Lögberg-Heimskringla - 21.03.1963, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 21.03.1963, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 21. MARZ 1963 Úr borg og byggð Fyrirlesíur Hinn kunni jarðfræðingur dr. Sigurður Þórarinsson flyt- ur fyrirlestur um Öskju og Dyngjufjöll á vegum Þjóð- ræknisdeildarinnar „Frón“ n.k. mánudag (25. marz) kl. 8.30 e.h. í nýja salnum í Fyrstu Lútersku kirkju á Sargent og Victor. Einnig mun doktorinn sýna skuggamyndir (slides) og stutta kvikmynd. Þar sem allmargir áhuga- menn um jarðfræði, bæði frá Manitobaháskóla og annars staðar úr borginni hafa farið þess á leit við stjórnarnefnd ,,Fróns“ að fá að sækja téðan fyrirlestur, hefir dr. Sigurður góðfúslega fallizt á að flytja hann á ensku. Frónsmenn og aðrir eru beðnir að fjölsækja þennan fyrirlestur. Aðgangur er ókeypis, en samskot verða tekin. Að loknum fyrirlestri verður borið fram kaffi í neðri sal kirkjunnar. Stjórnarnefnd Fróns. ☆ Smorgasbord sponsored by the Women’s Auxiliaries of First Lutheran Church, 580 Victor Street, in aid of the Parish Hall Building Fund, will be held in the auditorium of the church and in the Parish Hall, on Saturday March 23 from 5 p.m. to 8 p.m. ☆ Leiðrétling Um leið og við þökkum hjartanlega íslendingafélag- inu í Chicago fyrir að senda okkur sjö nýja áskrifendur biðjum við afsökunnar á, að línur brengluðust í vísú Davíðs Stefánssonar, Þorra- blót, er birtist í hátíðarblaði L.-H. 31. janúar, en hún er svona: Hljóðs bið eg þá, sem mig heyra og sjá. Blóta vilja enn hinir beztu menn. Því skal þetta mót vera Þorrablót. Blessi ginnhelg goð vort gestaboð. ☆ Athygli er hér með dregin að því að nokkur eintök af hinni vinsælu bók Sigur um Síðir eftir séra Sigurð Ólafs- son hafa verið send hingað frá Islandi. Þar sem upplagið er sent var í desember mánuði seldist strax. Æði margar pantanir eru fyrir hendi og upplagið sem hér er, er mjög takmarkað, væri því heppilegt fyrir þá er hafa hug á að eignast bókina að senda pant- anir sem fyrst. Verð í bandi $3.00. Umsjón á sölu hafa: Mrs. H. A. Austman Box 317 Arborg, Man. Mr. S. O. Bjering 322 Borebank St., Winnipeg Mr. Gestur Johannsson Box 523 Selkirk, Man. Dánarfregnir Thorsteinn O. Thorsteinson, 109 Riverbend Cresc., St. James, lézt 13. marz 1963 á Almenna spítalanum í Winni- peg, 65 ára að aldri. Hann var fæddur að Willow Island, Man., en átti heima í Winni- peg sl. 40 ár; hann var Loco- motive Engineer hjá Can. National Raliways. Hann lifa kona hans, Berta; tvær dætur, Mrs. Saul Bissky (Violet) í Edmonton og Mrs. Gordon R. Begley (Edythe) í Tacoma, Wash.; átta barnabörn; einn bróðir Eyvi Thorsteinson í Westbourne, Man. og tvær systur, Mrs. Thomas Adams í Vancouver og Miss Bina Thor- steinson í Portage la Prairie. Útförin frá Bardal; séra Philip M. Pétursson jarðsöng. ☆ Bjarni M. Loftson, níræður, andaðist 14. marz 1963 að Lundar, Man. Hann lætur eftir sig fimm dætur, Mrs. F. Einarson, og Mrs. M. Bjorn- son að Lundar, Man., Mrs. F. Treanor í Cooks Town, Ont., Mrs. M. Thompson í Vancou- ver og Mrs. B. Dudar í Winni- peg; þrjá syni, Barney, Mundi og Konrad, allir búsettir í Winnipeg; 24 barnabörn. Út- förin frá lútersku kirkjunni að Lundar. ☆ Kristján Jóhannes Björnson, 79 ára, lézt 16. marz á Gimli spítalanum. Hann var fæddur í Riverton, bjó þar alla sína æfi, var jarðsunginn frá lútersku kirkjunni og lagður til hvíldar í grafreit byggðar- innar. Hann lifa tveir bræður, Emil og Alexander; tvær syst- dr, Mrs. Jónína Rocket og Mrs. G. E. Johnson (Sigríður) öll búsett í Riverton; tvær uppeldissystur, Mrs. Emily Helgason og Mrs. Guðbjörg Gray, báðar í Winnipeg. ☆ Stefán Jóhannson (Johnson), 93 ára, dó að Deer Lodge spít- alanum 17. marz 1963. Hún- vetningur að ætt. Hann átti lengi heima í Glenboro, en síðan 1920 í Winnipeg. Hann var í herþjónustu í fyrri heimsstyrjöldinni og missti í þeim hildarleik son sinn. Hann lætur eftir sig tengda- son, Lorne Lyndon og einn dótturson, Ralph. Útförin frá Bardals, séra Philip M. Pét- ursson jarðsöng. ☆ Miðvikudaginn 27. febrúar 1963, andaðist á elliheimilinu „Stafholt“, að Blaine, Wash. öldungurinn Sigurjón Björns- son, rúmlega 90 ára að aldri, MESSUBOÐ Fyrsta lúterska Idrkfa St. V. J. Eylands. Dr. TheoL Heimili 686 Banning Street. Sími SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku: kl. 9.45 f. h. 11.00 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h. ágætur félagsmaður og sann- ur íslendingur. Hann var jarðsunginn, laug ardaginn 2. marz frá útfarar- stofu McKinney, Blaine, Wash., að viðstöddu mörgu fólki. Séra Guðmundur P. John- son og séra Albert E. Krist- jánsson, töluðu yfir moldum þessa merka sæmdarmanns. Hans verður nánar minnst síðar í Lögberg-Heimskringlu. G.P.J. ☆ Civil Defence says: — If you are evacuated yóu will be sent to a selected Wel- fare Centre. It may suit you better to go to friends or rela- tives. Make these arrange- ments now. Fréttir frá íslandi Prá bls. 1. Flóð í Blöndu u Blanda í Langadal hefir að undanförnu flætt mjög yfir bakka sína, og hefir öll um- ferð um dalinn teppzt af henn- ar völdum. ☆ Merkur borgari látinn Nýlega er látinn Hallgrímur A. Tulinius stórkaupmaður í Reykjavík. Hann var fæddur á Eskifirði 14. febrúar 1896 og því rúmlega 67 ára gamall. ☆ Merks vísindamanns minnzt Nýlega var afhjúpuð á til- raunastöðinni á Keldum mynd úr eir, gerð af Siglarjóni Ólafs- syni af dr. Birni heitnum Sig- urðssyni frá Veðramóti og stofnanda stöðvarinnar, en dr. Björn var einn af fremstu vísindamönnum í vírussjúk- dómum, sem Islendingar hafa nokkurn tíma átt. Styttan var ---------------------------' > afhjúpuð sunnud. 3. marz, en sá dagur var afmælisdagur dr- Björns og þann dag hefð| hann orðið fimmtugur, hefð' honum enzt aldur. Ekki er ráð nema í tíma se tekið. Árnaðaróskir Undirriiaðir hafa seni Lögberg-Heimskringlu kveðj- ur og afmælisgjafir í lilefni 75 ára afmælis Lögbergs. Heill sé beim! The Sigmars, Camas, Kelso and Vancouver Dr. B. T. H. Marteinsson, > 925 West Georgia Street, Vancouver, B.C. Mrs. Leonard Olson, 519 South Third Street, Stillwater, Minnesota Metropolifan Corporation of Greater Winnipeg CIVIL DEFENCE For the past several weeks this news- paper has been publishing Civil Defence hints and is continuing to do so. This has been done as a public service, which is gratefully acknowledged. Have you taken advantage of these hints and made a survival plan for your family? Have you obtained your copy of "Eleven Steps to Survival" and other pamphlets? If not, you may do so now by contact- ing: METROPOLITAN CIVIL DEFENCE 1767 PORTAGE AVENUE, ST. JAMES, WINNIPEG 12. TUrner 8-2351 ÞJÓNAR Á SVO MARGAN HÁTT The Red Cross leitar til yðar Mannúðarstörf Red Cross eru komin upp á örlæti yðar. Dollarar yðar veita og halda uppi hinni nauðsynlegu Red Cross þjónustu og skipulagningu í yðar umhverfi. Á þessu ári — hugsið um á hve margan hátt Red Cross aðstoðar yður og nágranna yðar — og ráðgerið svo fjárframlag yðar og loforð eftir því sem efni yðar leyfa. Rausnarleg fjárveiting mun gera svo mikið fyrir svo marga á árinu 1963. Red Cross þorfnast aðstoðar yðar nú

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.