Lögberg-Heimskringla


Lögberg-Heimskringla - 06.06.1963, Qupperneq 7

Lögberg-Heimskringla - 06.06.1963, Qupperneq 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 6. JÚNÍ 1963 7 Þegar sorgin ber að dyrum Hansel, N. Dakota. Maí 27. 1963. Laugardaginn 18. maí, var óvenjulega kaldur og í kjöl- far hans komu þrír fleiri með frosti um nætur, sem búist er við að hafi gert skaða á jarð- argróðri, sérstaklega á sykur- rófum. Upp úr hádeginu þennan á- minsta laugardag, fóru 2 ungir drengir hér í nágrenn- inu á reiðhjólum sínum norð- ur að Tunguánni. Eitthvað um 12 mílur í vestur frá Cavalier er brú á þessari á og þar endaði ferða- lag drengjanna, Dirk Allan Johnson, sonur Mr. og Mrs. Árni D. Johnson, eiga þau hjón tvö fleiri, dreng Kelly og stúlku Holly. Dirk var 6 ára gamall. Hinn drengurinn var Devin Linn Björnson, 10 ára að aldri, sonur Mrs. Doris Björnson, er hennar fólk Carlson frá Coneret, smár bær vestur við Pembína fjallgarð. „Svo hleypur æskan unga, óvissa dauðans leið". Þannig fór það í þetta sinn, eins og svo oft, fyrr og síðar, um þessa stuttu leið þessara ungu drengja, sem átti að verða ofurlítill skemmtitúr, en jafnframt ætluðu þeir að vera duglegir og færa mömm- unum sínum fáeina smáfiska að sjóða í matinn. Að öllum líkindum hafa þeir eins og títt er um drengi á þessum aldri, beitt óskiptum huga við starf sitt, en gætt þess miður hver að- staða þeirra var og þá varð hið sorglega slys þegar báðir féllu í ána og drukknuðu. Er ágiskun margra að yngri drengurinn hafi dottið fyrst, og svo hafi sá eldri og sterk- ari, sem kunni að synda, látið sig falla á eftir, og með karl- mennskuhug ætlað að koma félaga sínum og leikbróður til bjargar, en báðir voru þar án nokkurrar hjálpar, og jökul- kalt vatnið má næstum segja hefur tekið þessa smáu líkama í sínar miskunarlausu köldu greipar, og þar fundust þeir klukkutíma síðar, þá stóð eftir beisk og djúp sorgin og sökn- uðurinn í huga, sál og hjarta allra nánustu ástvina drengj- anna ungu, sem urðu dauð- anum að bráð með svo svip- legum hætti. Sérstaklega á móðir eldra drengsins Mrs. Doris Björnson um sárt að binda, þar sem ekki er liðið ár frá því að eig- inmaður hennar Magnús lézt aðeins 32 ára gamall. Hann dó 6. júní síðastliðið ár. Foreldrar hans eru Mr. og Mrs. Steini Björnson. Eru þær systur Mrs. Björnson og Mrs. O. K. Thorvaldson, Los Angeler, Calif. — sem margir þekkja. Mikil hugfróun er það fyrir Mrs. Doris Björnson að eiga eftir efnilega stúlku Cindy 6 ára, og sem nú á alla hennar móðurást og kærleika, og þegar hún eldist meir, mun hún vita „að hann var barn, svo blessað og gott, hann bróðir hennar sem hrifinn var brott, hún þráir hann ekkert þó — sem barnung mær tek- ur missirinn létt, en mamma hennar hugsar jafnt og þétt, um litla drenginn sem dó.“ A.M.Á. Fréttir frá íslandi Framhald frá bls. 5. Gerðist það, að kona gaf sam- an hjón — í fyrsta skipti sem vitað er um í Islandssögunni. Það var frú Auður Þor- bergsdóttir, lögfræðingur, sem nýlega hefur verið skip- uð fulltrúi yfirborgardómara, sem gaf hjónin saman, en þau heita Gylfi Kristjánsson og Jóhanna Ásta Barker, Báru- götu 19, Reykjavík. Mgbl. 22. maí. ☆ Eldsvoði Hundruð þúsunda króna tjón varð í gærdag, er eldur kom upp í gömlu íbúðar- og verzlunarhúsi að Laugavegi 11, eign Sigurliða Kristjáns- sonar og Valdimars Þórðar- sonar. Þar höfðu aðsetur 10 fyrirtæki og einnig var búið í nokkrum herbergjum. Eld- urinn kom upp á 3. hæð, sem eyðilagðist, en einnig urðu miklar skemmdir á neðri hæð- um hússins af vatni og reyk. Allt slökkviliðið í Reykjavík var kallað út til að berjast við eldinn. Mgbl. 2. maí. Hans G. Andersen sendiherra í Osló Hinn 15. júlí næstkomandi lætur Haraldur Guðmunds- son, sendiherra, af störfum í Osló, fyrir aldurs sakir, en Hans G. Andersen núverandi sendiherra í Stokkhólmi tek- ur þá við sendiherrastarfinu í Osló. Páll Ásgeir Tryggva- son, sendiráðunautur í Kaup- mannahöfn, mun veita sendi- ráðinu í Stokkhólmi forstöðu, sem sendifulltrúi (Chargé d’Affaires a.i.) þangað til nýr ÆTLARÐU AÐ FERÐAST? Hvert sem þú ferð, spara ég þ é r peninga og létti af þér áhyggjum án auka kostnað- ar. Ég er um- boðsmaður Icelandic Airlines og allra aðal flug- og skipa- ferðafélaga; skipulegg ferðir innanlands og erlendis. Ég leiðbeini þér varðandi vega- bréf, visa og hótel, ókeypis, og með 30 ára reynslu get ég ábyrgzt ágæta fyrirgreiðslu. ARTHUR A. ANDERSON ALL-WAYS TRAVEL BUREAU 315 Hargrave St., Winnipeg 2 Office Ph. WH 2-2535-Res. GL 2-5446 sendiherra verður skipaður þar. Mgbl. 15. maí. ☆ Réttindi við Grænland til 1973 Frá því var skýrt í Kaup- mannahöfn í kvöld, að stækk- un fiskveiðilandhelginnar við Grænland, frá og með 1. júní þessa árs, mundi ekki hafa nein áhrif á fiskveiðiréttindi eftirtalinna þjóða: Noregur, ísland, Stóra-Bretland, Vest- ur-Þýzkaland, Frakkland, Spánn og Portúgal. Sá tími, sem líður, þar til lögsagan gengur í fullt gildi, er þremur árum lengri, en gert var ráð fyrir í fyrstu. Á því tímabili munu skip ofan- greindra þjóða fá að veiða á svæðinu milli 6 og 12 mílna, frá strönd Grænlands. Gildir það fyrirkomulag allt fram til ársins 1973. Mgbl. 22. maí. Vínce Leah recalís Sports Columnist, The Winnipeg Tribune I utstanding lctories IN MANITOBA SPORT SEPT 10TH Niakwa pro, Harold Eldsvig bar 1955 Mani- toba Open Golf mjög fyrir brjósti. Sem forseti Manitoba Professional Golfer’s As- sociation hafði hann reynt í mörg ár að auka orðstír Open Golf í Winnipeg með því að safna fé fyrir verðlaun, svo að framúr- skarandi golfleikarar tækju þátt. Hann sagði engum, en mun hafa haft von um að geta sjálfur sigrað á sínum heimavelli, þótt hann léki gegn fremstu leikurum Canada, Stan Leonard frá Vancouver og A1 Balding frá Toronto. Þennan vota og svala laugar- dag voru Eldsvig og Balding hinn nýji C.P.G.A. kappi, komnir á 54 „green“. Eldvig var 15 fet frá boltaholunni en Balding 12. Bolti Ontario leikarans snerist um holu- brúninni, en Eldsvig gat sökkt sínum. Þeir voru jafnir með 221 strokes. Vonglaður komst Eldsvig í tveim skotum 8 fet að flagg- inu, en Balding 20 fet. Hann gat ekki ýtt sínum inn, en Eldsvig sökkti sínum bolta og sigraði „Open'* sem hann vonaði að tækju þeim öllum fram. O’KEEFE BREWING COMPANY /MANITOBA/LIMITED No. 4 in a series of Outstanding Victories in Manitoba Sport M1073

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.