Lögberg-Heimskringla - 07.11.1963, Síða 4

Lögberg-Heimskringla - 07.11.1963, Síða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 7. NÓVEMBER 1963 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Editor: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Haraldur Bessa- son, Rev. Valdimar J. Eylands, Caroline Gunnarsson, Jóhann G. Jóhannson, Thorvaldur Johnson, Jakob F. Kristjánsson, Rev. Philip M. Pétursson. Vancouver: Dr. S. E. Björnsson. Montreal: Áskell Löve. Minneapolis: Valdimar Björnsson. Grand Forks: Richard Beck. Reykjavík: Birgir Thorlacius. Akureyri: Steindór Steindórsson. London: Dr. Karl Strand. Subscription $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorized a* second class mail by the Post Office Deportment, Ottawa, and for poyment of Postage in cash. DR. RICHARD BECK: Athyglisvert þýðingasafn Nýlega barst mér í hendur nýtt þýðingasafn eftir Paul Bjarnason, More Echoes, sem prentað var fyrir stuttu síðan í Vancouver, B.C., þar sem þýðandinn er búsettur. Áður hafði hann, eins og kunnugt er, gefið út bókina Fleygar (1953), safn frumsaminna og þýddra ljóða á íslenzku, og Odes and Echoes (1954), safn frumortra kvæða og þýddra á ensku, og hlutu bækur þessar, að verðleikum, góða dóma þerira, er um þær rituðu beggja megin hafsins. Dr. Vilhjálmur Stefánsson ritar gagnorðan formála að hinu nýja þýðingasafni Pauls Bjarnason, og er formálinn dag- settur 15. janúar 1962, en Vilhjálmur lézt 26. ágúst það ár. Sjálfur orti hann á yngri árum ljóðræn kvæði og í'hygli þrungin, og þýddi vel eigi allfá íslenzk kvæði á ensku, þótt hann geri í umræddum formála sínum lítið úr ljóðgáfu sinni og þýðinga viðleitni úr íslenzku, og sýnist mér það af meiri hógværð mælt en rök standa til. En frekari umræða um það mál liggur utan takmarka þessarar umsagnar. í formála sínum fer Vilhjálmur annars mjög drengilegum og lofsamlegum orðum um Paul Bjarnason sem skáld, bæði um frumort kvæði hans og þýðingar, og segist af ýmsum ástæðum hvetja hann til þess að halda áfram að gefa út ljóðabækur eins og þær, er hann hafi fram að þessu látið frá sér fara. Kemst Vilhjálmur meðal annars þannig að orði: “Of these several reasons I mention first that in poetry, though not in prose, I love alliteration, for which Icelandic has a genius and so has Paul Bjarnason. No poem can simu- late modern Icelandic unless it is tastefully alliterated and this is one of Paul’s chief skills. For an appropriate rendition of modern Iceandic lyric poetry into English is required the linguistic gift that Pushkin had for translating Poe’s Raven into Russian; and we have this gift in More Echoes, and in the earlier volumes.” En formálanum lýkur með þessum orðum: “But the main reason, of course, for writing this preface is that these three book are good poetry. They are necessarily Icelandic in that Paul Bjarnason is an Icelander. But in the marrow of his bones is at once the native feeling of the original language and of the English into which it is translated. For this trans- lator and poet is truly bi-lingual.” Vissulega er vald Pauls Bjarnason á íslenzku og ensku aðdáunarvert, en hreinskilningslega skal það játað, að ég lít nokkuð öðrum augum á þá þýðingaraðferð úr íslenzku á ensku, sem hér er um að ræða, heldur en þeir höf. formálans og þýðandinn, en eigi skal sá skoðanamunur rakinn hér. Hins vegar, hefi ég alltaf litið svo á, að dæma bæri hverja bók í ljósi þess markmiðs, sem höf. hennar eða þýðandi setti sér með henni, og með tilliti til tþess, hvernig honum hefir tekist að ná því marki sínu, frá bókmenntalegu sjónarmiði skoðað, og verður svo gert hér. Óneitanlega hefir Paul Bjarnason færst erfitt verk í fang, er hann tók sér fyrir hendur að snúa íslenzkum ljóðum á ensku og halda í þýðingunni stuðlum og höfuðstöfum, sem svipmerkja um annað fram íslenzkah skáldskap, og eru þá um leið sérkennandi fyrir þýðingar Pauls. Yfirleitt held ég, að vart verði annað sagt, en að margar þessar þýðingar séu vel af hendi leystar, og sumar mjög vel, þó að þær séu vitam- lega misjafnar, og skoðanamunur geti orðið um einstök erindi, Ijóðlínur og orðaval. í safninu eru þýðingar af kvæðum eftir þessi þjóðkunnu skáld heima á ættjörðinni (talin í þeirri röð, sem þýðingunum er skipað niður í bókinni): Eggert Ólafsson, Unni Benedikts- dóttur (Huldu), Jónas Hallgrímsson, Davíð Stefánsson, Magnús Stefánsson (örn Arnarson), Steingrím Thorsteinsson, Matthías Jochumsson, Jakob Thorarensen, Guðmund Guðmundsson, Þórberg Þórðarson og Einar Benediktsson. Ennfremur þýðing- ar á andlegum ljóðum og sálmum eftir Valdimar Briem, Helga Hálfdanarson og Björn Halldórsson. Auk þess eru hér þýðingra af kvæðum eftir allmörg skáld vor Islendinga í Vesturheimi, meðal þeirra eru Jóhann Magnús Bjarnason, Guttormur J. Guttormsson, Páll S. Pálsson og Jónas Stefáns- son (frá Kaldbak); loks eru í bókinni nokkrar þýðingar úr sænsku. Kvæði þau, sem hér eru þýdd, eru að vonum mismunandi að ljóðsnilld og bókmenntalegu gildi, en mörg eru hér merkis- kvæði, enda í heild sinni þau hin sömu fyrir löngu búin að eignast sinn fasta sess í íslenzkum skáldskap. S'kal hér fyrst vikið að nokkrum þýðingum hinna styttri kvæða. Paul kemst mjög sæmilega frá að þýða „Þó þú lang- förull legðir“ eftir Stephan G. Stephansson, en líklega má telja það kvæði nærri óþýðanlegt, svo sérstætt erþað um mál- far og kjarnmikla náttúrulýsingu. Þýðingin á eftirlætis sam- komusöng okkar íslendinga „Hvað er svo gott sem góðra vina fundur“ eftir Jónas Hallgrímsson nær víða orðalagi kvæðisins, hreim og anda. Má svipað segja um þýðinguna á kvæði Davíðs Stefánssonar „Óráð“ (Nightmare), en betri þykir mér samt þýðing á kvæði hans „Litlu hjónin“ (The Little Couple), sem er í alla staði prýðisgóð. Miklu er það þó oftar, að Paul velur sér til þýðingar þau kvæðin, þar sem slegið er á alvarlegri strengi, og ekki ósjaldan ádeilustrenginn, í frum- kvæðunum. Sem dæmi styttri kvæða af því tagi má nefna þýðingu hans á napuryrtu kvæði Arnar Arnarsonar „Sköpun mannsins" (The Creation of Man), sem nær næsta nákvæm- lega orðfæri og hugsun kvæðisins. Þýðingin á hinni snjöllu mannlýsingu og ádeilu Jakobs Thorarensens „Skrattakollur“, (The Imp) er einnig furðu nákvæm og markviss, þegar þess er gætt, hve kjarnmikill um málfar og hnitmiðaður stíll skáldsins er. Annars finnst mér, að Paul Bjarnason nái sér oft bezt niðri í þýðingum sínum á lengri kvæðunum, svo sem á kvæð- inu „Gestur“ eftir Stephan G. Stephansson og „Meðan Róma- borg brann lék Neró á sítar og söng“ (While Rome Burned, Nero, Strummed His Zither and Sang), sem bæði eru vel þýdd, og sérstaklega virðist mér margir kaflar hins síðarnefnda prýðisvel þýddir. Mjög athyglisverðar eru einnig hinar mörgu þýðingar á kvæðum Einars Benediktssonar, sem hér er að finna, taka upp mest rúm í safninu, og eru jafnframt að mínum dómi, að öllu samanlögðu, mekasti hluti þess, en hér eru þýðingar á þessum snilldarlegu og stórbrotnu kvæðum Einars: „Skóg- arilmur“ (Forest Fragranée), „Spánarvín" (Spanish Wine), „Gamalt lag“ (An Old, Old Song), „Hilling“ (Mirage), „Skáld- menn íslands“ (Poets of Iceland), „Egill Skallagrímsson", „Matthías Jochumsson“, „Væringjar“ (The Rovers), og „Út- sær“ (The Deep). í ofannefndum þýðingum ræðst þýðandinn sannarlega ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, og lítt að undra þótt eitthvað megi að þýðingum þessum finna, en hitt þykir mér samt betra og merkilegra til frásagnar, hve mörgu er þar til skila haldið í vandamiklum flutningi máls og mynda af íslenzkunni á enskuna. Vil ég svo þakka Paul Bjarnason þessar þýðingar hans, sem og hinar eldri, og jafnframt þann skerf, sem þær eru til kynningar íslenzkum bókmenntum í hinum enskumælandi heimi, en sá heimur er víðlendur, eins og allir vita, og þýð- ingar á því heimsmáli færa því drjúgum út landnám bók- mennta vorra. Sýnist mér svo fara vel á því að ljúka þessari umsögn með hreimmikilli þýðingunni á eftirfylgjandi erindum úr hinu fagra og andríka eggjanarkvæði Guðmundar Guðmundsson- ar, „Dagur“ (Lo, The Daybreak!): The Day is breaking, Up, thou Iceland’s son! On every peak there is a beacon gleaming. With mankind now a nobler future dreaming, Does not the blood within you faster run? Go, take into the strife thy stainless shield And stand a hero on that battlefield! A man of worth is always in the van Wherever truth is sought, without remission. With freedom as the focus of the vision, No force can crush the hopes of such a man. He knows that, should he fall before the dawn, His faith will live anew and carry on. Be such a man! Let hand and heart unite. Raise high the standard: freedom from oppression. Cut straight the way, nor waver in thy passion, A worthy scion aiming for the light, And at the sunset, when thy day is done, A drooping realm shall mourn a favored son. Ritdómur Nýlega hefur mér borizt rit- gerð um Vilhjálm Stefánsson, hinn fræga landkönnuð, sem Richard Beck hefur skrifað í T í m a r i t Þjóðræknisfélags Vestur - íslendinga. Rekur hann þar í stuttu máli sögu Vilhjálms og þýðingu sem landkönnuðar og vísinda- manns. Einnig færir hann til ummæli og dóma ýmissa merkra manna um Vilhjálm, störf hans og persónuleika. Ritgerðin er ljóst skrifuð og gefur í stuttu máli furðu full- komið yfirlit um ævi og störf þessa merka Vestur-lslend- ings, sem frægastur hefur orð- ið sinna samtíðarmanna af ís- lenzkum stofni. Og vel fer á því að kalla greinina Skáld athafnanna, því að Vilhjálmur var skáld bæði í orði og at- höfn, Einnig hefur Beck skrif- að stutta grein um Ættjarðar- ljóð Einars Páls Jónssonar, ,ritstjóra, en þau voru mikil- vægur þáttur í ljóðagerð hans og mörg hin bezti skáldskap- ur. En Einari Páli hefur verið miklu minni gaumur gefinn sem skáldi en hann átti skil- ið, því að flest sem frá hans hendi kom í þeim efnum var fágaður ljóðrænn skáldskap- ur. Grein Becks er rituð af skilningi og hlýju, eins og honum er ætíð tamt. En um leið og ég minnist þessara ritgerða, vil ég einnig fara nokkrum orðum um T í m a r i t Þjóðræknisfélags Vestur-íslendinga, en 44. ár- gangur þess kom út á þessu ári. Auk áðurnefndrar rit- gerðar Becks um Vilhjálm Stefánsson flytur þessi ár- gangur ritgerðir, ljóð, leikrit og sögur eftir frændur vora vestra, að ógleymdum annál ársins, um helztu viðburði er gerast meðal Vestur-íslend- inga á ári hverju. Ritið er vandað að efni og frágangi og furðu fjölbreytt. Því er haldið ,út af frábærum dugnaði og fórnfýsi, og það er mikilvæg- ur þáttur í að halda uppi íslenzkri menningarstarfsemi vestan hafs. Annállinn gefur í stuttu máli betra yfirlit um þvað gerist þar með frændum okkar, en nokkurs staðar er annars að fá. Hér heima ætt- -um vér að veita riti þessu meiri athygli en gert er. Eng- inn, sem það kaupir og les, er svikinn af efni þess, en um leið og hann kaupir ritið styð- ur hann þjóðernis- og menn- ingarbaráttu frænda vorra í Vesturheimi. Ritstjórar Tíma- ritsins eru þeir Gísli Jónsson og Haraldur Bessason. St. Síd. Heima er bezt. LÖGBERG-HEIMSKRINGLA Eina íslenzka vikublaðið i Norður Ameríku Styrkið það, Kaupið það Lesið það

x

Lögberg-Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.