Lögberg-Heimskringla - 07.11.1963, Qupperneq 2
2
WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 7. NÓVEMBER 1963
Um uppruna akuryrkju
í Vesturheimi
Dr. Thorvaldur Johnson:
í 30. tölublaði Lögb.-Hkr.
var fjallað um uppruna akur-
yrkju í Austurlöndum, og var
þar sagt, að uppruni akur-
yrkju í Vesturheimi hefði
verið sjálfstæður og óháður
öllu því sem farið hafði fram
í Austurlöndum. Að þessi
skoðun sé rétt er auðséð ef
Indíánar hafa komið, eins og
flestir halda, frá Asíu til
Alaska yfir Bering sundið og
hafi svo, kynslóð eftir kynslóð
smáfært sig í suðurátt þangað
til, eftir nokkur þúsund ár, að
þeir höfðu fært út héruð sín
um bæði Norður og Suður
Ameríku. Þeir gátu ekki hafa
þekkt akuryrkju í heim-
skautahéruðunum sem þeir
komu frá í Norður Asíu, því
þar hafa þeir lifað á líkan hátt
og Eskimóar. Jafnvel þó þeir
hefðu haft öinhverja þekk-
ingu á akuryrkju, þá hefði
hún gleymzt á meðan þeir
voru að mjaka sér suður yfir
heimskautahéruð Norður-
Ameríku þar sem akuryrkja
var útilokuð.
Elztu menjar Indíána (í
Tule Springs, Nevada), eftir
„radiocarbon“ tímasetningu
að dæma, eru um 24,000 ára
gamlar. Það er því ljóst, að
fyrstu innflytjendur þdirra
hafa komið til þessarar álfu
löngu áður en ísöld lauk; því
það eru aðeins í kringum
10,000 ár síðan seinustu skrið-
jöklarnir hurfu. Meðan ís-
breiðurnar, sem náðu allt suð-
ur í Indiana, Illinöis, og Iowa,
voru að bráðna, voru gras-
löndin í nánd við þær para-
dís fyrir veiðimenn sem lifðu
eingöngu á því að veiða risa-
vaxin dýr sem þá voru al-
geng: ísaldarfílana (mammoth
og mastodon), úlfalda og
hesta og, nokkru seinna, vís-
unda. Þessar skepnur hurfu
við lok ísaldar, nema vísund-
arnir; tíðarfar breyttist, varð
hlýrra og þurrara, og veiði-
skapur minnkaði, bæði vegna
gereyðingar þessara skepnu-
tegunda og af öðrum ástæð-
um. Á sléttunum miklu héld-
ust þessir lifnaðarhættir og
menn fylgdu vísundahjörð-
unum, hvar sem þær fóru,
langt fram á nítjándu öld.
Annarstaðar, og sérstaklega á
þurra hálendinu í Suðvestur
Bandaríkjunum og Mexico, og
í hálendi Andes fjallanna í
Suður Ameríku, gat veiði-
skapur ekki lengur verið aðal-
lífsbjörg fólks.
í þessum héruðum varð
fólk að snúa sér að plöntuaf-
urðum — berjum, fræi, hnot-
um, rótum — til að halda í
sér lífinu. Þetta hefir í raun
og veru, í fyrstu, ekki verið
nein nýjung, af því að Indíán-
ar hafa alltaf notað slíkt til
matvæla, meira eða minna.
En nú, þegar veiðiskapur
rýrnaði, óx þekking á jurtum
og plöntuafurðum þangað til
að allt ætilegt var notað til
matvæla. Enginn véit hvar
eða hvað snemma garðyrkja
komst á fót. Um 9000 fyrir
Krist voru kvarnir notaðar í
Utah, líklega til að mala fræ
villtra plantna. En um 5000
fyrir Krist var fólk áreiðan-
lega farið að rækta ekki ein-
ungis villtar, heldur líka end-
urbættar plöntutegundir. Eitt
sem bendir til þess að plönt-
ur hafi verið ræktaðar lengi
er það, að ættfeður flestra
þeirra plantna sem Indíánar
ræktuðu þekkjast ekki. Villt-
ur maís er ekki til, en rækt-
aðar tegundir hafa fundizt í
Mexico frá því um 5000 fyrir
Krist. Þessi maís var mjög
ólíkur nútímategundum. öxin
voru aðeins tveir eða þrír
þumlungar á lengd og hvert
fræ var umlukt af hismi.
Eftir að þessi maís fannst í
hellum í Mexico og New
Mexico, fór Dr. P. C. Mangels-
dorf, á Harvard háskólanum,
að rannsaka uppruna hans, og
tókst honum að framleiða
samskonar maístegundir með
kynblöndun milli „popcorn"
og pod corn“, eða eins og hann
sjálfur sagði: „mér tókst að
framleiða þann lélegasta maís
sem nú er til í heimi.“ Rann-
sókn hans bendir til þess, að
„popcorn“ og „pod corn“ séu
frumstæðar tegundir eða, að
minnsta kosti, mikið eldri en
nútíma maís. „Dent corn“ og
„flint corn“, sem nú á dögum
eru aðaltegundirnar sem
ræktaðar eru, eiga rætur að
rekja til breytinga (mutations)
og kynblöndunar þessara
fornu maístegunda og ýmsra
grasa sem voru nógu skyld
maís svo að kynblöndun gæti
átt sér stað. Náttúran, frekar
en Indíánar, hefir gengið frá
þessari kynblöndun, en þrátt
fyrir það hefði ekkert orðið
úr slíku, ef Indíánar hefðu
ekki verið nærstaddir til að
varðveita allar endurbætur
er gerðu maís að betri mat-
vælajurt.
Næst maís, er kartaflan
verðmætasta matarjurt Ind-
íána. Ættfeður hennar eru
óþekktir, jafnvel þó að plönt-
ur náskyldar kartöflum séu
til. Nútímakartaflan á upp-
runa sinn í Peru og vestur-
parti Boliviu og var ræktuð
um allt hálendi Andesfjall-
anna í Suður-Ameríku þegar
Evrópumenn fyrst komu
þangað, um lok fimmtándu
aldar, en var þá óþekkt í
Norður-Ameríku. í Peru er
sagt, að Spánverjar hafi talið
upp 240 tegundir af ræktuð-
um kartöflum. Meðal þeirra
voru tegundir sem hæfar voru
til ræktunar í heita láglend-
inu fyrir vestan og austan
fjöllin, og aðrar sem voru
nothæfar á hálendinu 15,000
fet yfir sjó og gátu jafnvel
þolað frost. Frumstæðustu
tegundirnar spruttu bezt í
heitasta láglendinu, og er það
því skoðun flestra, að kartafl-
an hafi átt uppruna sinn þar.
Kartöflur spruttu líka bezt á
miðjarðarsvæðinu, þar sem
dagur og nótt eru jöfn, en
seinna, eftir að kartöflur
fluttust til suður hluta Chile,
urðu þar til tegundir sem not-
hæfastar voru fyrir sunnan
og norðan miðjarðarbeltið,
þar sem dagur var lengri á
sumrin. Það eru þessar teg-
undir, sem ræktaðar hafa ver-
ið í Norður-Ameríku og
Evrópu.
Maís var útbreiddur víðara
en nokkur önnur garðyrkju-
planta Indíána, og var rækt-
aður frá suðurhluta Suður-
Ameríku allt norður að St.
Lawrence fljóti og norður
með sléttunum allt að landa-
mærum Canada. Svipuð var
útbreiðsla bauna og ýmsra
tegunda af agúrkum og gras-
keri (cucumber, squash,
pumkin, o. s. frv.) Allar
baunategundir nema „broad-
beans“ og soyabaunir eru
amerískar að uppruna. í
Mexico hafa fundizt leifar af
baunum sem virðast hafa ver-
ið ræktaðar um 4000 fyrir
Krist, og Lima baunir voru
ræktaðar litlu síðar í Peru.
Leifar hafa fundizt í Mexico
af graskeri (squash), sem eru
jafnvel eldri; frá því um 7000
fyrir Krist. Úr því að maís var
líka ræktaður nálægt 4000
fyrir Krist, má sjá það að
garðyrkja var komin á fót um
það leyti hér og þar í Norður
og Suður Ameríku, jafnvel þó
hún væri hvergi aðal lífs-
björg manna. óvíst er hve-
nær fólk fór að lifa einungis
af garðyrkju. Prófessor
Gordon Willey, einn helzti
fræðimaður á þessu sviði
heldur, að það hafi átt sér
stað um 1500 fyrir Krist í suð-
urhluta Mexico og um 1000
fyrir Krist í Peru. Það er
einkennilegt, að þetta skyldi
hafa fyrst komið fyrir í þess-
um tveimur fremur regnlitlu
héruðum, í hálendinu í Mex-
ico og fjalllendinu í Peru og
Boliviu, en þar hefir dýra-
veiðí minnkað snemma á
dögum og nauðsynin á akur-
yrkju orðið meiri en annar-
staðar. Af því að úrkoma var
fremur lítil, urðu áveitur
undirstaða akuryrkju að
miklu leyti. Jafnvel við þess-
ar erfiðu kringumstæður,
margfölduðust matvæli fólks
svo, að í suðurhluta Mexico
varð fólksfjöldinn meiri en í
öllum öðrum hlutum Norður-
Ameríku til samans. Þegar
Spánverjar komu þangað árið
1519, er sagt að í, Suður-
Mexico hafi verið um 1600
þorp og bæir, og stærstur
þeirra var Tenochtitlan, þar
sem Mexico borgin nú stend-
ur. Þar var fólksfjöldi um
300,000.
Hingað til hafa aðeins fá-
einar garðyrkjujurtir Indíána
verið nefndar. 1 Peru er talið
að hafi verið um 70 tegundir
af ræktuðum plöntum, og í
Norður-Ameríku eru 86 rækt-
aðar tegundir nefndar, 79 af
þeim í Mexico. Ekki voru all-
ar þessar tegundir notaðar til
matar, því meðal þeirra er
tóbak, bómull, „agave“ (sem
notað var til framleiðslu
áfengis og margs annars), og
ýmsar plöntur sem voru not-
aðar til meðalagerðar. Bæði
tóbak og bómull komu upp-
runalega frá Peru eða Boliviu.
Tóbakstegundin sem nú er
reykt um næstum allan heim
var ræktuð einungis í Suður-
Ameríku og Vestur-Indía
eyjunum þegar Evrópumenn
fyrst komu til Vesturheims;
önnur tegund var ræktuð í
Mexico og ;í austurhlutum
Ameríku allt norður að St.
Lawrence fljóti. Meðal flestra
Indíána var tóbak mjög tengt
helgisiðum, og var reykt við
flest hátíðahöld, guðrækileg
og veraldleg; friðarsamningar
voru vanalega helgaðir með
því að reykja tóbak. Báðar
tegundir af tóbaki voru upp-
runar af kynblöndun villtra
tegunda.
Bómull var ræktuð og ofin
úr henni klæði í Peru um
2300 fyrir Krist; og er það
einkennilegt, að þó að þessi
bómullartegund sé ein sú
bezta sem til er, þó eru allar
villtar tegundir í Ameríku
nærri bómullarlausar. Vef-
stólar og vefnaðarlistin virð-
ast hafa átt sér sjálfstæðan
uppruna í Peru, og hvergi
annarstaðar var sú list á eins
háu stígi í fornöld og þar.
I samanburði við korn-
yrkjuaðferðir Evrópumanna
og niðja þeirra, ætti akur-
yrkja Indíána líklega að vera
kölluð garðyrkja. Akrar
Ekkert slítur vél bifreiðar-
innar í jafnríkum mæli og
stöðug ræsing og stöðvun í
stuttum ökuferðum. Fylgið
þeim ráðum, sem gefin eru í
eftirfarandi grein, og þér
munuð hafa miklu meiri
ánægju af bílnum yðar — og
um lengri tíma.
Það er dýrara — miðað við
hvern aksturskílómetra — að
eiga bíl, ef maður notar hann
mestmegnis til smærri öku-
ferða innanbæjar. Þetta reyn-
ir mikið á vélina, og sá bíll,
sem notaður er í snatt, þarfn-
ast stöðugri umhyggju en
hinn, sem e. t. v. fer tífalt
lengri leið á þjóðvegum úti.
Vélar nýtízku bíla eru gerð-
ar fyrir stanzlausa keyrslu
a. m. k. 15 kílómetra í hvert
sinn. Með því móti vinna þeir
bezt og hagkvæmast. En sam-
kvæmt athugunum, sem fram
hafa farið, er meðalfjarlægð
hvers aksturs aðeins fimm til
sex kílómetrar, í annarri
hverri ökuferð. Og slíku hefur
bílvélin ekki gott af.
Fyrstu tvær eða þrjár mín-
úturnar, sem vélin er í gangi,
þeirra voru sjaldan stórir; og
er ein ástæðan fyrir. því sú,
að Indíánar tömdu aldrei
skepnur til dráttar. Plógurinn
þekktist ekki; hlújárn þeirra
var skerpt stöng með fót-
haldi. Rót^þétt grasland var
of erfitt að vinna með slíkum
verkfærum; og þess vegna
kusu þeir oft skógi vaxið land
til garðyrkju fremur en frjó-
samt sléttuland. En mesti
gallinn á akuryrkju Indíána
var skortur skepna til drátt-
ar. Þeir tömdu aðeins fimm
skepnutegundir: lama- og
alpaca dýrin, muscóvy-öndina,
„turkey“ og „guinea-pig“. Og
þessar skepnur voru ekki að
neinu gagni til dráttar, og
guinea-pig sízt af öllu.
Það er auðséð, að það var
beint samband á milli akur-
yrkju Indíána á annan bóginn
og iðnaði, þekkingu og menn-
ingu þeirra á hinn. Það var
aðeins þar sem akuryrkja
varð aðalatvinnu vegur
manna, sem fólkið fjölgaði
svo að þorp og bæir byggðust,
og að menn höfðu næði til að
nota ímyndunarafl og hagleik
til uppgötvana og annara
framkvæmda. Stofnað var til
iðnaðar og hann notaður til
framleiðslu stórvirkja og
listaverka. En það var ógæfa
Indíána, að þeir höfðu litla
þekkingu á málmum, nema
gulli, silfri og kopar, og enga
kunnáttu á járnsmíði. Fyrir
þessar ástæður meðal annars,
féllu ríki og menning þeirra
við fyrstu árásir Evrópu-
manna. Menning Indíána hef-
ir haft tiltölulega lítil áhrif,
en enginn ætti að gleyma því,
að nærri helmingur af mat-
arjurtum heimsins er arfur
frá þeim.
reynir að vissu leyti mest á
hana. Þá tekur hún við mjög
mikilli „fitu“ (miklu benzíni,
litlu lofti), og þessa þarfnast
hún svo lengi sem hún er enn
köld. En brennslan sem slík
er léleg, kveikingin ójöfn, og
leifar af óbrenndu gasi og
sóti óhreinka vélina. Þetta
kemur ekki mjög að sök, ef
bíllinn fær að aka 15—20
kílómetra á eftir með sæmi-
legum hraða, því að þá hreins-
ar vélin sig nokkurn veginn
sjálf. En margir smátúrar, þar
sem vélin fær ekki tækifæri
til að kólna vel á milli, veita
ekki þessa hreinsun.
Þið hafið áreiðanlega tekið
eftir því stundum, að vatn
seitlar út úr blástursrörinu. í
hvert sinn, sem vélin eyðir
einum lítra af benzíni, blæs
hún út 1,25 lítra af vatni —
venjulegast í formi ósýnilegr-
ar gufu. En áður en hljóð-
dunkurinn og blástursrörið
hafa hitað sig, þéttist vatnið á
köldum málminum, og þá tek-
ur ryðið að tæra hann — sé
vagninum ekki ekið það lengi,
Framhald á bls. 3
Réff meðferð á snatt-bílum