Lögberg-Heimskringla - 06.10.1960, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 06.10.1960, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. OKTÓBER 1960 7 Þar sem eldmessan var sungin í kaþólskum löndum er.u kirkjur helgaðar ýmsum dýrð- lingum. Á sama hátt er hér á landi farið að kenna okkar kirkjur við mestu andans menn okkar þjóðar. Við eig- um Matthíasarkirkju á Akur- eyri, Hallgrímskirkju á Saur- bæ og önnur er að rísa á Skólavörðuhæð, þótt hægt miði. Þessi nafnoót okkar kirkna er að vísu af öðrum rótum runnin heldur en hjá kaþólskum. Hún á samt engu að síður rétt á sér. Hallgríms- kirkja á að gera sitt til þess að halda lifandi með þjóðinni minningunni um hann, sem svo vel söng, að sólin skein í gegnum dauðans göng, og Matthíasarkirkja á að vera okkur ávallt hvatning til þess að lesa og læra og njóta kvæða og sálma hins andríka og bjartsýna trúarskálds. í*á aðrir prestar flýðu En við eigum marga fleiri merka menn en þessa tvo menn, sem íslenzk þjóð og okki sízt íslenzk kirkja stend- ur í mikilli þakkarskuld við. — Einn slíkur maður er séra Jón Steingrímsson, Skagfirð- ingurinn, sem varð eins kon- ar þjóðhetja Skaftfellinga í móðuharðindunum, — þeim mestu ógnum og raunum, sem yfir landið hafa gengið, og komu vitanlega harðast niður á Skaftfellingum. Allir prest- arnir á eldsvæðinu (milli Skeiðarársands og Kúðafljóts) yfirgáfu brauð sín strax og gosið hófst nema séra Jón. — Því að „þá aðrir prestarnir flýðu, beiddu margir mig í guðs nafni að skilja ei við sig, því þeir hefðu þá trú, að ef óg væri hér kyrr, biðjandi Guð fyrir þeim, þá mundi hér eldurinn engum bæ né manni granda, og það skeði svo“. Hans almætti — vor breizkleiki í öllu lífi sínu og starfi birt- ist séra Jón fyrst og fremst sem trúarhetja. Trú hans á Guð er óhagganleg á hverju sem gengur, traust hans á for- sjón Guðs bifast aldrei, hversu sem eldurinn æðir og ógnirn- yfir dynja. — Há marki n*r kraftur trúar hans í Eld- rnessunni frægu í kirkjunni á Klaustri þ. 20. júlí, 5. sd. e. Trin. 1783. Henni lýsir séra Jón svo í Eldriti sínu: Þann 20. júlí, sem var 5. sunnud. eftir Trinitatiö, var sama þykkviðri með skruggum, eldingum, skruðningi og Undirgangi. En af því að veð- Ur var spakt, fór ég og allir, Sem hér voru þá á Síðunni, mnlendir og aðkomnir, sem því gátu við komið til kirkj- unnar með þeim ugga og sorgbitna þanka, að það kynni að verða í seinasta sinni, að 1 henni yrði embættað af þeim °gnum, sem þá fóru í hönd °g nálægðust er litu svo út að hana myndi eyðileggja sem hinar tvær. — Nær vér þang- að komum var svo þykk hita- svæla og þoka, sem lagði af eldinum ofan árfarveginn, að kirkjan sást naumlega eða svo sem í grillingu úr klausturs- dyrunum. Skruggur með eld- ingum svo miklar kippum saman, að leiftraði inn í kirkjuna og sem dvergmál tæki í klukkunum en jarð- hræringin iðuleg. Sú stóra neyð, sem nú var á ferð og yfirhangandi, kenndi mér nú og öðrum að biðja Guð með réttilegri andagt, að hann af sinni náð vildi ei í hasti eyði- leggja oss og þetta sitt hús, þá var og svo hans almættis kraftur mikill í vorum breizk- leika. Ég og allir þeir, sem þar voru, vorum þar aldeilis ó- skelfdir inni. Enginn gaf frá sér nokkurt merki til að fara út úr henni eða flýja þaðan, meðan guðsþjónustugjörð yf- irstóð, sem ég hafði þó jafn- lengi en vant var. Nú fannst ei stundin of löng að tala við Guð. Hver einn var án ótta biðjandi hann um náð, og biðjandi hann þess, er hann vildi láta yfir koma . . . Eftir embættið, þegar farið var að skoða hvað eldinum hafði áfram miðað, þá var það ei um þverfótar, frá því hann var kominn fyrir það heldur hafði hann um þann tíma og í því sama takmarki hlaðist saman og hrúgast hvað ofan á annað, þar í afhallandi far- veg hér um 70 faðma á breidd, en 20 faðma á dýpt, sem sjá- anlegt verður til heimsins enda, ef þar verður ei á önnur umbreyting. Holtsá og Fjarð- ará hlupu nú fram yfir þær stíflur, er það nýja hraun hafði gjört þeim og í mestu flugferð og boðagangi kæfðu nú eldinn, er rumlandi og rennandi var í árfarveginum og hljóp svo fram og ofan af áðurnefndri dyngju með foss- um og iðukasti. Vatn þetta var svo mikið ,að áin var hreint ófær á hestum allan daginn eftir undan Klaustr- inu. Fórum við svo frá kirkj- unni glaðværari heim en ég frá geti sagt, og þökkuðum guði fyrir ásjáanlega vernd og frelsi, sem hann hafði veitt oss og sínu húsi. Já, allir sem þetta almættisverk sjá og heyra, aldir og óbornir, prísi og víðfrægi hans háleita nafn. Frá þessum degi grandaði ei eldurinn stórvegis minni kirkjusókn á þennan veg. Þar sem kirkjan stóð, er nú gróin rúst Þannig er Eldmessunni lýst og það frá fyrstu hendi, þess- ari einni frægustu guðsþjón- ustu í íslenzkri kirkju bæði fyrr og síðar. Og svo mikið er víst, að líklega hefir einlæg- ari bæn í öruggari trúar- trausti ekki verið beðin á ís- landi. En hvað er það nú, sem minnir okkur á þennan ein- stæða atburð? Eldmessutang- inn er á sínum stað. Hraunið í farvegi Skaftár vestan við Systrastapa er með sömu um- merkjum og þegar sr. Jón og söfnuður hans horfðu á það eftir messuna á miðju sumri fyrir 177 árum. En þar sem kirkjan stóð er nú aðeins gróin rúst. Fyrir •einni öld, þegar Klausturs- kirkjan var að falli komin, var hún tekin niður og Prests- bakkakirkja reist í Bakkavelli í hennar stað. Til þessa flutn- ings lágu ýmsar orsakir, sem ekki verða raktar hér. Prests- bakkakirkja var reist af mikl- um höfðingsskap og er ein reisulegasta og rúmbezta sveitakirkja á landinu. Hún fullnægir því vel kirkjulegri þörf síns safnaðar, enda læt- ur hann sér annt um hana. Hins vegar er það ekki sárs- aukalaust að Kirkjubæjar- klaustur — þessi höfuðstaður í íslenzkri kristnisögu skuli vera sviptur kirkju sinni. — „Þar höfðu áður búið Papar,“ segir Landnáma. Þar nam Ketill fíflski land-og lét gera kirkju á bæ sínum, sem jörðin dró nafn af. Þar mátti aldrei heiðinn maður búa. Þar mun kirkja hafa staðið frá land- námstíð og fram yfir miðja síðustu öld. Og það er líka alveg víst, að þarna á þessum fornlega stað mun kirkja aftur rísa/ fyrr eða síðar, og trúlegt er það, að þegar endurbyggja þarf sóknarkirkjuna muni það verða á Klaustri. Til þeirrar byggingar hefir nú þegar verið gefinn gildur sjóður. Gefandinn er gamall Síðubúi — Jón Sigurðsson frá Breiðabólssiað — bróðir Elín- ar á Klaustri. Innan við þrítugt fór hann til Vesturheims og hefir átt þar heima síðan; kvæntur þar- lendri konu. En hann hefir \ ekki gleymt gamla landinu, ekki gleymt gömlu sveitinni sinni, en sent henni stórhöfð- inglega gjöf — 5.000 — fimm þúsund dollara — sem verja skal til byggingar kirkju á Kirkj ubæj arklaustri. Ég færi þessum höfðing- lynda Skaftfellingi hugheil- ar þakkir. Ég geri það fyrir hönd Skaftárþings. Ég geri það í nafni allra Skaftfellinga og ég bið þess að þeir njóti hennar vel og standi saman um að efla sjóð þann, sem hér er svo rausnarlega til stofnað. — Biskupsskrifstofan mun veita framlögum viðtöku., og eins verður það gert á Kirkju- bæjarklaustri. (G. Br.) Mbl., 11. sept. Kona nokkur kynntist lækni í samkvæmi og ætlaði að nota tækifærið og fá nokkur lækn- isráð fyrir ekkért. — Hvað gerið þér, þegar þér eruð með kvef? spyr hún lækninn. — Það er misjafnt, svarar læknirinn, ýmist hnerra ég eða hósta. Fréttir frá íslandi Frá bls. 5. útgáfuna, sem Jón Helgason í Kaupmannahöfn hefir haft með höndum. í Bretlandi er til félagsskap- ur, sem heitir „Viking Soci- ety“. Hefir það t. d. gefið út ýmsa ritlinga eftir Foot. Það heldur úti ritinu „Saga book“, þar sem birzt hafa ritgerðir um sagnfræðileg og bók- menntaleg efni eftir ýmsa þjóðkunna menntamenn, t. d. próf. Einar Ól. Sveinsson. Þar birtist og ritgerð eftir Björn Þorsteinsson sagnfræðing um Hinrik VII og Island, svo nokkuð sé nefnt. Þessi félags- skapur vinnur mjög merkilegt starf með útgáfustarfsemi sinni. Foot, sem talar íslenzku ágætlega, hóf að nema málið í Osló 1948-49. Hingað hefir hann komið áður og var hér til dæmis 1956 á „Víkingamót- inu“ svo nefnda. Hjá Birni Þorsteinssyni lærði Peter að taka í nefið og bauk gaf Björn hcnum með ískorinni mynd af Jóni helga. Peter Foot hafði í fyrravetur 25 nemendur í forníslenzku og mun íslenzkukennsla við háskóla erlendis hvergi vera eins kerfisbundin og einmitt við brezka háskóla. Auk þess sem Peter Foot kennir við University College er hann prófessor í íslenzku í Oxford Turville-t’etre. Fyrir nokkru fóru þeir Björn og Peter Foot í ferða- lag vestur á firði og norður í Húnavatnssýslu og kvað Peter þá reisu eftirminnilega mjög. Hann er nú á förum heim til Bretlands. Mbl., 13. sept. Betra er autt rúm en illa skipað. ☆ Bágur er hver búskapur, böl er hjúskapur, illt er einlífi og að öllu er nokkuð. RETURN COACH FARES Between WINNIPEG and REGINA $17.00 Return You Save 6.70 EDMONTON 37.25 Relum You Save 15.50 FORT WILLIAM 19.95 Return You Save 10.40 PORT ARTHUR 20.15 Return You Save 10.45 CALGARY 37.25 Relurn You Save 15.50 Good Going Oct. 11 and 12. You must commence your return journey within 10 days of the purchase date of your ticket. Corresponding low rates and savings are available from other points. Watch for Bargain Fares effeclive Nov. 15 and 16 Train Travei is Low-Cost Travel Pull information from your Agent VINNU SOKKAR MEÐ MARGSTYRKTUM TÁM OG HÆLUM NYLON Beztu kjörkaup vegna endingar- og auka- þæginda og auka- sparnaðar. Endingar- góðir P E N M A N S vinnusokkar, af stærð og þykkt, sem tilheyra hvaða • vinnu sem er. EINNIG NÆRFÖT OG YTRI SKJÓLFÖT Frægt firma síðan 1868 i No. WS-11-4

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.