Lögberg-Heimskringla - 17.11.1960, Síða 1

Lögberg-Heimskringla - 17.11.1960, Síða 1
M gber g - í)eímsfer mg;la Stofnað 14. jan.. 1888 Stofnuð 9. sept.. 1886 74. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 17. NÓVEMBER 1960 NÚMER 44 Orðsending til Vestur-íslendinga Um nokkurt skeið hef ég unnið að athugunum á ævi- ferli og skáldverkum svo- n e f n d r a Verðandimanna, þeirra er gáfu út tímai’itið Verðandi í Kaupmannahöfn 1882. Að því stóðu skáldin Bertel E. Ó. Þorleifsson, Einar Hjörleifsson Kvaran, Gestur Pálsson og Hannes Hafstein. Eins og öllum lesendum þessa blaðs mun kunnugt, fluttust þeir Einar og Gestur siðar til Winnipeg og ritstýrðu íslenzku blöðunum hér um hríð. Á síðast liðnu vori veitti Canada Council mér styrk til þess m. a. að kanna hér vestra h e i m i 1 d i r um Kanadaár þeirra. Einar dvaldist hér 1885-1895, en Gestur 1890- 1891. Jafnframt vil ég nota tækifærið og freista þess að afla nokkurrar vitneskju um dvöl Jóns Ólafssonar skálds í Vesturheimi, með því að hann má líka með nokkrum hætti kallast fyrirrennari þeirra sem boðberi raunsæisstefn- unnar í íslenzkum bókmennt- um: . Ég vænti þess, áð á lífi séu Islendingar vestan hafs, bæði í Winnipeg og annars staðar, sem enn stendur hérlandsdvöl þeirra þremenninga fyrir hug- skotssjónum. Vil ég beiðast þess af öllum þeim, er annað hvort muna skáldin eða hafa undir höndum einhvers konar heimildir um dvöl þeirra hér, að gera mér viðvart. Eiga hér óskilið mál allar skrásettar heimildir: Sendibréf frá skáld- unum sjálfum eða samtíma- mönnum þeirra, er á þau minnast; , fundargerðir eða Önnur plögg félaga, sem þeir þremenningarnir störfuðu að á Vesturheimsárunum; ljós- myndir af skáldunum, að- standendum þeirra eða þeim húsum, þar sem þeir áttu heima hér vestra. Þá geta og allar munnlegar frásagnir ver- ið mikilvægar. Vil ég biðja menn að halda til haga öllu, sem þeir hafa heyrt um skáld- in sjálf eða tildrög að einstök- um verkum þeirra, svo að ekki sé rætt um vitneskju þeirra, sem skáldunum kynntust per- sónulega. Ég vil nú beina þeim til- mælum til allra þeirra Vestur- íslendinga, sem kynnu að luma á einhverjum slíkum fróðleik eða heimildum, að láta mik vita. Heimilisfang niitt er: 4B, 1430 Pembina Highway, Winnipeg 19. Þætti mér vænt um að mega hafa tal af sem flestum, er höfðu persónuleg kynni af þeim skáldunum hér vestra eða eru kunnugir dvöl þeirra hér með öðrum hætti. Ef menn eiga í fórum sínum skjalfestar heim- ildir, vildi ég mega fá þær léðar til afritunar eða ljós- myndunar. Allra slíka heim- ilda mun ég að sjálfsögðu .gæta sem sjáaldurs auga míns og skila aftur að notkun lok- inni. Þótt mikið sé búið að skrifa nú að undanförnu í Lögberg- Heimskringlu um komu þessa vinsæla kai'lakórs til Winni- peg og víðar, er okkur, sem hér búum, ekki hægt að þegja yfir þeirri hrifningu, er kór- inn vakti með söng sínum meðal samkomugesta. Enginn varð fyi'ir vonbrigðum og all- ir fóru ánægðir heim. Oft á undanförnum ái'um höfum við Nýíslendingar not- Endurkosinn Valdimar Björnson State Treasurer 1 nýafstöðnum kosningum í Bandaríkjunum var Valdi- mar Bjöi'nson endurkosinn féhirðir Minnesotaríkis með 70 þúsund atkvæða meiri- hluta. Valdimar er Republican og var formaður fulltrúanna fi-á Minnesota á útnefningar- þingi Republican flokksins í Chicago. Flokksbróðir hans, Elmer Andersen, var kosinn ríkisstjóri í Minnesota og lagði að velli Orville Free- man fyrrv. ríkisstjóra,. en hann var sá, sem útnefndi Kennedy á democrataþinginu í Los Angeles. Annars lagði Minnesotaríkið að lokum til sín ellefu atkvæði, er dugði til þess að Kennedy náði þeim atkvæðafjölda ríkjanna að verða kosinn. Senator Hu- bert Humphrey var og endur- kosinn. Þótt mönnum k-unni svo að virðast sem þeirra eigin þekk- ing um hvern höfund sé lítils virði, vil ég umfram allt biðja menn að setja ekki ljós sitt undir mæliker. Enginn fróð- leikur er svo smávægilegur, að hann geti ekki skýrt meg- indrætti í heildarmynd eða opnað dyr til víðtækari vitn- eskju. Sveinn Skorri Höskuldsson ið góðra gesta frá íslandi og víðar að, sem með list sinni hafa skemmt okkur ágætlega, og ber að þakka þeim öllum komuna. Þ-rátt fyrir það má fullyrða, að aldrei hefir fólk hér orðið jafn hrifið af neinni samkomu sem þessari, er Karlakór Reykjavíkur hélt hér í samkomuhúsi bæjarins sunnudaginn 23. okt. 1960. Og þetta er engin stundar hrifn- ing, því hún mun endast okk- ur mörgum ævina út. Ýmsir af samkomugestum halda því fram, að þeir hafi aldrei heyrt jafn góðan söng, og aðrir, að þeir hefðu ekki búizt við að svona söngur væri til. Þessir sömu menn hlusta þó daglega á útvarp og horfa^ sjónvarp. Er því ekki hægt að segja, að þeir hafi ekki neitt til saman- burðar. íslenzk alþýða er söngelsk, hvar sem hún býr, hvort það er hér eða þar, svo ólíklegt er að hægt sé að skemmta íslenzkri alþýðu bet- ur á annan hátt en einmitt með söng. Þótt íslendingar hér séu dreifðir yfir allstórt svæði og aðrar þjóðir búi inn á meðal okkar og í kring um okkur og bæirnir okkar séu enn smáir, eigum við þó á meðal okkar þó nokkurn hóp af velmenntuðu tónlistarfólki, er klifið hefir þrítugan hamar- inn að afla sér þekkingar á þessari list listanna. Mikið hef- ir verið sungið hér í Nýja ís- landi frá landnámstíð og nokkrir blandaðir kórar hafa verið starfandi hér um ára- tugi, þá einn helltist úr lest- inni, tók annar við. Margir þessir kórar unnu almennings hylli og skemmtu fólki vel. En því miður komst enginn þeirra til jafns við Karlakór Reykjavíkur. Síðastliðinn febrúar barst sú fregn hingað til Árbofgar, að Karlakór Reykjavíkur mundi koma hé r vestur á þessu hausti í söngför um nokkurn hluta Bandaríkjanna og Kanada .Nokkru fyrir þjóðræknisþingið hittust þau Miss Stefanía Sigurdson og Gunnar Sæmundsson, forseti þjóði-æknisdeildarinnar Esju, og minntist Miss Sigurdson á það við G. S., hvort ekki væri reynandi að fá kórinn til að syngja hér í Árborg. Kvaðst G. S. myndi reyna að finna þá menn að máli, er mestu réðu um samkomur kórsins. Miss S. Sigurdson er áhuga- samur meðlimur þjóðra^knis- deildarinnar Esju, eins og hún er raunar um öll menningar- mál. Á þjóðræknisþinginu var ruglýst, að Karlakór Reykja- víkur myndi syngja í Winni- peg 21. og 22. okt. Brá Gunnar Sæmundsson við og hitti að máli A. K. Gee, umboðsmann Celebrity Concerts, er hafði umsjón með samkomum kórs- ins í Manitoba. Gaf Mr. Gee Gunnari góð svör og gild um, að það mætti takast að kór- inn kæmi hingað sunnudag- inn 23. okt. og væri það sá eini dagur, sem ekki væri fyr- ir fram ráðstafað á ferð kórs- ins um Kanada. Fóru svo leik- ar, að Gunnar fór með samn- ing í vasanum frá Mr. Gee um, að kórinn syngi hér áður áminnztan dag. Eitt atriði samningsins var, að þeim yrði veittur kvöldverður hér þeim að kostnaðarlausu. Gunnar Sæmundsson og Herdís Eiríksson stóðu fyrir því að skipuleggja undirbún- ing þessarar stói'u samkomu. Var það meira verk en marg- an grunar, en bæði eru þau vinamörg og veittist því létt að fá hóp af fólki sér til að- stoðar. Á herðum þessara tveSgja áminnztu persóna hvílir að miklu leyti þjóð- i'æknisstarfsemi okkar hér í Fjórtándi maí Þú varst einn af þessum Þíðulausu dögum Allra veðra viti Varst í „úlfa-kreppu“ Allt frá sólar-upprás Ýfður élja-böndum Geisi glaður stundum Gægðist milli þeirra Þegar norðan nepja Náði’ ei sinni loppu Fjúka-gjarðir flétta Fyrir þína sólu. Svona varst þú vafinn Vetrar megin-gjörðum Þannig þrauta-pressu Þola fáir dagar Svona’ að sumar-lagi Sá ég líka á þér Að þú undir þessu Illa úr hádeginu Fjúka-gjarðir fúnar Fóru skjótt að bresta Hrökk við nýgræðingur Þegar sólin settist Sáust dagga-perlur. Jakob J. Norman Forsetaefni Bandaríkjanna Senator John F. Kennedy (Sjá ritstjórnargrein) norður Nýja íslandi. Megum við sem lengst njóta þeirra í þjóðræknisbaráttu vorri. 700 aðgöngumiðar voru seldir, og mun þetta því hafa verið fjöl- mennasta samkoma, sem hald- in hefir verið innanhúss í Nýja Islandi. Langflestir sam- komugesta voru tslendingar, margir komnir um langan veg, t. d. frá Elfros, Sask. Fyrst og fi-emst þökkum við kórnum fyrir komuna, fyrir að leggja það á sig að koma hingað í hvíldartíma sínum og veita okkur þá mestu gleðistund, er unnt er að veita samlöndum sínum í fjarlægðinni. Vonum við, að kórnum hafi fallið þær viðtökur, er hann hlaut, og að hann hafi orðið þess var, að enn er um nokkra þjóðrækni að ræða hér í Vesturheimi. Þar næst ber að þakka öllum þeim, er á einn eða annan hátt unnu að undirbúningi þessar- ar samkomu; enn fremur þeim, er gáfu til veitinganna og lánuðu áhöld til borðhalds- ins. Þá ber ekki sízt að þakka hinum ýmsu félagssköpum, er lánuðu bæði borð og stóla svo hundruðum skipti. Jafnvel ber að þakka lán á píanó, vegna þess að það sem heyrir sam- komuhúsinu til, þótti ekki nógu gott. í samkomulok voru meðlimir kórsins keyrð- ir í smá hópum í ýmsar áttir um byggðina. Að því loknu var framreiddur kvöldverður fyrir hópinn í samkomuhús- inu. Að lokinni máltíð mælti S. Vopnfjörð, oddviti Bifröst sveitar, n o k k u r vel valin þakkarorð til kórsins, fyrir komu þeirra og hina ágætu skemmtun, er þeir veittu öll- um, er á hlýddu. Þá flutti skáldið Guttox'mur J. Gutt- ormsson ávarp og langt og snjallt kvæði. Guttormur er nú að verða roskinn maður, 82 ára, samt sem áður er ó- di'epandi andi hans enn við Frh. bl«. 2. Samkoma Karlakórs Reykjavíkur í Árborg heppnast með afbrigðum vel

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.