Lögberg-Heimskringla - 23.05.1963, Side 8
8
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. MAÍ 1963
Úr borg og byggð
Messa á íslenzku fer fram í
Unitara kirkjunni í Winnipeg
sunnudaginn 26. þ.m. kl. 7 að
kvöldi eins og vanalega.
Sunnudagaskóli kemur saman
kl. 11 f.h. og messað verður
á ensku á sama tíma.
Leiklisiarstarf
Frú Hólmfríður Daníelson
kom um helgina frá Flin Flon
þar sem hún dæmdi í leiklist
og framsögn við Flin Flon
Music and Arts Festival. Var
það 25 ára afmæli þessarar
samkeppni sem hefir vaxið ár
frá ári, og voru þátttakendur
alls yfir 1,100 börn, unglingar
og fullorðnir. Fjórir dómarar
voru uppteknir í fjóra daga,
og dæmdu þrír þeirra í hljóm-
list og söng.
Frú Hólmfríður, sem hefir
verið leiklistardómari fyrir
Manitoba Drama League í
átta undanfarin ár hefir s.l.
ár dæmt í sjö samkeppnum,
víða um fylkið. Einnig hefir
hún haft aðalumsjón með
fræðslustarfi félagsins, í leik-
list, sem er nú orðið mjög
umfangsmikið. Á liðnu ári
setti hún á stofn'22 námskeið
víðsvegar út um byggðirnar,
og einnig í Winnipeg borg.
Sex hundruð og tuttugu
manns tóku þátt í þessari
fræðslustarfsemi og fengu til-
sögn í leiklist og framsögn, og
er þetta mikilvæg og þarfleg
starfsemi til þess að efla og
upphefja leiklistarstarfsemi í
fylkinu. Manitoba Drama
League er eina stofnunin sem
hefir slíkt starf með höndum
og meðlimir þess veita tilsögn
endurgjaldslaust, en félagið
fær styrk frá fylkisstjórninni,
sem svarar ferðakostnaði o. s.
frv. Oft er nokkuð erfitt fyrir
meðlimi Manitoba Drama
League að leysast frá öðrum
störfum til þess að fara þessar
ferðir út um byggðirnar, og
hefir frú Hólmfríður tekið
upp á sig mikinn hluta af
starfinu; hún hefir kennt við
níu námskeið s.l. ár.
Séra Philip M. Pélursson er
nýkominn heim úr ferð til
Toronto og Chicago. Hann sat
fyrst ráðstefnu Canadian Uni-
tarian Council í Toronto og
síðan Unitarian — Univers-
alist ársþingið í Chicago og
voru þar samankomnir 12
hundruð fulltrúar frá Kanada
og Bandaríkjunum. Séra
Philip hitti dr. Árna Helgason
í Chicago og bað Árni hann
að flytja hugheilar kveðjur til
vina sinna í Winnipeg.
The chartered bus taking
the Executive and delegates
to the annual convention of
the L u th e r a n Women’s
League to Glenboro will leave
the First Lutheran Church at
4.30 p.m. D.S.T. on May 24th.
Herbergi iil leigu að 628
Agnes Street, Winnipeg, fyrir
kvenmann. Sími SP 4-4755.
Mr. og Mrs. Sam Sigurdson,
sem lengi áttu heima að 637
Lipton Street hér í borg eru
nú flutt að 652 Home Street,
Suite 3.
T r yggingars j óður
Lögbergs-Heimskringlu
Mrs. V. Valgardsson, Moose
Jaw, Sask. 1 minningu um
Einar Pál Jónsson — $50.00.
Excerpi from a leiier from
Dr. Waison Kirkconnell
A visit to the land of your
forefathers has alwas been a
dream of mine, particularly
since a scheduled trip to the
Millenium celebrations of the
Althing in 1930 had to be
cancelled.
The rector of the University
of Iceland has invited me to
lecture at the University
during my stay. The present
title of my address is “A
Quarter Century of Icelandic-
Canadian Literature, 1937-
1962.” I believe that I have in
my personal library every
volume of Icelandic-Canadian
poetry published in Canada
or Iceland since I first went
to Winnipeg in 1922 and my
list has been particularly in-
clusive since I began printing
an annual survey of all New-
Canadian Literature twenty-
six years ago in the Uni-
versity of Toronlo Quarterly.
I have always felt par-
ticularly blessed in the good
will of my many Icelandic-
Canadian friends and I am
looking forward eagerly to
seeing the land that could
breed such a race.
Séra Robert Jack kom aftur
til borgarinnar um helgina,
en hann brá sér til Reykjavík-
ur til að ráðstafa ýmissu varð-
andi atvinnu Vestur-íslend-
inga á íslandi. Hann kvað gott
veður á Suðurlandi en ekki
á Norðurlandi, enda skiptist
á um veðráttu í þessum lands-
hlutum. Kosningar eru í að-
sigi á íslandi; þar taka menn
pólitíkina alvarlega og þar er
því allt í „high“ þessa dag-
anna.
Peoples in Maniloba
YMCA býður upp á ýmis-
konar sumarnámskeið og er
eitt þeirra nefnt ofangreindu
nafni, en þau fjalla um fjög-
ur þjóðarbrot, er byggja þetta
fylki Ukraníufólk, Frakka,
Þjóðverja og íslendinga. Will.
Kristjansson, B.A. er formað-
ur þessa námskeiðs. Náms-
fólkið ferðast til staða, sem
einkanlega eru kenndir við
þessi þjóðarbrot, eins og
Gimli, Steinbach og fl. Nám-
skeiðið, Peoples in Manitoba,
byrjaði á miðvikudaginn 22.
og stendur yfir 1 fjórar vikur.
Gamla Riverton hótelið sem
William heitinn Rockett rak
um langt skeið brann til
kaldra kola ásamt pool- og
rakarastofum, 19. apríl sl.
MESSUBOÐ
Fyrsla lúterska kirkja
Sr. V. J. Eylands, Dr. Theol.
Heimili 686 Banning Street.
Sími SUnset 3-0744.
Guðsþjónustur á hverjum
sunnudegi:
Á ensku: kl. 9.45 f. h.
11.00 f. h.
Á íslenzku kl. 7 e. h.
Sunnudagaskóli kl. 9.45 f. h.
Civil Defence says: —
If schools are closed in an
emergency (and you are not
at home) do your children
know where to go. Make
these arrangements with your
neighbours or relatives.
Metro Civil Defence,
1767 Portage Avenue,
Winnipeg 12 — TUrner 8-2351
Tourist útgáfa Lögbergs-
Heimskringlu. Þessi útgáfa
blaðsins var prentuð í stærra
upplagi en venjulega. Þeir
sem óska þess að senda vin-
um og kunningjum blaðið,
sendi nöfn og heimilisföng
þeirra til Lögbergs-Heims-
kringlu, 303 Kennedy Str.,
Winnipeg 2, og verður þeim
þá sent blaðið ókeypis.
Dánarfregnir
Haraldur Marelíus Skapta-
son, að 799 Clifton Street,
Winnipeg, lézt 15. maí 1963,
49 ára. Hann var fæddur í
Winnipeg, sonur Hallsteins
heitins Skaptason og eftirlif-
andi konu hans, Önnu Skapta-
son. Hann lætur eftir sig eig-
inkonu sína, Jóhönnu; son,
Harold Stephen; dóttur, Holly
Anne; móður sína og þrjá
bræður, Joseph og Skapta,
báðir búsettir í Kansas City,
og Freeman í Winnipeg. Hann
var í Corps of Commission-
aires og í herþjónustu í síðari
heimsstyrjöldinni með Royal
Canadian Signals. — Útförin
frá Fyrstu lútersku kirkju,
Dr. V. J. Eylands f lutti
kveðjumál.
☆
Daniel Halldórsson, 85 ára,
fyrrum tli heimilis að Hnaus-
um, en síðari árin að Arnes,
Man., andaðist á spítalanum
á Gimli 17. maí 1963. Hann
flutti frá íslandi til Manitoba
1912 og stundaði fiskveiðar á
Winnipegvatni. Útför hans
var gerð frá lútersku kirkj-
unni að Hnausum og hann
var lagður til hvíldar í graf-
greit byggðarinnar, séra Kol-
beinn Simundson jarðsöng.
Sigríður Jchnson, fyrrum
til heimilis að Vogar, Mani-
toba, en síðustu þrjú árin í
Winnipeg, andaðist 14. maí
1963, 72 ára. Hún var fædd á
íslandi, en flutti til Manitoba
fyrir 55 árum. Hún var ógift,
en hana lifa tveir bræður, Jón
að Vogar og Eiríkur að As-
hern, Manitoba; tvær systur,
Mrs. G. Pétursson, Ashern og
Mrs. S. Holm, Red Deer, On-
tario. Útförin frá Bardals; Dr.
V. J. Eylands jarðsöng.
☆
Joseph Helgason, 79 ára,
fyrrum til heimilis að Mathe-
son Island, Manitoba, en síð-
ustu árin að Betel, andaðist
19. maí 1963. Kveðjuathöfn að
Betel stjórnaði séra Kolbeinn
Simundson. Hann lifa þrjú
systkini, Helgi á Gimli, Lynn
í Riverton og Helen í Van-
couver.
☆
Jóhann Daníelson, Hnausa,
Man., andaðist 11. maí, 65 ára
og var jarðsunginn frá kirkju
byggðarinnar af Rev. W.
Bergman. Hann rak minka-
ranch. Hann lætur eftir sig
konu sína Ástu, einn son,
þrjár dætur, tvær systur og
fimmtán barnabör.
☆
Biblíian mest þýdd,
Lenín í öðru sæti
Biblían er enn það ritverk,
sem mest er þýtt í heiminum,
segir í skýrslu frá Menningar-
og vísindastofnun Sameinuðu
þjóðanna (UNESCO) um þýð-
ingar ritverka í heiminum,
Index Translationum. Á ár-
inu, sem um er fjallað, nefni-
lega 1961 var Biblían þýdd
246 sinnum (258 sinnum árið
1960). Næst henni eru ritverk
Leníns, sem þýdd voru 185
sinnum.
Ein af fáum breytingum
sem urðu á röð mestu þýddu
verka árið 1961 var sú, að
indverska skáldið Rabind-
ranath Tagore komst í hóp
þeirra höfunda sem mest voru
þýddir með 101 þýðingu á
verkum hans. Áhuginn á
Tagore jókst í tilefni af því,
að 100 ár voru liðin frá fæð-
ingu hans árið 1961.
Að öðru leyti er skráin yfir
mest þýddu höfunda svipuð
og hún hefur verið á undan-
förnum árum. Það eru hinir
gamalkunnu klassísku höf-
undar sem þar eru efstir á
lista: Tolstoí með 115 þýðing-
ar árið 1961, Shakespeare með
98, Mark Twain með 72, Tsé-
kov með 66, Balzac með 61,
Dickens með 58 og H. C. And-
ersen með 53 þýðingar.
Ef litið er á einstök tungu-
mál, koma fram fróðlegar og
óvæntar upplýsingar: Balzac
var þýddur á slóvensku, Oscar
Wilde á gergísku, Thomas
Mann á lettnesku, Conan
Doyle á arabísku, Walter
Scott á hindí, Baudelaire á
sænsku og Emily Bronte á
japönsku.
Index Translationum telur
fram 32.931 þýðingu í 77
löndum á árinu 1961, en árið
áður voru þær 31.230. Mest
hefur aukningin orðið í fag-
urbókmenntum.
ÆTLARÐU
AÐ
FERÐAST?
Hvert sem þú
ferS, spara ég
þ é r peninga
og létti af þér
áhyggjum án
auka kostnað-
ar. Ég er um-
boðsmaður Icelandic Airlines
og allra aSal flug- og skipa-
ferSaféíaga; skiþuiegg ferSir
innaniands og erlendis. Ég
leiðbeini þér varSandi vega-
bréf, visa og hótel, ókeypis, og
rpeð 30 ára reynslu get ég
ábyrgzt ágæta fyrirgreiðslu.
ARTHUR A. ANDERSON
ALL-WAYS TRAVEL BUREAU
313 Hargrove St.# Winnipeg 2
Office Ph. WH 2-2535 - R«t. GL 2-544«