Lögberg-Heimskringla - 21.03.1963, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 21.03.1963, Blaðsíða 5
/ LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 21. MARZ 1963 5 Leskaflar í íslenzku handa byrjendum Prof. Haraldur Bessason Prof. Richard Beck, Ph.D. XXXVI We shall now consider the indefinite pronouns enginn and engin (no one, nobody, none, no), and ekkeri (nothing). They are declined in full as follows: b Masc. Fem. Neut. Nom. enginn engin ekkert Acc. engan enga ekkert Dat. engum engri engu Gen. einskis engrar einskis Nom. engir engar engin Acc. enga engar engin Dat. engum engum engum Gen. engra engra engra Translate into English: Enginn var heima, og þessvegna sá ég engan í húsinu. Hann sagði engum frá ferðinni, sem var til einskis. Engir ferða- menn komu hingað í gær, og ég hitti enga þeirra, sem komu í fyrradag. Engin flugvél fer til Ameríku á morgun. Jón á enga systur. Engar nýjar bækur eru í bókabúðinni, en ég kaupi engar gamlar bækur. Hann sagði ekkert, og svaraði engu, sem ég spurði hann. Allt eða ekkert. Engin börn fóru á skóla í dag, vegna illviðrisins, og ekkert þeirra gat farið á bíó um kvöldið. Engum skipum var leyft að fara úr höfninni. Þóra Marta Stefánsdótlir: Ferð til Vesturheims í júlí og ágúsl 1962 Vocabulary: allt, all, everything á. own, possess, pres. tense sing. of að eiga, here: has á bíó, to a movie, show bækur, books, nom. and acc. plural of bók. a book bókabúðinni, the bookstore, dat. sing. of bókabúð, a bookstore fer, goes, pres. tense sing. of að fara, here: will go, as present is often used to refere to future frá, from, about frá ferðinni, about the journey, trip gamlar, old, acc. plur. fem. of gamall gat farið, could go hitti, met, met with, lst. pers. sing. past tense of>-að hitta, to meet, meet with, also may mean, t.o hit höíninni. the harbor, dat. sing. fem. of höfn, harbor illviðrisins. the bad weather, storm, gen. sing. og ill- viðri Píslavoliur Frá bls. 4. gekk hratt út og hvarf mér út í bjartann sólríkann júní daginn. Hann kom ekki heim um kveldið, enginn okkar tók eft- ir því. Næsta morgunn veittu allir sér þá unaðsemd að sofa frameftir, því þá var sunnu- dagur, eini hvíldardagur vik- unnar. Um níuleytið hrukku allir upp við þung högg á framdyra hurð. Húsbóndinn skreið í buxurnar og þaut ofan stigann með ramm íslenzkt blótsyrði á vörum, en er út kom köfnuðu þau í hálsi hans, því þar stóðu tveir risavaxnir lögregluþjónar, spurðu hvert umræddur piltur teldist þar til heimilis. Er því var játað. var honum skipað að fylgja þeim áfram á lögreglustöð og líta á lík, er þar væri, til að ganga úr um skugga hvort þar í. with dat. í fyrradag, day before yester- day kaupi, buy, pres. tense sing. of að kaupa, to buy komu. came, past tense plur. of að koma, to come leyft, permitted, past, par- ticiple of að leyfa, to permit, allow nýjar, new, acc. plur. fem. of nýr sagði, told, past tense sing. of að segja. to tell sá. saw, past tense sing. of að sjá, to see sem, which spurði. asked, past tense sing. of að spyrja, to ask svaraði, answered, past tense sing. of að svara, to answer til einskis, in vain, useless um kvöldið, in the evening úr. out of, from vegna, because of, with gen. þeirra, of those þessvegna, therefore lægi ekki hinn rétti Oscar. Hann hafði fundist örendur í rúmi eins gistihúss borgarinn- ar með kúlugat á gagnauga. Allir reikningar og peningar viðkomandi atvinnu hans láu í röð og reglu á náttborðinu ásamt miða þess efnis „Að lífið væri ein kvöl, því heppilegast að enda það“. Hann var jarðsunginn frá útfararstofu Bardals á þjóð- hátíðardag Kanada, að fáum viðstöddum, flestir uppteknir við að skemmta sér á þeim helgidegi. Síðan hafa ýmsir volaðir einstæðingar grátið munaðar- leysi sitt við öxl mína. Aldrei hefur mér fundist persónu- gildi mitt rýrna við það, því ,,hver skýra kann frá prísund, og plágum öllum þeim, er píslarvottar gæfunnar, líða hér í heim“. Fró Arborg Ársfundur Þjóðræknisdeild- arinnar ,,Esjan“ var haldinn þann 3. febrúar á heimili Her- manns og Guðrúnar Jónasson í Arborg. Fundinn sátu 22 meðlimir, en meðlimatala Esjunnar fyrir árið 1962 var 108. Forseti, Gunnar Sæmund- son setti fundinn. Síðasti fundagjörningur var lesinn og því næst ýmsar skýrslur. Bókanefnd hafði tvo sér- fundi á árinu. Bækur voru lagaðar og bundnar eftir þörf, 28 bækur eru í pöntun. 58 heimili notuðu safnið á síðast liðnu ári og voru alls 1450 bækur lánaðar út. Samkomunefnd gaf sína skýrslu. Tveir aukafundir voru haldnir. Annar til að ráð- stafa móttöku íslenzka ferða- fólksins sem heimsótti Arborg 7. ágúst. Stóð Esjan fyrir mál- tíð sem þeim var veitt, og stuttri skemmtiskrá í því sam- bandi. Mælti forseti Esjunnar, Gunnar Sæmundson fyrir hennar hönd, en séra Bragi Friðriksson fyrir hönd ferða- fólksins. Var viðdvölin, því miður, aðeins stutta stund. Islenzk samkoma var haldin í kirkju Sambandssafnaðar í Arborg, 2. nóvember. Voru þar á skemmtiskrá góðir gestir — prófessor Richard Beck og frú Margrét kona hans, prófessor Haraldur Bessason og frú Hólmfríður Danielson. Fluttu prófessorarnir ræður en frú Margrét sýndi skuggamyndir af íslenzku landslagi, með skýringum. Frú Hólmfríður Danielson las upp þrjú kvæði. Einnig flutti Randy Sigurd- son fiolin solo með aðstoð móður sinnar, Mrs. Magneu Sigurdson við píanóið. Sam- komunni stýrði forseti Esj- unnar. Að lokinni skemmti- skrá var öllum veitt kaffi. Tillaga var gerð viðvíkjandi því að borga skyldi $10.00 árs- gjald til Skógræktarfélags Is- lands. Hefur deildin verið meðlimur þess í nokkur ár. Embættismenn Esjunnar fyrir árið 1963 eru þessir: Forseti — Gunnar Sæmund- son Ritari — Aðalbjörg Sigvalda- son Féhirðir — Herdís Eiríksson Fjármálaritari — Gunnlaugur Oddson. Bókanefnd og samkomu- nefnd voru endurkosnar í einu hljóði. Erindrekar sem kosnir voru til að fara með atkvæði Esj- unnar á þjóðræknisþinginu í Winnipeg, febrúar 18—20, eru: Guðrún Magnússon Guðrún Jónasson Inga Hólm Björgvin Hólm Herdís Eiríksson Gestur Pálsson, 1. kafli Það var glaður og vongóður hópur, sem lagði á stað frá Reykjavíkurflugvelli kl. 11% e.h. hinn 30. júlí s.l. með einni flugvél Loftleiða, „Leifi Ei- ríkssyni“. Heppni hlaut að fylgja „Leifi heppna“ og við vorum örugg um að ferðin myndi ganga vel. Samt er nú alltaf dálítið „spennandi“ að fljúga, því auðvitað getur allt skeð. En sem sagt, allír voru glaðir og ánægðir og væntu sér góðs af ferðinni. Ekkert sögulegt bar til tíðinda yfir hafið. Við blunduðum af og til en litum þess á milli út um gluggana, á stjörnubjartan himinn ofan við okkur, en skýjahaf undir. Komið var við í Goose Bay (Gæsaflóa) í Labrador, en brátt haldið á- fram suður á bóginn og lent í New York kl. 7 um morgun- inn, 31. júlí (New York tíma). Okkur gekk fljótt og vel að komast í gegnum „nálarauga“ tollvarðanna og vegabréfa- skoðunina og stigum því næst upp í stóra bifreið, sem flutti okkur til Wellington hótels, sem er á Manhattan. Er það 28 hæðir. Við vorum 42, sem þátt tóku í þessu ferðalagi, sem heitið var fyrst og fremst til Winni- peg og Islendingadagshátíðar- innar á Gimli, 6. ágúst. Því- næst skyldi haldið áfram vest- ur til Seattle og Vancouver. Flest allt þetta fólk ætlaði að hitta skyldfólk og vini í þess- ari ferð, sem það hafði flest aldrei séð. Um 12 manns héldu áfram með fararstjóranum og átti sá hópur að koma heim til Reykjavíkur aftur innan þriggja vikna. Hinir 30 ætluðu að dvelja lengur vestra. Ferðaskrifstofan „Sunna“ í Reykjavík gekkst fyrir þessari ferð og voru fararstjórarnir tveir fyrst um sinn. Það var forstjóri ferðaskrifstofunnar Guðni Þórðarson og séra Bragi Friðriksson. Eftir stutta hvíld í hótelinu, og er við höfðum neytt há- degisverðar, var ekið með okkur ofan að ferjuskipi, sem fór með okkur kringum Man- hattaneyjuna og tók það ferðalag 3 kl. tíma. Þótti okk- ur skýjakljúfarnir mikilfeng- legir en hrifnust var ég af Frelsisstyttunni miklu. Á eftir gengum við í gegn- um borgina og um kvöldið fórum við að sjá sýningu í Radio City Hall, sem mun vera stærsta kvikmyndahúg í heimi. Árla næsta morgun var lagt á stað í „Greyhound" bíl og ekið sem leið liggur út úr borginni miklu, gegnum Lin- Einnig voru nokkrir kosnir til vara. Að loknum fundar- störfum sýndi frú Herdís Ei- ríksson íslenzkar landslags- myndir með skýringum. Voru colngöngin, sem liggja undir Hudsonfljótinu og eru hið mesta mannvirki. Ókum við í gegnum New Jersey og svo inn í Pennsylvaniu. Heitir þjóðvegurinn þar „Turnpike" og er auðvitað steyptur og mjög breiður og góður. Skógi vaxnar hæðir og fjöll er það, sem ber mest 'á í Pennsyl- vania og lá vegurinn stundum eftir jarðgöngum í gegnum fjöllin. Einnig eru þar miklar brýr. Um kvöldið komum við til Pittsburg og gistum þar í Sheraton hóteli, en borðuðum kvöldverð á ítalskri matstofu og var hann vel úti látinn. Snemma næsta morgun ókum við á stað í nýjum bíl áfram eftir Turnpike veginum í glaða sólskini, en það hafði fylgt okkur frá því við kom- um til New York. Komum við á matsölustöðum við veginn og borðuðum eftir þörfum. Þótt heitt væri úti, leið okkur vel í bílnum og eins á hótel- unum, því alstaðar var loft- kæling í gangi eða aircondi- tion, eins og það mun kallað á ensku. Bílarnir voru líka mjög þægilegir og fólkið kátt og sungum við mikið íslenzk og útlend lög, því það er siður okkar landanna, hvar sem við förum. Bílstjórarnir voru mjög liprir og viðfeldnir og sögðu fararstjórunum ýmis- legt fróðlegt um landið og staðina, sem við fórum um, en þeir þýddu það á íslenzku í hátalarann, jafnóðum. Brátt var komið að landa- mærum Pennsylvania og II- linois og ekið gegnum tollhlið. Breyttist þá landslagið og minnkuðu skógar og hæðir, en sást meira af ökrum og víkk- aði sjóndeildarhringurinn. Sífellt hækkar maísinn á ökrunum, eftir því, sem vest- ar dregur, enda erum við nú í kornforðabúri Bandaríkj- anna. Við ókum eftir vestur- strönd Michiganvatnsins og komum svo í myrkri um kvöldið til Chicago. Þar var gist í stóru hóteli og mættu þar nokkrir íslend- ingar, sem þar eru búsettir. Sumt úr hópnum þekkti þetta fólk og sat það saman að sumbli fram eftir, en aðrir gengu til náða. Næsta morgun var svo lagt á stað á ný, en þá kom í ljós, að ein af ferðafólkinu, kona frá Reykjavík, hafði orðið „gangsterunum“ í Chicago að bráð, því að þeir stálu frá henni handtösku hennar með öllum ferðapeningunum og vegabréfinu, á meðan hún skrapp ofan að borða morgun- Frh. á bls. 7. það litmyndir (slides) sem hún eignaðist er hún ferðaðist um ísland fyrir nokkrum ár- um. Að lokum var öllum skenkt kaffi.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.