Lögberg-Heimskringla - 12.12.1963, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 12.12.1963, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. DESEMBER 1963 DR. KARL STRAND: Lundúnanætur Leskaflar í íslenzku handa byrjendum Prof. Haraldur Bessason Prof. Richard Beck, Ph.D. LI In Icelandic only a very few weak masculine nouns are declined like nemandi, pupil, student and bóndi, farmer, (husband). The declusion of those two nouns differ slightly from t'he regular declension of weak masculine nouns. Their ension in the sing. and plur. runs Sing. as follows: Nom. nemandi bóndi Acc. nemanda bónda Dat. nemanda bónda Gen. nemanda Plur. bónda Nom. nemendur bændur Acc. nemendur bændur Dat. nemendum bændum Gen. nemenda bænda Translate into English: Jón er bóndasonur, og hann er nemandi í Verzlunar- skólanum. Nú tíðkast það meir en áður, að bændur sendi syni sína í æðri skóla. Nemendum fjölgar ört í skólum lands- ins, en bændum fækkar í sveitunum. Ég átti tal við nokkra nemendur á ársþingi nemenda í framhaldsskólum við skóla íslenzkra bænda að Hvanneyri. Sigurður er góður bóndi. Mér líkar vel við þennan nemanda, en ég gaf öðrum nemanda hærri einkunnir. Sigríður hjálpar jafnan bónda sínum við störf hans. Ég sá Gunnar bónda síðast í gær. Ég saknaði eins nemanda í morg- un, þegar tímar byrjuðu. Framhald frá sl. blaði. Enn neðar, á bökkunum í grend við Waterloo brúna eru nokkrar hræður á stan^li, all- ar éinar sér, sumar sitjandi á döggrökum bekkjum, aðrar ^tandandi við brjóstvörnina og enn aðrar ranglandi á brúnni sjálfri. Hér eru einnig nokkrir lögregluiþjónar á flökti, sum- ir á götunni, aðrir kringum dálítið bátaskýli niðri í fjör- unni. Ókunnugum kann að virðast það kynlegt hversu þeir látast ekkert sjá en hafa þó vakandi auga á hverri hreyfingu. En skýringin kem- ur fyrr en varir. Ung kona, sem rjátlað hefir í hægðum sínum við handrið brúarinnar sveiflar sér yfir og hverfur í hyl fljótsins, með skelli sem bergmálar frá yfirborði vatns- ins, fram og til baka milli hús- veggja fljótsbakkanna. Leift- ursnöggt er ungur lögreglu- maður stokkinn út í fljótið. Frá bátaskýlinu þeytist lítill mótorbátur að slysstaðnum eins og eftir gefnu kappsigl- ingarmerki. í vatnsskorpunni er barizt upp á líf og dauða, báturinn tekur dýfur, hálf- kæfð kvein og ekki heyrist þegar um hægir og konan er innbyrt. Báturinn kemur að landi, innan fárra mínútna kemur sjúkrabíll þjótandi og staðnæmist með ýskrandi hemlum. Að stundarkorni liðnu ekur hann greitt brott á ný og allt verður kyrrt. Gamla Waterloo brúin var miðstöð sjálfsmorðanna í London. Handrið nýju brúar- innar eru ekki eins auðveld til yfirhlaups, en þessi staður er enn sá hluti árinnar sem mest aðdráttarafl hefur fyrir þá sem íekið hafa fullnaðar- ákvörðun sjálfsvígsins. E.t.v. stafar þetta af því hvað þetta er nálægt miðbænum, aðeins fárra mínútna hlaup frá næstu næturklúbbunum, þeg- ar örvæntingin — eða ástar- sorgin — ljær fótunum vængi. Litla lögreglustöðin Við ána er stundum kölluð Sjálfs- morðsstöðin. Öldugangurinn frá buslinu í ánni hefir jafnað sig, spítur og vogrek straumsins, sem köstuðust til beggja hliða undan holskurði mótorbáts- ins í vatnsskorpunni, hafa nú færst óðum niður eftir ánni, fram hjá Súðvirki og Lund- únabryggjum sem Snorri get- ur um, fram hjá gráum Lund- únakastalanum, sem tekið hefir á sig hrollkaldan náfölva í næturhúminu, litarímynd þeirra margföldu pyntinga og dauðahrellinga, sem átt hafa sér stað þar innan veggja. Það er vissara að loka augun- um, ef vofur eiga ekki að sjást. Nokkru neðar þar sem aðal skipalægin byrja er Lundúnapollurinn, með skóg af möstrum og lyftihegrum hangandi köðlum og marri í b 1 ö k k u m . Gálgaskógur! Skammt frá norðurbakkanum er Kaðalstræti, illræmdasta lastagata borgarinnar. Hér er allt kyrrt en þó ekki full- komlega hljótt. Nokkrar per- sónur eru á ferli, sjómenn með eina og eina blíðselju í eftir- dragi, allar af rytjulegra tæi, gul og svört andlit gæjast fyrir horn, daufa skímu legg- ur út um glugga sem byrgðir eru þykkum, grófum glugga- tjöldum. Öll hús götunar eru ljót, sum eins og margra ára vegamanna skúrar, sem gleymst hafa uppi í íslands- heiðum, önnur molnandi steinkumbaldar. Á stöku stað heyrist glaumur innan veggja, annarsstaðar kynlegur ilmur, sem virðist koma upp um gangstéttar sprungurnar. Kannske blunda þar í kjall- araholum gulir Austanmenn í sælli vímu, dreymandi um hrísgrjónaekrurnar heima við Bláá. Sá sem gengur um Kaðal- strætið og nágrenni þess fyrir óttuleytið fær ósjálfrátt þá til- finningu að honum sé fylgt eftir af ósýnilegum gáthafa j eða augum, sem sjá gegnum tjöld og vegg. Þessi tilfinning hraðar skrefinu, þegar snúið er við inn í City, fermílu gullsins og víxlanna. Enginn borgarhluti breyt- ist meira en City við komu næturinnar. Göturnar eru þröngar, gangstéttir mjóar, húsin sterk og þung eins og kolsvarti, sandorpni norður- jaðarinn á Vatnajökli. Á dag- inn er naumast hægt að stíga niður fæti fyrir manhþröng. Að nóttu sézt varla nokkur lifandi sál. Þögnin er alger, utan bergmáls fótataksins. Mjúkir næturskuggar og götuljósasvæði skiptast á, í stöku götu hefir uppgufun fljótsins safnast í þunnar Maríutásur sem reifa efri hæðirnar og brúa jafnvel göt- urnar dúnhimni. Þetta eru ekki lengur bankar og víxla- virki heldur álfaklettar, Dimmuborgir ótal mynda, að viðbættum nokkrum birki- hríslum í klettaskorunum, og lyngi undir fót væri myndin alger. Skammt frá Pálskirkjunni víkkar um sýn og beinar lín- ur nýbygginganna sem risu á stríðsrústunum rjúfa álf- heimablæjuna. Skyndilega er þögnin rofin, brothljóð, hrynjandi gler, örstutt þögn og síðan korrandi mótorhljóð og marr í gír. Tvær eða þrjár lögreglupípur gjalla. Inn- brot! Eftir örfáar sekúndur koma þeir. Grænleitur Jagú- ar, vafalítið stolinn, hendist í loftköstum út úr einni hlið- argötunni, sveigir á tvéimur hjólum hálfhring kringum Pálskirkjuna, önnur fram- hurðin er enn opin, en skellur harkalega í lás þegar stigið er á hemlana af öllum kröft- um, sveigt á ný og snúið við. Lögreglubifreið, svört og gljáandi kemur neðan frá Ludgate torginu, þvert á rauðu umferðaljósin, upp á kirkjutorgið. Græni Jagúar- Framhald á bls. 7. Vocabulary: ársþingi, neuter, annual meet- ing, dat. sing. of ársþing átti tal við, had a conversa- tion with, past tense ind. of eiga tal við bóndasonur, masc., farmer’s son byrjuðu, began, pret. ind. of byrja einkunnir, fem., literally: characteristics; in school language: marks, acc. plur. of einkunn fjölgar, with dat., grow(s) in number * framhaldsskólum, masc., ad- vanced schools, dat. plur. of framhaldsskóli íækkar, grow(s) fewer hjálpar, help(s), pret. ind. of hjálpa Hvanneyri, the seat of the Agricultural College in Southern Iceland hærri, higher, comparative degree of hár, high í gær, yesterday jaínan, always mér líkar vel við, I like saknaði, with gen., missed, past tense (pret.) ind. of missa síðasl, last . störf, neuter, work, acc. plur. of starf sveitunum, fem., rural dis- tricts, dat. plur. of sveit syni, masc., sons, acc. plur. of sonur tíðkast, be customary tímar, masc., classes, nom. plur. of tími Verzlunarskólanum, School of Commerce, dat. sing. æðri skóla. masc., advanced schools, acc. plur. of æðri skóli öðrum, indef. pron., another, dat. sing., masc. of annar ört, rapidly Which weighs more with you... dinner time or cíosing time?

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.