Lögberg-Heimskringla - 21.03.1963, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 21.03.1963, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 21. MARZ 1963 7 Ferð til Vesiurheims Framhald frá bls. 5. mat og skildi eftir ólæst hótelherbergið á meðan. Ekkert var hægt að gera, til þess að fá aftur töskuna, en símað var heim eftir nýju vegabréfi og peningum, sem konan fékk nokkrum dögum seinna. Samskot fóru og fram meðal samferðafólksins, svo að konan hefði nokkra vasa- peninga eða skotsilfur til um- ráða. Nú var ekið'sem leið lá á- fram frá Chicago. Um hádegi vorum við komin inn í Wis- consin og var ekið til Madi- son, höfuðborgarinnar þar, og snæddur hádegisverður. Var okkur sagt, að í Wisconsin væru mestu mjólkurbú í Bandaríkjunum. í Madison er frægur háskóli og keypti sá skóli hið mikla bókasafn Hjartar Þórðarsonar raffræð- ings á 35Ö þúsund dali. Kváðu þar vera margar íslenzkar bækur með. Er við fórum frá Madison, var byrjað að rigna. (Ókum við nú milli maísakra og virt- ist maísinn vera þroskameiri og hærri, en við höfðum áður séð hér í álfu, og hefir það sennilega verið að þakka meira regnfalli, en austar hef- ur verið, því þar mun hafa verið mjög þurrt allt sumarið. Rigndi nú þennan dag allan, meðan við ókum milli hinna fögru skógarhæða Wisconsin og víðlendu akra. Virtist regn- ið leysa úr læðingi skáldskap- argáfu okkar landanna, því nú var byrjað að yrkja í bílnum. Aðallega vorum það við tvær konur, sem fundum þörf hjá okkur til að ríma. Set ég hér tvær vísur sem sýnishorn, sem mér duttu í hug þarna í rign- ingunni: Skógarhæðir skiftast á við skrúðgræn engi. Hér ég gæti lifað-lengi og leikið mér á fögru vengi. Það er eins og skáldaguðinn gefi vængi öllum mínum óskadraumum í Ameríku djúpu straumum. Við áðum og borðuðum síð- degis í nánd við skemmtigarð, sem nefnist Wonderland og var þar risastór mynd af Sankti Kláusi jólakarli sem auglýsing. Við fórum þar inn og tókum myndir af ýmsum barnaskap, t.d. sjálfum Sankti Kláusi lifandi í fullu geirfi, sem bjó þar í húsinu sínu, en þar bjuggu líka Mjallhvít og Rauðhetta o. fl. hver í sínu húsi. Hér sjáum við líka Ind- íánatjöld á skemmtistað. Við fórum yfir ligna og breiða á, á brú, og mun það hafa verið Wisconsin áin. Þarna höfðu Indíánar lengi hafst við og Frakkar verið fyrstu landnemarnir og sést það enn á nöfnunum. Síðdegis náðum við til Minnesota og komum um kvöldið til St. Paul og Minne- apolis, tvíburaborganna þar. Þótti okkur búsældarlegt þar í Minnesota, ekki síður en í Wisconsin, frægir akrar og stórbýli og fríðir kúahópar á beit. Einkum var fallegt lands- lag við St. Croix ána á landa- mærum þessara ríkja. Við ókum fyrst í gegnum St. Paul og síðan yfir Missi- sippiána til Minneapolis. Leizt okkur vel á þessar borgir, fannst okkur norrænn svipur yfir þeim og voru þær vel byggðar og hreinlegar. Við gistum þar á Hótel Dyckmann, sem er um 20 hæða hús. Fengum góðan beina á ítölskum matsölustað og fórum svo öll í háttinn. Horfðum um stund á sjón- varpið en ekki þótti okkur sú dagskrá merkileg og lokuðum brátt fyrir. Næsta morgun var komin sól og blíða á ný og fórum við kvenfólkið út að verzla og gerðum góð kaup, að okkur fannst. Fararstjórarnir urðu fyrir vonbrigðum hér, því þeir höfðu gert ráð fyrir að hitta Valdimar Björnsson ráðherra og þingmann, en hann var ekki heima. Um kl. 10 var enn lagt á stað og skyldi nú haldið til Winnipeg, þó með viðkomu á Mountain, hjá íslendingum þar, En nú var okkur tilkynnt, að farið yrði þar framhjá, vegna þess að tími væri orðinn naumur, að komast til Winni- peg fyrir nóttina. Urðum við að sætta okkur við það. í Norður-Dakota leizt okkur vel á búskapinn, akra, engi og kvikfénað og eru bændabýlin þar reysuleg að sjá. „Ekkert nema tómt land!“ sagði karl- inn. Hjá smábænum Erskine skall á okkur þrumuveður, með eldingum, regni og loks hagli og varð jörðin hvít í rót. Var þar á kafla ljótt að sjá kornið á ökrunum, liggja niðri eftir haglið. Má segja, að mörg sé búmanns raunin hér sem víðar. Um kl. 8V2 um kvöldið kom- um við svo til landamæra Kanada og Bandaríkjanna, í Emerson. Þeir athuguðu vega- bréfin okkar vel og vandlega og tók það töluverðan tíma. Gerðum við að gamni okkar, á meðan, og sögðum, að þeir sæu svo sjaldan fólk, að þeir vildu halda okkur sem lengst hjá sér. Loks var ekið í myrkri áleiðis til Winnipeg en brátt birtust okkur ljós framvarða hennar og þutum við áfram milli geislandi rafljósa og full eftirvæntingar síðasta spölinn til hins langþráða takmarks. Okkur fannst við vera ein- hvernveginn að komast heim, til Islendinganna, sem biðu okkar þarna úti í myrkrinu, með útréttar vinahendur. Ég minnist líka veru foreldra minna í þessari borg fyrir meir en 60 árum og alls þess, sem þau höfðu sagt mér það- an, og fannst ég í raun og veru vera að koma heim. Framhald. Gjafir Gjafir í Byggingarsjóð Hafnar Vancouver, B.C. í kjæra minningu um Stefaníu Jónsson, dáin í Los Angeles, okt. 1962, Mrs. Svana Magnússon, San Diego ! Dr. og Mrs. Ralph Thompson, Oregon Mr. og Mrs. O. W. Jónsson, Vancouver Mrs. Spencer, Burnaby Nábúar í Los Angeles Miss M. og Mrs. I. Weirick, Cincinnati Miss Josephine Shindle, San Diego Mrs. Olafia Melan, Abbotsford, B.C. 5.00 10.00 10.00 5.00 5.00 10.00 10.00 10.00 5.00 100.00 50.00 20.00 70.50 10.00 200.00 Mr. og Mrs. Herman John- son, White Rock, B.C. 100.00 Mr. og Mrs. J. B. Johnson, Winnipeg 10.00 Mr. og Mrs. J. H. Johnson, Saskatoon 20.00 Mrs. Guðrún Thorsteinson, Victoria 10.00 í minningu um eiginkonu — Margretu Mr. Oli Anderson, Vancouver 100.00 í minningu um eiginkonu — Hermínu Mr. Laugi Jacobson, Vancouver 100.00 Með þakklæti frá stjómar- nefndinni Emily Thorson, féhirðir Ste. 103 — 1065 W. Uth Ave. Vancouver 9. Um Margaret J. Norman Eining 3.00 Mr. og Mrs. S. H. Christianson 5.00 Runy Olson 2.00 Hilda og Paul Olson 2.00 Norma og Harold Skindlo 2.00 Inga og Joe Straumfjord 2.00 Mr. og Mrs. B. O. Johannsson 3.00 Um Christopher Eric Reep Eining 3.00 Um Byron A. Samuelson Eining 3.00 Vestri 5.00 Mrs. Halldora Bjornson, Vancouver Mr. A. E. Eggertson, Winnipeg Scandinavian Business Mens' Club Mr. og Mrs. Olgeir Gunn- laugson, Vancouver Raffle — gefin af Mr. Amunda Johnson, Vanc. Mr. Th. Gislason, Vancouver Mr. og Mrs. S. Sigmund- son, Vancouver Minningarsjóður Einingar jan- úar 1. til desember 31. 1962. f minningu um Susan og Sandra Anthony Eining Um Rury Bergstrom Eining Um Baldur Einarsson Eining Mr. og Mrs. J. Magnusson Lillie Palmason $3.00 3.00 3.00 2.00 2.00 3.00 3.00 Um August P. Goodman Eining Um Christian K. Goodman Eining Um Rannveigu Veru Heidman Eining 3.00 Mr. og Mrs. J. Magnusson 2.00 Lillie Palmason 2.00 Um Mrs. Helgu Johnson Eining 3.00 Vestri 5.00 Bertha Brevig og Mildred Middal 5.00 Mr. og Mrs. K. Thor- steinson 3.00 Mr. og Mrs. S. H. Christianson 3.00 Mrs. Anna Hanley 5.00 Mrs. Margaret George 1.00 Mrs. Dora Cheever 2.00 Um Guðbjart Kárason Mr. og Mrs. J. Magnusson 3.00 Miss Ethel Vatnsdal 5.00 ^penhagen Heimsins bezto munntóbak Mrs. Mildred Middal 3.00 Dr. og Mrs. Edward Palmason 5.00 Um Mrs. Mamie Westlund Mrs. Inga Skonseng 3.00 Áður auglýst Alls $102.00 1919.50 Allc m Borgað til Stafholts í allt 190(100 í sjóði 31. des. 1962 $121.50 Lillie Palmason, féhirðir. LETTEP, FROM OTTAWA WALTER L. GORDON Það sem mest kallar að á næstu fáum árum er þörfin að útvega atvinnu fyrir þá, sem ekki hafa hana nú, og fyrir hundruð þúsundir námsfólks, sem mun útskrifast úr skólum okkar og háskólum. Það þurfa engar get- gátur um þetta, það þarf aðeins að kasta tölu á fólkið. Við vitum að, að meðal tali þarf vinnu fyrir 250,000 manns á hverju hinna næstu fjögurra ára. Þetta er 2Vz sinnum fleiri að meðaltali en fengu atvinnu á hverju hinna síðustu sex árum. Þetta er hið mikla vandamál. Hvernig eigum við að greiða úr því? Við þessu er ekkert kynjaráð. Hærri tollar er ekki úrlausnin. Afnám tolla ekki heldur. Vandinn er flókn- ari en það. Það þarf að rannsaka málið niður í kjölinn, iðnaðargrein eftir iðnaðargrein. Hér er yfirlit yfir ráðagerð Liberal flokksins: 1. — Fyrst af öllu verðum við að styðja og örfa iðnaðar- greinar Kanada. Hin nýja Liberal stjórn mun stofna Department of Industry í Ottawa. Þessi stjórnardeild hefir það hlutverk að rannsaka hvernig iðnaðarfyrir- tæki geta framleitt meiri vörur fyrir erlenda eða inn- lenda markaðinn án þess að kostnaður hækki um of. Þetta verður gert með aðstoð vinnuveitenda og verka- lýðsfélaga, sem hlut eiga að máli. Verkefni nýju iðnaðardeildarinnar verður að hvetja til stofnunnar nýrra fyrirtækja og stækkunnar þeirra, er nú eru rekin. Félögunum til örvunar, verður þeim boðin sérstök skatta ívilnun til að auka útfluttnings- vörur og stofna ný iðnaðarfyrirtæki í þeim hlutum landsins þar sem sérstaklega er lítið um atvinnu. 2. — Athuga verður og greiða úr vandamálinu með tilliti til héraða engu síður en landsins í heild. Ef Liberal stjórn er kosin verður þetta í höndum stjórn- arskrifstofu, sem hefir umboð að rannsaka og hvetja til framkvæmda á þeim svæðum landsins, sem eru í efnahagslegum vanda. 3. — Ný Liberalstjórn mun stofna Municipal Develop- ment and Loan Fund. Með samþykki fylkja er hlut eiga að máli er ætlunin að veita sveitafélögum lán með lágum vöxtum, svo að þau geti hafist handa við opin- ber verk og þjónustu, sem þörf er á. Þetta getur átt við skóla, spítala, forræsakerfi, vegabætur, eða upp- byggingar fátækrahverfa eða annara niðurníddra svæða. Endurbætur sem þessar munu gera borgir okkar, þorp og sveitir að betri stöðum til að búa í og ala upp börn okkar. Ef við framkvæmum þetta hefir það í för með sér meiri rekstur í byggingaiðnaðinum og þarafleiðandi meiri atvinnu. Þetta er æskilegra en að sjá fyrir fólki með opinberum styrk, og þegar.til lengdar lætur kostn- aðarminna. 4. — Fjórða, er vandinn að útvega stofnfé fyrir ný fyrirtæki og til stækkunnar annara. Ákjósanlegust eru einka fjárframlög á venjulegan hátt. En þar sem það er ekki mögulegt verður að finna annan veg. í þeim tilgangi mun ný Liberalstjórn mynda National Develop- ment Corporation, sem í samvinnu við stækkaðan Industrial Development Bank myndi geta veitt aðstoð til framfara í allskonar iðnaðarfyrirtækjum. The National Development Corporation myndi verða rekið að nokkru leyti með sparifé fjölda margra Kanada- manna, og óbeinlínis vegna þeirra af lífsábyrgðarfé- lögum og eftirlaunasjóðum. Að nokkru leyti, ætti það að vera rekið með stjórnarlánum, eða veðbréfum, sem stjórnin ábyrgist. 5. — Nýjar uppfinningar og ný tækni geta bætt hag mannkynsins stórlega, en hafa í för með sér að ýmis- konar iðnaðaraðferðir verða úreltar, og sumt fólk miss- ir atvinnu sína. Margir aðrir óttast um vinnu sína meir en áður. Þetta er eitt af vandamálum nútímans. Eftir stríðið var mikið gert að því að kenna fólki nýjar atvinnugreinar og að taka að sér störf á ný í borgara- lífinu. Þörf er á því sama nú. Ný Liberal stjórn mun starfa með vinnuveitendum og verkalýðsfélögum að því að stofna til námskeiða í þeirri trú, að betra sé heilt en vel gróið. Þetta gefur mönnum og konum kost ó að læra nýjar atvinnugreinar áður, ekki eftir, að at- vinna þeirra er í hættu vegna nýrrar tækni eða annara breytinga. 6. — Að lokum, ný Liberal stjórn mun eiga samvinnu við önnur lönd í frjálsa heiminum — að meðtöldum vinum okkar í Bretlandi og Bandarikjunum — um að finna veg til að auka viðskipti. Þetta er nauðsynlegt fyrir mikla viðskiptaþjóð eins og okkar, þar sem at- vinna eins af hverjum fimm Kanádamanna hvílir á sölu varnings okkar til útlanda. Við megum ekki' við því lengur að setja hjá meðan aðrar þjóðir endur- skipuleggja viðskiptakerfið. Þetta eru sex atriði í yfirgripsmikilli áætlun um út- þenslu kanadíska iðnaðarins og um meiri atvinnu. Einu fleira atriði ætti að bæta við til þess að gera þessa áætlun virka. Og það er, að stjórnin viti hvert hún er að fara að hún sé reiðubúin að taka ákvarðanir og hafi einbeitni og orku til að framfylgja stefnuskrá sinni til hlýtar. Liberal stjórn undir forystu Mr. Pearson er þesskonar stjórn.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.