Lögberg-Heimskringla - 31.10.1963, Page 7

Lögberg-Heimskringla - 31.10.1963, Page 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 31. OKTÓBER 1963 7 Sjóliðinn og Ijónynjan Við strönd Austur-Indlands var sjóliði eitt sinn sendur í land ásamt nokkrum öðrum, til að fella tré. Þar sem hann reikaði inn í skóginn í átt frá félögum sínum, varð l'jón- ynja á vegi hans og fór hratt. Það var ógerningur að leggja á flótta, og ekki var heldur árennilegt að snúast til varn- ar. Hann beið þess hvert and- artak, að ljónynjan rifi hann á hol, en hann varð meira en lítið hissa, þegar hún lagðist flaðrandi við fætur hans! Hún leit sífellt í áttina að sérstöku tré, og látbragð hennar benti til þess, að hún æskti aðstoðar hans. Sjóliðinn ákvað að fylgja henni eftir og kom brátt auga á stóran apa, sem sat í grein- um trjánna með tvo ljónsunga í fanginu. Auðvelt var að geta sér til, að apinn hafði stolið ungum Ijónynjunar, og sjó- liðinn hóf þegar í stað að höggva upp tréð, sem ekki var sérlega svert. Ljónynjan fylgdist á meðan með öllu framferði apans í trénu, og þegar tréð féll um koll, tók hún undir sig stökk, réðst á apann og tætti hann í sundur. Á meðan stóð sjóliðinn skammt frá og skalf eins og hrísla í vindi. Ljónynjan snuðraði utan í afkvæmi sín og sleikti þau; síðan hljóp hún að lafhræddum sjóliðanum, sleikti hann og kjassaði og auðsýndi honum þannig þakk- læti sitt. Hún greip um fæt- ur hans, • þrýsti höfði sínu margsinnis upp að honum, tók síðan unga sína í ginið, eins og köttur, og hljóp á brott með þá. Náfölur og skjálfandi sneri sjóliðinn aftur til skips, og löng stund leið, áður en hann jafnaði sig svo, að hann gæti sagt frá því, sem fyrir hann hafði borið. Kremlbóndann fer langt framm úr því sem hjá okkur á Norðurlöndum var kallað háðúngarlof, „skammhrós“, og sá maður talinn réttdræpur sem slíkt fremdi við höfð- ingja sinn. Þetta eru í orðsins fylstu merkingu lofsaungvar til gjafarans allra góðra hluta, til Stalíns fjörgjafa lífsins, til sólarinnar Stalíns . . .“ Mgbl. 9. okt. Heimilisblaðið. Ný bók eftir H.K.L. Framhald frá bls. 5. urt dæmi þess að hann treysti manni, utan einum; en þeim manni trúði hann líka í blindni. Sá maður var Adolf Hitler . . .“ Síðar í bókinni ræðir Lax- ness um skáldið „Dsjambúl af saltheiðum Kasakstans", sem hann telur hafa verið „dá- samlegt óviðjafnanlegt skáld“. Um hann segir hann m.a. (bls. 280). „Þeir létu þennan dásam- lega villimann yrkja heila sálmabók um Stalín á árun- um 1936—1938, nokkurskonar hástilt viðlag við hreinsanirn- ar miklu . . . Af sálmum þessum á 160 þétprentuðum blaðsíðum má læra að elska Stalín eins og holdtekinn guð • ■ . Lofdýrð Dsajmbúls um Hentugt að kaupa þau Þér getið keypt Canada Savings Bonds fyrir peninga út í hönd eða með afborgunum. Notið Payroll Savings Plan við vinnuna — eða hjá bönkum, viðurkenndum fé- sýslumönnum eða lánsfélögum. Þau fást fyrir $50, $100, $500, $1,000 og $5,000 og takmörkuð við $10,000 á mann. Þau hæfa kaupgetu allra! Auðvelt að skipta þeim Þér getið skipt Canada Savings Bonds hvenær sem er fyrir full- virði og áfallna vexti. Þegar þér þarfnist reiðupeninga þurfið þér ekki annað en að fylla inn útlausn- ar eyðublaðið á verðbréfinu og afhenda það banka þínum. Þú færð peninga þína tafarlaust. Canada Savings Bonds eru betri en reiðufé. Ágæt að geyma þau Þér fáið vexti á Canada Savings Bonds 1. nóvember ár hvert — 4fyrstu tvö árin; 5% hvert næstu 6 árin og 5%% hvert síðustu 4 árin — vextir að meðaltali 5.03% á ári ef verðbréfin eru geymd þar til þau falla í gjalddaga. Á 12 árum með samanlögðu vaxtafé verður hvert $100 Bond $161.00 virði.

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.