kunnir einsöngvarar, þeir Kristinn Hallsson og Guðmundur Guðjónsson. Fararstjóri er Gísli Guðmundsson. Nánari grein verður gerð fyrir þessum mönn- um síðar í blaðinu. Frammistaða Karlakórs Reykjavíkur er því aðdáanlegri, þegar þess er gætt að allir meðlimir hans hafa ýmis konar störfum að gegna, svo sem skýrt var frá þegar nöfn þeirra voru birt í Lögbergi-Heimskringlu 15. sept. Söngstjórinn sjálfur er skrifstofustjóri ríkisútvarpsins. Allt söngstarfið er unnið í hjáverkurh og gegnir það því furðu, að kórinn skuli hafa náð þeirri fullkomnun, er orðstír hans heima og erlendis ber vitni. En þess ber að gæta, að íslendingar almennt hafa jafnan verið mjög söngelskir og fjöldi þeirra góðum söng- gáfum gæddir; tónmennt í landinu hefir og fleygt fram á síðari áratugum. Ferðafólk, sem til íslands kemur, veitir því eftirtekt, hve mikið er þar um söng, fólk er til með að „taka lagið“ hvar eða hvenær sem tækifæri gefst — í bíl- ferðum, sjóferðum og í samkvæmum — sér og öðrum til ánægju. Karlakór Reykjavíkur mun vera úrval söngmanna íslands. Svo sem áætlun um ferðir kórsins, sem birtist í blað- MINNINGARORÐ: Sigurlaug Sigurdsson F. 2. maí 1878 D. 13. júlí 1960 Sigurlaug Sigurdsson I * i ) Tala landnámsmanna og kvenna fækkar óðum, er þeir, sem hingað komu fyrir alda- mótin, hverfa úr hópnum, þeir sem áttu þátt í því að byggja landið og að stofna heimili sín, þar sem áður var eyði- mörk og vegleysa. í þeirri tölu telst frú Sigurlaug Sigurds- son, sem dó í Winnipeg í sum- ar, 13. júlí, eftir langa og heið- arlega ævi. Hún kom til þessa lands ellefu ára að aldri árið 1889 og kynntist bæði erfið- leikum og ævintýri landnáms- áranna í Mikley og síðar í Grunnavatnsbyggð. Og á þeim árum og öll ár ævinnar reynd- ist hún öllum, sem hún komst í kynni við, — og fjölskyldu sinni og eiginmanni, vel. Hún var kærleiksrík og fórnfús. Börn hennar bera henni góð- an vitnisburð um Ijúfmennsku og hetjuskap, um hugulsemi og dugnað. Mrs. Sigurdsson var fædd á Islandi, á Ási í Kelduhverfi inu 15. sept., ber með sér, mun hann verða á stöðugu ferða- lagi frá 1. okt. til 20. nóv. Hann syngur í Fargo 19. okt. og kemur svo til Winnipeg og syngur í Winnipeg Auditori- um 21. og 22. október. Þjóð- ræknisfélagið vinnur í nánu sambandi við Celebrity Con- cert Limited að undirbúningi hljómleikanna,v til þess að tryggja aðsókn. Karlakórinn leggur á sig auka erfiði að syngja í þrjú kvöld samfleytt, þar sem íslendingar eru fjöl- mennir. Sættum okkur ekki við minna en húsfylli öll kvöld- iní Winnipeg og Árborg — þegar kórinn syngúr fyrir okk- ur sérstaklega; hvetjum unga fólkið af íslenzkum stofni til að koma og hlýða á raddir Is- lands. Og veitum söngvurum Islands eins virðulegar og ástúðlegra móttökur eins og okkur er unnt. Karlakór Reykjavíkur er öllum Islend- ingum til mikils sóma, hvar sem. hann kemur fram. í Norður-Þingeyjarsýslu, 2. maí 1878. Foreldrar hennar voru Jón Frímann Kristjáns- son og Kristín Jónsdóttir, kona hans„ sem var komin af hinni nafnkunnu Laxárdals- ætt í Þistilfirði í Norður-Þing- eyjarsýslu. Sigurlaug kom með foreldr- um sínum til Vesturheims ár- ið 1889. Þau settust fyrst að í Nýja íslandi í grennd við Riverton, og bjuggu þar um nokkur ár, en svo fluttu þau út í Mikley og stofnuðu þar bú. , Tvítug að aldri, 5. ágúst 1890, gekk hún í hjónaband við Sigfús Sigurdsson, sem nú er dáinn fyrir fimm árum. En á gullbrúðkaupsdegi þeirra var þeim hjónum haldin mik- il og vegleg veizla í Oak Point, er vinir og ættmenni komu úr öllum áttum til að heiðra þau og að samfagna þeim, 19. sept. 1948. Eftir að þau hjónin giftust, bjuggu þau í Mikley, en árið 1903 fluttust þau í Grunna- vatnsbyggð og bjuggu þar góðu búi í næstu 33 ár. En þá, árið 1936, tóku þau sér bú- stað í Oak Point og áttu þar heima þangað til að Sigfús dó, 2. nóv. 1955. En þá kom Sigur- laug til Wirínipeg og bjó hjá dóttur sinni og tengdasyni, Mr. og Mrs. Guðmundi Stef- ánsson. ! Stóran og mannvænlegan barnahóp eignuðust þau hjón- in, sem lifir allur móður sína, nema einn sonur, sem dó í barnæsku, en níu börn lifa, auk tuttugu og eins barna- barns og tíu barna-barna- barna. Börnin eru þessi: Krist- ján, Felix og Joe, í Winnipeg; Franklin, í Oak Point; og fimm dætur: Mrs. G. Stefánsson og Miss Guðrún, í Winnipeg; Mrs. J. O. Olson og Mrs. H. S. Eyjolfson við Vestfold; og Mrs. Eric Stefánsson á Gimli. Auk þessara barna. lifir ein systir hinnar látnu, Hólmfríð- ur, kona Björgvins Guð- mundssonar tónskálds, á ís- landi, og einn bróðir, Sigur- björn Freeman í Winnipeg. Sigurlaug var háöldruð orðin, og eftir hina löngu ævi og marga daga strits og erf- iðis, var hún orðin þreytt. Líkaminn gat ekki borið byrði lífsins og hún leitaði sér hvíldar. Hún dó 13. júlí þ. á. Börn hennar og vinir allir sakna hennar, en þakka fyrir hvíldina, sem hún hefir hlotið. Kveðjuathöfn fór fram 16-' júlí ú Winnipeg og var hún lögð til hvíldar í Brookside grafreit, þar sem maður henn- ar, Sigfús, hvílir einnig. Séra Philip M. Pétursson flutti kveðjuorðin. Útfararstofa Bar- dals sá um útförina. P. M. P- SÍÐASTA SKOTIÐ ... fyrir okkar síðustu Redheads og Canvasbacks? Það gæti skeð, ef þú og veiði- félagar þínir. skjóta þessa fugla í ár. Því þeir eru hættulega nálægt því að vera útdauðir og gætu auðveldlega horfið á fáum árum. Canvasback og Redhead eru í ár lögverndaðir um öll Bandaríkin og Kanada. Aðeins einn af annarri hvorri tegundinni en ekki af báðum máttu skjóta samkvæmt veiðileyfi þínu. Vertu drengilegur veiðimaður; slepptu „Cans“ og Redheads fram hjá. Það er þín ábyrgð að þekkja þá á flugi. Þeir fuglar, sem þú skýtur í ár, munu ekki unga út öðrum handa þér til að skjóta næsta ár. GAME BRANCH MANITOBA DEPARTMENT OF MINES AND NATURAL RESOURCES HON. C.H. WITNEY J. G. COWAN Minulw Dðputy MinlstW

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.