Lögberg-Heimskringla - 23.05.1963, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 23.05.1963, Blaðsíða 1
Högberg - 2|eintékrtngla Stofnað 14. ]an., 1888 Slofnuð 9. sept., 1886 77. ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 23. MAÍ 1963 NÚMER 21 Góður gestur heiman um haf Ríkisháskólinn í Norður- Dakota (University of North Dakota) í Grand Forks, og við Islendingar á þeim slóðum og norður í íslendingabyggðinni, áttum nýlega góðum gesti að fagna heiman af ættjörðinni, þegar Árni Kristjánsson pí- anóleikari, hljómlistarstjóri íslenzka Ríkisútvarpsins í Reykjavík, dvaldi nokkra daga í Grand Forks. Var hann þar að öðrum þræði á vegum ríkisháskólans, en annars gestur á heimili íslenzku ræðismannshjónanna þar í borg, dr. Richards og Mar- grétar Beck. Árni hefir síðan snemma í apríl ferðast um Bandaríkin í boði menntamálamenningar- deildar Utanríkisráðuneytis þeirra, til þess að kynnast amerísku hljómlistarlífi' á breiðum grundvelli, á háskól- um og í öðrum menntastofn- unum, hljómsveitum, kennslu og útvarpsstarfsemi á því sviði. Hann kom til Grand Forks miðvikudagskvöldið 8. maí frá háskólanum í Indiana (University of Indiana), Bloomington, Indiana, en þar er merkur hljómlistarskóli. Fimmtudaginn 9. maí var Árni heiðsursgestur í hádegis- verði á Ríkisháskólanum í N. Dakota. Rektor háskólans, dr. George W. Starcher, hafði samkomustjórn með höndum, en meðal þátttakenda voru dr. William R. Boehle, forseti hljómlistardeildar háskólans, flestir aðrir háskólakennar- arnir í þeim fræðum, dr. R. Beck, og próf. William A. Sigurdson, sem kennir vél- fræðiteikningu á háskólanum. Engar ræður voru haldnar, en undir borðum svaraði Árni greiðlega fjölda spurninga um hljómlist og útvarp á íslandi. Að loknum hádegisverðin- um kynnti Árni sér starfsemi hljómlistardeildar og útva stöðvar háskólans (Station KFJM), og ræddi við yfir- menn þeirra. Átti fréttastjóri útvarpsins stutt viðtal við hann, er útvarpað var seinna sérstaklega var beint til ís- lenkra hlustenda, en þeir erc margir í norðurhluta ríkisins. Á fimmtudagskvöldið höfðc íslenzku ræðismannshjónir boð inni til þess að fagna hin- mm. síðarnefnda er jafnframt sjón- varpsstöð, og kynnti sér sér í lagi hljómlistarflutning þeirra. Báðar gátu stöðvar þessar ítarlega um heimsókn hans í fréttum sínum; einnig komu þeir, hann og R. Beck, fram í sjónvarpi hinnar síðar- töldu. Á föstudagskvöldið var móttaka á heimili íslenzku ræðismannshjónanna; þ a r voru rektor og fleiri yfirmenn háskólans, allmargt Islend- inga og Norðmanna, meðal gestanna forystufólk í hljóm- listarlífi Grand Forks borgar. Á laugardagsmorguninn 11. maí lá leiðin norður í Islend- ingabyggðina. I fylgd með gestinum frá íslandi voru ræðismannshjónin og William Sigurdson prófessor. Var ekið rakleiðis heim til foreldra hans, Arinbjarnar Sigurdson og konu hans, er búa góðu búi í grennd við Hensel, N.Dak. Voru móttökurnar þar fram- úrskarandi í alla staði, og meðal annars ýmsir íslenzkir réttir á borð bornir. Var skemmtilegt og fróðlegt að ræða við Arinbjörn bónda um búskap og sveitamál, en hann er maður greindur og glögg- skyggn í senn, og íslenzkur vel. Eftir að Vídalínskirkja í nágrenni Hensel hafði verið skoðuð, en hún er myndarleg sveitarkirkja og vel við hald- ið, var ekið til Mountain í heimsókn á íslenzka elliheim- ilið „Borg“ 'þar í bæ. Þótti Árna það vera með miklum myndarbrag og aðbúnaður allur prýðilegur. Heilsað var upp á vistfólk það, er til náðist, og var sér- staklega ánægjulegt að geta litið inn til frú Guðríðar Thorfinsson (ekkju Þorláks Thorfinsson), en hún hafði stuttu áður átt 100 ára afmæli; Framhald á bls. 2. Fréttir fró íslandi íslenzkir fiskimenn skara langl framúr Islendingar brautryðjendur á sviði veiðitækni — segir í skýrslu frá S.Þ. Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur skýrt frá því, að Islendingar veiði, borði og selji meiri fisk á hvern íbúa, en nokkur önnur þjóð í ver- aldarsögunni. Árið 1961 veiddu íslending- ar 703 þúsund tonn af fiski. Það eru um það bil fjögur og hálft tonn á hvern Islending. Matvæla- og landbúnaðar- stofnunin skýrir frá því, að íslendingar flytji út 99 af hundraði af fiskafla sínum, sem sé bezta tegund af þorski, ýsu, síld, kola, lúðu og karfa eða „red fish“, sem sé sérstök íslenzk fisktegund. Árið 1961 hafi þjóðin fengið 75 millj. og 67 þús. dollara fyrir fiskafurðir sínar. Islend- ingar séu því 14. í röðinni af þjóðum heimsins, hvað snerti heildaraflamagn og 6. í röð- inni miðað við útflutnings- tekjur af fiski. Hinir 6000 íslenzku fiski- menn afla meira en 115 tonn af fiski hver á ári. I Banda- ríkjunum er meðaltalið um 25 tonn og er það talið mjög hátt. Meðalafli hvers fiskimanns í heiminum á ári er minni en 3 tonn. Matvæla- og landbúnaðar- stofnunin segir að íslendingar séu fremstir þjóða heimsins við að reyna og nota ný og ný- tizkuleg veiðarfæri og tæki. Að baki hverjum íslenzkum fiskimanni sé 10 þús. dollara fjárfesting í sterkbyggðasta fiskiflota heimsins. Fró Vancouver, B.C. 8. maí síðastliðin hélt Karlakór íslendinga í Van- couver sína árlegu skemmti- samkomu í neðri sal lútersku kirkjunnar, undir stjórn Mr. Sigurbjörns Sigurðsonar. Veð- ur var ágætt þetta kvöld og margt fólk samankomið. Mr. Herman Eyford, forseti kórsins setti samkomuna með stuttri ræðu og bauð alla vel- komna. Því næst kom Mr. Sigurðson fram og kallaði á menn sína upp á pallin, og var þá byrjað með því að syngja „O Canada“, og „Ó Guð vors lands“. Að því loknu sungu kórmenn eftir fylgjandi lög: „Sveinar kátir syngið; Nú máttu hægt; Þey, þey og ró, ró; Tárið; Lífið hún sá í ljóma þeim.“ Næst á prógraminu var „Thunderbird Barber Shop quartette“, þaulæfðir söng- menn, sem sungu nokkur lög á ensku. Svo kom séra Ingþór Ind- riðason fram og söng þrjú lög: „íslands lag; Heiðar rós- in; og Sólskríkjan." Næst skemmti hljómsveit „string ensemble" — H. Ford- ham, E. Anderson, J. Jóhann- son, Chris og Herman Eyford, og spiluðu þeir nokkur lög. Einnig spilaði H. Tordham fíolín sóló. Síðan kom kórinn aftur fram og söng þá: „Hvöt; Kveðja hermannsins; Kirkju- hvoll; Aleinn reika ég; Skarp- héðinn í brennunni." Mér fannst prógramið allt bara ágætt, og hin bezta skemmtun. Ég veit að mér er alveg óhætt fyrir hönd íslend- inga í Vancouver að þakka Mr. Sigurðson og kórnum innilega fyrir stundina, og fyrir ótal margar ánægju stundir sem þeir hafa veitt okkur með söng sínum. Það er ekki svo lítið verk að koma saman og læra og æfa al-ís- lenzkt prógram, sem hér er um að ræða; fyrir menn sem vinna alla daga, og margir þeirra hvorki skilja né lesa íslenzkt mál. Heiður og þökk sé þeim! Mér fynnst það mætti kalla það góða þjóðrækni. Samskot tekin á þessari samkomu gengu til kirkjunnar. Konur kórmanna báru fram kaffi- veitingar fyrir alla. Á sunnudaginn 12. maí, komu þeir svo Mr. Sigurðson og kórmenn á Höfn, og end- urtóku prógramið. Þetta var á „mæðradaginn“, og í því til- efni las M. K. Sigurðson hið fagra kvæði Davíðs Stefáns- sonar „Móðir mín“. Já, kvæð- ið er fallegt, og þegar Mr. Sigurðson les það, þá er sem viðkvæmir strengir hjartans titri af hrifningu, svo áhrifa mikill er lestur hans. Hafðu þökk fyrir, og þú gleymir ekki íslenzkunni vinur, þó að þú verðir í Tokýó í nokkra mánuði, og verðir þá að nota það rnál sem sú þjóð talar — og þú nú hefur lært. Við mun- um öll sakna þín á meðan þú ert í burtu. I lok samkom- unnar afhenti söngstjórinn Mrs. McDowell forstöðukonu Hafnar eitt „long play record“ með söng kórsins á. Þetta kvöld messaði séra Ingþór Indriðason á Höfn, John Henrickson var við- staddur og söng einsöng, „A prayer for Mother" og „Bless this House“, öllum til gleði. Gestkomandi á Höfn meðal margra fleiri þennan dag, var Miss Sigríður Hjartarson frá Gimli, Man., forstöðukona Betel heimilisins. Guðlaug Jóhannesson. Taka sæti í ritnefnd Lögbergs-Heimskringlu 'y l11 ■>' m f I £ ^jjgr Dr. Karl Strand Jakob F. Kristjánsson Jóhann G. Jóhannsson Stjórnarnefnd Icelandic Canadian Club Mjög fjörugt og sigursælt starfsár hefir nú runnið inn í sögu Icelandic Canadian Club. Það kom fram í skýrslum er lagðar voru fram á ársfundi félagsins 20. maí. 1 stjórnarnefnd voru kosn- ir: Fyrrverandi forseti, Gunn- ar Eggertson; forseti, A. R. Swanson; vara forseti, Grettir Eggertson; skrifari, Mrs. H. F. Danielson; féhirðir, Helgi Olsen. Aðrir í nefndinni eru: W. Finnbogason, Helgi John- son, Mrs. Lara B. Sigurdson, Mrs. V. J. Thorlakson, Caro- line Gunnarsson, Mrs. W. Kristjansson, Judge W. J. Lindal, T. J. Beck. —C.G.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.