Lögberg-Heimskringla - 12.12.1963, Side 7

Lögberg-Heimskringla - 12.12.1963, Side 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 12. DESEMBER 1963 7 Lundúnanæiur Framhald frá bls. 6. inn hefir náð að snúa Við, fyrir bregður fjórum mönnum með ,kvensokkagrímur fyrir and- liti, leiðin suður yfir Svart- munkabrúna hefir lokast, næsti möguleiki er að sleppa suður yfir Kastalabrúna og hverfa inn í óraflæmi suð- austurborgarinnar, þar sem bifreið getur horfið sýnum á nokkrum mínútum eins og saumnál í heystakki. Báðar b'ifreiðarnar hendast áfram framhjá myntsláttar- höllinni niður hjá kastalasýk- inu, sem nú er löngu þurr grasvöllur, og fram að brú- arsporðinum. Jagúarinn er hraðskreiðari, það dregur sundur með hverri sekúntu. En réttvísin hefir heppnina með sér. Lítið vöruskip nálg- ast brúna óðfluga neðan Lundúnapollinn og morgun- vaktin tekur til starfa að hleypa því upp fljótið. Kast- alabrúin er gerð úr tveimur örmum, sem mætast í miðjij en réisa má upp sinn hvorum ,megin til að hleypa skipum í gegn. Þverslá brúarsporðsins hefir fallið og armarnir taka að rísa hægt og hægt. Græni Jagúarinn á eftir um tuttugu metra að brúnni, þegar öku- maðurinn sér hvað er að ger ast. Skerandi hemlahljóð ýskrar á ný. ökumaðurinn reynir að bakka, taka nýjan sveig, en lögreglubifreiðin hefur á svipstundu rennt sér eins og fleygur upp að hægri hlið Jagúarsíns og neglt hann fastann við gangstéttina. Það svarrar í stáli og rúður brotna, Þrír glímuklæddir sleppa út einn er of seinn og gefst upp í bílnum. Á gangstéttinni hleypur einn í flasið á lög- regluþjórii, sem snýr hann niður á augabragði, en tveir taka til fótanna áleiðis niður að hafnarbakkanum. Ungur lögregluþjónn sveiflar kylfu sinni leiftursnöggt, hún flýg- ur gegnum loftið og hittir a n n a n grímumanninn hnakkgrófina. Hann lyppast niður eins og tómur poki Hinn hverfur inn í hafnar göturnar með tvo lögreglu þjóna á hælum sér. Nú liggur leiðin framhjá dómshöllinhi Old Bailey. Að degi til er hér telft um líf og dauða ár eftir ár, innan þess arra veggja hafa hundrufi manna hlotið dauðadóm Köld ógn virðist greypt í lín ur þessarrar hallar þótt sólin skíni á veggi hennar, að minnsta kosti í hugum þeirra sem setið hafa þar og hlýtt á þinzta mannlega dóm. Yfir koparhvelfingunni g n æ f i myndastytta, tákn réttlætis ins með sverð og metaskálar konumynd, án nokkurrar kvenlegrar mildi. Fyrsta skíma dagsbrúnarinnar austri veldur því að nú kastar myndastyttan löngum aflög uðum skugga. I þessu morgun rökkri er höllin sviplaus og gi'á, hvelfingin eins og pottur á hvolfi og myndastyttan < gömlum vana — tuttugu ára fuglahræða, engin tign, ógn eða vald. Og þó á þessi staður eina bjarta minningu, einn mjúkan geisla í sögusvartnætti sínu. Saga dómshallarinnar er stutt, aðeins síðan 1902. Á þessum stað stóð fangelsi, allt frá srettándu öld til 1901. New- gate fangelsið og aftökustað- urinn á langa sögu grimmdar, jjáninga og volæðis. En fyrir nákvæmlega tvöhundruð og sextíu árum sat þar inni fangi vegna baráttu sinnar fyrir trúfrelsi. Hann slapp með lífi og kom lengi og mikið við sögu landsins. Hann skrifaðj margar bækur, og ein þeirra slæddist í þýðingu alla leið porður í Mývatnssveit og komst á héitum sólskinsdegi í hendur ungum dreng, sem sendur var út á tún að snúa flekk. Drengurinn opnaði bók- ina, las og las. Flekkurinn gleymdist og var ekki snúið. Ekki þótti það búmannslegt, varð drengur lítið búmanns- efni. Bókin hét Róbinson Krúsóe og hér í morgunrökkr- inu liggja slóðir þeirra saman á ný, drengsins og ódauðlega höfundarins, Daniel Defoe. Frá stöðli dóms og dauða er örstuttur spölur til hægri handar yfir að Sléttavelli þar sem Gimlé líknarinnar var fyrst reist 1123. Gamli Sankti Bart —•_ St. Bartholomew’s Hospital — er forn vinur og fræðari þess er þetta ritar, lítt reglulegt þorp eldri og yngri bygginga kringum stór- ann húsagarð. Á þessum stað hefir verið læknað og líknað í meira en átta aldir, enda elzti spítali landsins. Hvergi verð- ur Lundúnaborg heitari • í sumarhitunum, en við sil ungapollinn í húsagarðinu, þar sem altaf er blæjalogn. Hér er heimur út af fyrir sig, þar sem líka er barist um líf og dauða en á annann hátt en yfir í Old Bailey. Yfir hvelfingu aðaldyranna er stytta Henriks áttunda. Til beggja hliða á framhliðinni eru minnismerki ýmissa trú- arlegra píslarvotta, sem brenndir voru á tímum Maríu Tudor. Oft var Henrik hvass á sviþinn, þegar blossarnir frá þýzku sprengjunum lýstu upp andlit hans á stríðsárun- um. Eitt kvöldið brunnu eldar hringinn í kringum Sankti Barts. Þá var mikið að gera á slysavarðstofunni og sumar- nóttin heit. Nú virðist Henrik mildur á svipinn, og píslar- vottarnir sofa í ró. Innan gluggatjaldanna bregður fyr- ,ir einstöku hjúkrunarkonu á næturvakt. Snögglega er kyrrðin rofin. Inni í húsagarð inum er bifreiðarhreyfill ræstur, áreiðanlega af eldri gerðinni. Brátt er dyragrind- inni lokið upp og út koma tveir læknastúdentar og ung hjúkrunarkona í Standardbíl, sem kominn er til ára sinna Þetta er „Flugsveitin“ sem fer í snöggar neyðarvitjanir. Af tímabil hefir ekki dreyft þetta viðbragð — spyr gréinarhöf- undur: — Er það slys eða fæðing? — Fæðing. — Munduð þið nú eftir að taka bæði töskuna og skjóð- una? — Auðvitað. Bifreiðin rýkur af stað í áttina til Clerkenwell hverf- isins, þar sem fátæktin var átakanlegust fyrir tveimur áratugum. Það hvín í vélinni, hljóðdeyfirinn er áreiðanlega týndur og bifreiðin áratuga gömul. Það skyldi þó aldrei vera 1943? sam'i skrjóðurinn og Þegar komið er á Covent Garden markaðinn er klukk- an fimm, dagur runninn og markaðurinn að fyllast af vörubílum. Tugir vörubíla með blóm. Blóm, blóm all- staðar. Allir regnbogans litir, þung angan, margar götur fullar af blómum. Mest er af túlipönum, þetta er þeirra mánuður, hvítir, rauðir, brún- ir túlipanar og óteljandi önn- ur litbrigði, stór knippi, fullir kassar, heilir hlaðar og breið- ur af túlipönum, brúnum, hvítum og rauðum. Kjarnorkustöðvar geta eimt vatn hafsins Kjarnorkan getur ekki ein- ungis orðið verðmætt tillag til orkuframleiðslu þróunar- landanna, heldur munu kjarn- orkustöðvar jafnframt geta afsaltað sjóvatn með sérstök- um eimingaraðferðum, og er ekki að efa að það mun verða mörgum löndum mjög mikils- vert. Þessar upplýsingar komu fram á fundi sérfræð- inga sem nýlega var haldinn í Vínarborg að tilhlutan Al- þ j óðakj arnor kustof unarinnar, IAEA. Sérfræðingunum kemur á- samt um, að bezta aðferðin til að afsalta sjóvatn með kjarnorku sé eiming. Það eina sem nauðsynlegt er til eim- -ingar er gufa með mjög lág- um þrýstingi, og hana getur kjarnorkuofn auðveldlega framleitt. Hægt er að reisa imannvirki sem gegni annað hvort öðru hlutverkinu eða báðum. Hagkvæmara væri að gera mannvirki sem gegni báðum hlutverkum, sé kjam- orkan nýtt. Eins og stendur er tækni- ,lega fært að reisa eimingar- stöð úr einni eða fleiri ein- ingum sem eimt geta á degi hverjum 45 milljón vatnslítra á hverja einingu. Stærri ein- ingar væru fjárhagslega hag- kvæmari. Á það var lögð áherzla, að enda þótt kjarnorkuofnar séu nothæfir til eimingar á sjó- vatni í þágu iðnaðar eða matreiðslu, þá geri þær að- ferðir sem nú eru tíðkaðar eða áætlaðar í náinni framtíð .ekki fært að framleiða vatn til áveitu á verði sem hægt sé að bjóða upp á, jafnvel þó um mikla framleiðslu væri að ræða. Á þurrsvæðum þróunar- landanna munu vatnsknúnar stöðvar væntanlega geta framleitt raforku á lægra verði en diesel-stöðvar geta nú boðið upp á. Stjórnarvöld- in í þessum löndum gætu var- ið því fé sem þannig sparast til að greiða niður vatnið sem hagnýtt er, og eftir því sem verð vatnsins lækkar verður hægt að framleiða meira vatn fyrir þetta fé. Sérfræðingafundurinn lagði m.a. til við IAEA, að stuðlað yrði að því að koma fremur á fót mannvirkjum fyrir heil svæði, sem væru að öllu eða •einhverju leyti eyðimerkur, en að reisa einstakar stöðvar fyrir lítil afmörkuð svæði. J>ar sem umrædd landsvæði liggja á landamærum, ber að hvetja hlutaðeigandi ríki til samstarfs. Mae, dóttur Josephs og Snjó- laugar Gillis frá Wynyard. Gullbrúðhjónunum barst mikill fjöldi skeyta frá vinum og vandamönnum á Islandi, í Bandaríkjunum og í Kanada. Sérstakar kveðjur fengu þau frá Lester B. Pearson forsæt- isráðherra Kandaa, Lieut. Governor of Manitóba Errick Wiilis, forsætisráðherra Mani- tóba Dufferin Roblin og borg- a r s t j ó r a Winnipegborgar Stephen Juba. Gullbrúðkaup er mikill og merkur áfangi; sem færri ná en vilja. Vinir frú Helgu og Páls árna þeim heilla á þess- um tímamótum. Hálfrar aldar sambúð hefir verið þeim til sóma og hamingju eins og bezt má ráða af börnum og barnabörnum, sem eru öll hið mesta efnisfólk. Börn þeirra Páls og Helgu gengu öll menntaveginn og stunduðu háskólanám og gegna nú öll miklum ábyrgð- arstöðum í þessu landi. Barna- börnin eru tólf að tölu, og munu þau öll staðráðin í að feta í fótspor foreldra sinna. H. B. Gullbrúðkaup ir ramhald frá bls. 1. við Manitóbaháskóla; 4) Páll Haraldur Aðalsteinn Njáll M. Sc., sérfræðingur í skor- dýrafræði við rannsóknarstöð Kanadastjórnar við Manitóba- háskóla. Haraldur er kvæntur Póslsijórn Sameinuðu þióð- anna hefur tilkynnt, að hinn 4. nóvember verði gefið út nýtt frímerki. Það verður í flokki frímerkja sem gefin eru út til minningar um bygging- ar þar sem Allsherjaþingið hefur komið saman. Hið nýja frímerki sýnir aðalstöðvarnar í New York og hefur tvö verð, 5 cents og 11 cents. LIQUOR CONTROL COMMISSION HOLIDAY STORE HOURS 1963 GREATER WINNIPEG Effective from December 20th to December 23rd, 1963. 11:00 a.m. to 12:00 midnight (11:30 p.m. Saturday) 11:00 a.m. to 12:00 midnight (11:30 p.m. Saturday) 11:00 a.m. to 9:00 p.m. 11:00 o.m. to 9:00 p.m. 11:00 o.m. to 9:00 p.m. 11:00 a.m. to 9:00 p.m. 11:00 a.m. to 9:00 p.m. 11:00 a.m. to 9:00 p.m. 11:00 a.m. to 9:00 p.m. 11:00 a.m. to 9:00 p.m. 345 Donald Street 159 Polo Pork Shopping Centre 577 Portage Avenue 423 McMillan Avenue 992 Main Street ' 111 Marion Street (St. Boniface) 2549 Portoge Avenue (St. James) 260 Kelvin Street (Elmwood) 1031 McPhillips Street 118 Regent Avenue (Tronscona) 1310 Pembina Highway (Ft. Garry) 11:00 a.m. to 9:00 p.m. 590 St. Marys Road (St. Vitol) 11:00 o.m. to 9:00 p.m. Gront Park Shopping Centre 11:00 a.m. to 9:00 p.m. All stores will close at 6:00 p.m. Christmas Eve, Deecmber 24th, ond ot 8:00 p.m. New Year's Eve December 31 st. Normal hours will be in effect December 27th, 28th and 30th. MANITOBA OTHER THAN ABOVE December 20th to to 23 rd Stores at Brandon, Portage Lo Prairie, Flin Flon, Dauphin ond The Pas will remain open from 1 1:00 a.m. to 9:00 p.m. All other stores to remain open from 1 1:00 a.m. to 6:00 p.m. December 24th All stores will close at 6:00 p.m. December 27th, 28th, 30th, 31 st Normal hours will be in effect in all stores. All stores will remain open on any Municipal Holiday during the period December )7th to December 3)st, inclusive. The Head Office ond all stores will be closed on December 25th, 26th and January lst. (This notice is inserted by the Liquor Control Commission as o Public Service Announcement)

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.