Lögberg-Heimskringla - 21.03.1963, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 21.03.1963, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 21. MARZ 1963 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Editor: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próí. Haraldur Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Dr. Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson. Prof. Thor- valdur Johnson, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Péturs- son. Vancouver: Dr. S. E. Björnsson. Montreal: Próf. Áskell Löve. Minneapolis: Mr. Valdimar Björnson. Grand Forks: Dr. Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri. Akureyri: Steindór Steindórsson yfirkennari. Suhscription $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized as second class mail by the Post Office Department, Ottawa. and for payment of postage in cash. Rauði Krossinn Á þessu ári eru liðin eitt hundrað ár síðan stofnað var til þessarar miklu líknarsamtaka. Upphafið að þeim mun hafa verið hin sterka samúðaralda, er gerði vart við sig í Evrópu löndunum með hinum særðu og sjúku hermönnum í Krím stríðinu 1854—56, þegar Florence Nightengale beitti sér fyrir því konur færu á vígstöðvarnar til að hjúkra þeim. Vakti sú nýjung geisimikla athygli. Nokkrum árum síðar braust út styrjöld milli Austurríkis og ítalíu og varð mannfallið ægilegt í bardaganum við Sol- ferina 1859. Eftir fimmtán klukkustunda bardága lágu 40,000 manns á vígvellinum dauðir eða særðir. Þennan júní dag var þar staddur Henri Dunant frá Genf. Hann tók að sér að hlynna að hermönnúnum í Castiglione kirkjunni, en svo marg- ir voru bornir inn að hann hafði ekki við að binda um sár þeirra. Hann fór þá út á stræti borgarinnar og tókst að safna saman hóp kvenna sér til aðstoðar. Þremur árum síðar, 1862, gaf Dunant út litla bók, Un souvenir de Solferino og sagði þar frá bardaganum og afleið- ingum hans og eftirköstum. „En því er ég að lýsa þessum hörmungum og kvölum sem vekja ef til vill sársauka og hryggð hjá lesendum mínum?“ skrifaði hann. „Það er eðlileg spurning, en henni verður kannske bezt svarað með annari spurningu: Væri ekki mögulegt á friðartímum að stofna líkn- arfélög, sem myndu hafa umsjón með því, að hæfir dg áhuga- samir sjálfboðaliðar veittu særðum hermönnum hjúkrun á stríðstímum?“ Þessi bók var þýdd á mörg tungumál og árið 1863 komu saman á ráðstefnu í Genf fulltrúar frá sextán Evrópuþjóðum, og mæltu þeir með því að líknarfélög skyldu stofnuð í öllum löndum, og að landstjórnir gæfu þeim heimild til að starfa með læknadeildum hervaldanna. — Það fór vel á því, að Henri Dunant.var einn af þeim fyrstu er hlutu Nóbel verð- launin. Hann lézt 1910, 82 ára að aldri og var grafinn í Zurich í Sviss. — Fyrsta sporið var að tryggja öryggi þeirra er gæfu kost á sér að starfa í þjónustu líknarfélaganna. Þeir yrðu að bera merki, sem væri viðurkennt af öllum þjóðum. — Vegna þess að stofnfundurinn var haldinn í Sviss, einu af minnstu lönd- unum í Evrópu og maður af þeirri þjóð var frumkvöðull hreyfingarinnar, var fáni þeirrar þjóðar tekin til fyrirmyndar í virðingarskyni, en í stað þess að hafa hvítan kross á rauðum grunni, var fáni eða merki líknarsamtakanna rauður kross á hvítum grunni og er nú þetta merki þekkt, viðurkennt og virt um allan heiminn. Árið eftir komu á þing fulltrúar frá 26 löndum og samþykktu Genf sáttmálann, en hann var þess efnis að hinum særðu skyldi hlíft, að litið væri á hermannaspítala sem hlut- lausa og að starfsfólki, tækjum og öðru tilheyrandi hjúkrun hermanna, skyldi veitt friðhelgi. — Sáttmálinn hefir oft verið endurskoðaður og nú nær hann til sjóhersins, stríðsfanga og einnig til fólks almennt, sem þarfnast hjálpar. í lok fyrri styrjaldarinnar 1918 hafði Rauði Krossinn náð mikilvægri viðurkenningu um allan heiminn. 1 Bandalagi Rauða Krossins eru nú 88 þjóðir og tala meðlima er 157 milljónir. Þjónustu Rauða Krossins eru engin takmörk sett. Starf- semin er ekki rekin af stjórnum hinna ýmsu landa, heldur af fólkinu sjálfu — fóJki af margskonar þjóðernum og kyn- þáttum, fóiki, sem heíir mismunandi trúarbrögð og stjórn- málaskoðanir. Þetta fólk tekur saman höndum um að hjálpa nauðstöddum meðbræðrum sínum hvar í heimi, sem þeir eru í sveit settir. Og þetta kærleiks- og samúðarríka fólk leggur fram fé úr eigin vösum, gefur tíma sinn og þjónustu hug- sjónamálum Rauða Krossins til framgangs. Oft eru störf Rauða Krossins hættuleg, eins og þegar verið er að bera hina særðu af vígvöllunum. Og ekki lét starfslið "V /UÍU6AHAL IWCNNA Valdheiður Thorlakson: Píslarvottar gæfunnar Ég hafði komið til Winnipeg með systir minni, haustið 1910. Var hún eldri og mikið fróðari á alla veraldarvísu en ég. Leigði hún okkur herbergi á Agnes stræti. Þá voru engar steinlagðar götur, aðeins fjala- gangstétt og akbraut, er ekki hafði upp á annað að bjóða en hinn illræmda Manitoba Gumbo leir, er minnti helzt á svarta syndina. Var þessi akbraut oft um tveim fetum lægri en gangstéttin. En þetta var borgin Winnipeg á fyrsta tug þessarar aldar. Ekki gátum við keypt fæði þar sem við leigðum, svo við urðum kóstgangarar annarar góðrar konu, er „hélt borð- fólk“ eins og Winnipeg Islend- ingar orðuðu það. Hafði þessi matmóðir vinnukonu. Fréttist fljótt að hún ætti sér pilt, bæði fríðann og föngulegann er væri ,,dáti“. Gekk hann í blá- um buxum og hárauðum jakka og var talinn mesta djásn. Eitt kveld um haustið er ég kom í mat, sá ég þessi skötu- hjú standa við húsvegginn, ég flýtti mér inn, hengdi kápuna mína á snaga og tók mér sæti í homi fjærst frá dyrum. Er ég var ný sest hrökk stofu- hurðin upp og þar stóð vinnu- konan nokkur augnablik með afmyndað andlit og starði á alla í stofunni. Er hún kom auga á mig, tók hún undir sig stökk og hennti sér í fang mitt og brast í tryllingslegan grát. Ég fór að reyna að hugga hana og þerra tárin er hrundu í straumum niður vangana, og spyrja „hvað væri að“. Stundi hún þá því upp að dátinn hennar hefði verið að slíta trúlofun þeirra, en án hans gæti hún ekki lifað. Kom nú húsmóðirin, tók um herðar vinnukonu sinnar og hvað kveldverð bíða, svo hún skyldi hætta öllu væli og sinna verk- um sínum og var því hlýtt möglunarlaust. Er ég leit upp mætti ég eldhvössum augum frændkonu minnar, er spurði í hörðum róm, hvað ég ætlaði að verða gömul áður en ég lærði að haga mér sem viti- borin vera? Því ég hrinti ekki Rauða Krossins.á sér standa þegar þess var þörf í Kongo. En það er ekki einungis á i striðstímum að Rauði Kross- inn lætur til sín taka; hvar sem náttúruöflin herja á fólk- ið með flóðum, fellibyljum eða landskjálftum, hvar sem hungursneyð eða landfarsótt j gera vart við sig, er Rauði Krossinn reiðubúinn að veita lið og líkna hinum bágstöddu. svona bjánum frá mér? Ég seig eins og eitt stórt hrúald ofan í stólinn, fannst allir í stofunni stara á mig hörðum fyrirlitningar augum, en eng- inn leit upp, allir uppteknir að athuga sínar eigin neglur. Matur var framreiddur, eng- inn sagði orð, ég gleypti hann í mig og flýði í flýti heim í herbergi mitt. Þar gat ég ver- ið ein með þessa smán mína, sem ég gat ekki skilið í hverju var fólgin, þó að ég sýndi með- aumkun með stúlkunni. En þetta atvik hafði svo djúptæk áhrif á mína óþrosk- uðu unglingasál að fram á þennan dag hefur mér veizt örðugt með að tala um sorgir annara sem og mínar eigin. — Seinna um veturinn fór frú- in sem við leigðum hjá að „hafa borðfólk“ eða selja mál- tíðir, það var talinn gróða- vegur og brátt fékk hún sæg af fólki. Þá voru ekki kaffi- og matsöluhús á hverju götu- horni sem nú. Ekki skammt- aði hún okkur „fisk, fisk í alla mata“, eins og matseljan hennar Arnrúnar frá Felli. Nei, það var hálfhrátt svína- kjöt, úldin egg og súrt smjör. Eitt sinn hlaut ég bústinn al- fiðraðann gráan unga, sem varð til þess, ég lagði mér ekki soðin egg til munns í fleiri ár. Systir mín átti sér vinkonu, snotra stelpu, sem talin var mesta piltagull. Var hún mjög hrifin af pilti, er komið hafði frá íslandi ung fullorð- inn. Aldrei vissi ég hvaðan af landinu hann var ættaður. Hún kvað hann fagrann og föngulegann, en einn ljóður var á, hann þótti all brokk- gengur. Ræddi hún það oft klukkutímum saman, hvernig hún gæti stilt hann og tamið, því hann var sá eini sanni og rétti kavileri fyrir hennar ástríka konu hjarta Jæja — piltur sá að sér, hætti öllu drabbi, fékk sér at- vinnu sem rukkari hjá einu stóru fyrirtæki bæjarins og varð á nokkrum mánuðum fyrirmyndar borgari. En þá brá svo einkennilega við, að hann reyndist ekki girnilegur Um þessar mundir fer fram fjársöfnun starfsemi Rauða Krossins til styrktar; minn- umst' hins mikla líknarstarfs sem þessi félagssamtök hafa innt af hendi í síðast liðin hundrað ár, minnumst þess, að daglega er starfslið stofn- uninnar að líkna bágstöddum. Leggjum því góða starfi lið, gefum ríflega í reksturssjóð Rauða Krossins. lengur til ásta í augum stúlk- unnar, og fáum vikum seinna giftist hún öðrum. I milli tíð urðu þau tíðindi að piltur þessi varð einn af mörgum „kostgöngurum“ hús- móður okkar. Reyndist það rétt, þetta var laglegheita maður, hár og beinvaxinn, með dökkt liðað hár, andlitið reglubundið, stiltur vel og kurteis með afbrigðum. Skömmu eftir giftingu stúlkunnar, sat ég eitt kveld út á palli fyrir framan húsið. Júní kveldið var heitt og bjart, ég sat í forsælu, hafði náð mér í „Ljóð og Sögur“ Gests Pálssonar og nú spreytti ég mig við að læra „Á Löngu- línu“. Stúlkurnar voru farnar út með sínum sveinum, en ég hafði enga löngun til samræðu við þá er heima voru. Þá er sagt við hlið mér „þú lest Gest?“ Þar stóð Oscar, en svo var hann vanalega nefndur meðal vinnuveitenda, þá þótti fínt að afbaka íslenzku nöfn- in til hægðar auka fyrir hér- lenda. Hann sest á pallinn, dregur kné upp að höku, spennir greipar um leggi og horfir þunglyndislega á mig og segir: „Þú vissir ég var heitbund- inn B?“ „Er hún lukkuleg?" „Það tel ég víst“. „Hefur þú séð manninn?" „Nei“. „Ég sakna hennar hræði- lega. Því er fólk svona ómerki- legt? Meðan ég var drabbari, var ég svo spennandi, eftir- sóknarverður, en er ég sé að mér, er mér kastað burt sem ónýtri flík“. Allt í einu fyllast augu hans tárum, þau renna í stríðum straum niður vangana og drjúpa niður á knékollana. Ég hafði aldrei áður séð karl- mann gráta, það var sem ég stirðnaði upp þar sem ég sat, ég man mig lang- aði mikið til að segja eitt- hvað til hughreystingar en eftir átökin við vinnukonuna haustið áður hraus mér hugur, en hann batt enda á þessi vandræði mín með því að spretta á fætur, þerra af sér tárin, brosa raunalega og segja „segðu engum“, svo hljóp hann léttilega suður götuna. Vikan leið, það var kominn laugardagur, ég hætti vinnu á hádegi, kom heim í mat, þar voru margir fyrir og var piltur þessi einn þeirra. Ég tók mér sæti á bekk er stóð undir norðurvegg borðstofu beint á móti útidyrunum. Ég hafði ekki mælt orð við piltinn frá því ég varð sjónarvottur að hugarstríði hans. Nú stóð hann upp, rétti mér hendina og sagði lágt, „Vertu sæl, og líði þér ætíð vel“. Svo klapp- aði hann mér á öxlina og bætti við. „Vertu alltaf sama góða stúlkan sem þú ert í dag“. Með því snéri hann sér við Frh. i bls. 5.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.