Lögberg-Heimskringla - 21.03.1963, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 21.03.1963, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 21. MARZ 1963 Jóhanna (1875- Kveðju- og þakkarorð. Þegar ég nú inni af hendi þá sjálfsögðu þakkarskuld, að minnast móðursystur minnar, Jóhönnu Pálsson, með nokkr- um orðum, verður mér ofar- lega í huga þetta fagra erindi úr kvæði, ort við lát merkrar íslenzkrar húsfreyju, eftir Bjarna Thorarensen: Þá eik í stormi hrynur háa, hamra því beltin skýra frá; en þegar fjólan fellur bláa, fallið það enginn heyra má, en ilmur horfinn innir fyrst, urtabyggðin hvers hefir misst. Eins og merkiskonan, sem hið vitra skáld minnist hér svo fagurlega, hafði Jóhanna móðursystir mín helgað líf sitt og starf heimili sínu og fjöl- skyldu, og eins og títt er um slíkar konur, vann hún það mikilvæga verk sitt í kyrrþey, enda var ekkert fjær skapi hennar heldur en að láta á sér bera; þess vegna eiga sam- líking skáldsins og lýsing einnig einkar vel við um hana og fráfall hennar. Hinir mörgu vinir hennar, og sérstaklega hin nánustu ættmenni hennar, finna til þess með djúpum söknuði, hve snauðara er nú um að lítast í blómagarði ættarinnar. En þótt ilmur hins lifandi blóms, svo haldið sé líkingu skáldsins, sé horfinn, heldur minningin um hana, sem var sönn prýði sinnar ættar, áfram að anga í hugum og hjörtum okkar, er henni stóðu næst og áttum henni mesta skuld að gjalda; tekur það jafnframt til margra ann- arra, sem hún hafði auðsýnt vinsemd, og átt höfðu skjól innan hlýrra og fangvíðra veggja heimilis þeirra syst- kinanna. Norskt öndvegisskáld hefir komist svo að orði, að það væri mikil gæfa hverjum manni, að vera af góðu fólki kominn. Jóhanna Pálsson var á báðar hendur komin af merkum og mætum ættum á Austurlandi á Islandi. Hún var fædd í Litlu-Breiðuvík í Reyðarfirði 30. marz 1875. Foreldrar hennar voru þau Páll bóndi Jónsson og Val- g e r ð u r Þórólfsdóttir, er bjuggu í Breiðuvík fram til aldamóta, en Páll var seinni maður Valgerðar. Voru þeir systkinasynir, Páll og Jón skáld Ólafsson, en Valgerður var dóttur-dóttir Richards Long hins enska og Þórunnar Þorleifsdóttur, af kunnum bænda og prestaættum austur þar. Jóhanna ólst upp hjá for- eldrum sínum í Litlu-Breiðu- vík, og naut ástríkis þeirra og hinna mörgu systkina sinna; snemma vandist hún allri heimilisvinnu eins og venja var á íslenzkum sveitabæjum á þeim dögum; naut hún Pálsson -1962) einnig þeirrar uppfræðslu, sem þar stóð til boða, þótt eigi væri um skólagöngu að ræða; en fróðleikshneigð vár henni í blóð borin, og hún hafði ánægju af því til hins síðasta, að fylgjast með því, sem var að gerast, ekki sízt fréttum og frásögnum heiman af ættjörð- ínni. Aldamótaárið fluttist Jó- hanna ásamt foreldrum sínum og systkinum vestur um haf til Winnipeg. Átti fjölskyldan nokkur fyrstu árin heima í grennd við Selkirk, Manitoba, og þar í bæ, en síðan sam- fleytt í Winnipegborg. Eins og aðrir íslenzkir vesturfarar, átti Breiðuvíkur-fólkið við sína erfiðleika að stríða, en þyngst var samt það áfallið, þegar Eiríkur, elzti bróðirinn, og Ingigerður kona hans létust bæði á bezta aldri, frá fimm börnum á bernsku skeiði. Buðust þá góðir vinir og ná- grannar til þess að taka börn- in í fóstur, en föðursystkini þeirra tóku það ekki í mál, en voru á einu máli um það, að þau ættu öll að halda hópinn. Átti Jóhanna vitanlega sinn mikla þátt í þeirri farsælu ákvörðun, enda gekk hún bróðurbörnum sínum í móður- stað með þeim ágætum, að ekki getur umhyggjusamari eða elskuríkari móður sinna eigin barna. Nutu þau einnig sambærilegs ástríkis og um- hyggju af hálfu föðurbræðra sinna. Má hið sama segja um okkur bræður, Jóhann Þor- vald og mig, systursyni þeirra, og um móður mína, þegar við bættumst í hópinn vestan hafsins. Fyrsta heimili okkar var hjá þessu elskulega frænd- fólki okkar í Winnipeg, og í rauninni ávalt annað heimili okkar, eftir að við stofnsettum okkar eigið heimili, og móðir mín meira að segja til heimilis hjá þeim systkinum sínum árum saman, meðan ég var við háskólanám, enda var hún þar jafnan öðrum þræði hin mörgu ár, sem hún var búsett í Winnipeg. Vil ég nú þakka alla þá miklu ástúð og um- hyggjusemi, sem við bræður áttum ávalt að mæta af hálfu Jóhönnu móðursystur minnar og annarra ættingja okkar, og um annað fram allt, sem þau gerðu fyrir móður okkar á dvalarárum hennar í Winni- peg. Eru það engar öfgar, þótt sagt sé, að umhyggja Jóhönnp móðursystur mipnar fyrir hinni stóru fjölskyldu hennar átti sér engin takmörk; það má blátt áfram segja, að hlut- verk hennar í lífinu, fram til hins síðasta, hafi verið það að hugsa um og hlynna að þess- um nánustu ættmennum hennar af fremsta megni. En góðvild hennar og hjálp- semi, og þeirra systkinanna, náðu langt út fyrir heimili þeirra og nánasta ættmenna- hring; vandalausir áttu þar sömu alúð og gestrisni að fagna, bæði fyrr á árum og síðar. í sérstaklega fagurri og hlýrri kveðju, sem séra Eirík- ur S. Brynjólfsson hafði samið, þótt hann lægi þá sjálfur þungt haldinn, og Mrs. Guð- laug Jóhannesson las í hans nafni við jarðarför Jóhönnu móðursystur minnar, nefndi hann sérstaklega tvær konur, sem hann hafði kynnst, er gátu eigi nógsamlega þakkað þá ástúð og umhyggju, sem önnur þeirra og dóttir hinnar, höfðu orðið aðnjótandi á heim- ili Breiðuvíkur-fólksins í Win- nipeg, sem Jóhanna, eins og séra Eiríkur sagði réttilega, „stjórnaði af kærleika og höfð- ingsskap“. Mörg fleiri dæmi hins sama væri auðvelt að nefna, því að löngum var gest- kvæmt mjög á heimili þeirra systkinanna, en hér skal stað- ar numið, hvað það snertir, enda var ekkert fjær skapi þeirra Jóhönnu og bræðra hennar, heldur en að halda á loft góðverkum þeirra í ann- arra garð. En skylt er að geta þess, hve frábæra umhyggju Jó- hanna bar fyrir háöldruðUm foreldrum sínum og af hve mikilli nærgætni og fórnfýsi hún hjúkraði þeim og þrem bræðrum sínum í síðustu sjúk- dómslegum þeirra. Verður lífsstarfi hennar bezt lýst í orðum Davíðs skálds Stefáns- sonar: „Hinn fórnandi máttur er hljóður." Séra Eiríkur sló einnig á sama streng í hinum fögru kveðjuorðum sínum, er hann sagði: „Minning um marga geym- ist á skrifuðum og prentuðum blöðum; enn sumra minning geymist í hjörtum samferða- fólksins. Þar geymist minning- in um Jóhönnu heitina; það sýnir bezt, að hún lifði ekki fyrir sjálfa sig, heldur fyrir aðra.“ Eftir nærri hálfrar aldar dvöl í Winnipeg, fluttust þau móðursystkini mín, Jóhanna og Vigfús Pálsson, og Þóra bróðurdóttir þeirra, sem jafn- an hefir átt sameiginlegt heimili með þeim, til Van- couver árið 1953, en þar hafa einnig verið búsettar hin síð- ari ár, hinar bróðurdætur þeirra systkina, Valgerður (Mrs. Harry Steel) og Soffía (Mrs. Albert Wathne). Ric- hard George, bróðir þeirra, er nú e.inn eftir þeirra systkin- anna í Winnipeg, en fjórða systirin, Margrét, dó rúmlega tvítug í Winnipeg fyrir mörg- um árum síðan. Jóhanna lézt í Vancouver 23. febrúar 1962. Jarðarför hennar var fjölmenn og virðu- leg, en henni er nánar lýst í minningarorðum, sem Jóhann Þorvaldur bróðir minn skrif- aði um þessa okkur ástfólgnu móðursystur hér í blaðinu 8. marz 1962. Auk framan- nefndra bróður- og systur- barna Jóhönnu, lifa hana einn albróðir, Vigfús, sem fyrr er nefndur, og þrjú systrabörn á Islandi. 1 bréfi, sem merkiskonan frú Guðrún Lárusdóttir (séra Lárusar Halldórssonar fyrrum fríkirkjuprests í Reyðarfirði) skrifaði mér fyrir mörgum ár- um síðan, fór hún sérstaklega fögrum orðum um þær Þór- unni Vigfúsínu móður mína, Valgerði ömmu mína, og Jó- hönnu móðursystur mína. Þar sem allar þær ágætu konur eru nú til grafar gengnar, vona ég, að enginn leggi mér það til lasts, þó að ég taki hér upp lýsingu frú Guðrúnar á þeim: „Úr því ég tek mér penna í hönd, til þess að skrifa yður, langar mig til að bæta við línurnar fáum orðum, og rifja upp liðna daga, því þó við þekkjumst ekki mikið per- sónulega, eru það allsterk bönd, sem tengja fortíðina, þar sem foreldrar yðar og móðurforeldrar og foreldrar mínir voru beztu vinir. — Ég man eftir móður yðar, hún stendur mér fyrir hugskots- sjónum, sern fögur og hrein stúlka. Og gmma yðar! Ein- hver fegurst og göfugust konumynd, sem býr í huga mínum frá æskuárunum. Þeg- ar rætt var um iignar konur, kom Valgerður í Breiðuvík ósjálfrátt í hugann. Þannig mætti lengi halda áfram. Og Jóhanna fermingarsystir mín! Trygga, stilta stúlkan, sem talaði fátt, en hugsaði því fleira.“ Annars er Jóhönnu móður- systur minni ágætlega lýst, bæði um ytri ásýnd og skap- höfn, í eftirfarandi ummælum úr fyrrnefndu kveðjuávarpi séra Eiríks, sem bæði var sóknarprestur og kær og mik- i 1 s m e t i n n heimilisvinur frændfólks míns í Vancouver: „Jóhanna var fríð kona og virðuleg í framgöngu, látlaus, Dr. S. E. Björnsson: Framhald frá síðasta blaði. Niðurlag. Ég hefi lítilega minnst á minnismerki frá fyrsta tíma- bili sögunnar og má sjá þau allvíða, en af söfnum er fræg- ast The Hagley Museum í Wilmington, hjá Brandywine ánni, þar sem míllurnar voru reistar á fyrstu árum land- námsins. Safnið hefir merki- lega sögu að segja, af starfi og vísinda starfsemi íbúanna frá fyrstu tíð og þá framþróun í vísindum er síðar kom fram. Hér hafði Rumford Dawes reist þrjár millur 1790, og nefndi þá staðinn Hagley. En 1813 keypti svo Irenee Du Pont þessar millur og varð með því einvaldur millueig- andi með fram ánni. Voru svo þessar millur notaðar meir en heila öld, fyrst og fremst til framleiðslu á púðri og þá með fram til annarar framleiðslu, glöð og einlæg. Þar var mest um vert að „vera“ — enn ekki „sýnast“. Hún var fróð og minnug. ísland og lífið og starfið þar var ljóslifandi í huga hennar. Og íslenzkan sem hún talaði var falleg og hrein eftir rúmlega 60 ára dvöl í þessu landi. Hún naut frábærilegrar góðrar heilsu um langa æfi, en síðustu árin bilaði sjónin og sjúkdómar sóttu heim. Hún bar það allt með frábæru þreki og lífsvilja. Hún var innilega trúuð, og það var blessunarríkt að biðja með henni og fela góðum Guði alla hluti. Frændfólk og tengda- fólk hér í Vancouver gerði allt til þess að gera þeim systkin- um lífið svo ánægjulegt og þægilegt sem hægt var. Jó- hanna minnti mig alltaf á orð skáldsins: „Fögur sál er ávalt ung — undir silfurhærum“. Hún var ung í anda, og hafði ánægju af öllu, sem var fallegt og skemmtilegt til síðustu slundar." Um leið og ég svo, í nafni okkar allra hennar nánustu skyldmenna, þakka Jóhönnu móðursystur minni hjartan- lega alla ástúð hennar, tryggð og umhyggju, lýk ég þessum minningarorðum um hana með því að vitna aftur til kvæðis Bjarna Thorarensen, sem varð mér svo ofarlega í huga í málsbyrjun: Víst segja fáir hauðrið hrapa húsfreyju góðrar viður lát; en hverju venzlavinir tapa, vottinn má sjá á þeirra grát; af döggu slíkri’ á gröfum grær góðrar minningar rósin skær. Vissulega ilmar lengi af þeim rósum minninganna, sem Jóhanna Pálsson móðursystir mín gróðursetti í hugum og hjörtum ættmenna sinna og vina með fórnfúsu starfi sínu í þeirra þágu. RICHARD BECK eins og hveiti og öðrum lífs- nauðsynjum. Brandywine áin hefir upp- tök sín í Welsh Mountains í Pennsylvania. Liggur fyrst vegur hennar um bænda- byggðina í Chester County, en aðalstraumur hennar myndast við Lenape. Tveir lækir renna þar saman og mynda talsvert vatnsfall. Þaðan til Wilming- ton eru einungis 12 mílur og á þeirri leið er áin hvergi meir en 15 fet á breidd, en vatnsmagnið og straumfallið gera það að verkum, að þessi á er eitt frægasta og þarfasta vatnsfallið þar við hafið. Á síðustu 5 mílum árinnar er halli sem nemur 124 fetum en vatnsmagnið, sem rennur inn í Christina ána er um 600.000 tonn á dag. Á meðan vatnsaflið eitt var notað við framleiðsluna þurftu Frh. bls. 3- Frá Delaware

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.