Lögberg-Heimskringla - 06.06.1963, Qupperneq 6
6
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. JÚNÍ 1963
GUÐRÚN FRÁ LUNDI:
ÖLDUFÖLL
Skáldsaga
„Þú mátt svei mér líta eftir
honum Bensa þínum, ef þú
átt þá nokkuð í honum“,
sagði Gunnvör einn daginn.
„Hún hefur víst fullan hug á
að klófesta hann heimasætan
hérna, sýnist mér“.
„Það er engin hætta á því,
að hann festist í klónum á
henni“, sagði Sigga dauflega.
„Hann er enginn lausagosi",
bætti hún við.
„Ojæja, ekki á hann það nú
úrættis, drengurinn. Hann er
þó lausaleikskrógi, strákgrey-
ið“, sagði Gunnvör. „Það er
ekki gott að treysta þeim of
mikið, þessum körlum“.
Því anzaði Sigga engu.
Gunnvör bjó sig upp á
hvern sunnudag og fór út að
Sléttu, og kom ekki heim fyrr
en í myrkri, rétt til þess að
mjólka kýrnar. En Sveinki á
Litlu-Grund sagði Tona, að
hún færi ekki lengra en að
Litlu-Grund. Þar tefði hún
allan daginn og spilaði við
Hrólf og foreldra hans. Frið-
rika var ekki vel ánægð með
þær fréttir, því að líklega
segði hún þar margt, sem ekki
væri á bæi berandi.
Bensi ætlaði að fara í
Þorralok. Hann talaði um það
við Bjarna, að Sigga yrði að
fá uppgjöf á vistráðningunni
og koma með sér út eftir,
annars mundi Hrólfur fara að
venja komu sínar þangað í
annað sinn. Bjarni talaði um
þetta við konu sína. Hún var
stutt í spuna, og sagðist búast
við að það væri ekki gott að
banna Hrólfi að koma, frekar
en öðrum. Sér þætti Bensi
gera sig talsvert merkilegan.
„Hann býst við að geta út-
vegað .aðra stúlku í stað
Siggu, ef þess þurfi með“,
sagði Bjarni.
„Ég veit svo sem ekki hvað
hann er vasast í þessu“,
hnussaði í Friðriku. „Ég býst
við að komast af til vorsins,
án Siggu. Hún er ekki svo
afkastamikil. Fyrst hann get-
ur ekki lifað, án þess að hafa
hana fyrir augunum“.
„Þú ert nokkuð köld í svör-
um um hana upp í eyrun og
undan þeim, enda segir Bensi
það, að hún eigi ekki gott hjá
ykkur mæðgunum", sagði
bóndi. „Satt að segja finnst
mér það lítill sómi fyrir ykk-
ur, því að ekki er hún sér úti
um slíkt. Þetta er geðprýðis-
stúlka“.
„Það er aldrei að við fáum
vitnisburðinn hjá honum og
henni líka“, sagði Friðrika
stuttlega. „Blessaður láttu
þau fara sem fyrst af heim-
ilinu“.
„Ekki urðu þær mæðgur
hlýlegfi við Siggu eftir þetta
samtal. Hún gladdi sig við
það, að nú liði hver dagurinn
af öðrum. Og bráðum yrði
hún komin heim í hlýindin
til pabba og mömmu, og Hall-
fríðar.
En daginn áður en lagt yrði
af stað út í víkina, reið bónd-
inn á Fjalli í hlaðið á Stóru-
Grund. Sigga var að keppast
við að tvinna band, sem hún
hafði spunnið, þegar Gunnvör
kom þeysandi inn og var
mikið niðri fyrir.
„Settu nú upp sparisvipinn,
Sigga litla. Hann er bara kom-
inn, hann tilvonandi tengda-
faðir þinn. Þú skalt nú virða
hann vel fyrir þér. Þetta er
svo sem enginn ómyndarmað-
ur í sjón, skaltu vita“, sagði
hún hlægjandi út að eyrum.
„Þú sýndir mér hann víst í
réttunum í haust. Hann hefur
sjálfsagt ekki breytzt mikið
síðan“, svaraði Sigga fálega.
„Þú veitzt þó líklega við
hvern ég á“, sagði Gunnvör
háðslega.
„Ég er svo sem ekki orðin
óvön því að heyra þig gefa
okkur Bensa saman. Nema
það sé karlgreyið á Litlu-
Grund, sem þú ert að gaspra
um núna“, sagði Sigga.
„Nei, það er Bárður á
Fjalli“, sagði Gunnvör. „Það
var heppilegt að hann kom í
dag, svo að hann gæti þakkað
syni sínum fyrir hjálpina
þarna í vetur“.
„Ég gæti hugsað mér, að
syni hans sé engin þægð í
þakklæti fbá honum“, sagði
Sigga.
„Ekki vantar hofmóðinn og
merkilegheitin í ykkur bæði
tvö“, sagði Gunnvör. „Ég vildi
óska, að ég ætti í vændum að
eignast annan eins tengda-
föður“.
„Ég tek undir þá ósk með
þér“, sagði Sigga hlæjandi.
„Þú ert farin að venja þig
á sömu yfirlætis- og merki-
legheitasvörin og Bensi. En
ég segi þér það nú hreinskiln-
islega, að þér fer ekkert fram
við það. Hann þykir ekkert
sérstakur, hvað framkomu
snertir hér í sveitinni“, sagði
Gunnvör.
„Það er þá líklega pakkið á
Litlu-Grund, sem ræðir um
hann við þig, þegar þú ert að
spila við það“, sagði Sigga og
hélt áfram að hlægja.
Gunnvör kafroðnaði.
„Hefur nú einhver verið að
tala um það, að ég sæti þar
yfir spilum?“ spurði hún, „eða
hvaða dylgjur eru þetta í þér,
Sigga mín. Þú ert þó vön að
sjá mig í friði“.
„Ég hef heyrt það út undan
mér, því að mæðgurnar eru
að pískra um það sín á milli.
Enginn hefur sagt mér neitt
um það, hvorki þær fréttir né
aðrar“.
„Ójá, alltaf geta einhverjir
þefað uppi slóðina manns, þó
að varlega eigi að fara“, sagði
Gunnvör. „Ég gæti sagt þér
fleira, ef tími gæfist til. En
nú er gesturinn á leiðinni
framan göngin, svo að það er
líklega bezt að halda sér
saman“.
Gesturinn heilsaði Gunn-
vöru kunnuglega. Hún sagði
honum að koma blessuðum og
sælum, og það væri gleðilegt
að sjá hann svona hressan.
„Ójá, víst er það. Mér
batnaði undir eins af meðöl-
unum. Þau voru aldeilis ó-
brigðul", sagði gesturinn.
Svo tók hann lauslega í
hendina á Siggu, og fylgdist
svo áfram með bónda inn í
hjónahúsið. Þar ræddi hann
við hjónin dálitla stund. Svo
kom Friðrika fram og gaf
vinnukonum sínum hornauga,
því að Gunnvör var alltaf að
fíflast eithvað við Siggu, svo
að þær voru báðar skelli-
hlægjandi.
Ekki löngu seinna kom
Bensi inn og gekk rakleitt inn
til gestsins.
„Ja, sko til! Hann hefur
gert boð fyrir son sinn“, sagði
Gunnvör. „Þetta fer nú senni-
lega að lagast á milli þeirra.
Það er ekki að tala um art-
irnar hjá því, Fjallafólkinu.
Ég er ekki alveg ókunnug á
þeim bæ“, rausaði hún.
Bárður bóndi stóð upp og
heilsaði syni sýnum með
handabandi.
„Sæll vertu, drengur minn.
Þakka þér fyrir dugnaðinn
um daginn. Ég á við, þegar þú
sóttir meðölin handa mér.
Líklega væri ég nú ekki í lif-
enda tölu, ef þú hefðir ekki
komið með þau fram eftir um
nóttina. Hefði sjálfsagt ekki
lifað þá nótt af“, sagði hann.
„Það var gott að það varð
til gagns, að ég brauzt þarna
fram eggjarnar“, sagði Bensi.
„Fáðu þér sæti, Bensi
minn“, sagði Bjarni. „Bárður
þarf víst margt við þig að
tala“.
„Það þarf víst ekki að hafa
fleiri orð um þetta ferðalag“,
sagði Bensi. „Það má alveg
eins þakka Bjarna það. Hann
ætlaði fram eftir með meðöl-
in, hefði ég farið byggð“.
„En þá hefðu þau líklega
komið of seint“, sagði Bárður.
Bjarni hvarf fram úr dyr-
unum og lét þá feðgana tvo
eina eftir. Þeim leið báðum
hálf illa.
„Jæja“, sagði faðirinn. „Við
höfum heldur lítið kynnzt
hvor öðrum hingað til. en nú
vil ég algerlega breyta um
framkomu við þjg. Ég hef
svona með sjálfum mér verið
dálítið upp með mér af því,
sem ég hef heyrt um þig. Þú
ert víst mesti dugnaðarpiltur,
og mér hefur dottið í hug að
bera það í mál við þig, hvort
þú mundir ekki vilja slá í það,
að flytja til mín sem bústjóri
eða ráðsmaður núna næsta
vor. Þó að ég sé orðinn þetta
rólfær, vantar mikið á, að ég
sé eins og ég á að mér að vera,
enda fer nú aldurinn að segja
til sín“.
Bensa var órótt innan-
brjósts, ekki ólíkt því sem
hann hefði glímuskjálfta. Var
karlinn orðinn vitlaus? hugs-
aði hann, að láta sér detta í
hug, að hann færi að flytja
inn á heimilið til hans.
„Þú hefðir áreiðanlega ekki
getað farið í öfugri átt en
þessa til að fá þér þá léleg-
ustu hjálp, sem til er, við bú-
skapinn“, sagði hann eftir að
hafa ræskt sig tvisvar. Svo
erfitt var honum um mál.
„Ég hef ekkert kynnzt sveita-
búskap, síðan ég var innan
við fermingu, nema þennan
vetur, sem ég er búinn að vera
hér“.
„Bjarni hælir þér og segir,
að þú sért duglegur og laginn
við fjármennskuna“, greip
Bárður fram í.
„Það er lítill vandi að hirða,
þegar húsbóndinn getur litið
eftir og sagt fyrir verkum og
heyin eru góð“, sagði Bensi.
„Það get ég nú líka gert,
litið eftir með þér“, sagði
Bárður. Hann hafði ekki aug-
un af litverpu andliti sonar
síns.
„Það kemur ekki til þess“,
sagði Bensi. „Hugur minn er
við sjóinn. Þar á ég heimili,
þó að það sé ekki reisulegt".
Ennþá greip faðir hans fram
í fyrir honum:
„Þú getur selt það og bát-
inn og haft mömmu þína með
þér að Fjalli. Þar eru nóg
húsakynni. Ég skal láta þig
hafa beztu kjör“.
Þá var Bensa boðið of mik-
ið. Hann hafði ætlað sér að
vera kurteis við karlskepn-
una, vegna móður sinnar, því
að líklega bæri hún enn hlýj-
an hug til hans, þar sem hann
var eini maðurinn, sem hún
hafði verið kennd við. En
þetta tók út yfir allt. Hann
gat ekki setið kyrr, heldur
spratt á fætur og gekk fast að
föður sínum og mælti:
„Svo að þér finnst það eins
og sjálfsagt, að móðir mín
flytji aftur að Fjalli eftir það,
sem á undan er gengið. Kann-
ske finnst þér henni hafa lið-
ið þar ágætlega, þó að þú
ætlaðir henni að leggjast á
sæng í votabandsföngunum,
illmennið þitt“.
„Nú hefur hún verið að
klaga mig og heimili mitt e.ft-
ir öll þessi ár. Það er ólíkt
henni“, sagði Bárður, sem nú
var orðinn jafn dökkur í and-
liti og sonur hans.
„Nei, hún minnist aldrei á
þig eða aðra á því heimili,
frekar en hún hefði aldrei
þekkt þar til. En ég hef heyrt
aðra konu segja frá því. Bara
að móðir mín gæti gleymt því,
að þú og þitt hyski væri til.
En svo mun þó ekki vera, því
jniður“, þrumaði Bensi.
„Hún gleymir því varla á
meðan hún hefur þig fyrir
augunum á sér“, sagði Bárður,
og það brá fyrir kaldri glettni
í svip hans, sem hafði allt
annað en róandi áhrif á son
hans. „Þegar svoleiðis kemur
fyrir er sjaldan hægt að bú-
ast við friðsömu heimilislífi.
En slíkt er nú gleymt fyrir
löngu. Vilborg er artarkona,
og hún var móður þinni góð
húsmóðir, þangað til þetta
kom fyrir. Þú þarft ekkert að
óttast, að þeim semji ekki.
Vertu nú bara samningalipur
og ekki svona hræðilega bráð-
lyndur. Þá getur þetta allt
farið vel“.
„Það fer aldrei hvorki vel
né illa, það máttu vera viss
um, því að mér dettur ekki í
hug að minnast á það við
mömmu, að hún flytji inn á
heimili þitt. Þú verður lík-
legast ekki í vandræðum með
búskapinn, þar sem þú átt í
vonum að fá búfræðing fyrir
tengdason, enda er mér alveg
sama, þó að allt endasteypist
hjá þér, og þú líka sjálfur“.
„Þú sóttir þó meðölin handa
mér til þess að halda í mér
tórunni“, sagði Bárður.
„Láttu þér ekki detta í hug,
a mér hafi ekki verið sama
um þig. Ég gerði það eigin-
lega fyrir mömmu. Hún má
aldrei hugsa til þess, að nein-
um líði illa, án þess að reyna
að bæta eitthvað úr því. En
það var alls ekki af því, að
henni væri vel til þín. Það
Það væri eitt af því ómögu-
lega“, sagði Bensi.
„Þetta er nú meiri geðofs-
inn í þér, piltur minn. Þú lík-
ist ekki henni móður þinni,
því að hún var geðprýðis-
stúlka“, sagði Fjallsbóndinn
styggur.
„Þá er það líklega frá þér,
sem ég hef þetta geðlag. Betri
er illur arfur en enginn“,
sagði Bensi.
„Ég hef borgað skilvísilega
meðgjöfina til móður þinnar,
ekki getur þú borið á móti
því“, sagði Bárður.
Hvernig kynntist þú seinni
manni þínum? Hann hringdi
dag nokkurn dyrabjöllunni
hjá mér og bað um að fá að
sýna mér hvernig ætti að nota
uppþvottakúst, sem hann var
að selja. Og þegar ég sá
hversu vel honum fór þetta
úr hendi taldi ég að hann
væri einmitt rétti maðurinn
handa mér.
PrófiS sjón yðar — SPARIÐ $15.
Sendið nafn yðar, addressu og
aldur, og við sendum þér Home
Eye Tester,
r 'J nýustu vörubók,
r rll og fullkomnar
uppdýsingar.
Agents
Wantec*
VICTORIA OPTICAL CO., Dept. N-655
J7íVn Yonge St. Toronio 1, Onl.
ROSE THEATRE
SARGENT ot ARLINGTON
AIRCONDITIONED
CHANGE OF PROGRAM
EVERY FOUR DAYS
Foto-Nite Every
Tuesday and Wednesday
SPECIAL
CHILDREN'S MATINEE
Every Saturday