Lögberg-Heimskringla - 03.01.1963, Síða 6

Lögberg-Heimskringla - 03.01.1963, Síða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 3. JANÚAR 1963 ; GUÐRÚN FRÁ LUNDI: ÖLDUFÖLL Skáldsaga „Það er mikið að þú skulir finna, hvers virði það er að vera heilbrigður“, sagði hún. „Satt að segja bjóst ég ekki við svo miklu af þér“. Jóna roðnaði af gremju og sagði: „Það er áreiðanlegt að ég finn það vel, og hef alltaf fundið, að það er ólíkt mitt hlutskipti eða Signýjar systur minnar“. „Það hefur mörg konan lak- ari ástæðu en hún“, sagði Þor- björg. „Þó aðþetta kæmi fyrir, er það að verða búið. Sigga mín fer nú að hressast. Þá fara þau að hafa það gott hérna í Bjarnabæ. Hún Signý á þó alltaf duglegan mann, en þú átt engan. Við finnum hvers virði þeir eru, eiginmennirnir, sem hírumst einar“. Hún brosti glettnislega í lok ræðu sinnar. „Já það skulum við nú ætla, að það sé einhvers virði“, sagði Jóna frænka og leit út undan sér til Grétu í Móunum. Þær hugsuðu báðar hið sama, en hvorug þorði að koma orð- um að því, að Þorbjörg væri víst á góðum vegi með að bæta sér upp þá fátækt. Daginn eftir fór Sigga suður fyrir bæ og sat þar í glaða sól- skininu. Mikið var nú dásam- legt að koma út aftur og anda að sér heilnæmu sjávarloftinu og horfa á þennan víða og gamalkunna sjóndeildarhring. Það var talsverður munur að horfa á hann núna eða í spegl- inum. Hún virti fyrir sér götuna inn með brekkunni og víkurhúsin. Henni fannst heimurinn dásamlegur ,og gaman að lifa og eiga góða foreldra, og von um að verða heilbrigð aftur. Það streymdi í gegnum hana unaðstilfinn- ing. En hún mátti ekki vera lengi á fótum. Það hafði lækn- irinn sagt. En nú gat hún setið upþi í rúminu og skrifað. Hún var búin að hugsa sér að skrif a eins vel og Bína í Móunum, því að Gréta var sífellt að segja við hana, hvað dóttir sín væri farin að skrifa vel. Á þriðja degi, þegar hún kom út, mætti henni svöl haf- golan í dyrunum. Hún gæti samt setið sunnan undir í skjólinu. Þarna komu kaup- mannssynirnir og Ragnar inn- an götuna. Skyldu þeir bjóða hana velkomna á fætur, eins og allir sem sáu hana, meira að segja prófastsstrákarnir höfðu gert það. En þeir bara hlógu illkvitnislega sín á milli. Og hún heyrði þá segja: „Nei, sko, hvar Sigga lúpa er komin á kreik“. Þetta var gamla uppnefnið, sem þeir gáfu henni, þegar þeir voru að hrekkja hana og Jóa litla í fjörusandinum. Henni vöknaði um augu, þegar hún njinntist þess tíma. Hún flýtti sér inn aftur. Henni fannst golan hálfu kaldari en áður. Heimurinn var víst svip- aður og áður var, fannst henni. Bezt að sjá hann gegn um gler. Út um gluggann var hann fallegur, þegar sólin skein á smágerða öldufaldana á víkinni,. en litla og hlýja baðstofan hlífði henni við norðannep j unni. Strákarnir voru nú komnir heim að sætinu hennar fyrir sunnan bæinn. Líklega hefðu þeir ætlað að stríða henni eitt- hvað. Ragnar gaf henni langt nef, þegar hann sá hana innan við gluggann. Svo sparkaði hann í kassann, sem hún hafði setið á. Hann þeyttist eitthvað í burtu. Hinir strákamir hlógu, svo að hvítar tennurnar sáust langt til. Svo höfðu þeir sig í burtu, þessir ógerðar- strákar. Sigga óskaði þess, að þeir kæmu aldrei aftur. Sigga fann að hún hresstist með degi hverjum. Hún fór að elda matinn og hita kaffið fyrir mömmu sína og gera margt fleira, henni til hæg- inda. Þegar veðrið var gott og hún hafði ekkert að gera, sat hún vanalega niður á víkur- bakkanum hjá bænum hennar Hallfríðar, og horfði á hvern- ig öldumar léku sér við slétt- an sandinn. Þarna hafði aum- ingja Jói litli haft gaman af að sitja og leika sér. Henni fundust það ljúfar minningar, þegar þær höfðu setið þarna með litlu drengina tvo, hún og Bína í Móunum. Síðan höfðu þær ekki leikið sér sam- an. Bína var orðin stór og dug- leg stelpa, sem vann með mömmu sinni á reitunum og hjálpaði henni líka heima. Gréta hafði þungt heimili, sjö manna fjölskyldu. Þó var hún alltaf svo kát. Bara að mamma Siggu væri eins létt í lund- inn. Hún var sjálfsagt svona dauf og þreytuleg vegna þess, að Jói litli var aumingi og eina dóttirin hennar heilsulaus vesalingur. Það var auðvitað þess vegna. Það kom ekki ósjaldan fyrir reitunum, að konurnar hristu höfuðið hver framan í aðra með meðaumkvun og sögðu: „Mikið er nú að sjá aum- ingja stráið hana Signýju amstra þetta með drengina, en þessi dóttir hennar gengur upp á búin heima við bæ og snertir ekki á nokkru viki. Skal það eiga að ganga svo til lengi hér eftir“. Það megið þið vera hand- vissar um, að hún verður aldrei látin .snerta á verki“, sagði Jóna frænka. „Enda verður þetta aldrei nein manneskja, það hljótið þið allar að sjá. Ég veit það, að hún gæti staðið innan í henni Sigríði frænku sinni, dóttur minni. Það er þó ekki nema tveggja ára aldursmunur á þeim. Það er nú efnilegur unglingur. Þvílíkur þroski“. „Það er nú ekki alltaf dug- legt, þetta stóra fólk“, sagði Anna á Mýri, sem var minnst vexti af öllum konum, sem á reitunum unnu. Svo vék hún sér að Signýju og spurði hana, hvort hún héldi að það gerði telpu anganum nokkuð til, þó að hún hjálpaði henni til á reitunum. Það er nú nokkuð, sem mér dettur ekki í hug að láta hana gera. Læknirinn sagði, að hún mætti ekki vinna neina erfið- isvinnu í sumar. Kannske lengur“, sagði Signý. „Manni þykir nú vænna en svo um, að sjá hana ganga um eins og hvert annað barn, að leikur sé gerður að því að hún fari eins aftur“. „Það verður sjálfsagt svo að vera, Nýja mín“, flýtti Jóna sér að segja, áður en nokkur hinna gæti komizt að. „Þú færð að þræla undir henni, hver veit hvað lengi. Þú þorir auðvitað ekki annað fyrir karlskepnunni þinni. En hvað þessir læknar segja, gef ég nú ekki mikið fyrir. Þeir þekkja lítið hvað það er að þurfa að þræla og vinna. Það eru ekki allir hálaunaðir eins og þeir“. Þessari ræðu anzaði engin. Konan frá Brekku, systir Jónasar, kom að sækja Tryggva frænda sinn. Henni þótti Sigga föl og mögur, og sagðist koma seinna með hest handa henni. Hún yrði að fá skyr og rjóma, svo að hún hjarnaði ofurlítið við Signý hafði ekkert á móti því, þó að Sigga gerði margt fyrir hana innan bæjar. Allt var til þess vinnandi, að hún hresstist. Strax og færafiskurinn kom á grunnmiðin, setti Bensi bát- inn ofan og reri hvern dag með Hannesi formanni. Festi hann svo bátnum við bryggj- una eins og áður, þegar að landi kom, hálf kvíðandi þó í fyrstu. En nú kom ekkert fyr- ir. Fínu strákarnir létu lítið yfir sér þetta vor. Mest að þeir gæfu Bensa langt nef úr hæfi- legri fjarlægð, þegar hann gekk hjá þeim eða þeir köll- uðu til hans: „Það liggur víst vel á út- gerðarmanninum núna“. Vanalega svaraði hann í sama tón, án þess að líta við þeim: „Talsvert betur en á land- kröbbunum og iðjuleysingjun- um“. „Það mátti nú segja, að Bensi væri orðinn stilltur", sögðu víkurbúar. „Hann hlaut líka að vera þreyttur, strákur- inn, þetta var nú ekki nema unglingsgey um fermingu, þó að hann væri nokkuð stór. Svo kærði hann sig sjálfsagt ekkert um að fara í illdeilur við strákana“. - Varla leið svo nokkurt kvöld, að gamli prófasturinn sæist ekki staulast fram á bryggjuna til þess að sjá með eigin augum, hvort báturinn vaggaði þar ekki á sama stað, og ganga svo talsvert kvikari í spori heim aftur. „Því ertu alltaf að gæta að bátnum, afi?“ sögðu dóttur- synir hans einu sinni. „Þetta má ekki koma fyrir aftur, ekki oftar en einu sinni“, svaraði hann. „Það var bæði synd og skömm, að þetta skyldi koma fyrir í fyrra. Skömm fyrir kaupstaðinn. Hvenær fer Ragnar í sveit- ina?“ spurði gamli maðurinn. Á honum hafði hann versta álit. „Hann fer víst á morgun“, svöruðu dóttursynirnir. „Jæja, þá er þó einum færra“, sagði prófasturinn. „Þið verðið að gæta að því, að Bensi er duglegur piltur, sem er að vinna fyrir móður sinni. Hann er öðru vísi en þeir drengir, sem ekki hafa hug á öðru en ólátast og leika sér, hversu gamlir, sem þeir verða“. Bræðurnir sögðu já við ræðunni og urðu hálf sneyptir á svipinn. Sjálfsagt voru það þeir, sem hann átti við. Þeir voru báðir eldri en Bensi, en gerðu þó aldrei neitt. Sigga var í sveitinni i mán- uð. Kom þaðan aftur feit og sælleg. Það voru svo sem tals- verðar breytingar orðnar heima í víkinni síðan hún fór. Bensi var farinn til Siglu- fjarðar í síld með Andrési kennara. Þar átti nú að vinna sér inn enn meiri peninga, en hann hafði fengið, þegar hann reri á bátnum. Hannes gamli reri nú bátnum og Kjartan í Móunum með honum. En þeir reru vanalega stutt. Kjartan var samt búinn að leggja tals- vert af fiski inn í verzlunina. Allt var það Bensa að þakka. Hann hafði boðið honum þetta. Og nú blessaði Gréta hann í hverju orði. Svo var Hallfríður í Bakkabúð komin fram í sveit í kaupavinnu. Þetta voru helztu fréttirnar, sem Sigga heyrði, þegar hún kom heim. Foreldrar hennar fóru rétt á eftir inn í sveit til þess að heyja handa kúnni. Þau fóru með Munda litla og kúna með sér. Sigga fór á meðan að Nausti til Þorbjarg- ar. En nú fannst henni dauf- legt í nágrenninu, þegar Bakkabúð og Bjarnabær voru í eyði. Þorbjörg vann flesta daga utan heimilis, en hún sá samt um, að Sigga hefði alltaf nóg að gera í höndunum, svo að henni leiddist ekki í ein- verunni. Stundum kom Gréta í Móunum að glugganum til hennar, þegar hún vissi að Þorbjörg var í vinnu, og bauð Siggu að koma upp eftir til sín, fyrst kerlingarálkan gæti aldrei verið við heimilið. Hún hlyti að vera frá í leiðindum. En Sigga sagðist ekki finna til leiðinda, og fór aldrei upp eftir til Grétu. Hún þóttist vita, að Þorbjörgu myndi ekki falla það vel 1 geð, ef hún færi að venja komur sínar til Grétu, því að alltaf var jafn kalt á milli þessara fyrrverandi mág- kvenna. 1 gangnavikunni lifnaði svo yfir nágrenninu. Jónas og Signý og báðir synir þeirra komu heim úr sveitinni. Og Sigga flutti sig heim aftur. Daginn eftir var farið að rjúka í Bakkabúð. Hallfríður hafði komið heim í svarta myrkri kvöldið áður. Tveim dögum seinna var Bensi kominn. Hann kom að Bjarnabæ, strax og hann var búinn að heilsa mömmu sinni. „Þarna ert þú þá kominn úr síldinni, karlinn, með alla vasa troðfulla af peningum“, sagði Jónas. „Já, það er svo sem hægt að ná í peninga í síldinni“, sagði Bensi. „En skemmtileg er ekki vinnan við hana. Ég var búinn að lofa Birni á Sléttu því, að fara í göngurnar fyrir hann. Til þess hef ég hlakkað í allt sumar. En ætlun mín er að bregða mér til Noregs í haust og verða þar í vetur, ef mamma hefur ekkert á móti því“. „Svona var Bensi alltaf stór- huga“, hugsaði Sigga, að ætla sér að fara til annarra landa. Hún gat varla hugsað sér Bakkabúð og tangann án Bensa. En svona fór nú samt. Hallfríður datt ekki í hug að hafa á móti því, að dreng- urinn gæti séð sig um í heim- inum, þó að hún kviði því, að vera ein í bænum að vetrin- um. Bensi kvaddi alla á tangan- um með mikilli vinsemd, en fáa víkurbúa, aðeins Hannes . gamla formann og prófasts- hjónin. Hallfríður fylgdi hon- um fram á bryggjuna. Þar beið hún, þangað til drengur- inn hennar var kominn um borð í stórt gufuskip, ^em lá þar fram á höfninni. Hann tók ofan húfuna og veifaði kveðju til hennar. Hún vissi, að hann hugsaði til hennar eitthvað á þessa leið: „Blessuð, mamma! Ég kem aftur!" Hún þurrkaði tárvot augun og gekk háegt um bryggjuna áleiðis heim. Við annan búð- argluggan stóð roskinn sveita- maður. Hann hafði fylgt þeim mæðginunum lengi með aug- unum. Nú kom hann út og gekk á móti henni. Þá bar þar að annan sveitamann. Hann heilsaði bóndanum hátt: ÆTLARÐU AÐ FERÐAST? Hvert sem þú ferð, spara ég þ é r peninga og létti af þér áhyggjum án auka kostnað- ar. Ég er um- boðsmaður Icelandic Airlines og allra aðal flug- og skipa- ferðafélaga; skipulegg ferðir innanlands og erlendis. Ég leiðbeini þér varðandi vega- bréf, visa og hótel, ókeypis, og með 30 ára reynslu get ég ábyrgzt ágæta fyrirgreiðslu. ARTHUR A. ANDERSON ALL-WAYS TRAVEL BUREAU 315 Horgrove Sf., Winnipeg 2 Offico Ph. WH 2-2535 - Rts. GL 2-5446

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.