Lögberg-Heimskringla - 21.02.1963, Síða 6

Lögberg-Heimskringla - 21.02.1963, Síða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 21. FEBRÚAR 1963 GUÐRÚN FRA LUNDI: ÖLDUFÖLL Skáldsaga „Heilsan er ágæt“, sagði hún, ekki laus við feimni. „Ég er hissa á því, hvað þú hefur breytzt mikið. Ég þekkti þig ekki þarna innan um kindurn- ar áðan. Hélt aðeins, að það væri einhver svona líkur þér“. Henni fannst hún ekki mega segja bróðir þinn, því að lík- lega var þar heldur lítil vin- átta á milli. „Það er nú orðið þó nokkuð langt síðan við sáumst. En hvers vegna ertu svona kaf- rjóð í kinnunum. Þú ert þó líklega ekki feimin við mig“, sagði hann, og ertnisglampan- um, sem hún mundi svo vel eftir frá æskuárunum, brá fyrir í augum hans. „Eða ertu kannske búin að gleyma trú- lofunni okkar? Vertu nú bara hæg. Ég þóttist sjá Herdísi gömlu á Litlu-Grund á tali við þig áðan. Var hún kannske að biðja þín handa Hrólfi?“ „Þekkir þú þau?“ spurði Sigga. „Hvort ég þekki þau síðan sumarið, sem ég var á Sléttu. Mannstu nokkuð eftir því, þegar ég reiddi þig heim um nóttina, eftir að hafa dregið þig upp úr heyinu. Aumingja Sigga mín. Þá áttir þú bágt“. „Ég gleymi því nú sjálfsagt aldrei“, sagði Sigga. „Það er ágætt. En þú skalt reyna að lenda ekki í höndum tröllanna þarna á Litlu-Grund. En sjálfsagt myndi ég reyna að ná þér frá þeim. Við höfum tekið saman fyrr, Hrólfur sterki og ég. Ég varð að herða mig, ef hann reiddist. Annars er þetta bezt skinn, strákgrey- ið. Og nú má ég ekki vera að blaðra við þig lengur. Ég verð að hjálpa Birni við að draga féð í sundur. Vertu blessuð á meðan og líði þér ágætlega. Þú ættir að koma út í víkina í haust. Ég verð nú heima fyrst um sinn“. Svo kvöddu þeir báðir, Tryggvi og Bensi, og flýttu sér ofan að réttinni. „Þetta var allt of stutt sam- tal“, hugsaði Sigga. Hún sá, að Gunnvör var að snúast inn- anum hestana. Sjálfsagt var hún farin að hugsa til heim- ferðar. Hún gekk í áttina til hennar. Gunnvör var einmitt að leggja við skjótta gæðing- inn frá Litlu-Grund, þegar Sigga kom til hennar. „Ekki veit ég, hvar ég hefði verið stödd, ef þú hefðir ekki verið með mér“, sagði Sigga. „Ja, hvað finnst þér“, sagði Gunnvör. „Teymdu nú þessa hesta heim að réttarveggnum. Þú hlýtur að muna, hvar við létum söðlana. Ég verð að ná í hestana fyrir systkinin. Dag- urinn er stuttur og okkur veit- ir ekki af að fara að hafa okk- ur heim. Sigga fór með hest- ana þangað, sem söðlarnir lágu, og fór að leggja á þá. Gunnvör lagði á fyrir systkin- in á Grund. Svo riðu þær af stað, hún og Sigga. Heima- sætan sagðist koma á eftir. „Henni finnst það heldur fínna, að henglast aftan í prestskrökkunum, heldur en verða okkur samferða. Sama er mér“, sagði Gunnvör. „En rækallans vitleysan í þér, Sigga, að vilja ekki koma með mér yfir að Fjalli, til þess að fá þér hressingu, heldur en að híma hérna kaffilaus allan daginn“. „Þá hefði ég ekki getað talað við Tryggva bróður og hann Bensa minn“, sagði Sigga. „Það var nú heldur betra en kaffi“, bætti hún við brosandi. „Áttu við hann Bensa Bárðarson?“ „Mikið er strákurinn annars orðinn karlmannlegur og stór- myndarlegur", sagði Gunnvör. „Og svei mér ef karlinn hann faðir hans gat haft augun af honum. Hann þarf svei mér ekki að skammast sín fyrir hann sem son sinn. Þau eru ekki fyrir honum hjónabands- börnin hans. En aldrei sá ég hann tala við hann, enda held ég að strákurinn hafi ekki einu sinni litið í þá átt, sem karl- inn var“. „Ég vona, að hann hafi ekki gert það“, sagði Sigga. „Hon- um hefur víst ekki farizt svo vel við þau mæðginin. Eins og hún Hallfríður er þó yndisleg manneskja“. „Hvað svo sem skyldi þú vita um það?“ spurði Gunn- vör. „Það er nú sjálfsagt ekki þægilegt fyrir þessa giftu menn að sýna hjákonunni mikil ástarhót, án þess að það valdi hneykslun. En mikið hefur víst gengið á þarna á Fjalli, þegar Hallfríður var tekin af þeim hjónunum. Það var Þorbjörg, sem nú er í Nausti, sem gerði það“. Siggu langaði til þess að heyra þá sögu. En af því varð þó ekki í þetta sinn, vegna þess að nokkrar stúlkur riðu fram á þær og urðu þeim sam- ferða alllengi. Þegar þær voru orðnar tvær einar aftur, byrj- aði Gunnvör á öðru umræðu- efni: „Hvernig geðjast þér að Herdísi á Litlu-Grund? Þeim er svei mér alvara með að ná í þig næsta ár. Ég þóttist nú svo sem vita, hvað klukkan sló, þegar hann sendi þér hest- inn. Henni finnst ekki mikið um að vera hjá þeim hérna á Stóru-Grund, að þau skuli aldrei hafa boðið þér hest“. „Ég þykist nú sjá, að Frið- rika þykist vera hátt yfir vinnukonur sínar hafin“, sagði Sigga. „En líklega er þó heldur lakara að vera hjá þessari frekjudrós. Það er víst ekki ósjaldan, sem henni er boðinn hestur til útreiðar, þessum vesaling á pokapilsinu, sem líklega hefur þó þrælað hjá henni öll fullorðinsár ævi sinnar“. „Hvað er nú að tala um hana“, greip Gunnvör fram í fyrir henni. „Hún er víst ekki með fullu viti. En ef til alvör- unnar kemur, Sigga mín, þá ættir þú nú að hugsa þig um tvisvar, áður en þú neitar þeirri vist. Þú hlýtur þó að sjá, hvað á bak við stendur, húsmóðurstaða á efnaheimili. Slíkt býðst fátækum og heilsu- litlum stúlkum ekki á hverju ári. Og það segi ég þér satt, að það er langt frá því að vera skemmtilegt, að vera annarra hjú alla ævina. Sú var tíðin, að mér bauðst piltur, sem vel hefði verið hægt að lifa með. En þá réði hégómaskapurinn fyrir skynseminni. Ég bjóst við, að fá einhvern, sem væri laglegri, svo að ég hryggbraut þennan biðil minn. Það var líka sífellt verið að setja út á hann og fólkið hans. En samt býst ég við, að það hefði ekki verið erfiðara, en þetta pipar- meyjarlíf, sem fyrir mér ligg- ur. Nei, við þurfum ekki að setja okkur á allt of háan hest, vinnukonurnar í sveitinni, Sigga mín. Það er enginn ungur, nema einu sinni. Nú verði^r þú að koma hestinum út eftir í kvöld. Þá mátt þú nú vita, að hún tekur þig fatt sú gamla“. „Heldur skal ég life pipar- meyjarlífi, eins og þú kallar það, heldur en að fara til hennar, þeirrar skessu“, sagði Sigga. „Góða Gunnvör mín, farðu nú með hestinn fyrir mig og skilaðu kveðju frá mér. Svo sendi ég með þér greiðslu fyrir lánið á honum. Ég skal mjólka allar kýrnar“, bætti hún við. „Ég skal gera það. En heldur þú nú, að það sé rétt af þér að vera svona hlédræg. Þarna er ekki óálitleg staða í boði“, sagði Gunnvör. Siggu hryllti við þessu tali. Hún lét Gunnvöru bíða á hest- baki með tauminn á Skjóna í hendinni, meðan hún þreifaði sig inn í skála og ofan í kof- fortshandraðann sinn. Þar fann hún fjórar krónur í pen- ingum. Þær átti Hrólfur að fá fyrir lánið á hestinum. Það var vel borgað. Svo fór hún inn og heilsaði húsmóður kinni og þakkaði henni fyrir lánið á reiðfötunum. Friðrika spurði hana, hvar Gunnvör væri. Þegar Sigga sagði henni það, brosti hún hálf háðslega og spurði: „Því fórst þú ekki með hann sjálf? Það fer nú að líða að því, að það þurfi að fara að mjólka". „Ég ætla að mjólka kýrnar fyrir hana“, sagði Sigga. Hún var ekki búin nema með eina kúna, þegar Gunn- vör kom inn í fjósið. „Svona er það nú að vera vinnukind", sagði hún. „Mað- ur er varla frjáls að nokkurri stund. Friðrika heldur nú, að þú getir ekki náð ofan úr kún- um af því að þú ert kaupstað- arbarn. Svo að ég var þá ekki lengi að hafa fataskipti. Kerl- ingin þarna út frá var eins og troðin upp í hrútshorn og sagði, að það hefði ekki mátt vera minna, en að þú hefðir skilað hestinum sjálf. Krón- unum ætlaði hún ekki að taka við. Ég skildi þær eftir á hestasteininum, og sló svo í og fór. Auðvitað er hún fjandan- um geðverri, skassið að tarna. En ég held að strákgreyið sé ekki óalmennilegur. Og varla lifir hún alltaf, þó að hún sé stór og stöndug". Þannig rausaði Gunnvör, meðan hún hamaðist við að mjólka þá kúna, sem mest var í. „Hún skildi svei mér ekki þurfa að bíða lengi eftir mjólkinni, blessuð“, sagði Gunnvör. „Því að náttúrlega ævir gutti í henni eins og vanalega, ef hún hefði ekki vinnufólkið heima til þess að snúast í kringum sig“. Lögfræðingurinn við skjól- stæðing sinn: — Ég er búinn að komast að sættum við eiginmann yðar, sem þið bæði getið verið ánægð með. — Bæði ánægð hrópaði kon- an. — Til hvers haldið þér að ég hafi leitað til yðar? Ég hefði getað gert það sjálf. Það er glöggt gests augað, því glöggara sem það er heimskara. VIÐ KVIÐSLITI Þjáir kviðslit yður? Fullkomin lækning og vellíðan. Nýjustu að- ferðir. Engin teygjubónd eða viðj- ar af neinu tagi. Skrifið SMITH MFG. Company Dept. 234, Preston. Ont. ROSE THEATRE SARGENT ot ARLINGTON CHANGE OF PROGRAM EVERY FOUR DAYS Foto-Nite Every Tuesday and Wednesday SPECIAL CHILDREN'S MATINEE Every Saturday ÆTLARÐU AÐ FERÐAST? Hvert sem þú ferð, spara ég þ é r peninga og létti af þér áhyggjum án auka kostnað- ar. Ég er um- boðsmaður Icelandic Airlines og allra aðal flug- og skipa- ferðafélaga; skipulegg ferðir innanlands og erlendis. Ég leiðbeini þér varðandi vega- bréf, visa og hótel, ókeypis, og með 30 ára reynslu get ég ábyrgzt ágæta fyrirgreioslu. ARTHUR A. ANDERSON ALL-WAYS TRAVEL BUREAU 315 Horgrove St., Winnipog 2 Office Ph. WH 2-2535 - Res. GL 2-5444 Matreiðið uppáhalds fiskrétt yðar eftir þessari bók Yfir 50 myndir. "Canadian Fish Cookbook" skýrir frá ágætum matreiðsluaðferðum fyrir hinar mörgu tegundir fisks í Kanada. Uppskriftirnar eru fyrir Ijúf- fenga, lystuga og ódýra rétti. Skrifið eftir eintaki í dag. Sendið dollars seðil ásamt nafni yðar og heimilisfangi til: The Queen’s Printer, Ottawa. DEPARTMENT OF FISHERIES OTTAWA, CANADA Hon. J. Angus MacLean. M.P., Minister 1 j * ,

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.