Lögberg-Heimskringla - 10.10.1963, Page 6

Lögberg-Heimskringla - 10.10.1963, Page 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 10. OKTÓBER 1963 GUÐRÚN FRA LUNDI: ÖLDUFÖLL Sk&ldsaga Leitarmennirnir gengu nú í áttina til Hrólfs. Bensi einn beið á veginum. Sveinki hljóp heim að Litlu-Grund til þess að flytja húsbændum sínum þær gleðifréttir, að einkason- urinn væri heill á húfi í fjalli. Guðni og Vermundur sneru nú heimeiðis. „Það er víst óþarfi að vera að rangla á móti þessum kjána“, sagði Guðni bónda- sonur með lítilisvirðingu. Toni hljóp á undan föður sínum á móti Hrólfi. Þarna var hann á ferðinni, hnjótandi og hrasandi í öðru hverju spori. „Hvernig stóð eiginlega á því, að þú fórst að álpast þetta?“ spurði Bjarni. „Ég er alveg hissa á þér, að láta gabba þig svona herfilega“. Hrólfur anzaði þessu ekki, en sagði um leið og hann hitti Bjarna: „Þetta er nú meiri blessuð birtan, sem fylgir þér, Bjarni minn. Það er lítil von til þess að maður geti ratað í þessu myrkri. Mannstu nokkurn tíma eftir svo kolsvörtu nátt- myrkri?“ „Já, það held ég. Það er ekkert svartara myrkrið núna en vanalega, þegar haustar að. Aðeins nokkuð dimmt til jarðarinnar“, svaraði Bjarni. „Mér heyrðist Bensi greyið vera að gjalla þarna einhvers staðar í myrkrinu. Alltaf er hann jafn stríðinn og ógerð- arlegur, að láta sér detta í hug, að þau séu að leita að mér í bæjarlæknum eins og hvolpi. Það væri svo sem ekki ólíklegt. En hræddur er ég um, að það söngli eitthvað í tálknunum á henni mömmu gömlu, þegar ég kem heim úr túrnum þeim arna. Er ekki strákasninn hann Bensi far- inn af veginum? Mig hefur alltaf langað til þess að þreifa vel á honum, þeim pilti. En núna er ég ekki vel fyrir kallaður, vegna þess, að ég fékk mér heldur betur í staupinu. Og þar við bættist þetta bölvað labb upp á fjall- ið, En illt er að hugsa til þess, að stúlkan liggi úti hérna einhvers staðar í fjallinu eða kannske við veginn“. „Það er óþarfi fyrir þig, að hafa áhyggjur út af því. Hún sat inni á rúmi í baðstofunni á Stóru-Grund, þegar við lögðum af stað þaðan til þess að leita að þér“, sagði bónd- inn á Stóru-Grund. „Ég á bágt með að trúa því, þar sem Gunnvör sagði mér, að hún væri þotin út í myrkr- ið. Mér stóð hreint ekki á sama, því að hún kenndi mér um það“, sagði Hrólfur. „Hún hefur auðvitað snúið við heim aftur, þegar hún varð vör við þig á eftir sér“, sagði Bjarni glaðlega. „Þær eru slungnar ungu stúlkurnar nú á dögum. Það er ekki fyrir alla að sjá við þeim. Það er áreiðanlega heppilegast að eltast við þær í dagsbirtunni“. „Já, mikinn fjandans grikk gerðu þær mér núna, stúlk- urnar þínar, Bjarni minn“, sagði Hrólfur. „Svo er það hann Bensi skratti. Sá líklega reynir að halda því á lofti þessu ferðalagi mínu í kvöld. Ég skal segja þér eins og er, Bjarni minn, að mig langar hreint ekkert til þess að finna hann í þetta sinn“, sagði hann svo. „Við getum farið utar. Sveinki hlýtur að fara að koma með klárinn þinn“, sagði Bjarni. Bensi kallaði til þeirra, þeg- ar hann sá Ijósið færast nær: „Er Hrólfur sterki með alla stóru limina sína óbrotna? Anzi farið þið hægt“. Toni varð fyrir svörum: „Já, hann er alveg óbrotinn og hann biður mig að segja þér að hann ætli að finna þig seinna í fjöru“. „Nú, endilega í fjöru!“ kallaði Bensi. „Bara að hann detti þá ekki í sjóinn. Ég hef heyrt að hann sé eitthvað hræddur við hann“. „Allt veit hann, þetta svín“, stamaði Hrólfur. „Hann skyldi finna til hnúana á mér, ef ég hefði ekki farið að hella í mig þessu bannsettu brenni- víni. En það var allt vegna hennar. Mér hefur aldrei ver- ið eins innan brjósts til nokk- urrar konu. Það er bara eins og logi eldur þar inni, þegar ég sé hana. Og svo fær hún þennan fant“. „O, það eru nú til fleiri stúlkur, sem gaman er að horfa á en hún“, sagði Bjarni. „En engin eins falleg og hún, eða finnst þér það ekki, Bjarni minn. Þú ert svo skyn- samur maður, að þú hlýtur að sjá það eins og ég“, sagði Hrólfur. Mér finnst hún snotur stúlka“. „Snotur! Svoleiðis orðalag er aðeins notað um hross eða kindur, en ekki um fallegt kvenfólk“, sagði Hrólfur nokkuð stuttlega. „Þær eru til fallegri", sagði Bjarni. „Jæja þá. Villtu kannske gefa mér hana dóttur þína. Hún getur svo sem heitið nokkuð snotur stúlka“. „Hún er krakki ennþá“, sagði Bjarni. „Og svo velur hún sér mannsefnið sjálf, þegar þar að kemur“. „Alltaf er það sama tregð- an“, sagði Hrólfur dauflega. Þá kallaði Bensi hlæjandi utan úr myrkrinu: „Ég bíð hérna, ef Iþess skyldi þurfa með, að hjálpa Hrólfi sterka á bak á klárinn sinn, skinninu. Ég heyri, að hestur- inn er að koma“. „Ég mun áreiðanlega kom- ast á bak, án þinnar aðstoðar. Þú skalt hafa þig heim til kærustunnar, ómennið þitt. Við hittumst seinna, þegar betur stendur á fyrir mér“ kallaði Toni fyrir Hrólf. Hann stamaði og hikstaði og ætlaði aldrei að ljúka við það, sem hann þurfti að segja. „Ræfilsgreyið! Stendur eitt- hvað illa á fyrir þér, núna. Gaztu ekki bjargað brókum þínum einn þarna uppi í fjallinu? Þá segi ég bara, hafðu það betra, þegar við sjáumst næst“. Svo hvarf Bensi út í myrkr- ið. „Þá mátt þú biðja fyrir þér lagsmaður“, sagði Hrólfur. Þá kom Sveinki í ljósmál með hestinn Hrólfs í taumi. Rétt á eftir honum kom Her- dís gamla með lugtarljós í hendinni. „Það held ég sé fallegur svipurinn á þeirri gömlu núna“, sagði Hrólfur í lægri róm en áður við Bjarna. „Þú ert þó líklega ekki hræddur við kerlinguna“, sagði Bjarni. „Nei, það er ég nú ekki. En það er skap í henni, það get ég borið um. Það er svona aðeins að Helgi karlinn fær það óþvegið hjá henni stund- um. En hann lætur bara eins og hann heyri ekki til hennar. Og stundum sofnar hann und- ir dembunni. Hann er seigur, sá karl“. Herdís hafði ekkert fyrir því að heilsa nágrönnum sín- um, þegar hún kom upp á þjóðveginn. Heldur sneri hún máli sínu strax til sonar síns: „Það er svo sem ekkert ó- myndarlegt, hvernig þú hagar þér. Þvælast af hestbaki og síðan ráfa upp í fjall og láta mig leita að þér með öndina í hálsinum“. „Hvað svo sem átti það að þýða, að fara að leita að mér í bæjarlæknum. Ég hefði nú sjálfsagt haft mig upp úr hon- um, þó að ég hefði farið í hann“, sagði Hrólfur. „Hvers konar bölvuð vit- leysa er þetta í þér. Leita í bæjarlæknum?“ sagði hún öskuvond. „Það var Bensi, sem sagði það“, sagði Toni. „Hefur hann verið hér að flækjast. Þá vona ég að þú hafir þakkað honum fyrir síðast, sonur sæll“, sagði hún talsvert mildari. „Við skulum nú bara ekki vera að tala neitt um það, hvað okkur fór á milli“, sagði Hrólufr drýgindalega. „Við getum alltaf talað um það. Hafðu þig svo í hnakk- inn. Þetta er nú meira en ég fæ skilið, að þessi leki, sem þú hafðir með þér, skuli hafa svifið svona á þig. Ætli það sé ekki fólkinu á Stóru-Grund eitthvað að þakka, hvernig nú er komið högum þínum. Það hefur verið svolítið knyttótt við okkur þetta árið, finnst mér“, sagði Herdís. „Við höfum áreiðanlega ekki verið ykkur lélegri ná- grannar þetta ár en þau, sem liðin eru“, sagði Bjarni. „Og ekki hef ég veitt syni þínum vín. Hann var svona hreyfur, þegar lagt var af stað heim- leiðis". „En þú hefur þó þurft að siga þessum geðslega vetrar- manni þínum á hann“, sagði hún grimmdarlega. „Þeir hafa alls ekki sézt, og þess vegna hefur hann ekki snert við syni þínum. Ef Hrólfur segir þér það, er það bein lýgi“, sagði Bjarni. Herdís svaraði ekki. Hún heyrði að Bjarni bóndi var farinn að reiðast. Það hafði alltaf verið gott samkomulag á milli bæjanna. Og það vildi hún að ekki bréyttist. Hún sneri því þegjandi heimleiðis, og gekk við hlið hestsins, sem Hrólfur sat á. Hann kallaði kveðjuorð til feðganna og þakkaði þeim fyrir sig. Herdís kvaddi ekki. Hrólfur kom ekki heim að Stóru-Grund um seinni rétt- irnar. Og ferðir á milli bæj- anna lögðust algjörlega niður, nema hvað Toni og Sveinki hittust við féð af og til. Sveinki sagði félaga sínum, að Herdís þættist vita, að Gunnvör hefði logið að Hrólfi um brotthlaup. Siggu til þess að hafa hann burtu af heim- ilinu. Herdís ætlaði sér víst að tala við hana, þegar hún færi að koma þangað út eftir til þess að spila við þau. En Gunnvör ætlaði sér ekki að verða framar gestur á því heimili, hvorki á komandi vetri né síðar. Þá gerði Herdís henni orð með Sveinka, um að sig væri farið að langa til þess að sjá hana. En Gunn- vör fór hvergi. Svo leið vetur- inn og nýtt vor var komið áður en fólk vonaðist bein- línis eftir því, vegna þess að veturinn hafði verið fádæma góður. NÆRFÖT - SOKKAR - T-SKYRTUR Canadian Pacific 10th ANNUAL Package Tour to the Royal lAlinter Fair CATTLE JUDGING takes place Saturday, Nov. 16th and our tour has been purposely planned so that those arriving Toronto with the first group Friday, Nov. 15th can participate in this highlight. TORONTO, NOVEMBER 15 - 23,1963 A Choice of Two Departure Dates Leaving on the Scenic Dorae THE CANADIAN from stations in Alberta—November 13 and 14; Saskatchewan and Manitoba — November 14 and 15. RATES AS LOW AS $220.1 Ofrom Edmonton and Calgary; $185.50 from Regina and Saskatoon; $165.95 from Winnipeg. Correspondingly low fares from other stations. INCLUDES transportation and berth in air con- ditioned tourist sleeper on train, all meals in DELUXE DINING CAR; SEVEN DAYS at the Royal York Hotel; sightseeing in Toronto and Niagara Falls; season admission to the ROYAL; reserved ticket for the Horse Show dnd R.C.M.P. Musical Ride; gratuities. Apply ewrly—avoid disappointment. Ask your Canadian Pacific agent for brochure giving full details. He wilí gladly complete all arrangements for your trip. Make your reservations now. Cuiadúm (fhcific TRAINS / TRUCKS / SHIPS / KLANE8 / HOTELS / TELECONHUNICATIONS WORLD'S MOST COMPLETE TRANSPORTATION SYSTEM V

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.