Lögberg-Heimskringla - 23.05.1963, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 23.05.1963, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG -HEIMSKRINGLA, FIMMTTJDAGINN 23. MAl 1963 GUÐRÖN FRA LUNDI: ÖLDUFÖLL Skáldsaga Bensi hlýddi henni, fór úr jakkanum og hengdi hann upp í dyraganginum. Svo fylgdist hann með systur sinni inn bæjargöngin og inn í eld- húsið, sem var norður úr göngunum innarlega. Þar var funheitt. Gömul og gráhærð kona var eitthvað að snúast við eldavélina. „Hérna kemur maðurinn, sem kom með meðölin, amma“, sagði bóndadóttirin. „En það er ekki Guðni, þó að ég teldi það sjálfsagt“. Gamla konan tók í hönd Bensa með báðum höndum og bað guð að launa honum dugnað hans og áhuga. Það var ekki laust við, að honum hlýnaði í geði við þessar mót- tökur. Svo var honum vísað til sætis við stórt borð með hvítum vaxdúk á. Hann virti hálf glettinn fyrir sér þessa gömlu konu. Það gat svo sem verið, að þetta væri amma hans. Um það vissi hann ekkert, frekar en hún væri á öðru landshorni. Hún gat líka verið móðir húsfreyjunnar. Bóndadóttirin setti fyrir hann heitt kjöt og kartöflur og hrísgrjónagraut úr mjólk með kanel og sykri út á. En á eldavélinni suðaði þægilega í kaffikatlinum. Gamla konan kom að borð- inu til hans. „Hvaðan ert þú, maður minn. Ég minnist ekki að hafa séð þig fyrr?“ sagði hún. »Ég er á Stóru-Grund núna. Bjarni hefur verið handlama", svaraði Bensi. „Við héldum að Guðni væri heima núna um jólin“, sagði hún. „Já, hann er heima. En hann nennti ekki að fara, jafnvel þó að hann gæti búizt við því, að bóndadóttirin tæki eins vel á móti honum og hún tók á móti mér“. Hann sá, að Elínborg roðn- aði. Það fór henni vel. „Þú hlýtur að vera orðinn uppgefinn, að vera búinn að ganga framan frá Stóru- Grund og út í kaupstað og hingað aftur. Mér finnst eng- in meining í því, að þú gistir ekki hjá okkur í nótt“, sagði hún. „Ég má það ekki. Ég á mömmu, sem verður hrædd um mig, ef ég kem ekki heim fyrir fótaferðatímann“, sagði Bensi. „Hvar er hún?“ spurði gamla konan. „Hún er á Stóru-Grund núna sem stendur. Annars eigum við heima út í Höfða- vík“, sagði hann. Svo bætti hann við: „Ég verð eins og nýr maður, þegar ég er búinn að hressa mig hér á mat og kaffi“.. „En þú mátt ekki fara fjall- ið aftur“, sagði gamla konan. „Nei, þéss þarf ég ekki. Ég á heima á Stóru-Grund núna“. „Já, það er rétt. Þú varst búinn að segja okkur það“, sagði sú gamla. „Þú sagðir, að mamma þín ætti heima út í Höfðavík. Er hún ekkja?“ bætti hún við. „Nei, hún hefur aldrei gifzt“, svaraði Bensi. „En faðir þinn. Er hann ekki á lífi?“ „Jú, það er hann víst. Ég hef ekkert af honum að segja“, svaraði Bensi og stóð upp og þakkaði fyrir góð- gerðirnar. Honum var ekki farið að standa á sama um forvitnina í kerlingunni. Þær voru alltaf vitlausar í ættar- tölur, þessar kerlingar. Þá kom húsmóðirin inn í eldhúsið. Fasmikil og mynd- arleg kona, með stóran og kaldan svip. Hún heilsaði gestinum jafn innilega og hinar konurnar og sagði, að sér fyndist það næsta óvið- eigandi að láta hann fara út í þetta vonzku veður aftur, eft- ir það, sem hann væri búinn að leggja á sig fyrir heimili hennar“. „Hjá því verður ekki kom- izt. Enginn vissi, að ég lagði á eggjarnar, og því er fólkið heima farið að búast við mér fyrir löngu“, sagði Bensi, „Heldur þú að Bjarni verði hræddur um þig. Hann hlýtur þó að þekkja, hvað þú ert duglegur“, sagði húsfreyja. „Ég er ekki svo mikið að hugsa um Bjarna á Stóru- Grund, þó að hann sofi ekki rólega, sem ég býst þó við að hann geri ekki. En móðir mín sefur ekki. Það eitt er nóg til þess að flýta för minni“, sagði Bensi og horfði hvasst framan í þessa miskunnar- lausu konu, sem hafði látið móður hans fara í votaband daginn áður en hún fæddi hann í þennan heim. Það hafði verið Þorbjörg í Nausti, sem þá var heimasæta á næsta bæ við Fjall, sem hafði komið suður fyrir merkin og sagt henni að koma heim með sér. Hún væri víst ekki fær um að vera í votabandi, þannig á sig komin. Sjálf sagðist hún ætla að mæta Vilborgu á Fjalli, ef hún kæmi að sækja hana. En Vilborg kom ekki, en skipaði manni sínum að sækja þessa óstýrlátu vinnu- konu sína. En hann kom ekki heldur. Síðan hafði móðir hans ekki séð húsfreyjuna á Fjalli. Þetta hafði hann heyrt þær tala um, Þorbjörgu og móður sína, einu sinni, þegar þær álitu að hann væri ekki svo nærj-i, að hann heyrði til þeirra. Annars hefði hann ekki vitað það, því að aldrei minntist móðir hans á Fjalls- heimilið. En nú stóð hann hér frammi fyrir þessari stjúp- móður sinni og langaði helzt til þess að gefa henni vel úti- látinn kinnhest fyrir meðferð- ina á móður hans. Honum fannst líka, að hann væri bú- inn að gera þessari konu helzt til mikið gott. Gamla konan kom með mjúka vettlinga og bað hann að hafa þá innan undir hin- um. Þeir væru ekki orðnir þurrir ennþá. Hann gat ekki ýtt frá sér hendi hennar. Hún lét vettlingana innan í vettl- ingana hans honum til þægð- ar. Hann þakkaði henni kær- lega fyrir sig og kvaddi hana og húsmóðurina. Báðar þökk- uðu þær honum enn einu sinni fyrir komuna. Heima- sætan fylgdi honum fram í dyrnar. Vilborg húsfreyja sneri sér að gömlu konunni og spurði hvatskeytlega: „Hvaða maður er þetta eiginlega?“ „Ég spurði hann víst aldrei að heiti. Hann sagðist vera á Stóru-Grund núna, vegna þess að Bjarni væri handlama. En hann á annars heima út í kaupstað", sagði tengdamóðir- in. „Guð og gæfan fylgi hon- um, aumingja piltinum", bætti hún svo við. Húsfreyja gekk til baðstofu. „Er sama hríðarkófið enn- þá?“ spurði gamla konan, þegar sonardóttirin kom inn frá því að fylgja þessum góða gesti til dyra. „Nei, það er talsvert bjart- ara. Hann verður ekki lengi út eftir. Sá kann nú á skíð- unum“, sagði Elínborg. „Aumingja pilturinn að þurfa að fara út í þetta veð- ur“, tautaði gamla konan. „Það var þó gott, að hann hafðist inn til þess að fá sér hressingu. Ég þráttaði við hann, þangað til hann lét undan. Hann ætlaði sér víst ekki að þiggja neitt af okkur“, sagði Elínborg og vermdi hendurnar á kaffikönnunni. „Skárra hefði það nú verið, ef hann hefði ekki komið inn“, sagði gamla konan. „Veiztu hver hann er, amma?“ spurði Elínborg glett- nislegá. „Ég spurði hann víst aldrei að heiti. Hann sagðist eiga heima út í Höfðavík". „Þetta er hálfbróðir minn og sonarsonur þinn og heitir Benedikt". „Hvað ertu að segja?“ sagði gamla konan, stóreygð af undrun. „Er þetta sonur henn- ar Fríðu? Hann hefur aldrei komið hingað fyrr, og hefur hann þó oft verið í réttunum hérna“. „Ég er hissa að þú skyldir ekki sjá, hvað hann er líkur pabba?“ bætti Elínborg við. „Ónei, ekki var ég nú svo glöggskyggn. En hitt gæti ég trúað að móður þinni hafi dottið það í hug“, sagði gamla konan. „Nei, það getur ekki verið. Hún hefur aldrei séð hann fyrri“, sagði Elínborg. „Þá skalt þú ekki segja henni það. Henni fórst illa við vesalings Fríðu. Og þeim báð- um“, andvarpaði gamla kon- an. „Það má segja, að margt er undarlegt í þessu lífi, ef hann verður til þess að bjarga föður sínum, sem aldrei hefur víst litið hann réttu auga“. SPÍTALA IÐGJALD YÐAR HVAR Á AÐ BORGA BORGAÐ ÚT í HÖND BORGUN SEND í PÓSTI BORGIÐ NÚ ÞEGAR, OG VERIÐ TRYGGÐIR UNDANÞÁGUR NÁMSFÓLKS GREIDIST 31. MAÍ FYRIR TÍMABILIÐ NÚMER 10 1. JÚLÍ TIL 31. DESEMBER, 1963 Iðgjaldatilkynningar hafa verið sendar til allra íbúa Manitoba, sem ekki greiða gjöldin með launafrádrætti. íbúar Winnipegborgar greiða í hvaða bapka sem er í borginni eða með reiðupeningum, ávísun, eða póstávísun til: Ciiy of Winnipeg, Hospilal Service Division, Civic Offices, Winnipeg 2. • íbúar úthverfa Greater Winnipeg borga á sinni Municipal skrifstofu. • íbúar í sveit bórga á sveitarskrifstofu sinni. • íbúar í Local Government héruðum borga Government District Administrator. • íbúar í óskipulögðum héruðum greiði beint til Manitoba Hospital Services Plan, P.O. Box 925, Winnipeg, Manitoba. Framvísið iðgjaldatilkynningunni til nauðsynlegra upplýsinga. Sendið iðgjaldatilkynninguna ásamt banka- eða póstávísun yðar. Ef iðgjöldin eru ekki greidd að fullu 31. maí, 1963, eiga hvorki áskrifandi né fjölskylda hans rétt á spítalatryggingu fyrir tímabilið númer 10, fyrr en að mánuði liðnum, eflir að gjaldið er greitt. Nemandi nítján ára eða eldri, en innan 21 árs, sem er upp á foreldra sína kominn, og stundar nám við háskóla eða aðra viðurkennda skóla fær spítalatryggingu undir skrásetningu foreldra sinna. Sækja verður um það fyrir hvert tryggingartíma- bil. Eyðublöð fást þar sem þér greiðið iðgjaldið. Breytingar á heimilisfangi eða hjúskaparböndum skulu tilkynnlar: MANITOBA HOSPITAL COMMISSION P.O. BOX 925, WINNIPEG, MANITOBA DR. G. JOHNSON, Minister of Health G. L. PICKERING, Chairman

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.