Lögberg-Heimskringla - 23.05.1963, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 23.05.1963, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 23. MAÍ 1963 7 Vorþró Ég bíð að geislar gægjist um gluggan minn, þá veit ég bráðum vorið vermir kinn. Fuglar fljúga að sunnan á forna slóð, og aftur fara að syngja sín sólarljóð. Fræið djúpt í moldu nú frjóvgast fer, og seinna sé ég blómið, sem þar er; þá fjalla kinnar roðna er kyssir sól, nú lítil blöð vor byrjar að breiða um hól. Þá losna bönd af læknum, hann leikur sér; og fluga fer að suða við gluggans gler. í mónum lyngið leitar að leysa bönd, því geislar ljósins laðar sem leiði hönd. Svo vonin vermir hjarta því vissa sú að vor er víst að koma, ég veit það nú; svo gleðin gyllir daginn og græðir sár, því vor hér ávalt kemur um öld og ár. Páll Björnsson. Auð sæii Framhald frá bls. 5. á hana, en hún hélt áfram ótilkvödd: „Ég var að fylgja til grafar drengnum, sem varð fyrir reiðhjólinu, og það er nú svona, þegar maður hefur sjálfur reynt kannske ekki ó- svipað, þá vill þ'að rifjast upp við svona atvik.” „Það var nú svo raunalegt í fyrra með manninn yðar.“ „Já, en hann var, eins og þér vissuð, gamall og með öllu heilsulaus, og ekki ætti ég að telja eftir honum hvíld- ina, aumingjanum, þó mér væri sárt, hvernig það bar að. En við áttum dreng, hann var kominn yfir tvítugt, elsku- legasta barn og efnismaður. Hann var nýlega giftur og leit út fyrir, að honum ætlaði að farnast vel. Svo fór hann eitt sinn á rjúpnaveiðar, hann kom ekki lífs úr þeirri ferð. Hann bar hlaðna byssu, skotið hljóp úr henni og hann fannst örendur.“ „Var hann faðir litlu stúlk- unnar, sem oft var með mann- inum yðar?“ „Já, hún fæddist að honum látnum, blessað barnið. Hún var hér öllum stundum, með- an hann afi hennar lifði, nú kemur hún miklu sjaldnar. Hún saknar hans svo mikið, að ég get ekki lagt það á hana að vera inni í herbergishol- unni hérna, þar sem allt minnir á hann, og hún er alltaf að spyrja um hann og endar oft á þá leið, að við förum báðar að skæla. En hvað er ég að hugsa að vera að þreyta yður með þess- ari mælgi. Mér er annars ekki lagið að leggja mínar sorgir á aðra, en mér fannst eins og þér hefðuð opið eyra fyrir þeim. Annars er þetta svo sem ekki meira og kannske ekki eins mikið og margur má reyna eða fremur en gengur í heiminum." Ég var víst sagnafá við því. Ég sat hjá henni stundarkorn, kvaddi hana síðan. Hún fylgdi mér til dyra og margblessaði mig fyrir komuna. En þegar ég var skilin við hana og komin út, gat ég ekki varizt því, að mér flugu í huga orð Einars Hjörleifssonar: „Það er alls staðar einhver, sem grætur,“ Gamla konan kemur stund- um til mín. Hún er jafnfáorð og alvarleg og fyrr, en stund- um, er við tölumst við, finnst mér þó votta fyrir brosi á vörunum, glampa í augunum, og ræð ég það svo, að henni sé það amalaust, þó ég hafi litla stund skyggnzt undir skýluna, sem breidd er yfir innra manninn, sundurkram- inn af raunum og andvarp- andi eftir hvíld. Hvorug seg- ir neitt, tíminn líður, og „engum þarf að þykja l'angt, það sem enda tekur“. Ný skip, veiðarfæri og aðferðir gefa tvöfaldað aflann Samanlagður fiskafli heims- ins hefur aukizt verulega á síðustu árum, en með betri skipum, veiðarfærum og að- ferðum verður hægt að tvö- falda aflann, segir einn af sérfræðingum Matvæla- og landbúnaðarstofnunarinnar (FAO). í þessum mánuði verður haldin önnur fisk- veiðaráðstefna FAO í Lund- únum, og verða þar m.a. rædd jafnflókin mál eins og stað- setning á fiskitorfum með elektrónískum tækjum og fiskveiðar með vörpum, sem dregnar eru miðsævis, mitt á milli sjávarbotns og marborðs, en ekki eftir botninum eins og venja hefur verið. Fyrsta fiskveiðaráðstefna FAO var haldin í Hamborg árið 1957. Á því ári var samanlagður fiskafli heimsins 30 milljón smálestir, en árið 1961 var hann kominn upp í 41 milljón smálesta. Forstjóri fiskveiða- deildar FAO, D. B. Finn, seg- ir í nýútkomnu riti, „Fish, the Great Food Potential“, að þessi aukning stafi af bættum veiðiaðferðum, einkanlega notkun elektrónískra tækja og þróun nýrrar fiskveiðitækni, sem nú sé almennt beitt við fiskveiðar. Forstjóri veiðarfæradeildar FAO, Islendingurinn Hilmar Kristjónsson, verður ritari ráðstefnunnar í Lundúnum 25.—31. maí. Hann hefur ný- lega verið á ferðalagi um Asíu og orðið vitni að því, hvernig japanskir maiþ)vara-veiði- menn hafa náð mjög góðum árangri með miðsævis-veið- um. Þessi aðferð hefur verið mikið rædd, en nú fyrst er farið að beita henni að ráði. — Mörg hundruð mar- þvara-fiskibátar beita þessari veiðiaðferð á Austur-kín- verska hafinu, segir Hilmar. Hinn góði árangur þeirra get- ur komið að góðum notum í framtíðixmi. Það sem er kannske fróðlegast er, að þeir veiða marþvara. Marþvara- torfurnar finnast með berg- máls-lóðum. Tíðnin er 200 kc. í stað 14—15, sem algengust er í öðrum löndum. Varpan er framleidd úr gerviefninu polyethylene og á henni eru engir hnútar. Við togið þurfa ekki að vera fleiri en einn eða tveir bátar. Ólafur lausamaður hafði mikinn hug á að blómgast efnalega og notaði hvert tæki- færi sem gafst til að vinna sér inn fjármuni, en sparaði öll útgjöld svo sem hann fram- ast gat. Eitt sinn er hann ræddi um fjármál sín við kunningja sinn, gerði hann þessa ályktun: — Ef maður þyrfti hvorki að éta né sofa, ja drottinn minn, þá mætti græða. ROSE THEATRE SARGENT ot ARLINGTON CHANGE OF PROGRAM EVERY FOUR DAYS Foto-Nite Every Tuesday and Wednesday SPECIAL CHILDREN'S MATINEE Every Saturday NOW... IN MANITOBA a better bottle for beer The new compact bottle is handier in size, holds the same amount Q eAAl 5 EASIER TO STORE It’s new . . . modern! It’s tha compact shape In beer bottles. So handy . . . takes 30% less refrlgerator space. * EAS/ER TO CARRY It’s light . . . It’s handy . . . it’s easy to carry. And it’s retumablel Y0U STILL GET THE SAME REFUND ... 30c per dozen. 10 CH/LLS MORE CON VEN/ENTL Y Chills more conveniently because of its compact shape. You’ll find it easier to chiil. Oí'- FLAVOR PROTECT/ON Research has proven amber glass provides maximum flavor protection. THE BREWERS OF MANITOBA

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.