Lögberg-Heimskringla - 12.12.1963, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 12.12.1963, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. DESEMBER 1963 5 Séra Haraldur Sigmar, D.D Framhald frá bls. 4. Manitoba fylkis með Bachelor of Arts menntastiginu, árið 1908. Því næst hóf hann nám við lúterska prestaskólann í Chicago, og útskrifaðist það- an um vorið 1911. Er sagt að hann hafi verið farsæll náms- maður, og að hann hafi leyst öll próf af hendi með góðum vitnisburði fyrir ástundun og afrek í námi, einkum latínu og grísku. Þann 18. júní 1911 var hann prestvígður á þingi hins Evangeliska lúterska kirkju- félags íslendinga í Vestur- heimi, og framkvæmdi séra Björn B. Jónsson, þáverandi forseti vígzluna. Var kirkju- þingið það ár haldið í Argyle byggð, og fór athöfnin fram í kirkju Frelsis safnaðar, en þar hafði Haraldur verið skírður og fermdur. Er sagt að Sigmar faðir hans hafi aldrei verið kátari en þann dag er sonur hans var vígður, því að hann hafði lengi þráð að sjá son sinn ná þessu takmarki. Hins vegar gekk hinn ungi maður inn í preststöðuna með þeirri hógværð og auðmýkt sem einkenndi hann ávalt síðan. Segir hann í sjálfsævi- sögunni sem lesin var við vígzluna meðal annars: „Með þá trú í hjarta að guð hafi kallað mig geng ég öruggur að starfinu, þótt ég hins veg- ar finni sárt til ófullkomleika sjálfs mín.“ Litlu síðar bætir hann við: . . . „ég þakka drottni innilega fyrir hand- leiðsluna og varðveizluna á liðinni tíð, . . . og fyrir hið mikla, takmarkalausa með- læti, og fel honum um leið mig og starf mitt á komandi tímum.“ Tók hann þá þegar við embætti sem prestur sex safnaða í íslenzku nýlendunni í Wynyard, Saskaschewan, og nágrenni, og þjónaði því prestakaili í fimmtán ár. Hann reyndist strax mjög vinsæll sem prestur. öll prestverk fóru honum einkar vel úr hendi. Hann var virðu- legur maður utan kirkju sem innan, vænn að vallarsýn, fríður sýnum, og góður söng- maður. Er hann flutti prédik- anir sínar, má ætla að hann hafi haft í huga orð Páls postula til safnaðarins í Korintuborg: „Er ég kom til yðar, bræður, og boðaði yður leyndardóma guðs, kom ég ekki með frábærri mælsku- snild eða speki; því að iég á- setti mér að vita ekkert á meðal yðar, nema Jesúm Krist og hann krossfestan." (I. 2:1-2). Ræður hans voru laus- ar við allt orðskrúð og yfir- læti, voru alþýðulegar að efni, vandlega samdar, og fluttar af augljósri sannfæringu með þeirri rósemi og festu sem einkenndu hann í öllu dag- fari. Hann hætti ekki að vera prestur þegar komið var úr kirkju, skildi „prestinn“ aldrei eftir heima á ferðum sínum innan eða utan sveitar. 1 návist hans höfðu menn ó- sjálfrátt þá meðvitund að þeir stæðu í návist manns sem hafði helgað guði líf sitt. Hann prédikaði hvar sem hann var staddur, eins fyrir því þótt hann segði ekki neitt. Við barnafræðslu var hann ljúfur og örvandi; við sjúkravitjanir lipur og nærgætinn; við út- farir framliðinna samúðarrík- ur og hjartahlýr; á skemmti- samkomum var hann sprikl- andi af fjöri, og hrókur alls fagnaðar. Líklega hefir hann komist nær því takmarki að vera sannur sálusorgari en flestir aðrir samtíðamenn hans í prestastétt meðal Is- lendinga vestanhafs. Séra Haraldi voru falin ýmis trúnaðarstörf í þeim sveitum er hann þjónaði. Hann var varaforseti kirkju- félagsins um langt skeið, og forseti þess um nokkurra ára bil. Hefði hann getað haldið þeirri stöðu eins lengi og lög leyfðu, en hann lét af embætti að læknisráði. Forsetastarfið fórst honum sem annað vel úr hendi, og ox hann við það að virðingu og vinsældum. Enda þótt hann gengi aldrei á ís- lenzkan skóla, fór hann á- gætlega með móðurmál sitt í ræðu og riti. Má sjá þess glöggan vott í ýmsum ritgerð- um sem eftir hann lggja í blöðum vestanhafs, einkum Sameiningunni og Lögbergi. Er þeir Norður Dakota prestarnir, séra Kristinn K. Ólafsson, á Mountain, og séra Páll Sigurðsson á Garðar hurfu frá prestaköllum sínum næstum samtímis árið 1925 f a n n s t forráðamönnum kirkjumála sjálfsagt að reyna að sameina byggðina í eitt prestakall. Allmikill klofn- ingur hafði orðið þarna, og gömul sár voru ekki enn að fullu gróin. Fannst mönnum að sá prestur mundi vand- fundinn, sem byggðirnar gætu sameinast um. í þessum vanda var leitað til séra Har- aldar og hann kallaður. Hann kom, og hann brást ekki. Með prúðmennsku sinni og hóg- værð tókst honum að sameina sundurdreifða krafta, og breiða yfir þessa byggð bræðralag, vinskap og tryggð við hið göfuga og góða. Þjónaði hann sjö söfnuðum á þessu svæði í hart nær tuttugu ár, (1926—1945). Kvonfang séra Haraldar reyndist honum eitt mesta gæfuspor ævinnar. Kom þar fram, eins og oft annars, hand- leiðslan guðdómlega og með- læti forsjónarinnar, sem hann þakkaði guði fyrir á vígslu- degi sínum. Árið 1914 giftist hann Ann Margarethe Thor- laksson dóttur hins alkunna öðlings, séra Steingríms Thor- laksson í Selkirk, og konu hans, Eriku Rynning, sem var stórættuð kona frá Noregi, og hinn mesti skörungur. Varð heimili þeirra Sigmars hjóna pajög til fyrirmyndar, enda sór húsfreyjan sig í ættina um hæfileika, höfðingsskap og rausn. Voru þau hjón mjög samhent í starfi. Svo sém kunnugt er, urðu tveir sona þeirra prestar, Harald í Van- couver, Washingtonjog Eric í Camas, sama ríki. Eru þeir báðir viðurkenndir hæfileika- menn, og vel metnir í sinni stétt. Þriðji sonurinn hefir at- vinnu í Kelso, og hefir hann vinitatis, honoris causa). Árið 1950 var hann til- neyddur að taka sér hvíld frá störfum vegna vanheilsu. Hresstist hann svo á nokkrum mánuðum, að hann sá sér fært að taka köllun Blaine safnaðar í Washington. Þjón- aði hann þar unz hann lét af störfum fyrir fullt og allt, árið 1957, og fluttist til Kelso, nokkru sunnar í ríkinu. Naut hann sæmilegrar heilsu enn um skeið, en þar kom að kraftarnir dvínuðu óðum. um. Hinn mikilhæfi kirkju- höfðingi Franklin Clark Fry, forseti lútersku. kirkjunnar í Ameríku, skrifaði bræðrunum eiginhandar bréf, sem líklega eru einstök í sinni röð vegna vitnisburðarins sem þ a u geyma um hinn látna. Eru oau því prentuð hérmeð. Bæði eru þau dagsett í New York, 6. nóv. ’63. “Dear Harald: The Church on earth is poorer when a transparently Christian soul like your father’s leaves it and I bow my head with you and with all who lóved him at his passing. I am sure that you will find, as I did years ago on a similar occasion, that God’s two realms, the one beyond and the one here, are brought ever so much closer together with him as a link. All your life he has been setting you an example. There is still sunlight on his head, this time a glory, as he walks ahead. I sorrow and rejoice with all the Sigmars . . .” “Dear Eric: Your father was as fine and appealing Christian personality as I have ever known—gentle, mild, with a sterling and unswerving loyalty to his Lord. May his works follow him! I thank God that his sons are doing so too. It will be an easy transition for your father into the courts of the Master’s house, something that cannot be said of all of us. That is a measure of the essential Christianity of his life and his inmost spirit. Do place an arm around your beloved mother for us all.” Hefði dr. Haraldur mátt mæla við sína eigin jarðarför, er mjög líklegt að hann hefði endurtekið orðin sem hann mælti á vígsludegi sínum fyrir meira en hálfri öld. Þau voru jafn sönn nú og þá. Hvar sem litið er á lífsferil hans, má sjá vott um handleiðsluna, varðveizluna, og hið lak- markalausa meðlæti sem hann naut hjá guði og mönnum. „Góður maður á guðs vegum.“ Þannig verður honum bezt lýst, og þannig mun hans minnst á meðan þeir eru ofar moldu sem þekktu hann. V. J. E. Why not visii ICELAND now? ALL-WAYS Travel Bureau Lid., 315 Hargrave Street, Winnipeg 2, Man., WHitehall 2-2535, is the recognized Agent of all steamship- and airlines, including Icelandic Airlines, and has assisted more Iceland- ers in Manitoba with their travel arrangements than any other travel agent. Mr. P. E. Salomonsen and Mr. A. A. Anderson, both Scandi- navians, will render you every assistance in connection with your travel, in an endeavour to have your trip as comfort- able and pleasant, yet in- expensive, as possible. Consult ALL-WAYS Travel Bureau Lld. 315 Hargrave Street, Winnipeg 2, Man. WHitehall 2-2535 Séra Haraldur Sigmar, D. D. jafnan verið með foreldrum sínum. Einkadóttirin, Mar- grét, er gift mætum manni sem heitir Elvin Kristjánsson, og eiga þau heima í Hayward, California. Auk ekkjunnar og ofangreindra barna, lætur séra Haraldur eftir sig þrettán barnabörn, og tvo bræður í Manitoba, Albert og Fred. Árið 1945 sagði séra Har- aldur lausu prestakalli sínu í Norður Dakota. Um svipað leyti tók hann köllun frá ís- lenzka söfnuðinum í Vancou- ver, B.C., og þjónaði honum næstu fimm árin. En áður en hann hóf starf þar vestra, tóku þau hjónin sér skemmti- ferð á hendur til Noregs og íslands. Á íslandi heimsótti hann átthaga föður síns í Þingeyjarsýslunni, og fór víð- ar um landið. í þeirri ferð kom hann fram við biskups- vígslu herra Ásmundar Guð- mundssonar, dr. theol. sem fulltrúi kirkjufélagsins síns, en þeir höfðu báðir verið sam- tímis prestar í Wynyard, Saskatchewan, og hafði tekist með þeim góð vinátta sem hélzt æ síðan. I þeirri ferð var hann sæmdur Riddara- krossi íslenzku fálkaorðunnar. Kirkjufélagið gerði hann síðar (1957) að heiðursforseta sín- um, og ári síðar heiðraði fyrr- verandi prestakall hans í Dakota hann með lífstíðakjöri sem pasior emeriius. Árið 1944 sæmdi United College í Winnipeg hann doctors nafn- bót í guðfræði (Doctor Di- Loks varð hann að mestu rúmfastur, og tvo síðustu mánuðina var hann á spítala og oft þungt haldinn. En þrátt fyrir það týndi hann aldrei gleði sinni, eða bjartsýni. Oft beiddist hann lausnar, og tal- aði um vistaskiftin með fögn- uði. „Mín önd er þreytt, ég þrái eitt, að finna góðan guð. Og lausnin kom, nýja lífið rann upp fyrir honum 28 október 1963. Hafði hann þá náð sjötíu og átta ára aldri, og verið þjónandi prestur fjörtíu og sjö ár. Útför hans var gerð með til hlýðilegri viðhöfn, bæði heimabæ hans, Kelso, og einnig í Seattle þar sem hann var jarðsettur. Fyrri athöfnin fór fram í sóknarkirkjunni Kelso, 31. október, en sú síð ari í útfararstofu í Seattle Allra Heilagra messu, 1. nóv Sóknarpresturinn í Kelso stýrði fyrri athöfninni, en for seti Pacific Northwest synod unnar, Dr. A. G. Fjellman þeirri síðari. Líkmenn voru valdir úr hópi vina hans heimasöfnuði, og á meða fyrrverandi sóknarbarna hans í Saskatchewan, Norður Da kota, Vancouver og Blaine Synir hans, Harald og Eric mæltu síðustu orðin yfir gröf hans á íslenzku. Lásu þeir hvor um sig nokkur vers úr sálminum Allt eins og blómstrið eina, og fóru með greftrunarorðin og postullega blessan. Fjölskyldunni bárust samúðarskeyti úr ýmsum ótt

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.