Lögberg-Heimskringla - 23.05.1963, Side 2
2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. MAÍ 1963
Leskaflar í íslenzku
handa byrjendum
Prof. Haraldur Bessason
Prof. Richard Beck, Ph.D.
XLIV
Two of the six irregular masculine nouns of the strong
declension will now be considered, namely: faðir (father)
and bróðir (brother).
Nom. Sing. faðir
Acc. föður
Dat. föður
Gen. föður
Nom. bróðir
Acc. bróður
Dat. bróður
Gen. bróður
af skólanum, from school
áít heima, lived, resided, past
tense plur. of að eiga
heima
áður, before
brautskráðir, graduated, past.
part, plur. masc. of að
braulskrá (to graduate)
bráðum, soon
einhverntíma, sometime, some
day
eins og, as
fagurt, beautiful, neut. sing.
of fagur
feðga, father and son, gen.
plur. of feðgar
íorfeðra, forefathers, an-
cestors, gen. plur. of for-
faðir
í morgun, this morning
í póstinum, in the mail
Jóns, John’s, of John, gen.
sing. of Jón
Nlðurlag.
Næst vil ég nefna tvo merka
Borgfirðinga, er létust með
stuttu millibili, þá Kristján
Fr. Björnsson á Steinum í
Stafholtstungum og Magnús
Jakobsson á Snældubeins-
stöðum í Reykholtsdal.
Kristján dó 21. apríl 1962,
en Magnús þann 24. sama
mánaðar, báðir af hjartabilun.
Þeir voru báðir búnir að ljúka
miklum dagsverkum. Voru
helztu húsasmiðir háraðsins
um langt skeið og unnu saman
að helztu stórbyggingum sam-
hliða því að reka búskap á
jörðum sínum. Báðir voru
þeir mjög vel látnir af öllum
er kynntust þeim og hinir á-
gætustu menn.
Kristján var einn af hinum
Plur.
feður
feður
feðrum
feðra
bræður
bræður
bræðrum
bræðra
kemur, comes, pres. tense 3rd
pers. sing. of að koma
landnámsmanna, settlers, gen.
plur. of landnámsmaður
með, with
meir en, more than
meirihluti, greater part,
majority
Noregs, Norway, gen. of Nor-
egur
sama, same
sínum, his
til, to (with genetive)
tilkomumikið, grand, impres-
sive, neut. sing. of til-
komumikill
ungur, young, nom. sing.
masc.
upprunalega, originally
vinar, friend’s, gen. sing. of
vinur
þeim bræðrum, the brothers
merku Svarfhólssystkinum,
sonur Þuríðar Jónsdóttur og
Björns Ásmundssonar er lengi
bjuggu á Svarfhóli. En Magn-
ús var sonur Varmalækjar-
hjónanna Herdísar Sigurðar-
dóttur og Jakobs Jónssonar er
lengi bjuggu á Varmalæk
með miklum myndarbrag. Nú
eru þeir tveir eftir á lífi af
Varmalækjarsystkinum. Jón á
Varmalæk og Björn, sem er
kennari við héraðsskólann í
Reykholti. Magnús var einnig
lengi þúinn að vera smíða-
kennari þar á vetrum.
Báðir létu þeir Kristján og
Magnús eftir sig konu og
uppkomin börn og hóp af
barnabörnum. Oddur sonur
Kristjáns býr á Steinum og er
hreppstjóri eftir föður sinn.
En þrír synir Magnúsar hafa
heimili sín á Snældubeins-
stöðum. Einn þeirra starfar að
bílrekstri, en tveir búa á
jörðinni. Rannveig Oddsdótt-
ir, ekkja eftir Kristján, er á
Steinum hjá Oddi syni sínum
og konu hans Laufeyju Pét-
ursdóttur, Kristjánssonar frá
Guðnabakka.
Sveinssína ekkja eftir
Magnús á Snældubeinsstöðum
er hjá Helga syni sínum á
Snældubeinsstöðum. H a n n
tók þar við búi föður síns, og
er trúlofaður Ragnhildi Gests-
dóttur frá Giljum í Hálsa-
sveit.
Jón Böðvarsson, fyrrum
bóndi í Grafardal varð bráð-
kvaddur 15. janúar s.l. Jón
var sonur Böðvars Jónssonar
er lengi bjó á Kirkjubóli í
Hvítársíðu, og fyrri konu hans
Kristínar Jónsdóttur, albróðir
Guðmundar skálds á Kirkju-
bóli og Þorsteins núverandi
bónda í Grafardal.
Hann var hinn mætasti
maður. Starfsmaður mikill,
stilltur, prúður og greindur
vel. Hann bjó allan sinn bú-
skap í Grafardal á móti Þor-
steini bróður sínum. En hann
missti konu sína Salvöru
Brandsdóttur frá Fróðastöð-
um frá fjórum ungum börn-
um þeirra og bar aldrei sitt
barr eftir það áfall. Börn
þeirra fjögur eru nú öll upp-
komin. Jón var jarðaður í
Síðumúl við hlið konu sinnar.
Jakob Guðmundsson frá
Húsafelli dó á elliheimilinu
Grund í Reykjavík þann 8.
febrúar s.l. Hann var búinn
að vera lengi rúmliggjandi.
Ásgeir Jónsson frá Hjarðar-
holti í Stafholtstungum dó á
Akranesi í febrúar. Hann var
lengi bóndi á Haugum í Staf-
holtstungum og- var talinn
einn slyngasti hestamaður
héraðsins á sínum beztu ár-
um. Hann lætur eftir sig konu
og eina dóttur, sem er gift og
á eitthvað af börnum. Kona
Ásgeirs var Marta frá Eski-
holti, Oddsdóttir.
Björn Ivarsson dó 1. apríl á
elliheimilinu Grund í Reykja-
vík, úr innflúensu. Hann var
lengi bóndi í Steðja í Flóka-
dal og við hann kenndur,
sonur ívars Sigurðssonar og
konu hans Rósu Sigurðardótt-
ur, er lengi bjuggu á Snældu-
beinsstöðum í Reykholtsdal.
Björn bjó lengst af með ráðs-
konu, er Pálína heitir, Sveins-
dóttir og átti með henni tvo
syni, sem báðir eru mennta-
menn. Ivar kand. mag. og
Kristinn sálfræðingur. Pálína
er á elliheimilinu Grund, far-
in að heilsu.
Björn var sterkur persónu-
leiki og sérkennilegur maður,
greindur, spurull og minnug-
ur, hreinlátur og hreinskipt-
inn í bezta lagi.
Pálfríður Pálsdóttir Blön-
dal, kona Páls Blöndal í
Stafholtsey, lézt 1. apríl af
hjartabilun. Hún var Vest-
firðingur að uppruna, mikils
álits- og myndar kona. Einka-
dóttir þeirra hjóna Sigríður
býr nú í Stafholtsey með
manni sínum Sigurði Sigfús-
syni. Páll er orðinn bilaður á
heilsu og lítt vinnufær.
Brynjólfur Bjarnason bóndi
í Króki í Norðurárdal dó í
nóvembermánuði 1962. Hann
var ekkjumaður og átti upp-
komin börn.
Þetta er orðin svo löng upp-
talning, að ég verð að láta hér
staðar numið að sinni.
Við fráfall Jóns Steingríms-
sonar sýslumanns tók hér við
sýslumannsstarfinu Ásgeir
Pétursson, sonur Péturs heit-
inns Magnússonar frá Gils-
bakka, sem var ráðherra um
skeið.
Séra Bergur Björnsson frá
Miklabæ í Skagafirði er nú
farinn frá Stafholti, en þar
var hann búinn að þjóna í
mörg ár Hann flutti á Akra-
nes, en við starfi hans tók
nýr prestur, er Rögnvaldur
heitir Finnbogason. Á honum
veit ég engin deili.
Ég sé að þetta er orðið svo
langt mál, að ég verð að slá
botninn í, og bið afsökunnar
á flauturslegum frágangi.
Síðast en ekki sízt vildi ég
óska blaðinu Lögberg til
hamingju með 75 ára afmælið,
og sömuleiðis ykkur öllum,
sem helgið því krafta ykkar
og þakka fyrir allan fróðleik
þess.
Lögbergi - Heimskringlu
óska ég bjartrar framtíðar og
langra lífsdaga, og að það
megi jafnan styrkja þau vin-
áttubönd, sem tengja hugi
íslendinga yfir hafið, svo að
þar verði aldrei um neina
uppgjöf að ræða. Gleðilegt
sumar! t
Með virðingarfyllstri kveðju
Einar Kristleifsson.
Góður gesiur
Framhald frá bls. 1.
hefir hún að vísu legið rúm-
föst undanfarið, en var þó
málhress vel. Hún er hin
mesta greindarkona, eins og
hún á kyn til, en þau eru al-
systkin hún og Barði lögfræð-
ingur Skúlason, ræðismaður
íslands í Portland, Oregon,
sem vinnur enn að lögfræði-
störfum, þótt kominn sé yfir
nírætt.
Þá var okkur gestunum, og
sérstaklega Árna Kristjáns-
syni, mikil ánægja að því að
fá tækifæri til þess að sjá og
ræða við hina fróðu merkis-
konu, frú Kristínu Ólafson
(ekkju Jóns K. Ólafson fyrr-
um ríkisþingmanns að Garð-
ar). En þær frú Kristín og
kona Árna, frú Anna Guðrún
Steingrímsdóttir (1 æ k n i s
Matthíassonar), eru náfrænk-
ur, því að frú Magnea Hjálm-
arsson, móðir Kristínar, og frú
Anna Thoroddsen, amma
Önnu Steingrímsdóttur, voru
alsystur, dætur Péturs Guð-
jóhnsen, hins þjóðkunna söng-
frömuðar á íslandi.
Eftir að dvalið hafði verið
góða stund á elliheimilinu,
var lagt af stað til Garðar, en
að sjálfsögðu staðnæmst við
minnisvarða K. N. Júlíusar
skálds við Eyfordkirkju og við
legstað skáldsins þar í kirkju-
garðinum. K. N. var, eins og
kunnugt er, Eyfirðingur, og
það er Árni Kristjánsson líka
(fæddur að Grund í Eyjafirði),
og vildi hann því að vonum
votta sveitunga sínum og hinu
snjalla skáldi virðingu sína og
þökk með því að nema staðar
við minnisvarða hans og leg-
stað. Er ánægjulegt að bæta
því við, að Árna þótti minning
skáldsins vel og virðulega í
heiðri höfð.
Svo heppilega vildi til,
meðan staðnæmst var að Ey-
ford, að þar bar að garði
Guðmund J. Jónasson, forseta
þjóðræknisdeildarinnar „Bár-
unnar“; voru honum að vanda
þjóðræknismálin ofarlega í
huga, og tjáði þeim, er þetta
ritar, að 25 ára afmæli „Bár-
unnar“ yrði senn hátíðlegt
haldið, eins og vera ber. Þótti
okkur vænt um að eiga þess
kost að heilsa upp á Guð-
mund, en alltaf er hressandi
að hitta þann glaðværa Skag-
firðing, sem hafði ljóð á vör-
um eins og honum er títt.
Var nú haldið áfram til
Garðar, og heim til þeirra
Kristjáns kaupmanns Krist-
jánssonar og frú Valgerðar
konu hans. Var þar sest að
ríkulega hlöðnu veizluborði
og drukkið síðdegiskaffi. En á
heimili þeirra hjóna ríkja
rammíslenzk rausn og hjarta-
hlýja, enda eru þeir orðnir
margir íslendingarnir heiman
um haf, sem þangað hafa
komið og gist þar á undan-
förnum árum. Kristján er
fæddur og uppalinn í Bolung-
arvík, og því mörgum kunn-
ugur heima á ættjörðinni,
enda kom það fljótt á daginn,
að Árni og hann áttu þar sam-
eiginlega vini og kunningja,
og sérstaklega varð þeim tíð-
rætt um Ragnar H. Ragnar
söngstjóra á ísafirði, áður ár-
um saman að Garðar, og um
ágæta hljómlistar- og menn-
ingarstarfsemi hans beggja
megin hafsins.
Eftir sérstaklega ánægju-
legan dag í Islendingabyggð-
inni, lá leið á ný til Grand
Forks, en fyrir hádegi á
sunnudaginn 12. maí lauk
heimsókn Árna á þeim slóð-
um. Prófessor Sigurdson og
ræðismannshjónin f y 1 g d u
honum til Fargo, N.Dak., en
þaðan lagði hann af stað upp
úr hádeginu áleiðis til Vest-
urstrandarinnar.
Árni Kristjánsson er ágæt-
ur fulltrúi Islands, hvar, sem
leið hans liggur. Hann var
okkur í Grand Forks og ís-
landsbyggðinni, löndum hans
og öðrum, mikill auðfúsu-
gestur. Fylgja honum kærar
þakkir okkar fyrir komuna
og hugheilar óskir um fram-
haldandi ánægjulega ferð hér
í álfu og um heila heimkomu,
er þar að kemur, til „gamla
landsins góðra erfða“ á Norð-
urvegum.
It should be noted that faðir and bróðir have an ad-
ditional -s in the gen. sing. when used with the suffixed
article (föðursins, bróðursins).
Translate into English:
Faðir minn er íslenzkur og kom ungur til Ameríku með
föður sínum. Feður okkar feðga hafa átt heima á íslandi í
meir en þúsund ár; þeir komu upprunalega frá Noregi, eins
og meirihluti landnámsmanna íslands. Ég ætla einhvern-
tíma til Noregs að heimsækja land forfeðra minna. Það er
fagurt og tilkomumikið land eins og ísland.
Bróðir minn kemur bráðum heim af skólanum með bróð-
ur Jóns vinar míns. Tveir bræður mínir eru áður braut-
skráðir af sama skóla. Frændi okkar kemur með þeim
bræðrum hingað. Tvö bréf komu í póstinum í morgun til
bræðra minna.
Bréf úr Borgarfirði