Lögberg-Heimskringla - 21.03.1963, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 21.03.1963, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 21. MARZ 1963 GUÐRÚN FRA LUNDI: ÖLDUFÖLL Skáldsaga Sigga varð hressari við að heyra hláturinn í Bensa. Þetta átti við hann, svona lagaður kjánaskapur. „Ég vildi óska að þú kæmir honum þangað, sem hann á heima“, sagði hún við Gunn- vöru. „Mín eign skal hann aldrei verða. Og þó að ég hefði efni á að kaupa innihald hans, vildi ég ekki vita það í minni eigu, fyrst stóru krumlurnar á honum hafa snert við því“. Þá fauk í Gunnvöru. „Það er svo sem ekki neitt, sem er um fyrir þér, Sigga litla. Það á heldur illa við, að allslausar vinnukonur láti eins og gikkir“. Meira sagði hún ekki í það skiptið af því að Bensi heyrði til, en alla næstu viku jöguð- ust þær um böggulinn. „Ég er viss um, að ef þú sæ- ir innihald hans, gætir þú ekki annað en þegið það. Því- líka gersemi hef ég aldrei séð“, sagði Gunnvör. „Hefur þú rifið utan af bögglinum. Það hefðir þú ekki átt að gera“, sagði Sigga. „Líklega kemur einkasonur- inn á Litlu-Grund á sunnudag- inn til þess að vita, hvernig þetta hefur gengið. Þá skalt þú vera kumpánleg við hann“, sagði Gunnvör. „Heldur þú, að það væri ekki munur að setjast í búið á Litlu-Grund en þræla hjá öðrum alla ævina“. „Það ætlar ég mér heldur ekki að gera“, sagði Sigga. „Þó að ég asnaðist til þess þetta árið“. „Þér dettur þó líklega ekki í hug, að strákurinn hann Bensi muni vera einlægur vinur þinn, eða hvað?“ sagði Gunnvör. Ég gæti nú sagt þér margt um þann snáða, ef ég kærði mig um“, bætti hún við. „Þú þarft ekki að lýsa hon- um fyrir mér. Ég þekki hann eins vel og foreldrana mína og bræðurna“, sagði Sigga. „Þú skalt bara reyna sjálf að ná í Hrólf og sjalið hans, fýrst þú álítur að það sé svo ákjós- anlegt, að verða húsmóðir á Litlu-Grund og láta hlægja að sér um alla Sveitina, eins og nú er gert að þessu heimili. Þá myndi ég áreiðanlega kenna í brjósti um þig, ef svo illa tækist til“. „Hann er auðvítað ekki eins glæsilegur og hinn“, sagði þá Gunnvör. „En það er sagt að hann sé heldur brokkgengur við kvenfólkið og eigi kannske krakka einhvers staðar í fór- um sínurn". „Ég skil nú alls ekki um hvern þú ert að tala“, sagði Sigga, en roðnaði þó. „Við tölum þá ekki meira um það. Ég hef tvö alskyggn augu, skal ég láta þig vita“. Sigga fór út. Og það var ekki talað meira um sjalið. En það var ekki laust við, að þykkja væri komin á milli þeirra samverkakvennanna. Og þótti Siggu það leiðinlegt, því að Gunnvör hafði verið henni ágætur félagi. Á sunnu- dagsmorguninn sagði Gunn- vör: „Jæja, nú kemur Hrólfur sjálfsagt í dag til þess að vita um erindislokin“ „Góða Gunnvör mín“, sagði Sigga í sínum blíðasta róm. „Farðu nú með böggulinn út eftir, svo að hann komi ekki hingað, strákasinn. Ég þoli ekki þetta bolvað stúss í hon- um. Gunnvör fór að greiða sér og hafa fataskipti, ætlaði auð- sjáanlega að verða við bón hennar. En áður en hún kæm- ist af stað, komu litlu syst- kinin inn og sögðu, að Hrólfur væri áleiðinni utan mýrarnar. Hann kæmi óvanalega snemma nú til þess að spila. Sigga fór fram í búr og bauðst til þess að taka við strokkn- um, sem húsmóðir hennar var að búa í. Krakkarnir sögðu henni, að Hrólfur og Gunnvör væru á eintali fram í skála. Það var ágætt, hugsaði Sigga. Þá er þetta búið. Þegar Sigga kom inn næst var Hrólfur seztur við spil inn í hjónahúsi. Þar var spilað fram í vökulok. En oft þurfti Hrólfur að fara út að gá til veðurs. Hann sendi Benza og Siggu hornauga um leið og hann gekk um baðstofuna. Þau spiluðu Gosa við Tona og Gunnvöru. Þegar hann fór loksins að kveðja, fór Sigga fram í eldhús og stóð þar í myrkrinu og kuldanum. Þegar Gunnvör kom inn úr fjósinu, var hún hálf önUg við Siggu yfir því, hvernig hún gæti hagað sér eins og kjáni. Þessi maður meinti ekki ann- að en allt hið bezta. Svo kast- aði hún til hennar sendibréfi. „Það er til þín, þetta bréf, þó að föðurnafnið vanti á ut- anáskriftina. Hann vissi ekki hvers dóttir þú varst“, sagði hún. „Hann bað þig velvirð- ingar á því“. „Er þetta frá honum?“ spurði Sigga eins og svolítið utan við sig. „Auðvitað er það frá hon- um“, sagði Gunnvör stuttlega. „Þú ert þó líklega farin að skilja það, að hann gengur á eftir þér með grasið í skónum, aumingja maðurinn". Siggas rétti bréfið til henn- ar. „Ég held að ég lesi það ekki“, sagði hún. „En hvernig þú lætur, manneskja. Það líklega drepur þig ekki, þð að þú reynir það“, sagði Gunnvör. Sigga reif bréfið upp og fór að lesa það. Þetta var víst bónorðsbréf, þó að það væri nokkuð klaufalega stílað og illa skrifað. Hann sagðist aldrei ætla að taka við sjalinu aftur. Það ætti að vera fyrsta gjöf hans til hennar, eins konar tryggðapantur. Fleiri gjafir myndu koma á eftir, því að nú ætti hún að flytja að Litlu-Grund í vor og verða húsmóðir þar. Þetta væri efni bréfsins. Skárri væri það maðurinn, sem hún átti völ á. Eða þá tengdamóðirin. Karlinn hafði hún ekki séð, nema tilsýndar. Líklega var hann af sama sauðahúsi og þau. Hún náði sér í pappírsmiða og umslag og settist niður og skrifaði. „Þetta getur aldrei orðið. Vona að þú nefnir það ekki framar“. Svo skrifaði hún nafnið sitt neðan undir og skrifaði utan á til Hrólfs og bað Gunnvöru að koma þessu fyrir sig út eft- ir til hans. Sigga þóttist skilja það á húsmóður sinni, að Gunnvör hefði ljóstað því upp, sem leynt hefði átt að fara, því að hún var ákaflega lausmálg. Friðrika var kímin á svip og sagði, að þær, sem væru komnar fast að giftingu, þyrftu að fara að læra hitt og þetta. Sigga jánkaði því bara og reyndi að láta sér ekki bregða. Eitt kvöldið í rökkrinu hljóp Gunnvör út að Litlu-Grund fyrir þrábeiðni Siggu, með bréfið og böggulinn. Hún þóttist viss um að Hrólfur kæmi þá ekki suður eftir fyrst um sinn, ef hann fengi svona greinilegt afsvar. Annars mátti búast við því, að hann yrði að þvælast þar á hverjum sunnudegi. Þegar Gunnvör kom til baka, var hún eitthvað drýg- indaleg yfir viðtökunum á Litlu-Grund. En Sigga spurði hana einskis. Hún kveið ein- ungis fyrir sunnudeginum, því að þá óttaðist hún að þessi þráláti biðill hennar myndi koma enn einu sinni. Þann dag stóð einmitt svo á, að Friðrika hélt að ein kýrin hennar myndi bera og bað Gunnvöru að sitja úti í fjósi fyrir sig, ef hún mætti vera að. En Gunnvör var óvön því að sitja heima, ef fært veður var á milli bæja og sæmilegt færi, og var þann dag ferðbúin fram að Holti. En þar bjó systir hennar. Þarna gafst á- gætt tækifæri. Sigga bauðst til þess að sitja út í fjósi yfir kúnni. Hún tók með sér heklu- dótið sitt, og fór út í fjós, þó að hún hefði aldrei fyrr gert neitt að ljósmóðurstörfum, hvorki í fjósi né annars staðar. Hún var þá viss um að verða ekki á vegi Hrólfs, þó að hann kæmi. „Þetta er víst hvergi venja, nema hjá Friðriku“, rausaði Gunnvör. „Að láta sitja svona yfir kýrskepnunum, þó að von sé á kálfi. Herdís á Litlu- Grund segist alltaf láta þær bera í flórinn. Og að það sé bezt“. VIÐ KVIÐSLITI Þjáir kviðslit yður? Fullkomin lækning og vellíðan. Nýjustu að- ferðir. Engin teygjubönd eða viðj- ar af neinu tagi. Skrifið SMITH MFG. Company Dept. 234. Preston, Ont. ÆTLARÐU AÐ FERÐAST? Hvert sem þú ferð, spara ég þ é r • peninga og létti af þér áhyggjum án auka kostnað- ar. Ég er um- boðsmaður Icelandic Airlines og allra aðal flug- og skipa- ferðafélaga; skipulegg ferðir innanlands og erlendis. Ég leiðbeini þér varðandi vega- bréf, visa og hótel, ókeypis, og með 30 ára reynslu get ég ábyrgzt ágæta fyrirgreiðslu. ARTHUR A. ANDERSON ALL-WAYS TRAVEL BUREAU 315 Hargrov* St., Winnipeg 2 Office Ph. WH 2-2535 - Res. GL 2-544« Special Low-Cost Easter Tour! 10 wonderful days ! Visit Vancouver - Nanaimo and Victoria/ GREAT IDEA! — a spring vacation in Canada’s evergreen province! You’ll see the Rockies from the scenic dome of “The Canadian” . . . enjoy bus and steamship tours . . . take a beautiful 5 hour scenic drive to Paradise Valley Lodge near Squamish . . . visit famous Butchart Gardens . . . dine at exciting new places, stay at the best hotels! See your CPR agent now for free descriptive folder or write: General Passenger Agent, CPR Station, Winnipeg. Gi/tcu/icui (fhcfoc TRANS / TRUCKS / SHIPS / PlANES / HOTELS / TELECOMMUNICATIONS WORLD'S MOST COMPLETE transportation system FROM WINNIPEG AS LOW AS $181.20 Leaves Winnípeg April 11 Rtns. from Vancouver April 19 Matreiðið uppáhalds fiskrétt yðar eftir þessari bók Yfir 50 myndir. "Canadian Fish Cookbook" skýrir frá ágætum matreiðsluaðferðum fyrir hinar mörgu tegundir fisks í Kanada. Uppskriftirnar eru fyrir ljúf- fenga, lystuga og ódýra rétti. Skrifið eftir eintaki í dag. Sendið dollars seðil ásamt nafni yðar og heimilisfangi til: The Queen’s Printer, Ottawa. DEPARTMENT OF FISHERIES OTTAWA, CANADA Hon. J. Angus MacLean, M.P., Minisler

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.